Tíminn - 21.02.1996, Blaðsíða 9

Tíminn - 21.02.1996, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 21. febrúar 1996 9 D . . UTLÖND . . . UTLÖND Helmut Kohl: Gagnrýndur fyrir ab veðja á Jeltsín Fjölmiðlar og stjórnarandstaða í Þýskalandi gagnrýndi Helmut Kohl, kanslara Þýska- lands, í gær fyrir að leggja of mikla áherslu á að halda uppi góðum tengslum við Boris Jelt- sín Rússlandsforseta, og sögðu að varasamt gæti reynst að veðja eingöngu á Jeltsín ef á daginn kæmi að hann tapaði í forsetakosningunum í júní nk. Kohl hefur verib í heimsókn hjá Jeltsín í Rússlandi og gert þar öllum ljóst að hann líti á Jeltsin sem góðan vin sinn og telji hann ótvírætt eiga ab halda áfram í forsetaembætt- inu. Hins vegar hefur hann verið tregur til ab tala við mót- frambjóðendur Jeltsíns. Kosningabaráttan á Spáni: Myndband veldur usla Kosningabaráttan á Spáni hef- ur ber æ meiri keim af banda- rískum kosningaaðferðum, við mismikla hrifningu lands- manna. Þannig hefur kosn- ingamyndband Sósíalista- flokksins þótt vera í grófara lagi og snúist upp í að vera að- almálið í kosningaumræð- unni. Jose Maria Aznar, leið- togi stjórnarandstöðunnar, iít- ur á myndbandið sem grófa móðgun við sig. Þar eru myndir af Aznar sýndar í sam- blandi við myndir af geltandi hundi, þrumuveðri og kjarn- orkusprengju. í samanburði eru svo sýndar myndir af Felipe Gonzalez forsætisráð- herra innan um myndir af hamingjusömu fólki í litríkum heimi hraðlesta, nútímahrað- brauta og vel búinna sjúkra- húsa. „Meirihlutinn veit ab ástandið á Spáni hefur lagast," segir í texta myndarinnar og er þá vitnað til þess að Gonzalez hefur verið 14 ár í forsætisráð- herraembættinu. írak: Tengdasynirnir snúa heim Tveir háttsettir írakar sem flúðu til Jórdaníu fyrir hálfu ári héldu í gær aftur til íraks ásamt eiginkonum sínum, sem bábar eru dætur Saddams Hus- seins. Ekki er vitað hvaða ör- lög bíða þeirra í írak, en Sadd- am hefur verib þekktur fyrir að taka harkalega á liöhlaupum í fortíðinni. Hins vegar er hugs- anlegt að endurkoma tengda- sonanna geti orðið pólitískur sigur fyrir Saddam sem hefur reynt allt til þess að draga úr þeim skaða sem landflótti þeirra í ágúst hefur haft á valdatök hans í landinu. Mostar: „Sameinub'' í gær „Sameining" borgarinnar Mostar í Bosníu, sem sam- kvæmt samkomulagi milli for- seta Bosníu, Króatíu og Serbíu í Róm um helgina átti að eiga sér stað í gær, gekk heldur brösulega. Borgin hefur verið tvískipt á milli Króata og mús- lima, en kl. 11 í gærmorgun átti að opna landamærin á milli borgarhlutanna og um- ferð yfir þau þar með öllum frjáls. En skömmu eftir það kom til átaka víða um borgina og skotið var úr byssum í loft upp. ■ við hjálpum með þinni lands... Rauði kross íslands gegnir mikilvægu hlutverki í skipulagi Almannavarna ríkisins og á síðasta ári veitti félagið tugum fjölskyldna margs konar aðstoð í kjölfar hörmulegra náttúruhamfara. 50 deildir Rauða kross íslands eiga fjóra af hverjum fimm sjúkrabílum í landinu og árlega eru nær 17 þúsund einstakl- ingar fluttir í bifreiðum deildanna. Þúsund manna komu á nám- skeið á vegum félagsins, flestir á námskeið í skyndihjálp. 700 unglingar hafa dvalið í Rauðakrosshúsinu - neyðar- athvarfi fyrir börn og ung- linga, og 34 þúsund manns hafa hringt í trúnaðar- símann - 800 5151. Um 20 manns koma að meðaltali á degi hverjum í Vin - athvarf fyrir geðfatlaða. Félagið hefur aðstoðað flótta- menn hér á landi í áratugi. Rauði kross Islands er helsti styrktaraðili Alnæmissam- takanna og styður við ýmsa aðra starfsemi í þágu þeirra sem minna mega sín. Arlega dvelja um 800 manns á Sjúkrahóteli RKI. .og utan Hjálparsjóður Rauða kross Islands veitti 92 milljónum króna til neyðar- og þróunar- aðstoðar erlendis á síðasta starfsári. Félagið svaraði beiðnum um aðstoð frá 53 löndum. Félagið stendur að þróunar- verkefnum í Lesótó, Mós- ambík, Gambíu og Palestínu. Árlega eru um 20 sendi- fulltrúar við margvísleg hjálparstörf erlendis. ► Öskudagurinn er fjáröflunardagur deilda Rauða kross íslands. Þú getur lagt okkur lið með því að kaupa penna í dag. RAUÐ! KROSS ISLANDS A plús, auglýsingastofa ehf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.