Tíminn - 24.02.1996, Blaðsíða 11

Tíminn - 24.02.1996, Blaðsíða 11
Laugardagur 24. febrúar 1996 TV Dagur símenntunar í M.H.: Samíska söngkonan Mari Boine kynnt í Hamrahlíðarskóla Samíska söngkonan Mari Bo- ine og tónlist hennar verbur kynnt í erindi í Menntaskól- Kosningar í Háskólan- um: Röskva vann í 6. sinn Röskva sigraoi í kosningum til Stúdentarábs sem fram fóru á fimmtudag og er þab í 6. sinn í röo sem fylkingin hlýtur fleiri atkvæbi en Vaka, félag lýbræb- issinnabra stúdenta. Röskva hlaut 1320 atkvæði, listi Vöku 1018 en 188 atkvæöi fóru til Haka í kosningum til Stúdenta- rábs, auöir og ógildir seblar voru 193. Röskva fékk því' fjóra menn kjörna til Stúdentaráðs og Vaka þrjá. Við það bætast Háskólaráðs- fulltrúar sem einnig sitja í Stúd- entaráði, einn til hvorrar fylking- ar, þannig að alls fara inn 5 full- trúar Röskvu í Stúdentaráb og 4 fulltrúar frá Vöku. Kosib. er á hverju ári um helming stúdenta- rábsliba og verba hlutföllin þann- ig á næsta skólaári ab Röskva á 15 menn í Stúdentarábinu en Vaka 11 menn. -LÓA Menningarsjóöur út- varpsstöbva: 212 umsókn- ir bárust Stjórn Menningarsjóbs útvarps- stöðva auglýsti eftir umsóknum um styrki til dagskrárgerbar í janúar. Umsóknarfrestur rann út 15. feb. og gert er ráb fyrir ab út- hlutun verbi lokib fyrir lok mars. Vejta á framlög úr sjóönum til eflingar innlendri dagskrárgerð, þeirri er verba má til menningar- auka og fræbslu. Umsóknir' um styrki til 212 verkefna bárust og námu styrkbeibnirnar tæpum 450 milljónum en kostnabaráætlun verkefnanna var rúmur 1 milljarb- ur. Til úthlutunar eru 30 milljónir. Af 212 umsóknum voru 119 um styrki til framleibslu sjónvarpsefn- is, 23 til undirbúnings dagskrár- efnis fyrir sjónvarp og 70 til fram- leibslu hljóðvarpsefnis. ¦ anum við Hamrahlíb í dag, í tilefni af degi símenntunar. Björg Juhlin norskukennari flytur erindib. Mari Boine er ættuð frá Kara- sjok sem er höfuðstaður sam- ískrar menningar og stjórnsýslu í Noregi. Mari Boine er annar höfunda kvikmyndarinnar „Komdu meb mér upp á fjallib helga" sem var frumsýnd ný- lega. Myndin fjallar um sám- skipti Sama og Norbmanna á öldinni sem leiÖ. Myndin hefur farið mjög fyrir brjóstið á mörg- um Norðmönnum en hún þykir bæði blóðug og óhugnanleg. Mari Boine er einkum þekkt fyrir að hafa tekist að útsetja hina sérstöku samísku söng- landi joik, þannig að hún höfð- ar mjög til ungs fólks. Joik hefur tilheyrt samískri menningu frá upphafi og var iðkað náttúr- unni til dýrðar eeða til að reka út illan anda. Samar joikuðu þegar þeir fluttu á milli beiti- landa með hreindýrahjarðir sín- ar og tjáðu á þann hátt tilfinn- ingar sínar. Mari Boine hefur gefið út nokkrar hljómplötur og hlaut ein þeirra hin eftirsóttu norsku Spelleman- verðlaun. ¦ Samíska söngkonan Mari Boine. Opinn fundur félagsmálaráðuneytisins og umboösmanns barna: Breyting á lögum um um vinnu barna kynnt Almenningi gefst færi á ab gera athugasemdir vib kafl- ann um vinnu barna og ung- menna í drögum að breyt- ingu á vinnuverndarlögum, á opnum fundi um atvinnu- þátttöku barna og ung- menna í íslensku samfélagi í dag. Félagsmálarábuneytib og umbobsmabur barna halda fundinn sem hefst á Grand Hotel kl. 13. Drögin að frumvarpi um breytingu á lögum um aðbún- að, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum eru samin af nefnd sem félagsmálaráðherra skipaði sl. haust. Nefndinni var falið að vinna að undir- búningi þess að ísland geti framfylgt tilskipun ESB um vinnuvernd barna og ung- menna, en jafnframt gefið ís- lenskum unglingum áfram möguleika til atvinnuþátt- töku. Nefndin hefur nú samið skýrslu um vinnuvernd barna og ungmenna. Niðurstaða hennar er sú að til að ísland geti framfylgt tilskipun ESB verði ab breyta vinnuverndar- lögunum og hefur hún einnig samið drög að frumvarpi um breytingu á þeim. Skýrsla nefndarinnar og frumvarps- drögin verða kynnt á fundin- um í dag og geta fundarmenn gert athugasemdir við þau. Nefndin mun síðan endur- skoða frumvarspdrögin með hliðsjón af athugasemdum og ábendingum sem þar koma fram. Fundurinn hefst kl. 13 að Grand Hotel og eru allir, börn, unglingar og fullorðnir vel- komnir meðan húsrúm leyfir. -GBK Gubrún Jónsdóttir hjá Stígamótum umsjöára fangelsisdóm yfir f&bur sem misnotabi dóttur sína ítrekab: Verður vonandi stefnu- markandi Gubrún Jónsdóttir hjá Stíga- mótum segist telja dóm Hérabs- dóms Reykjavíkur yfir föbur sem hafbi misnotab dóttur sína í sjö ár vera eðlilegan mibab vib refsirammann og brotið. Mab- urinn var dæmdur í sjö ára fangelsi. Gubrún segist binda vonir við að dómufinn verði stefnumót- andi fyrir dóma í hliðstæðum málum. „Mér finnst reyndar stundum eins og dómarar séu að þreifa fyr- ir sér. Stundum heldur maður að þetta sé að breytast en svo fellur annar dómur sem gengur í þver- öfuga átt. En jafn þungur dómur og þessi hefur ekki verið kveðinn upp síðan ég byrjaði að vinna ab þessum málum fyrir tólf árum. Þess vegna hlýt ég að binda vonir við að hann hafi áhrif." Verði dómnum ekki áfrýjað, eða hánn staðfestur af Hæstarétti, telurGubrún jafnvel að hann geti haft þau áhrif að hvetja konur sem hafa orðiö fyrir kynferðis- brotum til að kæra. Hún segir að meðferð slíkra kærumála hafi batnab og kærendur mæti aukn- um skilningi hjá þeim sem meb málin fara. Konur sem leita til Stígamóta eru upplýstar um hvernig málin ganga fyrir sig ef þær ákveða að leggja fram kæru. Guðrún segir að starfskonur Stígamóta reyni frek- ar að hvetja þær til að kæra en á endanum sé það'alltaf konan sjálf sem taki ákvörðun. „Ég held að þaö sé viss stuðn-. ingur í því að fá stabfestingu á því ab manni sé trúab og það sé tekið alvarlega sem fyrir mann hefur komið. Ég held að sakfelling yfir þeim sem framdi brotið hafi þannig í flestum tilfellum jákvæb áhrif á líðan kærandans." -GBK Stœkkun Grundartangaverksmibjunnar: 50 milljonir til undir- búnings og hönnunar Á aukafundi stjórnar íslenska járnblendifélagsins í gær var rætt um stækkkun Grundar- tangaverksmiðjunnar. Niður- staðan var sú að slík stækkun væri arðvænleg'svo framarlega sem takast má með viðunandi öryggi að finna markaði fyrir efni frá nýjum ofni rými. Ekki þykir tímabært ab taka ákvörð- un um stækkunina en stjórnin heimilaði framkvæmdastjóra að nota á næstu mánuðum allt að 50 milljónir króna til tæknilegs undirbúnings og hönnunar á stækkun verksmiðjunnar. Ársreikningar íslenska járn- blendifélagsins voru lagöir fram á fundinum og var hagnabur fyrirtækisins á síðasta ári tæpar 520 milljónir, miöað við 280 milljónir árið 1994. Aukinn hagnaður skýrist m.a. af meiri sölu og hækkun söluverðs. Því var hagnaður 1995 nál'ægt 14% af veltu þrátt fyrir mun hærra rafmagnsverð en árið áð- ur. Fyrirtækið lækkaði einnig skuldir sínar á árinu um 658 milljónir kr. ¦ Varnarlibib — laust starf: Framkvæmdastjóri, Stofnun verklegra framkvæmda, Flotastöö varnarliösins (Director of Fiscal/Personnel Division of Public Works Department) Um er að ræða starf er hentar vel einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við krefjandi og síbreytileg verkefni, sem getur unnið sjálfstætt og á'gott með aö umgangast aðra. Starfið er m.a. fólgib í ab vera til rábgjafar forstjóra stofnunar- innar, auk þess ab gera fjármálaáætlanir og samninga yið inn- lenda og erlenda abila og hafa umsjón með skiptingu fjár- magns og mannafla milli hinna ýmsu deilda stofnunarinnar.. Unnið er eftir bandarískum og íslenskum reglum eftir því sem vib á. Hæfniskröfur: Staðgóð starfsreynsla við fjármálastjórn eða rekstur. Háskóla- próf er æskilegt, t.d. í viðskiptafræbi. Krafist er mjög góbrar munnlegrar og skriflegrar kunnáttu í enskú. Skriflegar umsóknir á ensku berist til Varnarmálaskrifstofu Ut- anríkisrábuneytis, rábningardeild, Brekkustíg 39, 260 Reykja- nesbæ, eigi sroar en 5. mars 1996. Starfslýsing liggur frammi á sama stab og er mjög naub- synlegt ab væntanlegir umsækjendur lesi hana ábur en þeir sækja um, þar sem ab ofan er abeins stiklab á stóru um ebli og ábyrgb starfsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.