Tíminn - 24.02.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.02.1996, Blaðsíða 5
Laugardagur 24. febrúar 1996 ffltWWtfl Valgeröur Sverrisdóttir: Schengen-vegabréfasam- bandið og norrænt samstarf Ég á ekki von á aö það krefjist skýringar af okkar hálfu, sem erum fulltrúar íslands í Norburlandarábi og viljum gjarnan teljast útverðir norræns samstarfs, hver sé ástæða þess að við efnum til umræðu um Scheng- en-samstarfið. Ég ætla þó að fara nokkrum orðum um það hvers virði við teljum nor- rænt samstarf vera fyrir okkur íslendinga. Á margan hátt hefur flaggskipið í því sam- starfi verið norræna vegabréfasambandið, sem nú er í hættu, verði norrænu þjóðirn- ar viðskila í því samstarfi sem hér um ræð- ir, Schengen-samstarfinu. Við íslendingar erum lítil þjóð, en mik- ils megnug þegar á reynir. Eg er ekki í neinum vafa um að það hefur verið ómet- anlegt fyrir okkur að hafa átt náiö sam- starf við nágranna okkar á hinum Norður- löndunum um langt skeið og á vissan hátt hefur það eflt sjálfstæði okkar og aukið áhrif í alþjóðlegu samstarfi. Rödd íslands hefur heyrst betur vegna hins norræna samstarfs. Sameiginleg saga, sem er saga samvinnu en jafnframt deilna, tengir okk- ur saman. Samstarfið hefur byggst á því að hver þjóð hefur notfært sér þekkingu og reynslu hinna. Hraðfara þróun Tíminn stendur ekki í stað og þróun Norðurlandanna og Evrópu er á hraðari ferð en nokkru sinni fyrr. Að undanförnu hefur verið unnið að róttækum breyting- um á norrænu samstarfi, sem nú hafa tek- ið gildi. Norðurlandaráð byggir nú meira á því ab geta brugöist fljótt við umræðu líð- andi stundar með ráðstefnuhaldi og þemafundum, en minna á tillöguflutningi og starfi fagnefnda. Nefndir ráðsins eru nú þrjár, Norður- landanefnd, Evrópunefnd og Nærsvæða- nefnd. Norðurlandanefnd fjallar um flest það sem ráðið hafði áður til umfjöllunar. Evrópunefnd fer fyrst og fremst með mál sem varða samskipti við Evrópusamband- ib, EES og EFTA. Eftir örfáa daga verbur fyrsta ráðstefnan haldin samkvæmt þessu nýja fyrirkomulagi og verður viðfangsefn- ib Ríkjarábstefna Evrópusambandsins. Fyrrum formabur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Jacques Delors, verb- ur abalgestur rábstefnunnar. Forsætisráb- herrar allra Norburlanda munu flytja er- indi undir libnum „Kröfur og væntingar norrænu ríkisstjórnanna til ríkjarábstefn- unnar 1996". Fyrir okkur íslendinga, sem höfum ákvebib ab standa utan Evrópusambands- ins, er þab mikilvægt ab nýta norrænt samstarf sem tengilib til þess ab fylgjast meb þróun mála í Evrópu og til þess ab hafa áhrif á málatilbúnab á undirbúnings- stigi þegar því verbur vib komib. Þribja nefndin, Nærsvæbanefnd, fer meb málefni er varba grannsvæbin, svo sem Eystrasaltsríkin og Norburheim- skautssvæbib. Um mibjan næsta mánub verbur haldin rábstefna í Kanada á vegum þingmannanefndar sem stofnab var til ár- ib 1993. ísland hefur haft formennsku í nefndinni frá upphafi, fyrst Halldór Ás- grímsson utanríkisrábherra og nú Geir H. Haarde, fv. forseti Norburlandarábs. í nefndinni eiga sæti auk fulltrúa Norbur- landarábs, fulltrúar Evrópuþingsins, Bandaríkjanna, Kanada og Rússlands. Eitt abalmarkmib nefndarinnar hefur verib ab vinna ab stofnun Norburheimskautsrábs. Meb lokum kalda stríbsins skapast mögu- leikar á samstarfi á þessu svæbi sem ekki voru til stabar ábur. Líkur eru á ab á þessu ári komist þab mál í höfn meb jákvæbari afstöbu Bandaríkjamanna, sem höfbu haft vissa fyrirvara. Þá má geta þess ab um mibjan aprílmánub verbur rábstefna í Vilnius meb þátttöku rábherra og þing- manna frá Norburlöndum og Eystrasalts- ríkjum. Fjallab verbur um þróun samstarfs þessara ríkja. ísland og Schengen Hagsmunir íslands í vibræbum um Schengen-samstarfib byggjast ekki síst á vilja til ab vibhalda og þróa hib norræna samstarf. Eins og ábur kom fram er ekki útlit fyrir ab hib nor- ræna vegabréfasamband geti haldist áfram án einhvers konar abildar allra Norburlanda ab Schengen. Mín skobun er sú ab verbi ísland eitt utan þessa samstarfs, muni þab hafa víbtækari áhrif og víbtækari pólit-_____________ ískar afleibingar á nor- rænt samstarf en margir gera sér grein fyr- ir. Þab gæti orbib til þess ab ísland verbi útundan í norrænu samstarfi og verbi skýringin látin heita ab vib höfum kosib ab standa utan vib Schengen og þarafleib- andi séum vib ekki fullir þátttakendur í norrænu samstarfi. Norræna vegabréfasam- bandið Norræna vegabréfasambandib byggir á tveimur stobum. Annars vegar samkomu- lagi frá 1954 um ab leysa Norburlandabúa undan skyldu til ab hafa í höndum vega- bréf og dvalarleyfi vib dvöl í öbni nor- rænu landi en heimaríkinu. ísland gerbist abili ab því þegar árib 1955. Hins vegar samningi frá 1957 um afnám vegabréfa- skobunar vib landamæri á milli ríkjanna, sem ísland hefur verib abili ab síban 1965. Ríkisborgarar annarra þjóba þurfa eftir sem ábur ab framvísa vegabréfi á ferbum um Norburlönd. Samstarfib byggist einnig á gagnkvæmri skyldu landanna til ab stunda eftirlit á ytri landamærum. Nor- ræna vegabréfasambandib fjallar ekki ein- ungis um abstæbur á innri landamærum Norburlandanna. Þab fjallar einnig um gagnkvæma norræna skyldu til ab fram- kvæma eftirlit meb öllum sem fara um ytri landamæri. Þab er forsenda fyrir afnámi eftirlits á innri landamærum. Norburlönd- _____________ in hafa samstarf ab því er varbar flóttamenn og _ _ vegabréfsáritanir. Þá er IVICriri einnig víðtæk samvinna lögreglu- og tollyfir- valda. " í , 'C " Schengen-samstarfib lllðlCTIII er venjulegt milliríkja- samstarf, sem hófst meb ___________ samkomulagi árib 1985. í dag byggist samstarfib og á sáttmála frá 1990. Allar ákvarbanir eru teknar meb samhljóba samþykktum og í Schengen- reglum felst ekki yfirþjóblegt vald. Á fundi í Reykjavík þann 27. febrúar 1995, eba fyrir svo til ári, ákvábu norrænu forsætisrábherrarnir ab norræna vega- bréfasambandinu yrbi best þjónab meb já- kvæbri afstöbu allra norrænu þjóðanna til þátttöku í Schengen-samstarfinu. Það var ljóst að ekki væri unnt að viðhalda nor- ræna vegabréfasambandinu, ef eitthvert norrænu ESB-ríkjanna yrbi abili ab Schengen-samstarfinu nema samtímis yrbi gengið frá samstarfssamningi milli Schengen- ríkjanna og þeirra ríkja sem stæðu utan samstarfsins. Eins var ljóst að án sameiginlegrar norrænnar lausnar myndi afleiðingin verða fullt eftirlit með ölíum feröalögum milli íslands og Noregs annars vegar og norrænu Schengen-ríkj- anna hins vegar. Þriðji möguleikinn, sá að norrænu ESB-ríkin stæðu utan við Schengen-samstarfið, veldur vandamál- um fyrir þau lönd hvað varðar samskipti við Schengen-ríkin, enda má fullyrða að sú leið sé ekki lengur til umræðu. Danmörk, Finnland og Svíþjóð hafa sótt um áheyrnaraðild, en fyrirhuga fulla aðild að Schengen síðar. Umsókn þessara landa hefur byggst á ab þab finnist vibunandi niburstaba hvab varbar Noreg og ísland vegna norræna vegabréfasambandsins. Þab má ljóst vera ab lengd landamæra Noregs og Svíþjóbar, sem eru heldur lengri en hringvegurinn okkar, gerir þab ab verk- um ab Noregur hlýtur ab verba rheb í Schengen-samstarfinu. Ytra eftirlit á þess- um landamærum er nánast útilokab. Þab er hins yegar tæknilega vel framkvæman- legt ab ísland standi utan vib Schengen. Næstu skref Þann 18. apríl nk. mun framkvæmda- nefnd Schengen-ríkjanna taka ákvörbun um hvort samþykkja eigi Norburlöndin sem formlega þátttakendur í vibræbunum um Schengen-samninginn meb svo- nefndri áheyrnarabild. Ábur en þessi fundur verbur haldinn verba íslensk stjórnvöld ab taka ákvörbun um þab hvort þau kjósa ab taka þátt í þessum vib- ræbum. Þetta gildir ab sjálfsögbu einnig um norsk stjórnvöld. Verbi niburstaban sú ab ísland og Noregur gerist þátttakendur, þá munu samningavibræbur Norburland- anna og Schengen-ríkjanna hefjast í kjöl- farib. Þessum vibræbum gæti lokib nokkru fyrir lok þessa árs. í framhaldi af undirrit- un samnings munu þjóbþing landanna taka afstöbu til samningsins og er hugsan- legt ab þessu ferli ljúki á árinu 1988. Norræna vegabréfasambandib hefur verib vib lýbi í um 40 ár. Þab ab vib, nor- rænir borgarar, getum farib milli Norbur- landa án þess ab þurfa ab sýna vegabréf hefur ákvebna merkingu í hugum okkar. Þab er vissulega kostur ab komast fljótlega og aubveldlega leibar sinnar í gegnum vegabréfaskobun, þegar komib er til Norb- urlandanna. En hin táknræna merking skiptir ekki síbur máli, sú merking ab í raun eigum vib öll heima á Norburlönd- um. Þab ér andi samstarfs og samhugar, sem tekur á móti okkur vib komuna til landanna, og lætur okkur finna ab vib er- um í raun komin heim. Mér er ofarlega í huga upplifun frá upp- hafi árs 1989, þegar ég kom meb flugi frá Moskvu til Kaupmannahafnar. Þetta var mín fyrsta og síbasta ferb austur fyrir járn- tjald eins og þab var kallab. Dvöí í Sovét- ríkjunum í 4 daga var framandi og á marg- an hátt þrúgandi. Þá var gott ab lenda í Kaupmannahöfn og tilfinningin var sú ab ég væri komin heim. Því er ekki ab leyna ab hib hefbbundna norræna samstarf hefur átt í vök ab verjast á undanförnum árum, ekki síst vegna auk- inna samskipta Norburlandaþjóba vib al- þjóbastofnanir Evrópu, sem ab nokkru leyti hafa tekib yfir hin pólitísku málefni sem ábur voru í brennidepli á norrænum vettvangi. Mál hafa þróast á þann hátt ab norrænt samstarf er í meira mæli samstarf Norburlandaþjóba vib abrar þjóbir Evr- ópu. Þessi þróun mun halda áfram og er Schengen-samstarfib gott dæmi um þab. Spurningin, sem vib íslendingar þurfum ab svara, er hvort vib ætlum ab taka fullan þátt í þessu samstarfi eba ekki. Þab skiptir miklu máli fyrir framtíbarsamvinnu ís- lands vib hinar Norburlandaþjóbirnar og í reynd alla Evrópu ab farsællega takist til vib úrlausn þess máls sem hér um ræbir. Vib þurfum ab vega kosti og galla og á okkur hvílir mikil ábyrgb gagnvart kom- andi kynslóbum. Ákvörbun okkar getur orbib leibandi á ýmsum svibum og því er opinber umræba um málib meb þátttöku sem flestra mjög mikilvæg. ¦

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.