Tíminn - 22.02.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.02.1996, Blaðsíða 1
EINARJ. SKÚLASONHF W«H STOFNAÐUR 1917 TVOFALDUR1. VINNINGUR 80. árgangur Fimmtudagur 22. febrúar 37. tölublað 1996 Stjórn íslenska járn- blendifélagsins: Ákvörðun um stækkun á morgun Stjórnarfundur íslenska járn- blendifélagsins hf. verbur haldinn í Reykjavík á morg- un, föstudag. Þar verbur vænt- anlega tekin ákvörbun um fast að 50% stækkun á verk- smiðju fyrirtækisins á Grund- artanga. Jón Sigurösson, forstjóri ís- lenska járnblendifélagsins hf., sagði í samtali viö Tímann í gær að menn yrðu að bíða úrslit- anna, sjálfur vissi hann ekki hvað yrði ofan á í sambandi við stækkun fyrirtækisins. Hingað eru væntanlegir full- trúar Elkem í Noregi og Sumit- omo í Japan, meðeigenda ríkis- ins í fyrirtækinu. Jón Sigurðsson sagði að af sinni hálfu og þeirra Grundar- tangamanna hefði heimavinn- an verið unnin, og nú væri eftir að vita hvað eigendur ákvæðu að gera. Jón sagði það algjöra reglu að stjórnin væri sammála í aðgerðum sínum. Eflaust yrði það svo í þessu máli. Vitað er að meirihlutaeigand- inn, íslenska ríkið, er þess fýs- andi að efna til stækkunar. -JBP íslandsbanki lækkar vexti íslandsbanki og Búnaðar- banki lækkuðu í gær vexti á fjölmörgum liðum inn- og út- lána, en Landsbanki og spari- sjóbirnir gerðu engar breyt- ingar ab þessu sinni. Hjá Búnaðarbanka voru vaxtabreytingar að þessu sinni einungis á inn- og útlánum í er- lendri mynt. íslandsbanki lækkaði hins vegar vexti af óverðtryggðum innlánsreikningum um 0,2 til 0,75 prósentustig (20-75 punkta). ¦ \JSKUQCJQUr I OVt+OrlflU KrakkaríReykjavíklétuaftakaóveburfurbulítibásigfáogmœttutil óskudagsgríns og gamanslmibborginni ab venju, klœdd litskrúbugum furbufatnabi. Vib hittum þessar ungu dómur, hœstánœgbarþrátt fyrir ein tiu vindstig í hvibunum. Þær heita Anna Margrét og Cubný jórunn og sógbust vera meb fullan barnavagn af nammi. Tfmamynd: cva Viöskiptaráöherra segir ábyrgö ríkisbankastjóra mikla: „Háeffun" ríkisbanka gæti seinkab til haustþings Finnur Ingólfsson viöskipta- rábherra segir ábygrð banka- stjóra ríkisviðskiptabank- anna vera mikla ef þeir ætla ab halda uppi vöxtum í þjóbfélaginu meb handafli. Þetta sagbi hann á almenn- um stjórnmálafundi fram- sóknarmanna í Reykjavík á Hótel Sögu í fyrrakvöld, en þá var ljóst ao Landsbank- inn myndi ekki breyta vöxt- um á vaxtabreytingardegi sem var í gær. Finnur sagði að þessi há- vaxtastefna bankastjóranna væri stórskaðleg þeim efna- hagsbata sem menn væru nú að upplifa og í versta falli gæti hún snúib efnahagslíf lands- manna niður í kreppu aftur, ef svo færi að f járfestingar drægj- ust verulega saman vegna þessa. Forstööumaöur Póstgíróstofunnar: Bankarnir vilja Póstgíró út „Þab gæti vel verib ab þeir myndu vilja yfirtaka Póst- gíró ef það væri eina leiðin til þess ab koma póstgíró- stofunni út af markabnum," sagbi Gunnar Valdimarsson, forstöbumabur Póstgíró, ab- spurbur um hvort hann teldi ab bankarnir hefbu ein- hvern áhuga á ab koma ab stofnun sér hlutafélags um Póstgíró. Ef til þess kemur að Pósti og síma verði breytt í hlutafélag eins og til stendur yrði væntan- legri stjórn þess hlutafélags heimilt að skipta ýmsum þátt- um starfseminnar niður og að sögn Gunnars yrði þá einnig mögulegt að gera Póstgíró að sér hlutafélagi ef vilji væri fyrir því. Hann sagðist ekki vita til að ráð- herrar hefðu rætt við bankana um möguleg kaup á hlut í þessu féíagi enda væri það í valdi til- vonandi stjórnar hlutafélagsins samkvæmt fyrirliggjandi frum- varpsdrögum. „Eg veit nú ekki betur en að það hafi verið lagt hart að ráð- herra að leggja póstgíróstofuna niður. Það liggur alveg ljóst fyrir að bankamir líta okkur mjög óhýru auga og þeir vilja losna við okkur," sagði Gunnar og sagði eina skýringuna á því vera að bankarnir óttuðust sam- keppnina við Póstgíró. Armann Kr. Ólafsson, aðstoð- armaður samgönguráðherra, kannaðist ekki við þá hugmynd að ætlunin væri að gera Póstgíró að sér hlutafélagi og vissi ekki til að formlegar viðræður hefðu' farið fram milli viðskipta- og samgönguráðuneytis og ís- landsbanka. „Hitt er annað mál að bank- arnir hafa neitað póstinum að koma inn í þetta reiknistofu- kerfi þeirra og haldið þeim alveg fyrir utan þannig að þeir hafa ekki getað tekið á móti debet- og kreditkortum á rafrænan hátt. Menn hafa þá spurt sig að því að því hvort bankarnir séu að neyða þá til að stofna sér- banka um þetta." Hann taldi þó að bankarnir myndu gefa sig. -LÓA Viðskiptaráðherra upplýsti að nýlegt biðlaunamál varð- andi SR mjöl sem og fleiri at- riði gerbu þab ab verkum ab breyting á rekstrarfyrirkomu- lagi bankanna myndi hugsan- lega dragast eitthvað og taldi hann ab heppilegt gæti verið ab skoba málib og vinna í því í sumar og leggja síban fram frumvarp um það á haust- þingi, en ekki nú á vorþingi eins og upphaflega stóð til. Viðskiptaráðherra blandabi saman breytingunni á rekstr- arformi og vaxtastefnu ríkis- bankanna og benti á ab sú stabreynd að einkabankinn ís- landsbanki hafi ákvebib ab lækka vexti nú en ekki ríkis- bankarnir myndi eflaust flýta fyrir „háeffun bankanna". Hann ítrekabi það sem hann hefur áður sagt að meb hluta- félagsforminu gætu þessir bankar aukið eigib fé sitt og fengið f járfesta til að kaupa sig inn í bankann og styrkja þannig eiginfjárstöbu þeirra. Þá vakti það athygli ab ráb- herrarin sagbi bankaráð beggja ríkisbankanna hlynnta breyt- ingu á rekstrarformi. ¦

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.