Tíminn - 23.02.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.02.1996, Blaðsíða 7
Föstudagur 23. febrúar 1996 7 Endurskobun vinnulöggjafar rœdd á félagsfundi Samtaka iönaöar- ins. VSÍ: Auka skilvirkni og efla ábyrgb „Þab er út af fyrir sig margt haegt ab segja um Pál Péturs- son félagsmálarábherra. Þab er þó hægt ab fullyrba þab, ab hann er ekki manna lík- legastur til ab beygja af leib frá sannfaeringu sinni," sagbi Þórarinn V. Þórarins- son, framkvæmdastjóri VSÍ, á opnum félagsfundi Sam- taka ibnabarins þar sem rætt var um endurskobun vinnu- löggjafarinnar og framhald- ib í þeim málum. Hann sagbist engu vilja spá um þab hver hin endanlega lending yrbi í þessu máli af hálfu rábherra og m.a. vegna andstöbu verkalýbshreyfingar- innar. Hann gerir hinsvegar fastlega ráb fyrir því ab ráb- herrann muni axla þá ábyrgb sem á honum hvílir í þessu máli. í því sambandi benti hann á ab núverandi ríkis- stjórn væri sú fyrsta sem hefbi sett þab í stjórnarsáttmála ab hrinda í framkvæmd endur- skobun á vinnulöggjöfinni, sem væri tæplega 60 ára göm- ul, eba frá árinu 1938. Frá þeim tíma heföu orðiö miklar breyt- ingar og því nauösynlegt að setja nýjar leikreglur á vinnu- markabi, sem auka skilvirkni við gerb kjarasamninga og efla ábyrgð samtaka á samninga- gerb. Þórarinn V. sagði aö.í fram- komnum tillögum stæði styr- inn einna mest um það ákvæbi, er lýtur að allsherjarat- kvæðagreiðlu um verkföll og verkbönn, þar sem gert er ráð fyrir að um þriðjung félags- manna þurfi til að fella samn- inga. Hann viðurkenndi þó að þetta gæti orðið erfitt í fram- kvæmd hjá stórum félögum fremur en hjá þeim smærri, sökum almennrar félagslegrar deyfðar sem ríki meðal félags- manna stéttarfélaga. í því sam- bandi minnti hann á að aðeins 4% aðildarfélaga verkalýðsfé- laga hefðu staðið að baki sam- þykkt þjóðarsáttarsamning- anna á sínum tíma. Þá væru verkföll og verkbönn skilyrt því að búið væri að leggja fram kröfur og reyna ab ná sáttum á samningafundum. Af öðrum helstu tillögum til breytinga nefndi Þórarinn ákvæði um samningsumboð stéttarfélaga og framsal á því. Eins og málum væri háttað um þessar mundir, þá væri hin hefðbundna undirskrift samn- inga aðeins tillaga að samn- ingi, því samningsrétturinn væri hjá einstökum verkalýðs- félögum og því væri það í þeirra valdi að samþykkja samning eða fella hann. Sem dæmi um hvernig þessi mál geta þróast nefndi hann m.a. að nýverið var felldur samn- ingur á Flateyri, rúmu ári eftir að hann hafði verið gerður. Þessu verklagi þyrfti að breyta og m.a. er lagt til að samningur samninganefnda muni gilda nema honum sé hafnað, auk þess sem gert er ráð fyrir að ákveða sameiginlega atkvæða- greiðslu með fleiri félögum. í tillögunum er einnig lagt til að tekin verði upp formleg við- ræðuáætlun í stab þeirrar óvissu, sem einatt hefur ein- kennt viðræður aðila um gerð nýs kjarasamnings. Hann sagði að viðvarandi óvissa um gerð kjarasamninga hefði haft slæm áhrif á atvinnulífið, sem oftast nær heldur að sér höndum á sviði fjárfestinga og annarra framkvæmda á meðan ekki er vitað hvernig staðið verður að samningagerðinni né heldur hvaða kröfur eru settar á odd- inn. Þessi atriði ættu því að liggja ljósar fyrir en ábur, þegar sér- stök viðræðuáætlun liggur fyrir strax í upphafi viðræðna. Þá er gert ráð fyrir ríkari heimild til sáttasemjara að leggja fram miðlunartillögur til lausnar kjaradeilum. Meðal annars er lagt til að sáttasemj- ari geti tengt saman lausnir fleiri deilna með einni tillögu og gert úr þeim eina samnings- niðurstöðu og miðlun. Einnig að sáttasemjari geti kynnt efni miðlunartillögu og slík tillaga sé samþykkt, ef færri en þriðj- ungur greibir atkvæði gegn henni. í þessum kafla er einnig lagt til að fram fari póstkosn- ingar um miðlunartillögu. -grh Skíbagöngumenn í Haukadal. Paradís fyrir fólk á gönguskí&um Frá Stefáni Böbvarssyni, fréttaritara Tímans í uppsveitum Árnessýslu: Laugardaginn 17. febrúar sl. gafst fólki kostur á að læra að ganga á skíðum í skóginum við Haukadal í Biskupstungum. Haldin voru þrjú námskeið yfir daginn og mættu milli 50 og 60 manns til leiks, þrátt fyrir úr- komusamt veður á köflum. Um kennsluna sáu tveir kennarar frá Skíðasambandi ís- lands, en fyrir námskeiðinu stóðu, auk Skíðasambandsins, Ungmennafélag Biskups- tungna, Hótel Geysir og Skóg- rækt ríkisins. Aður höfðu gönguleiðir verið troðnar með vélsleða frá Björgunarsveit Bisk- upstungna, svo að aðstaðan var í besta lagi og snjórinn auk þess þægilega þykkur fyrir alla til að falla í. Höfðu kennararnir það á orði að Haukadalurinn, skógur- inn og umhverfið, væri paradís fyrir fólk á gönguskíðum. Eftir brun og byltur þáðu svo þátttakendur kaffihlaðborð í boði Hótels Geysis. ■ Landsbankinn: Vaxtabreytingarnar 1. febrúar juku ekki vaxtamuninn: Vill kenna stjórnvöldum ráö til lækkunar langtímavaxta „Vaxtabreytingarnar þann 1. febrúar juku ekki vaxtamun bankans, þrátt fyrir fullyrb- ingar annarra þar um, en voru einvörbungu svar vib abstæbum sem gátu haft áhrif á stöbu og afkomu bankans, ef ekki hefbi verib Tollverbirnir aðeins upplýstir um skyldur Fribrik Sophusson fjármála- rábherra sagbi ab yfirmanni tollgæslunnar hafi verib uppálagt ab kynna tollvörb- um reglur um skyldur þeirra og samskipti vib fjölmibla eft- ir ab birst höfbu fréttir þar sem starfandi tollverbir lýstu því yfir ab galopnar væru leib- ir til þess ab smygla fíkniefn- um inn í landib. Þessi um- mæli fjármálarábherra féllu í svari vib fyrirspum frá Ög- mundi Jónassyni um abgerbir til varnar innflutningi fíkni- efna til landsins. Ögmundur sagði að stöðugt bærust fréttir af fíkniefnaneyslu og lögreglan hreinsaði út úr hverju fíkniefnabælinu á fætur öðru. Efla þyrfti baráttu gegn þessum vágesti, og nú hefðu unglingar sjálfir sameinast um að hefja baráttu gegn honum og væri það einhver virkasta leibin sem unnt væri að hugsa sér. Engu að síður þyrfti að vera á varðbergi vegna innflutnings og þar mætti niðurskurður fjár- muna til tollgæslu ekki verða til þess að auðvelda ólöglegan inn- flutning. Ögmundur kvaðst undrandi á fregnum um að toll- verbir, sem látið hefðu sannleik- ann í ljós í blaðaviötali, hafi ver- ið kallaðir inn á teppi til þess að taka við skriflegum áminning- um fyrir ummæli sín. Friðrik Sophusson kvað það ekki rétt. Yfirmanni tollgæsl- unnar hafi aðeins verið falið aö kynna starfsmönnum sínum reglur um skyldur þeirra, þar sem ótvírætt komi fram að þeim sé óheimilt ab skýra frá málum sem þeir hafi til meðferðar. Fjár- málaráðherra kvaðst telja það óeðlileg vinnubrögð að knýja fram meiri vinnu til handa sjálf- um sér með þeim hætti sem tollverðir hefðu verið að gera með umræddu fréttavibtali. Hins vegar væri þab blaða- mannsins sök ab hafa slegið við- talinu upp sem forsíðufrétt í blaði sínu. Friðrik líkti ummælum toll- varðanna við það að lögreglu- menn lýstu því yfir að óhætt væri að brjótast inn í hús í ákveðnum hverfum í Reykjavík að næturlagi, því þeir hefðu enga aðstöðu til þess að vera þar á vakt. Ögmundur Jónasson sagði að réttast væri að kalla þessa opin- beru starfsmenn aftur fyrir og biðja þá afsökunar á þeim áminningum sem þeir hefbu hlotiö. -Þ1 brugbist vib meb þeim hætti sem gert var," segir m.a. í nýrri greinargerb Lands- banka íslands í vaxtamálum. „Landsbankinn mun jafn- framt á næstunni koma á framfæri vib stjórnvöld hug- myndum um meb hvaba hætti hægt væri ab stubla ab lækkun langtímavaxta," seg- ir í lok greinargerbarinnar. Vaxtahækkun verðtryggðra inn- og útlána 1. febrúar segir bankinn hafa verið viðbrögð við linnulausri auglýsingaher- ferð Þjónustumiðstöðvar ríkis- verðbréfa, sem bauð eigendum 8 milljarða í spariskírteinum sem voru til innlausnar í mán- uðinum upp á 5,81% skipti- kjör. Vegna þessa hafi Lands- bankinn séð sig knúinn til að hækka vexti á Landsbók til 5 ára, sem aftur hafi leitt til þess að útlánsvextirnir þurftu líka að hækka. Hækkun óverðtryggðra nafn- vaxta hafi hins vegar grund- vallast á stöðugri hækkun skammtímavaxta á peninga- markabi frá ársbyrjun ásamt verðbólguspá, m.a. frá Seðla- bankanum, þar sem gefin var til kynna meiri aukning verb- bólgu í febrúar en raun varð á. Eigi að síður segist Lands- bankinn hafa ákveðið að lækka ekki vexti þann 21. febrúar. Enda hafi engar verulegar breytingar orðið á grundvelli vaxtabreytinganna þann 1. febrúar. ■ Námskeiö um útboö og verksamninga: Ný útgáfa ÍST30 Gerð og framkvæmd verk- samninga, útboba og útbobs- gagna verba kennd á nám- skeibi Endurmenntunarstofn- unar Háskólans dagana 29. febrúar og 1. mars. Skoðuð verða ýmis lagaleg og fjárhagsleg atriði og algeng ágreiningsatriði. Endurskoðun hefur farið fram á undanförn- um árum á staðlinum ÍST30, sem fjallar um almenna útboðs- og samningsskilmála í verkleg- um framkvæmdum. Lokadrögin liggja nú fyrir og veröa kynnt á námskeiðinu. -JBP Samstarfsnefnd lögreglu á Suövesturlandi: Skoðun á eftirvögnum Lögreglan á Suðvesturlandi mun skoba eftirvagna dagana 24.-25. feb. Sérstaklega verbur kannab ástand snjósleba- kerra, ab því er varbar ljósa- og hemlabúnab, skráningu og skobun. Þess skal getib að eftirvagnar, þar meb taldar snjósleðakerrur, yfir 750 kg eru skráningarskyldir. Á snjósleðakerrum milli 750-1500 kg er fullnægjandi að þær séu meb ýtihemli og öryggistengingu (keðju eða vír) á milli dráttartæk- is og beislis eftirvagns. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.