Tíminn - 21.02.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.02.1996, Blaðsíða 6
6 Mibvikudagur 21. febrúar 1996 URHERAÐSFRETTABLÖÐUM Fribrik jónsson framleibslustjóri og Jón Brynjar Sigmundsson meb lebur afhlýra og laxi. Framleibsla á fiskroöi í Sjávarlebri: Stefnt ab sölu 30 þúsund roöa í ár Framleibsla á lebri úr fisk- robi er nú komin á fullt hjá Sjávarlebri á Saubárkróki. Fimm ára þróunarvinna er ab baki og í síbasta mánubi var farib ab framleiba hráefni til útflutnings. Gert var ráb fyrir ab vinna skinn á lager, en ab sögn Fribrfks Jónssonar fram- leibslustjóra hefur varan selst jafnóbum, mestmegnis til As- íulanda en einnig til Evrópu, á Ítalíu og Þýskaland. Er stefnt ab sútun 30 þúsund roba á þessu ári og reiknab meb ab þegar líbur á árib, verbi 8-10 starfsmenn hjá Sjávarlebri. Þeir eru nú á bilinu 4-8 eftir því hvernig stendur á vinnslu- ferlinu, en starfsemi Sjávarleb- urs er í húsnæbi Lobskinns sem er langstærsti eignarabil- inn. „Vib erum núna á fullu ab framleiba upp í pantanir og ég hef trú á því ab þessi vinnsla eigi framtíbina fyrir sér. Vib- brögb markabarins sýna þab. Þab virbist vera mikil eftir- spurn eftir þessari vöru," segir Fribrik Jónsson. Til ab byrja meb eru aballega sútub rob af hlýra og laxi, en í undirbún- ingi er sútun þorskrobs. Fribrik segir ab síbustu mán- ubir libins árs hafi farib í ab viba ab sér tækjum sem hent- ubu vib framleibsluna, en prufur hafi verib framleiddar um árabil á markab innan- lands og þeim verib vel tekib. Talsverb eftirspurn er eftir lebri úr fiskrobi innanlands. Fiskrob er vinsælt til veskja- gerbar, í fatnab og ýmsa smá- vöru, en annars er þetta lebur notab í alla hefbbundna leb- urframleibslu, t.d. í skógerb og áklæbi á húsgögn. Hlutafé í Sjávarlebri er 25 milljónir og ab langstærstum hluta í eigu Lobskinns. Saub- árkróksbær á einnig hlut og íslenska umbobssalan auk nokkurra einstaklinga. At- vinnuleysistryggingasjóbur hefur veitt samþykki sitt fyrir átta störfum fyrstu mánubi framleibslutímans. rnÉTTnninmn SELFOSSI Nýtt hjúkrunarheimili sem hýsa á 26 til 28 manns og kosta 100 milljónir: Grund vill reisa hjúkrunarheimili í Hverageröi sem veitir á fjóröa tug manna atvinnu Elli- og hjúkrunarheimilib Grund í Reykjavík áformar ab byggja hjúkrunarheimili fyrir aldraba í Hveragerbi. Þar á ab vera rúm fyrir 26-28 vistmenn og kostnabur vib byggingu heimilisins er áætlabur um 100 milljónir króna. Alls gætu rúmlega 30 manns fengib vinnu á heimilinu verbi af byggingu þess. Málib er nú til skobunar í heilbrigbisrábu- neytinu. Grund rekur Dvalarheimilib Ás í Hveragerbi þar sem um 100 manns dvelja. Gísli Páll Pálsson, framkvæmdastjóri á Ási, segir ab naubsynlegt sé ab byggja hjúkrunarheimili í Hveragerbi. Hvergerbingar, sem eru á Ási, vilji t.d. geta dvalib lengur í sinni heima- byggb, en þeir verba nú ab fara annab ef þeir þurfa á meiri abhlynningu og hjúkr- un ab halda en hægt er ab veita á Ási. Á hjúkrunarheim- ili yrbu fleiri hjúkrunarfræb- ingar, læknir og sjúkralibar. Gísli Páll segir ab vib heimilib, sem Grund áformar ab byggja, yrbu um 20 heil stöbugildi, sem þýddi ab rúmlega 30 manns fengju þar vinnu allan daginn og í hlutastörfum. Hjúkrunarheimiliö myndi því styrkja mjög atvinnulíf í bæn- um, en Ás er nú þegar einn stærsti vinnuveitandinn í Hveragerbi. Ríkiö þarf aö samþykkja framkvæmdina, þar sem þab borgar 40% af byggingar- kostnaöi, en Grund greiöir 60%. Þá greiöir ríkiö allan rekstrarkostnaö, eins og gerist meb sambærilegar sjúkra- stofnanir. Áætlaö er aö rekstur hjúkrunarheimilisins kosti um 60 milljónir á ári. Málib er til skoöunar í heilbrigöisráöu- neytinu og vonast Gísli Páll til ab þaöan fáist svör á næstu mánuöum. Hótelbygging í buröarliönum Ákvebiö hefur verib ab ráöast í hótelbyggingu á Egilsstöbum og veröur stofnaö hlutafélag um bygginguna. Þegar hafa fimm aöilar samþykkt aöild: Feröaskrifstofa íslands, Feröa- miöstöö Austurlands hf., KHB, Sjóvá-Álmennar og Egilsstaba- bær. Hlutafé verbur um 75 milljónir króna, sem er helm- ingur af áætlubum byggingar- kostnaöi. Fyrirhugaö er aö framkvæmdir hefjist fljótlega, en áætlaö er aö taka bygging- una í notkun um mibjan júní á næsta ári. í fyrsta áfanga húss- ins veröa 36 tveggja manna herbergi ásamt tilheyrandi þjónusturými og eru möguleik- ar á aö stækka bygginguna um helming. Fmmdrög af teikning- um eftir Björn Kristleifsson arkitekt liggja fyrir. í umræb- unni er ab hóteliö rísi í miöbæ Egilsstaöa, en fleiri möguleikar hafa veriö nefndir. Eins og mál- in standa í dag, hafa engar .ákvaröanir veriö teknar þar aö lútandi. Hótelib verbur leigt út og hefur veriö ákveöiö ab Feröa- skrifstofa íslands (Hótel Edda) taki þab á leigu næstu árin. Mikill áhugi á nýrri handverks- og tómstundamib- stöb á Flateyri Fyrir skömmu opnabi í Brynjubæ á Flateyri hand- verks- og tómstundamibstöö. Blaöamabur ísfirbings leit inn í síöustu viku, en þá var opib fyrir félagsstarf eldri borgara. Sigríöur Magnúsdóttir leiö- beindi meö fjölbreytt föndur og handavinnu. Hún haföi skoöaö svipaöa mibstöö hjá Akureyrarbæ, Punktinn, og þar kviknabi hugmyndin ab Brynjubæ. „Ég hreifst mjög af öllu þarna og þar kviknabi sú hugmynd hvort ekki væri hægt aö opna svona miöstöö hérna á Flateyri. Forstööukon- an hvatti mig til aö athuga hvort ekki væri grundvöllur fyir því og ekki síst ástæöa nú eftir allar þessar hörmungar sem yfir okkur hafa dunib. Þab er okkur hollt og upplyft- ing í því aö fara út af heimil- inu, hitta annab fólk og ekki er amalegt aö hafa abstööu þar sem hægt er aö láta sköp- unargleöina njóta sín og fá leibsögn fagfólks." Flateyrarhreppur rekur miö- stööina, en Önundarfjarbar- deild RKÍ styöur einnig viö bakiö á framkvæmdinni. ^ : lílí ... ..i.... T T ,.i. 1 ;ii 1 □ c ] □ .□ i i r 'T ~i i 'l n 1—1 1 .m— □ c ] □ □ [ TTT .1 U □ □ ! m rm í — —— Abalinngangur Svona á ný hótelbygging á Egilsstöbum ab líta út samkvœmt frum- drögum ab teikningum. Sjónvarpstceki hafa orsakab illvíga húsbruna á síb- ustu misserum. Bergur Jónsson, Rafmagnseftirliti rík- isins, segir sjónvarpib ekki skœban brunavald: Ef ekkert er að- hafst, verba þetta skelfilegir brunar Sjónvarpstæki hafa í nokkr- um tilfellum orsakab hús- bruna á undanförnum miss- erum. Bergur Jónsson, for- stöbumaöur Rafmagnseftirlits ríkisins, sagbi í gær ab hann vildi ekki gera of lítib úr hættunni af sjónvarpstækj- um, því mibur yrbu brunar af völdum tækjanna. En fleiri algeng heimilistæki skapa hættu á heimilum lands- manna, enn meiri en sjón- varpstæki. „Þab verbur ekki sagt ab sjón- varpstæki skapi stórhættu á heimilum, en þab hafa oröiö miklir brunar af völdum tækj- anna. En vib gerum sannarlega ekki lítiö úr þeirri hættu sem þau kunna aö skapa. Brunar hafa komib upp vegna sjón- varpstækja, og þeir koma upp skyndilega og fólki hefur ekki gefist tími til aö athafna sig. Ef ekkert er aöhafst, verba þetta skelfilegir brunar, sótiö veröur svo mikiö og afleiöingarnar miklar. Tækin veröa fljótlega alelda. Hins vegar er ekki bein- línis hægt aö tala um stórt vandamál, þótt þetta geti kom- iö fyrir, bæöi í nýjum tækjum sem gömlum," sagöi Bergur Jónsson. Bergur sagöi ab aöstæöur á heimilum væri meb ýmsu móti. Sumir væru kannski meö sjónvarpstækin standandi á teppi á gólfi, einmitt þar sem rykmyndun er mest, bæöi í teppinu og niöri vib gólf. Aörir heföu tækin klemmd inni í skáp þar sem ekkert loftstreymi væri um tækin. Þetta væru tvær ástæöur sem Rafmagnseftirlitiö hefbi brýnt fyrir fólki aö forb- ast. Þab þurfi ab lofta vel um tækin og þaö má heldur ekki vera mikiö ryk í loftinu. „Helst viljum viö aö fólk slökkvi á aöalrofa í sjónvarps- tækinu, ekki bara ab láta nægja aö siökkva meb fjarstýringunni. Svo höfum viö ráblagt ab ef fólk notar ekki tækiö í lengri tíma en sólarhring, til dæmis þegar fariö er í sumarfrí, ab taka af sambandiö í tengli, þannig ab engin spenna sé á tækinu," sagöi Bergur. Hann sagöi ab sjálfsagt væri ab taka rafmagniö úr sambandi í vegg á kvöldin þegar gengiö er til náöa, sé þaö hægt á auöveldan hátt. Sjónvarpsbruni kom upp í Hverageröi fyrir nokkrum árum meöan fólk sat viö tækiö og horfbi á dagskrá. Truflanir fóru ab koma á skerminn, síban reykur og eldur. Tækiö fuöraöi upp og fólk átti nánast fótum fjör aö launa. Húsib brann. Eldsvoöi varö í Kópavogi á laugardagskvöldib og hafa fjöl- miölar kennt sjónvarpi um. Bergur segir ab rannsókn bendi til aö þar hafi eldur kviknaö út frá kerti, sem stóö ofan á sjón- varpstæki, ekki af völdum tæk- isins sjálfs. Reyksprenging, sem varö í íbúbinni, hafi ekki stafab frá tækinu sjálfu. Bergur segir ab heimilistæki geti sum hver veriö varhuga- verö, jafnvel hættulegri en sjónvarpiö. Brunar hafi oröib út frá brauöristum, tauþurrkurum og jafnvel þvottavélum, auk þess sem menn hafi oröiö fyrir illilegri útleiöslu rafmagns, stundum staöiö nærri dauöan- um af þeim völdum. Rafmagnseftirlit ríkisins ann- ast ekki lengur raffangapróf á hinum ýmsu rafmagnstækjum, hún var lögö nibur og er engin slík tii á íslandi. Bergur segir aö ísland sé eina Evrópulandib sem hefur enga slíka prófun, en hún sé ekki lengur skylda eins og áöur var í flestum löndum. Bergur segir ljóst aö raffanga- prófun hér á landi hafi afstýrt mörgum rafmagnsslysum meö- an hún var viö lýöi, slík prófun hafi margfaldlega staöfest gildi sitt. - JBP Eg vil auðga mitt land Nemendur Menntaskólans á Laugarvatni æfa nú af kappi leik- ritib „Ég vil aubga mitt land" í Ieikstjórn Brynju Benediktsdótt- ur. Leikritiö var sýnt í Þjóöleikhús- inu árib 1974 og þá einnig undir stjórn Brynju. Höfundar eru Davíð Oddsson, Hrafn Gunnlaugsson og Þórarinn Eldjárn og sömdu þeir verkið undir dulnefninu Þóröur Breiöfjörð. Höfundur tónlistar er Atli Heimir Sveinsson og hefur hann nú bætt nokkrum lögum við fyrir sýningu menntskælinga. Leik- endur eru 22 og jafnmargir nem- endur vinna að sviðsmynd og bún- ingum auk hljómsveitar sýningar- innar. Hilmar Örn Agnarsson og Hjörtur Hjartarson tónlistarstjórar æfa söngva og hljómsveit. Formað- ur árshátíðarnefndar, Eva Dögg Þorsteinsdóttir, ber hitann og þungann af skipulagningu ásamt félögum sínum í stjórn, Ólafi Þóris- syni og Helgu Pálmadóttur. Frumsýning verður á Laugar- vatni þann 24. febrúar næstkom- andi og höfundar leikrits og tón- listar verða viðstaddir frumsýningu ásamt leikstjóra. Fyrsta sunnudag- inn í mars, það er að segja þann 3. mars, verður „Ég vil auðga mitt land" sýnt í Loftkastalanum í Reykjavík. Sýnt verður einnig víöa um Suðurland og lokasýning verð- ur í Vík í Mýrdal. Brynja leikstjóri segir að leikritið yrði skilgreint sem sápuópera nú, en fyrir 20 árum var sú skilgreining ekki fyrir hendi. Sýningar verða á eftirtöldum stöðum: 24. febrúar í Gamla íþróttahúsinu á Laugarvatni kl. 18.00, 25. og 27. febrúar á sama stað kl. 20.00, 1. mars í Leikhúsi Selfoss kl. 20.00, 3. mars í Loftkast- alanum í Reykjavík kl. 17.00 og svo aftur kl. 21.00, 5. mars í Félags- heimilinu Flúðum kl. 20.00, 8. mars í Gunnarshólma í Austur- Landeyjum kl. 21.00 og 9. mars í Leikskálum í Vík í Mýrdal kl. 21.00. Miðaverö er 1200 krónur, nema í Loftkastalanum 1500 kr. Frítt er fyrir börn fædd 1990 og síðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.