Tíminn - 24.02.1996, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.02.1996, Blaðsíða 3
Laugardagur 24. febrúar 1996 Hugmyndir um ab koma tómum verkamannabústób- um aftur í notkun meö breytingu í kaupleiguíbúöir: Félagsleg íbúða- lán veitt beint til einstaklinga? Hugmyndir eru uppi um ab breyta lögum um félagslega húsnæbiskerfib í þá veru ab sveitarfélögum, sem ab und- anförnu hafa setib uppi meb fjölda tómra íbúba, verbi heimilab ab flytja þær milli kerfa, þ.e. ab breyta íbúbum úr félagslegum eignaríbúb- um í félagslegar kaupleigu- íbúbir á vegum sveitarfélag- anna, í því skyni ab koma þeim aftur í notkun. Einnig eru nú til athugunar hug- myndir sem félagsmálaráb- herra hefur sett fram um ab lán til kaupa félagslegra eignaríbúba hætti ab fara í gegnum sveitarfélögin, held- ur verbi þau veitt beint til einstaklinga. Þeir geti síban valib besta kostinn hverju sinni, hvort sem um er ab ræba kaup á notabri íbúb eba nýrri. Aö sögn Inga Vals Jóhanns- sonar í félagsmálaráðuneytinu var nefnd, sem starfar á þess vegum og m.a. skipuð fullt- rúm sveitarfélaganna, fengið það verkefni að fjalla um fé- lagslega húsnæðiskerfið og hlut sveitarfélaganna í því. Tvö atriði hafa þar einkum Kennarar og skólastjórar ekki vanhæfir Kennarar og skólastjórar verba almennt;ekki vanhæfir til setu í sveitarstjórnum eftir 1. ágúst nk., samkvæmt áliti félagsmálarábherra. Rábu- neytið telur á hinn bóginn eðlilegt að starfandi kennarar verbi ekki skipaðir í skóla- nefndir. Álit félagsmálaráðherra er svar við fyrirspurn frá stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu um hæfi eða vanhæfi starfsmanna grunn- skóla eftir 1. ágúst nk. í áliti ráðherra segir að kenn- arar og skólastjórar verði al- mennt ekki vanhæfir til setu í sveitarstjórnum, frekar en aðrir starfsmenn sveitarfélaga, vegna starfstengslanna einna. Hins vegar verði skólastjórar og aðrir stjórnendur ekki kjör- gengir í skólanefndir. Jafnframt telur ráðuneytið eðlilegt aö sveitarstjórnir leitist við að skipa ekki starfandi kennara í skólanefndir þar sem líklegt sé að þeir hafi hagsmuna að gæta í mörgum málum sem nefndin fær til úrlausnar. Ráðuneytið telur ennfremur að sveitarstjórnarmaður, sem jafnframt er skólastjóri eða kennari, geti orðið vanhæfur þegar til umfjöllunar eru ein- stök mál sem varða grunnskóla eða starfsmenn hans sérstak- lega. Sem dæmi um slík mál eru kjara- og ráðningamál starfs- manna grunnskóla í sveitarfé- Iaginu. Þá er einnig talið eðlilegt að sá sveitarstjórnarmaður víki sæti ef slík mál varða annan grunnskóla í sama sveitarfélagi. -GBK verið til skoðunar: Annars veg- ar þau vandræði sem mörg sveitarfélaganna hafa staðið frammi fyrir vegna félagslegra íbúða sem seljast ekki. Sam- kvæmt gildandi lögum er, sveitarfélögum skylt að kaupa félagslegar eignaríbúðir (verkamannabústaði) ef eig- endur þeirra vilja losna við þær, en síðan óheimilt að leigja þær út, nema þá til al- gjörra bráðabirgða, þótt ekki hafi tekist að selja þær. Með formbreytingunni er hugmyndin að auðvelda sveit- arfélögum að vinna úr þessu vandamáli og koma íbúðun- um í notkun, þótt áfram verði haldið opnum möguleika á að selja þær ef aðstæður breytast. Er nú unnið að athugun á því hverju þurfi að breyta í gild- andi lögum til að auðvelda sveitarfélögunum að leysa þetta vandamál og unnið að drögum að frumvarpi um þá breytingu. I annan stað er nefndinni falið að leita bestu Ieiða til endurbóta á kerfinu til fram- tíðar. Reynist hugmyndimar um að lán til kaupa félagslegra íbúða færu beint til viðkom- andi einstaklinga mundu sveitarfélögin væntanlega hætta að standa fyrir bygging- um félagslegra söluíbúða og skylda þeirra til endurkaupa á íbúðunum væntanlega falla niður. Lánþeginn yrði þá sjálf- ur að koma íbúð sinni í sölu. Við sölu mundi lánið sömu- leiðis greitt upp að fullu, en ekki fylgja íbúðinni. ¦ Bakarar óttast ab Félag eggjaframleibenda hunsi ályktun samkeppn- isrábs: Vona aö fleiri hefji framleiðslu á eggjum Bakarar segja hugsanlegt ab þeir hefji sjálfir framleibslu á eggjum fyrir sína félags- menn, fái þeir ekki hagstæb- ari verb frá eggjaframleib- endum. Stjórn Bakarameist- arafélags íslands lýsir ánægju sinni meb nibur- stöbu samkeppnisrábs vegna vinnubragða Félags eggja- framleibenda. Bakarar óskuðu eftir áhti samkeppnisráðs vegna þess sem þeir töldu vera ólögmæt tilboð og samráð af hálfu Fé- lags eggjaframleiðenda. í nið- urstöðu sinni tekur sam- keppnisráð undir gagnrýni þeirra. Haukur Leif^Hauksson bak- arameistari segir að þrátt fyrir að bakarar séu ánægðir með niðurstöðu samkeppnisráðs virðist þeim sem Félag eggja- framleiðenda ætli ekki að breyta vinnubrögðum sínum. Haukur segir engan vafa á því að bakarar borgi allt of hátt verð fyrir egg miðað við það magn sem þeir kaupa. Hann segir að bakarar hafi starfrækt eggjabú hér áður fyrr og muni hugleiða þann möguleika sterklega að fara aftur að fram- leiða egg, lagist eggjaverð til þeirra ekki. Bakarameistarafélagið von- ast ennfremur til að fleiri hefji framleiðslu á eggjum þar sem markaðurinn sé að opnast. -GBK Nýjum málum hjá Barnaverndarrábi fjölgabi um 60% milli ára: Vímuefnavandi mæbra algengasta vandamálið Nýjum málum sem Barna- verndarrábi bárust til úrlausn- ar fjölgabi úr 20 í 33 (um 60%) milli áranna 1993 og 1994. Mörg þeirra varða fleiri en eitt barn og rúmlega helmingur barnanna er 5 ára eba yngri. Andleg vanræksla/vanhæfi foreldra er langsamlega al- gengasta ástæba fyrir inngripi barnaverndarnefnda, en síban kynferbisleg misnotkun og abrar misþyrmingar í mun færri tilvikum. „Þegar vandamál foreldra eru skoðuð nánar kemur í ljós ab tæplega tvær af hverjum þrem mæbrum (64% og 60% umrædd ár) eiga vib alvarleg áfengis- og vímuefnavandamál ab stríba", segir m.a. í ársskýrslu Barna- verndarráðs. Þar er átt vib ab vibkomandi hafi einu sinni eba oftar farib í mebferb án árang- urs. „Alvarleg gebveila" móbur er annab algengasta (21% og 30%) vandamálib og „mikill greindarskortur" þab þribja. Meginvandi feðranna var sömu- leibis áfengis/vímuefnaneysla, þ.e. í þeim tilvikum ab upplýs- ingar lágu fyrir. En í meira en helmingi málanna vantabi upp- lýsingar um febur barnanna, vegna þess ab þeir hafa ekki átt beina abild ab málunum. í ljósi þess ab álíka stórt hlut- fall landsmanna býr í Reykjavík og á landsbyggbinni utan höf- ubborgarsvæbisins (tæp 40% í hvoru tilviki) þykir Barna- verndarábi athyglivert ab mál- skot þessi ár eru 3- til 4-falt fleiri úr Reykjavík (56% og 63%) heldur en af landsbyggbinni (22% og 14%). „Þab er erfitt ab gefa einhverja eina skýringu á þessum mikla mun. Þetta er at- hyglisvert og gæti verib áhuga- vert ab skoba þessi mál nánar", segir í skýrslu rábsins. Barnaverndarráb hefur af- greitt kringum 3/4 málanna meb úrskurbi en undir abra af- greibslu falla m.a. mál sem dreg- in hafa verib til baka af ein- hverjum ástæbum ábur en til úrskurbar kom. „Ábur en Barna- verndarráb kvebur upp úrskurb verba ab liggja fyrir sem gleggst- ar upplýsingar um hagi vibkom- andi barns eba ungmennis, tengsl þess vib foreldra, abbún- ab, skólagöngu og hegbun inn- an heimilis og utan svo og um andlegt og líkamlegt ásigkomu- lag þess", segir í skýrslu rábsins. Til ab fullnægja þessu sé yfirleitt naubsynlegt ab leggja mikla vinnu í mál ábur en til úrskurb- ar kemur. Úrskurbir Barnaverndarrábs byggbust fyrra árib í langflest- um tilvikum á lagagrein um for- sjársviptingu. En síbara árib (1994) var álíka oft farib eftir þeirri grein eins og öbrum um sérstök úrræbi án samþykkis foreldra og um umgengni barns í fóstri vib kynforeldri. ¦ Þormóbur rammi á Siglufirbi: Malar gull á Flæmska hattinum Hagnabur af rekstri Þormóbs ramma hf. á Siglufirbi varb 201,6 milljónir í fyrra, 10,2% af veltu. Hagnaburinn 1994 var „abeins" 126 milljónir. Gób rækjuveibi, á íslands- mibum og ekki síbur á Flæmska hattinum, er helsta skýringin á góbri afkomu. -JBP

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.