Tíminn - 22.02.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.02.1996, Blaðsíða 6
6 &ÍWÍMM Fimmtudagur 22..febrúar 1996 UR HERAÐSFRETTABLOÐUM ífo. FnETTnnmn m SELFOSSI Skaftárhreppur: Vistvænn áfanga- stabur Skaftárhreppur hefur fengið 200.000 kr. styrk úr Atvinnu- þróunarsjóði Suðurlands til aö kynna hreppinn sem vistvæn- an áfangastað fyrir ferða- menn. Hreppurinn var á síð- asta ári tilnefndur af íslands hálfu til umhverfisverðlauna Evrópska efnahagssvæðisins, en írskur staður hlaut verð- launin það árið. Að sögn Jóhönnu B. Magn- úsdóttur, ferðamálafulltrúa Skaftárhrepps, verður fénu varið til kynningarbæklings sem verður meö nýstárlegu sniði og einnig á erlendum tungumálum. í kynningunni verður áhersla lögð á Skaftár- hrepp sem umhverfisvænan áfangastað. Um þessar mundir er endurskoðun í gangi varð- andi umhverfismál í hreppn- um. SAUÐARKROKI Saumasmibjan á Skagaströnd 5 ára: „Nóg ab gera, en búib ab ganga á ýmsu/y Næg verkefni eru þessar vik- urna'r hjá Saumasmiðjunni á Skagaströnd og hefur verið frá því í desember, en lítið var að gera í þrjá mánuði á liðnu hausti. I dag eru 6-7 heilsdags- störf í Saumasmiðjunni og 13 manns á launaskrá. Stærsta verkefni síðustu tvö árin hefur verið saumur á ullarflíkum fyrir Prjónastofuna Drífu á Hvammstanga. í desember sl. voru fimm ár liðin frá stofnun Saumasmiðjunnar. Þá tóku fimm konur á Ströndinni sig saman og keyptu eignir þrota- bús prjónastofunnar Víólu, en þar hafði þá verið innsiglað í þrjú ár vegna gjaldþrots í ull- ariðnabinum. „Þaö er búið að ganga á ýmsu þessi ár og margir kaup- lausir mánuðir liöið, en síðan hafa komið góðar tarnir inn á milli. Til aö byrja með vorum viö í þessu með öðru og erum það að hluta til enn í dag," segir Fjóla Jónsdóttir, fram- kvæmdastjóri Saumasmiðj- unnar. Fjóla sagði saumastofuna hafa fengist vib ýmis verkefni auk þess að sauma fyrir Drífu. Þær hefðu byrjað á að sauma fatnað fyrir tannlæknastofur, en því hefbi verið hætt síðasta sumar. Stór verkefni hafa fengist við gerð vinnufatnaðar Saumasmibjukonur á Skagaströnd önnum kafnar ab sauma norsku peysurnar fyrir Drífu. og ýmiss konar önnur verk- efni, bæði viðgerðir og gerð klæðnaðar. KEFLAVIK Iþrótta- og tamn- ingamibstöbin Sörlaskjól tekin í notkun Ný íþrótta- og tamninga- miðstöð var tekin í notkun á Mánagmnd sl. laugardag. Það er Valgeir Helgason, Njarövík, sem reist hefur húsið. Meðeig- andi hans er Friðbjörn Björns- son, Keflavík. Húsib er 946 fermetrar að stærö og er aðstaða öll hin besta bæði fyrir menn og hesta. í samtali við blaðið sagði Valgeir ab hann hefði hafist handa við bygginguna í októbermánuði 1994 og nú væri húsið nánast tilbúið, þó fullnaðarfrágangi lyki ekki fyrr en í sumar. Valgeir sagðist fullviss um ab þetta ætti eftir ab bylta allri aðstöðu hesta- manna hér á Suðurnesjum. Einnig væru fótboltamenn farnir ab nota aðstööu þessa að fullu og líkaði vel. Sem dæmi nefndi hann að reiðnámskeið færi af stað í þessari viku og væru hátt í hundraö manns búnir að skrá sig, önnur eins þátttaka þekkt- ist ekki. Þá er Jón Þórðarson einnig með 20 konur á nám- skeiði. M U L I OLAFSFIRÐI Samib vib Tréver hf. um byggingu safnabarheimilis Fyrir skömmu var gengib frá samningi vib Tréver hf. um byggingu safnaðarheimilis og lengingu Ólafsfjarbarkirkju. Samningurinn var undirritab- ur á grundvelli þeirra tillagna, sem byggingarnefnd kirkjunn- ar hafbi lagt fyrir sóknar- nefnd. Tilboð Trévers í fyrsta hluta verksins hljóðaði upp á 15.472.000 kr., sem er 95,8% af kostnabaráætlun hönnuða. í tilboði Trévers fólst einnig að kaupa húseignina að Strandgötu 11 og rífa bílskúr og viðbyggingu við húsið. Ólafsfjarðarkirkja er núna orðin eigandi að Strandgötu 11, en Tréver mun hins vegar hafa full afnot af húsinu til ársins 2012. Þrengsli í kringum Ólafs- fjarðarkirkju geröu það ab verkum að erfitt var að hefjast handa nema fyrrnefndur bíl- skúr yrði látinn víkja. Fram- kvæmdir eru þegar hafnar. 1262 SELFOSSI Teikning af Ólafsfjarbarkirkju eins og hún kemur til meb ab líta út eftir lengingu og byggingu safnabarheimilis. Fjárhagsáætlun Selfossbæjar: Tekist hefur ab stöbva skuldasöfn- un síbustu ára Á fundi bæjarstjórnar í síð- ustu viku var lögð fram til fyrri umræðu ti'laga að fjár- hagsáætlun fyrir árið 1996. Samkvæmt áætluninni munu skatttekjur nema 441,3 milljónum og hækka úr 423,2 milljónum árið 1995 eba um 4,3% milli ára. Nettóútgjöld við rekstur málaflokka nema kr. 338,2 millj. og rekstrarafgangur án fjármagnsliða veröur kr. 103 millj. eða 23,3% af skatttekj- um. Að teknu tilliti til nettó- fjármagnsliða að upphæð kr. 14,8 millj. er rekstrarafgangur kr. 88,2 millj. eða 20%. „Það er ljóst að samkvæmt þessum drögum þá hefur loks tekist að stööva skuldasöfnun síbustu ára. Gert er ráð fyrir ab lækka nettóskuldir á árinu, enda virðist mér sem stjórnendur bæjarins hafi náð tökum á þeirri þróun, sem nær öll sveitarfélög landsins hafa upplifað, en reynt af veikum mætti að snúast gegn. Þessi þróun hefur falist í því að af- gangur úr rekstri hefur minnkað stöðugt, einfaldlega vegna þess að á ári hverju hafa verið teknir upp nýir þjónustuþættir sem þarfnast fjármagns sem einungis fæst af lítið hækkandi og jafnvel lækkandi skatttekjum milli ára," sagði Karl Björnsson, bæjarstjóri á Selfossi, þegar hann var spurður út í fjár- hagsáætlun bæjarins fyrir árið 1996. Stefán Hrafnkelsson framkvœmdastjóri og Gestur G. G'estsson (stand- andi), markabsstjóri Margmiblunar. Heimakringlan: Verslab heima meb hjálp tölvu Opnuð hefur verib ný steypu- og glerfrí verslunarmiðstöð. Mið- stöðin er algjörlega rafræn og hefur hlotið nafnið Heima- kringlan. Eins og nafnið ber með sér, býður Heimakringlan fólki upp á þann möguleika að losna við fyrirhöfnina sem fylgir því að fara út í búö, en geta þess í stað setið heima og gert öll inn- kaupin fyrir heimilið eba fyrir- tækib í Heimakringlunni meb hjálp tölvu. Til að byrja með bjóða 14 fyrir- tæki vörur eöa þjónustu í Heima- kringlunni: Blómaval, BT- tölvur, Fú-Man-Chú, Húsasmiðjan, Jón Bakan, Oddi, Olís, Plús ferðir, Skátabúðin, Sparisjóðirnir, Stepp skóverslun, Svensson-vörulisti og P. Samúelsson ehf. Heimakringlan tekur á öllu kaupferlinu, allt frá því seljandi býður vöru sína og þar til kaup- andi fær hana afhenta. Fyllsta ör- yggis er gætt í Heimakringlunni og allar viðkvæmar viðskiptaupplýs- ingar eru sendar á milli aðila brenglaðar, svo þriðji aöili geti ekki notfært sér þær. ■ Möguleikhúsiö frumsýnir nýtt íslenskt unglingaleikrit: Ekki svona! Möguleikhúsið við Hlemm frumsýnir í dag, fimmtudag, nýtt íslenskt leikrit, EKKI SVONA!, eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson og Pétur Eggerz. Leikritib er samið og sviðsett með þab fyrir augum ab vekja ungt fólk til umhugsunar um Iíf sitt og tilveru, en í því birt- ast brot af þeim flókna heimi sem íslensk ungmenni Iifa og hrærast í. Þar er dregin upp raunsæ mynd af daglegu lífi meb áherslu á atvik sem ýms- um kunna ab þykja léttvæg, en geta skipt sköpum í lífi þeirra sem málið varðar. „Leikritið er á léttum nótum, en fjallar þó öðrum þræbi um jafn vibkvæm og alvarleg mál og sjálfsvíg. Hvað er það sem fær ungt fólk í blóma lífsins til aö grípa til svo hörmulegra örþrifa- ráða?" Svo segir í kynningu frá leikhúsinu. Þar segir einnig að í leikritinu sé ekki boðið upp á neinar lausnir, en spurt sé margra spurninga sem ræða megi að sýningu lokinni. Tónlist gegnir þýðingarmiklu hlutverki í sýningunni, en höf- undur hennar er Björn Jörundur Friðbjörnsson. Leikendur eru Jó- hann G. Jóhannsson, Alda Arnar- dóttir, Bjarni Ingvarsson, Björn Jörundur Fribbjörnsson, Einar Rafn Guðbrandsson, Ellert A. Ingimundarson, Erla Ruth Harð- ardóttir, Ingrid Jónsdóttir og Óskar Ögri Birgisson. Jón Þóris- son hannaði búninga, en leik- stjóri er Pétur Eggerz. Við uppsetninguna hefur verið tekið mib af því að hægt sé að sýna verkið á fleiri stöðum en í Möguleikhúsinu, t.d. í þeim skól- um sem hafa góða aðstööu til sýninga. ■ Vestnorrœna þingmannaráöiö: / A tímamótum Á fundi formanna og vinnu- nefndar Vestnorræna þing- mannaráðsins, sem haldinn var í Kaupmannahöfn í sl. viku, var samkomulag um ab leggja áherslu á aö efia sam- vinnu við menningarstofnan- ir í vestnorrænu löndunum og ab „Vestnordenfonden" færist nær starfsemi ráðsins. í tilkynningu frá íslandsdeild Vestnorræna þingmannaráðs- ins kemur fram að rábið stend- ur um þessar mundir á tíma- mótum og m.a. vegna þróunar- innar á Norðurlöndum, í Eystrasaltsríkjunum og öðrum Evrópulöndum. Af þeim sökum vinnur Vestnorræna þing- mannaráðið að því að móta hlutverk sitt í þeirri þróun sem á sér stað á Norðurlöndunum, til að hin hefðbundna sam- vinna milli Grænlands, íslands og Færeyja haldi áfram og styrkist á viðskipta-, fjármála- og menningarsviðinu. Fyrirhugab er að næsti árs- fundur ráðsins verbi haldinn í Vestmannaeyjum í júní n.k. Á þeim fundi er gert ráð fyrir að Vestnorræna þingmannaráðið ljúki af sinni hálfu endurskoð- un á skipulagi samstarfsins í framtíðinni. Formaður ráðsins er Árni Johnsen, þingmaður sjálfstæðismanna í Suðurlands- kjördæmi. -grh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.