Tíminn - 24.02.1996, Page 12

Tíminn - 24.02.1996, Page 12
HVÍTA HÚSIO / SÍA 12 Laugardagur 24. febrúar 1996 BUÐIN Veriö hjártanlega velkomin íOstabúðina að Skólavörðustíg 8. Súninn er: 562 2772. OSIAOG Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10 -14 og ,langa laugardaga" kl. 10 -17. Velkomin í Ostabúðina okkar að Skólavörðustíg 8. Við bjóðum fjölbreytt úrval gæðaosta ífallegu og þægilegu umhverfi á besta stað í bænum. Dýrindis ostar í miklu úrvali Þú finnur örugglega ost að þínu skapi því úrvalið er ótrúlegt. Islensku ostarnir í allri sinni fjölbreytni eru að sjálfsögðu í hávegum hafðir. Einnig er á boðstólum úrval erlendra osta. Þér er að sjálfsögðu velkomið að bragða á ostunum. Auk þess bjóðum við gæsalifur, andalifur, frönsk paté og sósur, sérbakaðar ostakökur og ostabökur, rjómaostaábæti o.fl. Persónuleg þjónusta í notalegu umhverfi Sérþjálfað starfsfólk er þér innan handar, boðið og búið að veita þér allar þær ráðleggingar sem þú þarfnast. Veisluþjónustan - allt sem til þarf Veisluþjónustunni er gert hátt undir höfði hjá okkur enda nýtur hún sívaxandi vinsælda meðal viðskiptavina. Þú getur komið og ráðfært þig við okkur um magn osta, tegundir og meðlæti. Ef þú vilt útbúa pinnana sjálf(ur), skerum við ostinn í teninga. Hjá okkur færð þú allt sem þarf til pinnagerðar. Einnig færðu alls kyns smávöru, gjafavöru, skreytingar, ostaáhöld, uppskriftarbækur, bæklinga o.fl. Ostabökur í hádeginu! Líttu til okkar í hádeginu og gæddu þér á ostabökunum okkar, heilum eða í sneiðum, heitum eða köldum. Styrkjum úthlutaö úr Útflutnings- og markaössjóöi hestsins, alls rúmum 5 miljónum kr.: Félag hrossa- bænda fékk mest Úthlutab hefur verib styrkjum úr Útflutningssjóbi hestsins, alls rúmum 5 miljónum króna. Stærsta einstaka styrk- inn fékk Félag hrossabænda, 1250 þúsund krónur til ab kanna grundvöll fyrir því ab félagib rábi markabsfulltrúa. Sú vinna mun verba unnin í samrábi vib Útflutningsráb ís- lands. Alls bárust 33 gildar umsóknir þar sem óskab var eftir styrkjum ab upphæb 34 miljónir króna. Bændaskólinn á Hólum fékk þrjá styrki: 940 þúsund krónur til ab kanna markabsgildi hrossa er greinst hafa meb kölkunar- sjúkdóminn spatt, 200 þúsund kr. til uridirbúnings alþjóblegs verkefnis um arfgengi sumarex- ems, og styrk uppá 200 þús. kr. til kynningar á ræktunarstarfinu og íslandi meb móburlandi fyrir hrossastofninn. En þetta er sam- starfsverkefni meb mörgum ab- ilum og félagasamtökum. Þá fengu hjónin Gunnar Arn- arson og Kristbjörg Eyvindsdótt- ir 500 þús. króna styrk vegna markabsstarfs í Svíþjób og Þýskalandi. Tímaritib Eibfaxi fékk 500 þús. vegna alþjóblegrar útgáfu á tímaritinu. Sölusamtök ísl. hrossabænda, Edda Hestar, fengu 500 þús. vegna markaös- starfs í Kanada og Bandaríkjun- um. Plús film fékk einnig 500 þús. kr. til aö vinna ab kynning- armynd um íslenska hestinn. Hrossaræktarbúiö á Árbakka í Holta- og Landsveit hlaut 300 þús. kr. styrk vegna nýstárlegs verkefnis í Bandaríkjunum. VT ehf., Örn Karlsson og Jón Frib- riksson hlutu 200 þús. kr. til aö kynna nýtt sölukerfi fyrir hross, en kerfib er hannaö fyrir síma- og tölvutækni. Bændaskólinn á Hvanneyri hlaut 100 þús. kr. í feröastyrk vegna feröar Ingimars Sveinssonar um Bandaríkin þar sem hann flutti fyrirlestra um ísl. hestinn. Þá fékk Vegahand- bókin 89 þús. kr. vegna efnis sem birtast mun um ísl. hest- inn, og landslibiö hlaut 72 þús. kr. styrk, eöa sem nemur því út- flutningsgjaldi sem þurfti aö greiöa af þeim hestum sem fóru í HM-keppnina. Samkvæmt endurskoöun laga um hrossaútflutning og reglu- geröar um sama efni, greiöa hrossaútflytjendur 8 þús. kr. á hest. Þessi upphæö er m.a. vegna heilbrigðiseftirlits, upp- runavottorðs, sjóöagjalda, stofn- verndarsjóðsgjalds og eftirlits með flutningsfari. Eftirstöðvar renna síban í sjóö, Útflutnings- sjóð hestsins, sem úth'lutar styrkjum tvisvar sinnum á ári til verkefna sem eru tengd mark- aðsmálum. Formabur Útflutn- ingsnefndar er Sveinbjörn Eyj- ólfsson í landbúnaöarráðuneyt- inu. -grh Olíufélögin: 92 oktana bensín hverfur af markaöi og verölœkkun á 95 oktana bensíni: Allt bensín blýlaust frá miðjum mars Olíufélögin hafa komib sér saman um ab upp úr mibjum mars muni þau einungis selja blýlaust bensín. Eftir þaö munu bensínstöbvar félaganna selja sérstakt íblönd- unarefni sem kemur í stabinn fyrir blý, fyrir þá fáu bíleigendur sem enn þurfa á blýbensíni aö halda. Miðaö er við aö ökumenn sjái sjálfir um íblöndunina. Sam- tímis hverfur 92ja oktana bensín líka af íslenska markaönum, enda ófáanlegt í Noregi þaöan sem allt bensín hefur veriö keypt að undanförnu, og hefur því þurft ab sérblanda það fyrir ís- lendinga. Þá hagkvæmni, sem af þessu leiðir, segja olíufélögin að geri þeim kleift að lækka verð á 95 oktana bensíni. En verö á 98 oktana bensíni haldist óbreytt. „Breytingin kemur til fram- kvæmda hjá olíufélögunum þrem á sama tíma, en til ab draga úr kostnabi í innkaupum hafa þau um nokkurt skeiö haft sam- starf um innflutning á bensíni," segir í sameiginlegri tilkynningu þeirra. Samkvæmt útreikningum þeirra þurfa u.þ.b. 5% af bílum landsmanna á blýblönduðu bensíni aö halda, en hlutur þeirra í bensínnotkuninni er þó einungis talinn um 2-3%, vegna þess aö um sé aö ræöa eldri bíla sem minna sé ekið.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.