Tíminn - 24.02.1996, Blaðsíða 15

Tíminn - 24.02.1996, Blaðsíða 15
Laugardagur 24. febrúar 1996 [ p 15 Samlyndiö meö kyn- þáttum er takmarkaö og breytingar í at- vinnulífi hafa klofiö hvítu millistéttina, grundvöll stööug- leika í stjórn- og fé- lagsmálum Bandaríkin eru heimsins eina heimsveldi, ríkasta land veraldar, atvinnu- leysi er þar ekki mikiö hjá því sem er í Evrópu og þeim er spáb áframhaldandi hag- vexti. Samt segja ýmsir frétta- skýrendur, sem um þetta risa- vaxna samfélag fjalla af til- efni forsetakosninga þar í nóvember n.k., ab Banda- ríkjamenn séu sem sjaldan fyrr rábvilltir, kvíbnir og sundrabir. Af mörgum og margvíslegum tilnefndum orsökum á bak við þetta ber tvær einna hæst í skrif- um fréttaskýrenda og annarra. Minnkandi trú á „bræbslupott" Önnur er fáleikar milli kyn- þátta, sem vera kann að fari vaxandi. Þangað til fyrir um þremur áratugum voru Banda- ríkin til þess að gera einsleit hvað uppruna og menningu landsmanna viðvék. Þeir töld- ust flestir vera hvítir engilsaxar, enska var mál þeirra langflestra og þeir aðhylltust í stórum dráttum sömu menningargildi. Innflytjendur höfðu til þess tíma flestir komið frá Evrópu og þeir af þeim sem ekki voru frá Bretlandseyjum breyttust flestir fljótt í engilsaxneska Banda- ríkjamenn. Aðeins einn fjöl- mennur minnihluti, blökku- menn, skar sig úr, en áhrifum þeirra og völdum var mjög þröngur stakkur skorinn. En nú er svo komið að af um 260 milljónum Bandaríkja- manna telst um fjórðungur til þeirra sem ekki eru skilgreindir sem engilsaxneskir og hvítir. Þarlendir blökkumenn eru um 33 milljónir og hafa nú veruleg völd og áhrif, en samlyndi þeirra og hvítra landa þeirra er bágt sem fyrr. Rómanskir amer- íkanar (hispaníkar) eru um 26 milljónir. Þeir eru stundum í skýrslum skilgreindir sem hvítir (mikill meirihluti) og svartir. Munu þeir halda fastar í sjálfs- ímynd sína en innflytjendurnir frá Evrópu gerðu áður. Hið sama er að einhverju leyti aö segja um níu milljónir lands- manna sem eru ættaðir frá Aust- ur- og Suður-Asíu og múslíma (sem sumir eru nýbúar frá ís- lamsheimi, aðrir innlendir blökkumenn), sem samkvæmt einni heimild eru um átta millj- ónir. Trúin á „hræöslupottinn" Bandaríkin, þar sem allir væru steyptir í sama móti og samein- aðir um engilsaxnesk- banda- rísk gildi, er samhliða þessu komin allmjög á undanhald. Bandaríkin eru orðin „múltikúl- túralísk", samfélag margra menningarheilda. Klofin millistétt Hrifning evrópskættaöra Bandaríkjamanna af þessari breytingu á samfélagi þeirra virðist eitthvað takmörkuð. Bent Albrectsen, fréttaskýrandi danska blaösins Weekendavisen þar vestra, skrifar að fólk af ým- islegum uppruna og af ýmsum Buchanan á flokksfundi íNew Orleans: fylgi frá stétt sem verbur stöbugt fátœkari. Ráðvilltir Bandaríkjamenn in fyrir vegna hollustu við frjálsa verslun um heim allan), veldur samdrætti í ýmsum gam- algrónum iðngreinum og því að störfin sem bjóðast í staðinn eru einkum láglaunastörf í þjón- ustugeiranum. Margt áður sæmilega stætt millistéttarfólk „situr fast" í þessum geirum. Það horfir upp á versnandi kjör og minnkandi framtíðarmögu- leika fyrir sig og börn sín, kvíðir því t.d. að það hafi ekki efni á að kosta börnin til háskólanáms. Og rýrnandi lífskjör þessa hluta hvítu millistéttarinnar færa það fólk nær hópum sem eru fyrir í neðstu lögum samfélagsins. Millistéttir bregðast stundum hart við gegn slíku sigi. Cingrich: demókratar „óvinir hinna eblilegu Bandaríkja". trúflokkum virðist umgangast vandræðalítið á vinnustöðum og íþróttaleikvöngum. En, held- ur Dani þessi áfram, „pessi fjöl- menningarkássa greinist oft sundur í frumparta sína jafn- skjótt og frá vinnustaðnum er komið." Hinir ýmsu kynþátta-, tungumála- og trúarhópar búi sér í borgarhlutum, séu sér í skólum og forðast umgengni við aðra slíka hópa í félags- og einkalífi. Svo er að heyra að þetta færist heldur í vöxt um þessar mundir. Hin af tveimur áminnstum orsökum er þróunin undanfarið í atvinnulífi og kjaramálum, sem sagt er að sundrað hafi millistétt hvítra Bandaríkja- manna. Fyrstu áratugina eftir síðari heimsstyrjöld hafði þessi stétt það líklega betra efnahags- lega en nokkur annar hliðstæð- ur félagshópur í heimi. Sjálfs- traust hennar og sjálfsímynd, sem trúlega má kalla uppistöð- una í sjálfsímynd Bandaríkj- anna, byggðist mikið til á þeim góðu lífskjörum. Þessi stétt, fjöl- mennasti félagshópur landsins, var til þess að gera samhuga og samstæð og var þannig grund- völlur stöðugleika í stjórn- og félagsmálum. Nú kvað stétt þessi vera klofin til helminga, í nýja yfirstétt og nýja undirstétt. Frekar hrottaleg hagræðing í framleiðslugeira og viðskiptum undanfarið, ásamt með samkeppni frá erlendum aðilum (sem Bandaríkin eru op- Kröfufundur samkynhneigbra í New York: kvíbi og óánœgja fá út- rás í mótmœlaabgerbum ýmissa hópa, sem beina spjótum sínum gjarnan hver gegn öbrum. Ný höfubborg „hins illa" í hinum helmingi millistéttar- innar, sem plumar sig aldrei bet- ur en nú, kvábu vera t.d. læknar, lögmenn, stjórnendur í atvinnu- lífi, fasteignasalar, tölvuftæðing- ar, auglýsingamenn. Bandaríkin þjást af hryggrýrn- BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON un, er ein skilgreiningin á þessu ástandi millistéttarinnar þar. Það tengist þeirri skoðun, sem lengi hefur verið almenn, að fjölmenn og stöðug millistétt sé forsenda þess að eitt þjóðfélag geti notið farsældar og stöðugleika. Og hvað um bandaríska stöðugleik- ann, ef millistéttin þar er í raun að hverfa? Pat Buchanan — sem segist hlynntur einskonar verndar- stefnu fyrir bandarískt atvinnulíf gegn samkeppni erlendis frá og ráðstöfunum gegn innflytjenda- straumi — á velgengni sína í for- kosningum, sem kom sumum á óvart, líklega hvað helst að þakka þeim hluta umræddrar stéttar sem er fátækari og verður stöðugt fátækari. Reiði þess fólks er ráðleysis- kennd og margir eru óvissir um gegn hverju þeir eigi að beina henni. Það lýsir sér t.d. í leit að óvinarímyndum. Sovétrík- in/kommúnisminn gegndu lengi því hlutverki að vera sam- einandi óvinarímynd fyrir Bandaríkjamenn. Nú er ekki slíku að heilsa fyrir þá. Meðal óvinarímynda, sem þeir magna nú upp, eru þeirra eigin alríkis- stjórnvöld. Sú ímynd tengist demókrötum, af því að þeir eru í stjórn. Ætla mætti af ummælum sem heyrast að vestan, að í aug- um allmargra Bandaríkjamanna væri Washington DC orðin höf- uðvígi „hins illa" í stað Moskvu áður. Ýmsir stjórnmálamenn á at- kvæðaveiðum freistast til að taka undir það og gera þar með sitt til að magna ólguna. Newt Ging- rich, leiðtogi repúblíkana í neðri deild Bandaríkjaþings, talar nú þannig um demókrata ekki ein- ungis sem andstæöinga í stjórn- málum, heldur og sem „óvini hinna eðlilegu Bandaríkja". ¦

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.