Tíminn - 20.02.1996, Blaðsíða 13

Tíminn - 20.02.1996, Blaðsíða 13
Þri&judagur 20, febrúar 1996 Wímtem 13 Froðukennd „konumynd" Waiting to Exhale ★ Handrit: Terry McMillan og Ronald Bass. Byggt á skáldsögu Terrys McMillan Leikstjóri: Forest Whitaker Abalhlutverk: Angela Bassett, Whitney Houston, Lela Rochon, Loretta Devine, Gregory Hines, Mykelti Williamson og Wesley Snipes Regnboginn Öllum leyfb. Það hefur löngum veriö kvart- aö yfir því, aö fáar myndir komi frá Hollywood meö konum í aö- alhlutverki. Þar hefur verið ráð- in bót á því frá borginni streyma nú slíkar myndir. Þær eru þó, líkt og aörar myndir, misjafnar að gæöum og Waiting to Exhale (engin íslensk þýöing) verður að teljast með þeim slak- ari. Hún fjallar um fjórar svartar vinkonur og eru samskipti þeirra við karla í brennidepli. Eiginmaöur einnar yfirgefur hana fyrir hvíta konu, ein á í ástarsambandi viö giftan mann, ein á í mörgum samböndum við mismikla lúöa og sú síðasta er einstæö móðir en barnsfaðir hennar er tvíkynhneigður. Þetta er reyndar nokkuð einföld mynd af vandamálum þessara kvenna því þau eru mörg og sum hver stór. Leikstjórinn, Forest Whitaker, á að baki farsælan feril sem leik- ari en hann er hér við stjórnvöl- inn í fyrsta skipti. Ekki byrjar þaö vel. Söguþráðurinn er svo dæmalaust froðukenndur, að maður býst við að Dallas-stefiö hljómi hvað úr hverju. Það er mikið grátið og leikkonurnar KVIKMYNDIR ÖRN MARKÚSSON fjórar keppast við að láta varirn- ar titra sem mest í hvert skipti sem þær tala saman. Vandamál- in eru svo mýmörg að þau verða bara hlægileg og ótrúveröug. Flestar karlpersónurnar eru síð- an svo miklir undirmálsmenn, bæði að vitsmunum og skap- gerð, að þaö segir meira um konurnar en þá, að þær skuli yf- irhöfuð hafa við þá nokkuð að sælda. Aðalleikkonurnar fjórar standa sig misvel en hryggileg- ast er að sjá Angelu Bassett, sem stóð sig frábærlega sem Tina Turner hér um árið, í hlutverki grenjudúkku í ætt við Pamelu í áðurnefndum Dallas-þáttum. Loretta Devine er hins vegar mjög góð í hlutverki móður sem á erfitt með að sleppa takinu á syni sínum. Af vinkonunum fjómm er persóna hennar sú eina sem er verulega trúverðug. Söngkonan Whitney Houston ætti síðan að halda áfram ab syngja en sleppa „leiklistartökt- unum". Waiting to Exhale er „konu- mynd" en léleg sem slík. Það er kominn tími til að konur fái tækifæri til að skrifa um konur og leikstýra þeim. Útkoman verður þá kannski betri en þetta. ■ Framsóknarflokkurinn Framsóknarfélag Reykjavikur og Samband ungra framsóknarmanna standa fyrir opnum fundi meb Finni Ingólfssyni, ibnabar- og vi&skiptarábherra, og Páli Péturssyni, félagsmálará&herra, þri&judaginn 20. febrúar kl. 20.30 í Sunnusal (á&- ur Átthagasal) Hótel Sögu. Allir velkomnir. FR og 5UF Framsóknarfélag Siglufjarbar heldur fund mi&vikudaginn 21. febrúar n.k. a& Su&urgötu 4, kl. 20.30. Dagskrá: 1. Fjárhagsáætlun Siglufjar&ar 1996. 2. Onnur mál. Félagar, fjölmenni&. Þa& ver&ur heitt á könnunni. Stjórnin Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúö og hlýhug vi& andlát og útför ástkærrar móbur minnar, tengdamóöur, ömmu og langömmu Helgu Pálsdóttur Stórholti 30, Reykjavík Kristín Guöbjartsdóttir Halldór Snorrason Magnús Snorri Halldórsson Adine M.B. Storer lan Helgi Magnússon Madonna klœddist látlausri ull- Evíta sjálf á svölum þinghússins í Buenos Aires áriö 1950. ardragt í viötalinu. Þaö eru skiptar skoöanir um hversu vel Madonna sé fallin til aö veröa holdgervingur Evu Peron. Hér stendur: Lifi Evita! Burt meö Madonnu! Örlögin „Þaö voru örlög mín aö leika Ev- ítu. Ég held að enginn hafi beö- ið heitar en ég gerði fyrir þessari mynd. Ég stillti upp töfragripum og krossum, kveikti á kertum og hafði jafnvel samband við spá- konur," segir Madonna, en hún hreppti hlutverk Evu Peron í kvikmyndinni Evitu, sumum til hrellingar og öðrum til gleði. Verið er að framleiða mynd- ina, sem Alan Parker leikstýrir, en hún hefur vakið mikla ólgu í Argentínu, þar sem Eva er heilög og ósnertanleg í augum Argent- ínumanna. Margir þeirra telja Madonnu algjörlega óviðeig- andi manneskju tii að túlka dýr- linginn. Því urðu hálfgerö upp- þot er Madonna kom til Buenos Aires, þegar tökur áttu að byrja. Enda hafði forsetinn, Carlos Menem, gagnrýnt fyrirhugaða kvikmynd opinberlega og styð- ur hann við bakiö á framleiö- endum argentínskrar útgáfu á lífi Evu Peron. Upphaflega var Madonna val- in af Oliver Stone kvikmynda- leikstjóra, sem ætlaði að gera þessa mynd, en sú fyrirætlun rann út í sandinn. Þegar Alan Parker vann ab hugmyndinni, ræddi hann við Michelle Pfeiffer og vildi hana í aðalhlutverkið. Þegar Madonna frétti aö Mich- elle heföi takmarkaðan áhuga á hlutverkinu, þar sem hún var nýlega búin að eignast barn, fannst henni sem Guðs hendi hefði tekið völdin. „Þannig aö kvöld eitt settist ég niöur og skrifaöi bréf til Alans Parker. Þaö var eins og yfir mig kæmi guölegur innblástur. Ég stjórnaði ekki því sem ég skrif- aði. Ég vissi ekki hvaö ég var að gera, en sendi bréfiö samt. í bréf- inu tíndi ég til öll hugsanleg rök fyrir því af hverju ég vildi leika Evítu. Þetta er ekki spurning um peninga, ég var einfaldlega heilluð." Mánuöi seinna hafði Parker samband, þau hittust nokkrum sinnum og aö lokum bar hann í SPEGLI TÍIVIANS Madonna skreppur frá hótelinu í Buenos Aires í fylgd lífvaröar. fram formlegt tilboð — og hún tók því að sjálfsögðu eins og skot. ■ Æstir aödáendur Madonnu faömast og kyssast fyrir utan hóteliö sem hún dvelst á.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.