Tíminn - 24.02.1996, Blaðsíða 18

Tíminn - 24.02.1996, Blaðsíða 18
18 HÍWÍÍB Laugardagur 24. febrúar 1996 Leiguhúsnæði óskast Blabamann Tímans vantar 3-4 herbergja íbúb frá 1. apríl, helst í vesturbæ eba Þingholtum. Leigutími 1 -3 ár. Vinnusími 563 1611 (Björn), heimasími 551 0517 (Björn/Helga). Til sölu Upphlutur og peysuföt ásamt öllum fylgihlutum. Fer á góðu verði. Nánari upplýsingar í síma 567 2594 * CJ Landsvirkjun Útbob Endurnýjun Sogsstöbva Byggingarvinna 1. áfangi Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboöum í fyrsta áfanga byggingarvinnu vegna endurnýjunar Sogsstöbva sam- kvæmt útboösgögnum SOG-05. Verkið er fólgið í styrkingurn á byggingum gegn álagi vegna jarbskjálfta, breytingum á byggingum, gerð und- irstabna fyrir aflspenna og byggingu á olíuskiljum auk endurbóta á lagnakerfum. Einnig felur verkið í sér við- gerbir og endurbætur á húsum og stíflum, þar með tal- ið steypuviðgerðir og málun, endurnýjun qlugqa oq hurba og þakviðgerbir. Jarðvinna er áætlub um 5000 rúmmetrar, múrbrot um 180 tonn, steinsteypa um 800 rúmmetrar, steypuvið- gerbir um 6000 fermetrar og gluggar um 140 fermetr- ar. Auk þess er um ab ræða margvíslega endurnýjun og viðgerðir bæði utanhúss og innan. Verkib skal vinna á árunum 1996 til 1999, en reiknað er meb ab meginhluti verksins verði unninn í ár og á næsta ári. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, frá og með miðviku- deginum 28. febrúar 1996 gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 5000 með VSK fyrir hvert eintak. Tilbobum skal skila á sama stað fyrir kl. 12.00 þriöjudag- inn 19. mars 1996 og verða þau opnuð þar sama dag kl. 14.00. Fulltrúum bjóðenda er heimilt að vera viðstaddir opnunina. Sextug: Hjálmfríður Þórðardóttir ritari Dagsbrúnar Skömmu eftir að ég tók við for- ^““ Hjálmfríður er fædd 'að Hjöll- mennsku í Verkamannafélaginu Dagsbrún fannst mér vanta á skrifstofuna starfskraft sem hefði mannlega hlýju og alúð til að bera til að gera alla afgreiðslu félagsins mannlegri og hlýrri. Þá rifjaðist upp fyrir mér að um 10 ára skeið hefði unnið sem hafn- arverkamaður Hjálmfríður Þórð- ardóttir. Við höfnina hafbi hún gegnt trúnaöarstörfum fyrir Dágsbrún og starf hennar þar var mest fólgið í vöruskráningu; skrifari heitir þab á hafnarmáli. Ég fór snarlega á fund Hjálm- fríðar og sagbi henni ab hverju ég væri að leita og nú þarfnaðist Dagsbrún hennar á skrifstofu fé- lagsins. Eftir töluvert þóf lét hún tilleiöast og féll fyrir þeim rökum að hæfni hennar næbi til fleiri og kosta hennar þyrfti Dagsbrún að njóta, en síður Eimskip — þó hún ynni þar gott starf sem trúnaðarmaður. Það átti eftir aö rætast fljótt eftir að Hjálmfríður hóf störf að þarna hefði mér vel tekist. Hún hefur sérstaka alúð til að bera, sem kemur sér vel í afgreiðslu félagsins, og samúð hennar er sterk með öllum þeim sem erfitt eiga uppdráttar eða verða fyrir áföllum. Þar leggur hún sig alla fram og hefur ótrúlega djúpt innsæi á erfiðleika fólks og líöan þess. Þessi kona, sem var tvo eða þrjá vetrarparta í farskóla vestur í Gufudalssveit og tæpa tvo vet- ur í gagnfræðaskóla í Hvera- gerbi, hefur sýnt að hún hefur þvílíka þekkingu á mannlegu lífi og þjáningum fólks að mér hefur oft dottið í hug að mikið þyrftu flestir félagsráðgjafar og sálfræöingar að ganga í skóla hjá þessari konu. Traustið, sem hún fær hjá skjólstæðingum félagsins, er það mikið að nær enginn af þessum sérfræðingum kemst í hálfkvisti við hana og hennar hjálp. Flestir okkar félagsmenn ÁRNAÐ HEILLA sem eiga í erfiðleikum, veikind- um, orðið hafa fyrir ástvina- missi eða fleiru sliku, snúa sér beint til Hjálmfríðar Þórðardótt- ur og aldrei hef ég heyrt henni hallmælt af þessu fólki. • Þrátt fyrir knappa skólagöngu talar hún góða ensku og prýði- lega Norðurlandamál — en best er hún þó í móðurmálinu. Þar hefur hún frábært vald á töluðu og skrifuðu máli. Hefur það ber- lega komið fram í skrifum henn- ar, sem hafa verið alltof lítil op- inberlega. En t.d. í minningar- greinum hefur hún verið næm við að skilgreina uppruna þess látna, hverrar ættar og hvaðan hann er, hún hefur vitað um gæði, landkosti og jafnvel hve jörð feðra hans hefur verið met- in til margra kúgilda. Það er forn og rammíslenskur bragur á þessu. í bók Sveinbjörns allsherjar- goða Beinteinssonar segir hann ab hafi títt látið Hjálmfríði lesa verk sín til umfjöllunar — smekkur hennar og tilfinning fyrir íslensku máli sé slík að kostur sé að fá hennar umsögn. Hann sagði hana skáld; ég hef ekki orðið var við það, en það kæmi mér ekki á óvart. Ekki má gleyma náttúrubarn- inu Hjálmfríði — hún sem gleöst yfir komu vorsins, fylgist með gróðri jurta og trjáa, þekkir för tungla og sólar og sér fyrir veður. Alltaf þegar hún hefur tækifæri til, fer hún í lítinn sumarkofa austur í Grímsnes- inu, segist vera endurnærð eftir helgardvöl þar og segist finna ilm úr jörðu, mismunandi eftir árstíðum. Einu sinni sagði ég stríðnislega við Hjálmfríði: „Er nú helvítis vorib ab koma?" Hún talaði ekki við mig þann dag allan. um í Gufudalssveit 24. febrúar 1936. Foreldrar hennar voru Þórður Andrésson, bóndi og oddviti, og kona hans Þórey Stefánsdóttir. Þau slitu samvist- um þegar Hjálmfríður var á 12. ári. Þórður er látinn. Þórey gift- ist síðar Kleménz Kristjánssyni, tilraunastjóra á Sámsstöbum. Hjálmfríður ólst upp eftir skiln- aö foreldra sinna að mestu í Reykjavík og ein 4-5 ár á Sáms- stöðum. Eiginmaður Hjálrnfríðar er Halldór Stefánsson, ættaður af Ströndum norður. Þau búa nú aö Asparfelli 2. Það þykir mörg- um gott að koma í heimsókn til þeirra hjóna. Sem dæmi um góð samskipti við fólk minnist ég þess, að ég kom eitt sinn á kaffistofu okkar. Þar sat ráðherra, sem var í heim- sókn, og við hliö hans fangi sem var í reynslulausn frá Litla- Hrauni. Þeir héldu uppi álcaflega skemmtilegum samræbum og undu báðir vel, hvorugur gerði sér grein fyrir því að Hjálmfríð- ur stjórnaði sarnræðunum á sinn snjalla hátt, þannig að hvorugur vissi hvað hinn starf- abi, og kvöddust með gagn- kvæmri vinsemd. Að stjórna þessum umræðum á þennan hátt hefðu fáir eftir leikið. Hjálmfríður Þórðardóttir hef- ur veriö á annan áratug í stjórn Dagsbrúnar og ritari s.l. 8 ár. Hún skrifar listrænar fundar- gerðir, en þó verb ég að viður- kenna aö ef um leiðinda pexmál er að ræða, verður efni mála oft að lúta fyrir hrynjandi máls og stíls. Þó rangfærir hún aldrei mál. Þeir eru margir Dagsbrúnar- mennirnir sem senda Hjálmfríði hugheilar óskir í tilefni dagsins. Ég er einn þeirra. Guðmunclur /. Guðmundsson, fonnaður Dagsbrúnar Opnið hús hjá Námsflokkum Reykjavíkur í Miðbæjarskólanum Kynning á starfsemi skólans kl. 13-17 á degi sí- menntunar, laugardaginn 24. febrúar 1996. Stuttar kennslustundir í tungumálum og fleiri námsgreinum. Opið verkstæbi — teikning, glerskurður, tréskreytilist og öskju- gerb. Fyrirlestrar — konur og vinnuvernd, vinnuréttur. Upplýsingar um prófanám, starfsnám og átaksverkefni. Kynning og innritun f ný námskeið. Aðstaba fyrir börn verður inn af kaffistofu þar sem bobib verður upp á veitingar. Ný námskeið hefjast 4. mars Arabíska. Kennari: Shirin Naimy. Öskjugerð. Kennari: María K. Sigurbardóttir. Leiklist fyrir börn 9-12 ára. Kennari: Elísabet Brekkan. Fjármál heimiianna — heimilisbókhald: Kennari: Raggý Gub- jónsdóttir. Trúarbragbasaga—yfirlit. Kennari: Dagur Þorleifsson. Saga og trú Ameríku fyrir Kólumbus. Kennari: Dagur Þorleifs- son Trú og galdrar norburhjarans. Kennari: Dagur Þoríeifsson. SVO LENGI LÆRIR SEM LIFIR U ppeldishugmy ndir Baldvins Einarssonar Út er komið hjá Rannsóknar- stofnun Kennaraháskóla ís- lands ritið Uppeldið varðar mestu. Úr Ármanni á Alþingi eftir Baldvin Einarsson. Um er að ræða umfjöllun Baldvins um uppeldismál, sem birtist fyrst á prenti í tímariti hans, Armanni á Alþingi, árin 1828 og 1829. Textinn er hér endur- prentaður í heild, að öðru leyti en því að sleppt er síðasta hlutanum, frá og með Búnað- arbálki Eggerts Ólafssonar að telja. ítarlegan inngang að rit- inu skrifar Ólafur Rastrick BA. í þjóðarsögunni hefur Bald- vins Einarssonar einkum verið minnst fyrir að hafa fyrstur talab fyrir því að Alþingi yrði endurreist á Þingvöllum. Með þessari endurútgáfu er minnt á það að uppeldismál voru Baldvini ekki síður hjartfólgin en stjórnmálin. Baldvin kem- ur hér fram sem ósvikinn upp- lýsingarmaður, sem hafði lag á að láta guðstrú og veraldar- Baldvin Einarsson. Fréttir af bókum hyggju fallast í faðma. Þótt hann væri innan við þrítugt, þegar hann sendi frá sér Ar- mann á Alþingi, er sannarlega enginn unggæðingsháttur á skrifum hans. Uppeldið varðar mestu er ann- að bindi í ritrööinni Heimild- arrit í íslenskri uppeldis- og skólasögu, sem hóf göngu sína fyrir tveimur árum með end- urútgáfu á bókinni Lýðmennt- un eftir Guðmund Finnboga- son. Að ritröðinni standa Rannsóknarstofnun Kennara- háskóla íslands, Félagsvísinda- stofnun og Sagnfræbistofnun Háskóla íslands. Ritnefnd skipa Guðmundur Hálfdanar- son, Helgi Skúli Kjartansson og Jón Torfi Jónasson, en rit- stjóri er Loftur Guttormsson. Bókin er 128 bls. og fæst bæði í kilju og bandi í öllum stærri bókaverslunum og hjá Rannsóknarstofnun Kennara- háskóla íslands. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.