Tíminn - 27.02.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.02.1996, Blaðsíða 1
EINAR J. SKÚLASON HF Nj^fjjWg STOFNAÐUR 1917 80. árgangur Þriöjudagur 27. febrúar 40. tölublað 1996 Rafmagns- laust í orku- ráðuneyti „Við kennum hæstarétti um þetta allt saman," sagöi starsfólk í ráðuneytunum í Arnarhvoli í gær, en segja má að iðnaðar- (og orkumála-) og viðskiptaráðu- neyti og fjármálaráðuneytið hafi verið orkulaus allan fyrsta starfsdag vikunnar. Verktaki var að vinna í götustreng með þeim afleiðingum að rafmagn hvarf frá 8,30 fram í hádegið, síðan kom smátýra eftir að færanleg rafstöð kom á staðinn. ¦ Halldór Blöndal um hlutabréfín í Pósti og síma: Bréfin verða ekki seld Halldór Blöndal, samgöngu- rábherra kvebst ekki ætla að leggja til ab hlutabréf í Pósti og síma verbi bobin til sölu eftir ab Póst- og símamála- stofnunni hefur verib breytt í hlutafélag. Þab kom fram í svari rábherrans vib fyrir- spurn frá Ástu Ragnheibi Jó- hannesdóttur á Alþingi í gær. Ásta Ragnheiður vitnaði í fyr- irsögn Tímans frá síðasta laugar- degi þar sem stóð að frumvarp um einkavæðingu Pósts og síma væri á borðum þingmanna. Spurði hún samgönguráðherra síðan hvort ætlunin væri að bjóða hlutabréf í stofnuninni til sölu í framhaldi af þeirri form- breytingu sem frumvarpið geri ráð fyrir. Halldór Blöndal sagði að með formbreytingunni yfir í hlutafélag væri hægt að bjóöa hluta í stofnuninni til sölu en nú væri einungis gert ráð fyrir breytingunni sjálfri án þess ab selja hlut ríkisins. Halldór kvaðst ekki myndu flytja tillögu um slíka sölu á Alþingi en vissu- lega gerðu lögin ráð fyrir þeim möguleika þannig að það væri undir stjórnvöldum á hverjum tíma komið hvort um sölu á Pósti og síma yrði að ræða. -ÞI Datt tvisvar í gullpottinn Heppnin virbist elta manninn sem fékk gullpottinn í Ölveri í Glæsibæ fyrr í þessum mánubi en samkvæmt heimildum Tímans fékk hann gullpottinn aftur nú fyrir helgi og hefur þvi unnib tæpar 16 milljónir á fimmtán dögum í Gullnámu HHÍ. Samkvæmt upplýsingum frá Happdrætti Háskólans féll gull- potturinn í Gullnámunni sl. föstudag á Mónakó á Laugaveg- inum. Þá voru einungis 2 vikur síban gullpotturinn féll síbast og því var ekki um ab ræða jafn háa upphæð og stundum ábur. Potturinn gaf nú 3,9 milljónir en þann 8. feb. fékk maðurinn 12 milljónir úr gullpottinum í Ölveri. ¦ Anna Finnsdóttir skjalavörbur í fjármálarábuneytinu sat vib auban tölvuskjáinn lengst afígær. Fœranleg rafstöb kom í Lindargötunar til ab bjarga rábuneytum meb raforku, þar á mebal rábuneyti orkumála. Tímamyndir: GS Þriöjungur fjárnámsbeiöna vegna dóma, skuldabréfa, víxla og tékka eru á ábyrgbarmenn: Fjárnámsbeiðnir á þúsundir ábyrgðarmanna ár hvert Nærri þribjungur allra fjár- námsbeibna vegna dóma, skuldabréfa, vixla og tékka falla á ábyrgbarmenn þessara fjárskuldbindinga, sam- kvæmt svari dómsmálarábu- neytisins vib fyrirspurn Jó- hönnu Sigurbardóttur á Al- þingi. Árib 1994 bárust sýslu- mönnum rúmlega 46.000 fjárnámsbeibnir. Dómsmála- rábuneytib áætlar ab 26% þeirra (tæplega 12.000) hafi verib á grundvelli dóma, skuldabréfa, víxla og tékka. Af þessum fjárnámsbeibnum voru þannig um 3.800 á ábyrgbarmenn. Samkvæmt sömu hlutföllum má áætla ab af alls um 140.000 fjárnáms- beibnum á árunum 1993-95 hafi kringum 11.500 fallib á einstaklinga sem ritab höfbu nafnib sitt á fjárskuldbind- ingar vina sinna og/eba vandamanna. Fyrirspurn Jóhönnu var í fyrsta lagi hversu margar fjár- námsbeibnir hafi verið teknar til meðferðar hjá sýslumönn- um sl. þrjú þar sem ábyrgbar- menn skuldabréfa eða útgef- endur víxla og ábekkingar eru gerðarþolar. Og í öðru lagi hversu hátt hlutfall fjárnáms- beiðnir á ábyrgbarmenn væru af öllum beibnunum. , í svari dómsmálaráöherra kemur fram að samtals um 70.000 fjárnámsbeibnir hafi verib skráðar við embætti sýslumannsins í Reykjavík árin 1993- 1995 og áætlab að þær hafi verið um tvöfalt fleiri á landinu öllu. Þar sem það mundi kosta geysilega og lík- laga um 1 milljón króna að kanna hlut ábyrgðarmanna í öllum þessum beiönum stybst rábuneytib við athugun sem sýslumannsembættib í Reykja- vík gerði á þeim tæplega 22.300 f járnámsbeiðnum sem þar voru teknar til meðferðar árið 1995. í ljós kom að 26% þeirra beibna, eba tæplega 5.800, voru vegna dóma, áritabra stefna, sátta, skuldabréfa, víxla og tékka, þ.e. þeirra fjárskuld- bindinga sem talið er að fjár- nám hjá ábyrgðarmönnum komi til álita (en aðrar fjár- námsbeiðnir munu að megin- hluta vegna krafna frá gjald- heimtum). Af þessum 5.800 fjárnámsbeibnúm beindust tæplega 32% gegn ábyrgbar- mönnum fjárskuldbinding- anna. ¦ Finnur Ingólfsson, viöskiptarábherra, fagnar vaxtalœkkun Landsbanka: Tilefni til frekari lækkana „Ég fagna því ab Landsbankinn, þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar um ab hann. hyggbist ekki lækka vexti, hefur nú stigib þab skref ab ákveba vaxtalækkun um mánabamótin," sagbi Finnur Ing- ólfsson vibskiptarábherra í samtali vib Tímann í gær. Finnur sagbi ab hann vonaðist til þess að vextir lækki enn í náinni frarrttíð. „Nú eru allar efnahagslegar aðstæður til Finnur staðar til lækkunar á vöxtum, ég legg enn áherslu á þab. Þeir eru að síga niður á við á ríkisvíxlunum, það er minni lánsfjáreftirspurn, stöðugleiki er á vinnumarkaði, og verðbólga er minni en menn áætlubu og fer minnkandi þegar líbur á árib. Vonandi eru menn hér ab stíga fyrstu skrefin í samstilltu átaki til ab lækka vexti í landinu," sagbi Finnur Ingólfsson í gær. -JBP

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.