Tíminn - 21.02.1996, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.02.1996, Blaðsíða 3
Mi&vikudagur 21. febrúar 1996 3 Sex lagafrumvörp fjögurra rábherra um ráögjafarstofu vegna skuldavanda einstaklinga. Páll Pétursson: Heimildir til ab fá létt af skuldaklyfjum Ríkisstjórnin ræddi á fundi sín- um í gær ýmsar samhangandi a&gerðir til a& freista þess a& rá&a bót á skuldavanda einstak- iinga, en þær tengjast rá&gjafar- stofunni sem ver&ur opnu& á föstudaginn kemur og sett er á fót fyrir frumkvæ&i félagsmála- rá&herra. Þar mun fólk fá ókeypis rá&leggingar og a&stoð vi& a& semja um skuldbreyting- ar og ná tökum á fjármálum sínum. Páll Pétursson félagsmálaráb- herra sagöi í gær að hér væri verib aö au&velda ráðgjafarstofunni starfib meb breytingum á ýmsum lögum. Þrír ráðherrar koma að málinu. Fjármálaráöherra mun flytja fmmvarp um breytingar á lögum um tekjuskatt og eignarskatt, sem gerir ráð fyrir að heimila samn- inga um skatta aðra en vörslu- skatta. Dómsmálaráöherra mun leggja fram frumvarp um réttar- aðstoö við einstaklinga til aö leita naubasamninga en hún er fólgin í að fá fjárhagsaðstoð fyrir einstak- linga til að koma nauöasamning- um á. Þá flytur félagsmálaráðherra frumvarp um breytingu á lögum um Innheimtustofnun sveitarfé- laga. Stofnuninni verður heimil- að ab semja um niðurfellingu á höfubstól vegna meölagsskulda. Tengt þessum málum eru frum- vörp frá viðskiptaráðherra um ábyrgðir byggingaraðila, um ábyrgðarmenn og innheimtu- kostnað lögfræðinga. Fyrir ára- mót var breytt lögum um Hús- næðisstofnun með sama tilgang í huga, aöstoð viö þá sem nú eru á bjargbrúninni meb fjármál fjöl- skyldna sinna. „Þetta er samfelld og samhang- andi aðgerð ríkisstjórnarinnar, og mibar að því að ráðast á skuldir heimilanna og skapa þeim sem eiga í basli úrræði. Nú er verið að ganga frá reglugerb um greiðslu- erfiðleika út af Húsnæðislánum," sagði Páll Pétursson félagsmála- ráðherra í gær, en hann hefur stjórnað aðgerðum sem snúa að ráðgjafarstarfi vegna skuldavanda einstaklinga. -JBP Vísindi sem varla heföu komib Hriflu-Jónasi á óvart? Sjúkum batnar miklu fyrr við landslagsmyndir en abstrakt Læknar við háskólasjúkrahúsið í Uppsölum í Svíþjóð hafa veitt því athygli að verulegu máli skiptir hvort og hvaða myndir eru á veggjum sjúkrastofa þar sem hjartasjúklingar eru að jafna sig eftir uppskuröi. Sjúklingar sem liggja á stofum þar sem landslagsljósmyndir prýða veggi, einkum af renn- andi vatni, útskrifist miklu fyrr, þurfa minna af verkjalyfjum og eru ekki eins áhyggjufullir og þeir sem liggja á stofum með auðum veggjum eða með abst- rakt málverkum. Þessar athygli- verðu fréttir er aö finna í nýjum Heilbrigðismálum, sem aftur hefur þær úr Health (okt.'95). Krabbamein 'i blööruhálskirtli og brjóstum aukast stööugt og oröin tvöfalt algengari en nokkur önnur: Níu hundruð nv krabbamein á ari Nærri níu hundruð krabbameins- tilvik hafa verið greind hér ár hvert að undanförnu og nokkurn vegin jafn mörg meðal karla og kvenna. Tíðni krabbameina, á hverja 100.000 landsmenn, hefur í heild aukist í kringum 1% á ári frá því skipuleg skráning hófst á vegum Krabbameinsfélags ís- lands fyrir um fjórum áratugum. Miklar breytingar hafa samt orð- ið á þróun einstakra meina. Nýgengi krabbameins í hverjum 100.000 körlum hefur aukist úr tæplega 200 í 275 að meðaltali á ári og í konum úr tæplega 195 upp í 265 á ári síðustu fjóra áratugi. En lífshorfur hafa jafnframt farið batn- andi og eru nú á sjöunda þúsund manns á lífi sem fengið hafa krabbamein. Samkvæmt yfirliti í tímaritinu Heilbrigðismálum hefur krabba- mein í blöðruhálskirtli greinst hjá 113 körlum að meðaltali á ári að undanförnu og um helmingi færri (53) með lungnakrabba. Reiknab á hverja 100.000 karla hefur blöðru- hálskrabbi nærri fjórfaldast á þeim fjórum áratugum sem liðnir eru síð- an skráningar hófust. Krabbamein í blöðruhálskirtli er nú orðið langal- gengasta krabbamein karla, nærri tvöfalt algengara en lungnakrabba- mein, sem þó hefur hlutfallslega nær þrefaldast á tímabilinu. Það hafa krabbamein í þvagblöðru einnig gert og ristilkrabbi tvöfald- ast. Tíðni magakrabba, sem áður var langalgengastur, hefur á hinn bóg- inn minnkað gífurlega, eða að segja má þróast þveröfugt við krabba í blöðruhálsi. Meðal kvenna er brjóstakrabbinn langefstur á blaði, eba 114 tilfelli að meðaltali síöustu árin. Tíðni brjóstakrabba (á 100.000 konur) hefur nærri tvöfaldast síðustu fjóra áratugi. í konum hefur lungna- krabbinn samt aukist langsamlega mest, eða meira en fjórfaldast frá því skráningar hófust. Með tæplega 50 tilfeli á ári er lungnakrabbi orð- inn annað algengasta krabbamein í konum. Þriðja algengasta meinið (tæp 30 tilvik á ári) er í eggjastokk- um og ristilkrabbamein eru abeins örlitlu færi. Samkvæmt upplýsingum úr Krabbameinsskránni getur nú 3. til 4. hver íslendingur búist við að greinast með krabbamein einhvern tímann fyrir áttrætt. Lífshorfur hafa batnað á undanförnum árum og eru nú á sjöunda þúsund manns á lífi sem fengið hafa krabbamein. ■ Árni Þór Sigurösson kynnti skýrslu starfshóps um Hafnarhúsiö í borgar- ráöi í gcer. Tímamynd: BC Framkvcemdakostnabur vib ab Listasafn Reykjavíkur fái absetur í Hafnarhúsinu: 265 milljónir til aldamóta Áætlaður stofnkostnaður við Listasafn Reykjavíkur í Davíö Oddsson, forsœtisráöherra: Vilja menn halda æviráöning- um embættismanna ríkisins? „Það sem stendur eftir þessa umræðu er að það hefur verið haft samráð viö verkalýös- hreyfinguna og það stendur ekki til að skeröa lífeyrisrétt- indi launafólks," sagði Davíö Oddsson, forsætisráðherra, í lok utandagskrárumræðu um samráð við samtök launa- fólks um félagsleg réttindi á Alþingi í gær. Davíð varpa&i sí&an fram þeirri spurningu hvort það væri vilji þing- manna að viðhalda æviráðn- ingum embættismanna ríkis- ins sem verið hafi á undan- haldi á undanförnum árum. Margrét Frímannsdóttir, for- maður Alþýðubandalagsins, hóf utandagsláárumræðuna og kvaðst meðal annars lifa í heimi raunveruleikans, þess raunveruleika sem væri hér ut- an dyra. Hún sagði að með frumvörpum er snertu vinnu- markaðinn og væru í burðar- liðnum hjá ríkisstjórn væri ætl- unin að skerða réttindi launa- fólks í landinu og viðhalda því láglaunaþjóöfélagi sem búið væri aö skapa. Hún kvaðst vilja sjá þjóðfélag sem væri vinsam- legt launþegum þessa lands en ekki það þjóðfélag er fælist í innihaldi nefndra frumvarpa. Jóhanna Sigurðardóttir sagði að alvarleg deila væri í uppsigl- ingu varðandi réttindi og kjör launafólks, sem fælist í fyrir- huguöum breytingum á lögum um samskipti aðila á vinnu- markaði. Ögmundur Jónasson kvað óvinafagnað vera í aðsigi þar sem skerða ætti bæði starfs- og lífeyrisréttindi launafólks í landinu. Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, sagði að um endurskoð- un á 40 ára gamalli löggjöf væri að ræða sem hefði verið kölluð „þrælalögin" á sínum tíma en nú vildu allir halda í þau. Hann sagði að nefnd um samstarf á vinnumarkaði hafi haldið yfir 40 fundi þannig ekki væri rétt að tala um að ekki væri haft samstarf við aðila vinnumark- aðarins. Málin væru á vinnsl- ustigi og því eðlilegt að samráð og samstarf væri við þá er þau snertu. Engir gætu þó breytt þessum ramma aðrir en alþing- ismenn þar sem um löggjöf væri að ræða. Friðrik Sophus- son, fjármálaráðherra, sagbi að varðandi frumvarp um lífeyr- issmál opinberra starfsmanna væri ekki um skerðingu lífeyris- réttinda ab ræða heldur abeins tilfærslu þeirra. Páll Pétursson, félagsmálarábherra, sagði að með nýrri lagasetningu um samskipti á vinnumarkaði væri verið að styrkja verkalýðshreyf- inguna og draga úr launamis- rétti. Hann nefndi samskipti aðila á dönskum vinnumarkaði og sagði að verið væri að færa þau samskipti hér í sambærilegt form og benti síban á að það form hefði skilað dönskum launþegum betri árangri en náðst hafi hér á landi. Einar Oddur Kristjánsson, fyrrver- andi formaður Vinnuveitenda- sambands íslands, sagði þab rangt að hjá málshefjendum stjórnarandstöbunnar að um erfiðleika í samsarfi vinnuveit- enda og launþega væri að ræða. -ÞI Hafnarhúsinu er 425 millj- ónir, þar af er kostnaður viö framkvæmdir áætlaður 300 milljónir. í skýrslu starfshóps um mál- efni Hafnarhússins, sem lögð var fyrir borgarráð í gær, er gert ráð fyrir að kaupverð hússins verbi 110 milljónir. Kostnaður við framkvæmdir er áætlaður 300 milljónir og kaup búnaðar 15 milljónir. Af þeim 300 milljónum sem fara í framkvæmdir er reiknað með að 265 milljónum verði varið á árunum 1996 til 1999. Á þessu ári er reiknað með að kostnaðurinn verði 15 millj- ónir, sem fara í kostnað við samkeppni á meðal arkitekta og hönnun 1. og 2. áfanga hússins. Á næsta ári er ráðgert að verja 90 milljónum í fram- kvæmdir við húsið og 80 milljónum árin 1998 og 1999. Áætlanir þessar miða við ab Errósafnið verði tekið í notkun árið 1998 og abrir hlutar húss- ins árið 2000. í skýrslunni er einnnig gerð grein fyrir viðbótarkostnaði ef farin verði sú leið að byggja yf- ir portið á milli norður- og suðurálmu hússins. Heildar- kostnaöur við þab er áætlaður 120 milljónir. -GBK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.