Tíminn - 22.02.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.02.1996, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 22. febrúar 1996 5 •> •' • ■ Siglaugur Brynleifsson: Upphaf endurskoðunar íslenskrar stjóm- málasögu og íslandssögu á tuttugustu öld Þór Whitehead: Island í síbari heims- styrjöld — Milli vonar og ótta. Vaka- Helgafell 1995 í upphafi síðari heimsstyrjald- ar verða þáttaskil í íslensku þjóðfélagi fyrir utanaðkom- andi áhrif. ísland var yfirlýst hlutlaust í togstreitu þeirra þjóða og afla, sem einkenndu millistríðsárin. Styrjöld braust út í Evrópu í september 1939. Þann 23. ágúst höfðu stjórn- endur Sovétríkjanna og þjóð- ernisjafnaðarmenn, stjórnend- ur Þýskalands, gert með sér griðasáttmála. Hugmyndin var sú að skipta Austur-Evrópu milli Sovétríkjanna og Þýska- lands. Með þennan sáttmála að bakhjarli, réðust hersveitir Hitlers inn í Pólland úr vestri og skömmu síðar hersveitir Stalíns úr austri. Póllandi var skipt, Eystrasaltslöndin féllu í hlut Sovétríkjanna og síðan hófst innrás Sovétríkjanna í Finnland. „Kreppan", en áhrifa hennar tekur að gæta hér á landi 1932- 33, og afleiðingar hennar léku íslendinga grátt. Efnahags- ástandið var orðið þannig 1938 að við blasti greiðsluþrot ríkissjóðs og efnahagshrun. Þegar ófriður brestur á gjör- breytast öll samskipti á því svæði sem snertir hernaðar- rekstur stríðsaðila. Sjálfsagðar upplýsingar um veðurútlit og skipaferðir umhverfis strand- ríki og eylönd verba hernaðar- leyndarmál. Verslunarviðskipti við hefðbundna markaði lok- ast og þegar á leib leitast stríðs- aðilar við með öllum ráðum að afla sér nauðsynlegs hráefnis þar sem gjörlegt er. Hafnbann Bandamanna og kafbátahern- aður Þjóbverja olli íslending- um stórkostlegum erfiðleikum og vandræðum, jafnframt því sem stjórnvöld Ieituðust við að standa ab hlutleysisstefnu. ís- lendingar urðu að sigla á milli skers og báru. Þór Whitehead nefnir rit sitt um ástandiö hér á landi og þann línudans, sem stjórnvöld urðu ab iðka, „Milli vonar og ótta", sem er rétt lýsing á tíma- Dr. Werner Cerlach. Varb fyrir von- brigbum meb germanana á íslandi. skeiðinu frá upphafi styrjaldar- innar síðari og fram til 10. maí 1940. Titill bókarinnar er feng- inn úr ræðu þáverandi utanrík- isráðherra, Stefáns Jóhanns Stefánssonar, um stöbu nor- rænna þjóða eftir innrás Þjóð- verja í Danmörku og Noreg, birt í Alþýðublaðinu 25. apríl 1940. Ekki hefði verið hægt að velja betri titil ab þessu riti. Höfundur hefur rit sitt með kaflanum „Leitin aö leynistöð- inni". Loftskeytasendingar voru bannaðar, þar sem þær gátu stublað að upplýsingum um veðurútlit og veðurlýsing- ar, skipaferðir og annað sem gat skaðaö yfirlýst hlutleysi ís- lendinga í þeim hildarleik sem hófst 1. september 1939. Þann 6. október 1939 heyrð- ist fyrst í leynistöð, sem virtist senda upplýsingar á dulmáli til annars hinna stríðandi hern- aðaraöila. Böndin bárust að þýska sendiráðinu við Tún- götu. Þar meb hefst þáttur og þættir af dr. Werner Gerlach, en hann var ræðismaður þýska ríkisins, SS-maður, í vinfengi við Himmler og hafbi meðal annars starfað að heldur ógeð- felldri iðju í Jena, líkkrufning- um á myrtum föngum morð- sveita Himmlers. Gerlach var dyggur starfsmaður og lét mik- ib að sér kveða, ef blaðaskrif og útvarp virtust ófrægja þribja ríkið á einhvern hátt. Kvartan- ir hans og klögumál hófust fyr- ir stríðið og náðu hámarki eftir að styrjöldin braust út. Vonbrigbi Gerlachs Gerlach hafði kynnt sér rit og kenningar þýskra þjóðernis- jafnabarma.nna um ísland, svo og ferðapistla og bækur um Sögueyjuna í norðri, þar sem enn lifði germanskt siðgæði, frændrækni, félagshyggja og þjóðareining. Einkum var talið að þessar dyggðir væri helst að finna meðal bændastéttarinnar á íslandi. Margt var skrifað um hinn andlega fjársjóð fólginn í ásatrú og iðkun blóta. Nú skyldi blóta Hitler, Óðinn og Þór. Gerlach starfabi við Jena- háskólann og þar var miðstöb forngermanskra fræba undir forustu ásatrúarfræðingsins dr. Bernhards Kummer. Við nánari kynni Gerlachs af íslendingum hrynur hin glæsta mynd ásatrúarfræðings- ins og ferðabókahöfunda. Hann hripar niður athuga- semdir um íslenska menningu, listir, menntun, almennt sib- gæði og almennt um þjóbar- einkenni. Þetta er ekki fögur lýsing. Ýmsar athugasemdir mega teljast smellnar, þótt for- Þjóbstjórnin starfabi á örlagatímum. sendur þeirra séu oft fremur hæpnar. Sem dæmi: „Gyðingar gætu ekki náð fótfestu hér. ís- lendingar eru svo miklu harb- ari." A þessum árum álitu þjóðernisjafnaðarmenn gyð- inga vera viðskiptabófa, hlið- stæða við skoðun kommúnista á borgarastéttinni, sem skyldi útrýmt eins og gybingum. Gerlach hefur eftir Le Sage de Fontenay, sendiherra Dana, „að hér skorti alla örvun utan- lands frá". Hér kemur upp sú FYRRI HLUTI skoðun að nesjamennska og heimóttarháttur móti menn- ingarlífið á heldur neikvæðan hátt. „Þeir íslendingar, sem tal- ist geta siðmenntaðir, eru afar fáir og fækkar sífellt..." Höfundur ræðir afstöðu kommúnista eba sósíalista til styrjaldarinnar í 6. kafla. Gerl- ach var iðinn við að kæra blaðaskrif Morgunblaðsins, Vísis, Tímans og Alþýðublaös- ins ef hnýtt var í stríðsrekstur Þjóðverja og lýst stjórnarhátt- um nasista, en eitt blað slapp við ávítur og klögumál Gerl- achs, sem var blað Sósíalista- flokksins, Þjóbviljinn. Nafni flokksins hafbi nýlega verið breytt úr Kommúnistaflokki í Sósíalistaflokk. Eftir griðasátt- mála Þjóðverja og Rússa og einkum eftir innrás Rússa eða Sovétríkjanna í Finnland næddi köldu um sameignar- sinna, en þrátt fyrir það virtist tryggð forustumannanna óbil- andi. Þeir réttlættu griðasátt- málana og sömuleiðis árás Sov- étríkjanna á Finnland, reynd- ust hinir dyggustu starfsmenn Komintem, heimsflokk komm- únista, sem stjórnað var beint frá Moskvu. Helstu flokksfor- ingjar Sameiningarflokks al- þýðu — Sósíalistaflokksins voru Einar Olgeirsson, Brynj- ólfur Bjarnason og Sigfús Sig- urhjartarson og þeir héldu tryggð við Komintern á hverju sem gekk. Halldór Kiljan Lax- ness var einn af stofnendum flokksins 1938 og reyndist hann hugsjóninni hinn þarf- asti penni ásamt Kristni Andr- éssyni. Laxness taldi sig gera upp við kommúnismann í „Skáldatíma", rúmlega tuttugu árum eftir griðasáttmála Hitl- ers og Stalíns. En tryggð ann- arra forustumanna hélst óbreytt allt fram undir bylting- arnar í Austur-Evrópu 1989 og einnig eftir aðra nafnbreytingu á flokksheitinu. Síngirni Eins og flestir aörir borgarar þessa lands, sem áhyggjur hafa af þjóbfélagsástandinu, hef ég velt því fyrir mér hvort einhvers stabar sé að finna upphaf eða helstu rót uppeldisvandans. Uppeldisvanda kalla ég flest þab framferði þjóðarinnar sem ámælisvert er. Ég held að allir séu sammála um að þau vandamál sem hæst ber eigi einn sameiginlegan þátt: Taumleysi. Hvort sem eru börn og ung- lingar eba fullorðið fólk, sýnist mega leysa hegbunarvandann með auknu abhaldi og virkri mótstöðu gegn alls kyns óeðli- legri hegðan. Þab á til dæmis ekki að láta menn komast upp með ab gera þab ab ævistarfi að svíkja og pretta um allt land. Það‘á ekki að láta foreldra kom- ast upp meb að setja börnin sín á Guð og gaddinn í bókstaflegri merkingu og það á ekki að líða rábamönnum að hegða sér eins og götustrákar, því eftir höfðinu dansa limirnir. Eitt er það sem ég held að eigi drjúgan þátt í fremur bágu upp- eldi þjóðarinnar, allt frá börn- um og uppúr. Það sem ég á við er heimtu- frekjan og samfara henni neyslubrjálæbið. Það er eins og allt sé metið til peningaverbs. Ekki virðist hægt að ætlast til þess að nokkur maður rétti samfélaginu hjálpar- hönd án þess að fyrir komi ríf- leg greiðsla. Prestum, sem ég hélt að væru að sinna köllun sinni, er greidd aukasposla úr sjóðum safnabarins! Þab hlýtur þá að vera búib að leysa vanda allra þurfandi sóknarbarna. Og þegar bæjarfulltrúi norbur í Frá mínum bæjar- dyrum LEÓ E. LÖVE landi leggur lítið lóð á vogar- skálar samfélagsins og hafnar kauphækkun fyrir nefndarstörf er eins og sumir geri að því grín eða telji manninn ekki með öll- um mjalla. Auðvitað ætti að heiðra slíka menn og þakka þeim fyrir gott fordæmi. Eöa er útilokað ab menn taki ab sér nefndarstörf af áhuga fyrir góðu málefni? Fyrir nokkm var ég að blaba í gömlu tímariti SÍBS og rakst þar á grein eftir annan af tveimur fyrrverandi framkvæmdastjór- um þessara merku samtaka. í greininni lýsir hann því á lif- andi og skemmtilegan hátt hvernig að þvx var staöið að fá til íslands fyrsta og eina alvöru fjölleikahúsið sem hingað hefur komið. Framkvæmdastjórarnir tveir ferbubust til útlanda til þess að semja vib eiganda fjölleikahúss- ins. Þeir fóru um í strætisvögn- um eins og hér heima, aðeins annar þeirra átti úr, en það gekk ekki rétt og þar sem stillirinn virkaði ekki þurftu þeir að reikna út hvað tímanum leið. Þegar þeir sendu skeyti heim spöruðu þeir með því að slengja saman orbum. En samningum náðu þeir, SÍBS hagnaðist verulega á komu fjölleikahússins og þeir gátu ver- ib ánægbir með sinn hlut. Sinn hlut, segi ég, þeirra hlutur var enginn í eigin þágu, málefnið var þeim allt. Svona má nefna fjölmörg dæmi, en einkum frá fyrri árum. Þeim fer nefnilega óðum fækkandi sem eiga hugsjónir eða líta fyrst á málefnið og sam- félagið áður en hugsaö er um eigin vasa. „Þab má ekki rába í yfir- mannsstöbu nema öllum finnist sjálfsagt ab jeppi fylgi starfinu," sagbi kunningi minn þegar vib ræddum þessi mál. „Menn eru búnir að gleyma því að lífsfyll- ingin fæst meö samvistum við annað fólk, en ekki með hlutum sem mölur og ryð fá grandað." Það skyldi þó aldrei vera að síngirni ætti stærstan þátt í því hvernig uppeldi íslendinga sem þjóbar er komið? ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.