Tíminn - 27.02.1996, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.02.1996, Blaðsíða 3
Þri&judagur 27. febrúar 1996 3 Tímamótasamningur Cenís hf. viö bandarískt fyrirtœki í líftcekniiönaöi: Ensím-iðnaður stað- settur á íslandi? Tímamótasamningur hefur verib undirritabur milli Genís hf. og bandarísks iíftæknifyr- irtækis Recombinant BioCa- talysis Inc. (RBI). Samstarfib mibar einkum ab því ab upp- götva og þróa lífræna efna- hvata, eba ensím, úr hitaþoln- um og kuldavirkum örverum. Ensím úr slíkum örverum hafa ýmislegt umfram ensím sem ræktub eru úr örverum sem lifa vib venjulegt hitastig. Vonast er til ab ensímin geti nýst í t.d. matvælaframleibslu og lyfjaframleibslu. Framkvæmdastjóri RBI, Dr. Barry Marrs, er nú staddur hér á landi ásamt samstarfsmönnum sínum og Dr. Karl Stetter frá Þýskalandi sem jafnframt stofn- abi RBI árib 1994 en Stetter tókst ab einangra bakteríu sem lifir vib 113 grábu hita en ekki hafa fundist lífverur vib hærra hitastig. Ætlunin er ab gera til- raun hér til ab kanna hvort ör- verur finnist hér sem lifi vib hærri hita, 120-30 grábur. Ab- stæbur á íslandi til slíkra rann- sókna eru betri en víba annars stabar þar sem hér er fjöldi bor- hola meb þekkt hitastig og eru margar þeirra fóbrabar nibur á mikib dýpi þannig ab minni lík- ur eru á örverurnar hafi borist í sýnin frá mengun úr efri jarb- lögum. Ef slíkar örverur fyndust hér væri þab merk uppgötvun og ab sögn Jóhannesar Gíslason- ar, framkvæmdastjóra Genís, væri jafnvel möguleiki ab koma af stab ensímibnabi hér á landi í náinni framtíb. Hér á landi er einkum unnib ab rannsóknum og þróunar- starfsemi varbandi líftækni en RBI hefur einnig markabssetn- ingu á ensímum á sínum snær- um og var í síbustu viku ab markabssetja sín fyrstu ensím sem nýst gætu í ibnabi. Á blabamannafundi í gær benti Dr. Marrs á ab íslendingar gætu t.d. nýtt sér ensím úr hita- þolnum örverum í matvæla- framleibslu. Meb því ab nota en- sím til ab kljúfa nibur prótín í fiski yrbu þau aubmeltanlegri og þar meb ykist verbgildi hráefnis- ins. Meb hjálp erfbafræbinnar geta ensím úr hitaþolnum ör- verum orbib hagkvæmar til en- símframleibslu. Þannig er hægt ab færa gen úr hitaþolinni ör- veru í örveru sem þrífst vib venjulegt hitastig og rækta gen- ib þar. Nú þegar eru til um 300 virk ensím sem geta nýst í ibnabi en ab sögn Marrs er ætlunin ab tí- falda þá tölu á tiltölulega stutt- um tíma. Þegar hafi þeir fundib 208 ensím til vibbótar vib þau sem notub eru. ■ Þessi hópur manna hefur unnib ab rannsóknum, þróun og markabssetn- ingu ensíma. Gerb verbur tilraun hér á landi til ab finna og einangra líf sem vex vib hcerra hitastig en nú er vitab. Dr. Stetter frá Þýskalandi, sem er abili ab samstarfinu, hefur einangrab bakteríu sem dafnar vib 113 grábu hita sem er hæsta þekkta hitastig þar sem líf getur þrifist. Brunavarnir í samtengdum íbúöahúsum. Brunamálastofnun: Reglugerðir eru stundum brotnar Fimm prestar vígöir um helgina: Guðjón Skarphéðinsson verður vígður í vor Biskup vígbi fimm prestsefni nú um helgina. Upphaflega átti Gubjón Skarphébinsson, sem kosinn var prestur ab Stabar- stab á Snæfellsnesi, einnig ab taka vígslu um helgina en ab sögn Baldurs Kristjánssonar, biskupsritara, verbur Gubjón Fjármálaráöherra á Al- þingi: Öll skilyrði til að vextir geti lækkað Friðrik Sophusson, fjármála- ráðherra, sagbi ab öll skilyrði væru fyrir hendi til þess ab vextir geti lækkab. Þau orb féllu í svari vib fyrirspurn frá Gubna Ágústssyni um vaxta- málin. Gubni Ágústsson kvabst einu sinni hafa gefib Fribriki Sophus- syni sex stjörnur. Þab hafi verib haustib 1993 þegar Fribrik sem fjármálarábherra fyrri ríkis- stjórnar hafi hótab innlendum fjárfestum ab fara meb lánsfjár- útbob ríkisins á erlenda fjár- magnsmarkabi ef þeir keyptu ekki verbbréf ríkissjóbs. Þetta hafi hrifib og vextir lækkab um allt ab 2%. í kjölfar þess hafi hafist sókn í atvinnulífinu sem gerbreytt hafi stöbu fyrri ríkis- stjórnar Davíbs Oddssonar. Fribrik Sófusson lofabi ekki samskonar hótunum nú en hann kvab allar abstæbur vera til vaxtalækkunar og ekki síst fyrir þá sök ab lánsfjárþörf ríkis- ins væri nú mun minni en hún hafi verib 1993. -ÞI ekki vígbur fyrr en í vor. Þab hafi einfaldlega komib Gubjóni betur ab taka ekki vib braubi sínu fyrr en 1. júní. Biskup mun úrskurba í Lang- holtskirkjudeilunni í fyrsta lagi í lok þessarar viku. Varbandi ásak- anir á hendur biskupi um meinta kynferbislega áreitni sagbi Baldur ab biskup myndi ekki gefa frá sér frekari yfirlýsingar um þau mál í bili. Ríkissaksóknari hefur enn ekki sent frá sér formlega yfirlýs- ingu um hvort embættib taki ab sér rannsókn á sannleiksgildi ásakananna en eins og komib hefur fram í fjölmiblum væri mál- ib undir venjulegum kringum- stæbum talib fyrnt og því ekki í verkahring ríkissaksóknara. -LÓA „Þetta er því miður of víba gallab," sagbi Bergsteinn Gizurarson, brunamála- stjóri Ríkisins, í samtali vib Tímann í gær, þegar hann var inntur eftir brunavörn- um í sambýlishúsum, til dæmis milli rabhúsa. „Eftirlit getur verib ófull- komib eftir stöbum, menn fara ekki alls stabar eftir því sem þeir eiga ab gera," sagbi Bergsteinn. Brunamálastofnun rann- sakar bruna tveggja rabhúsa í raðhúsalengju á Árskógssandi um helgina, en þar fórst einn íbúa hússins, karlmaður um fertugt. Ab öllu jöfnu er það hlutverk byggingafulltrúa og eldvarna vibkomandi sveitar- félags ab hafa eftirlit meb íbúbarhúsum. Brunamála- stofnun hefur aballega meb ab gera eftirlit meb meirihátt- ar atvinnufyrirtækjum þar sem fólk safnast saman og dvelur utan heimilis. Árni Árnason hjá Bruna- málastofnun sagbi ab bruna- veggir milli íbúba eigi ab hindra að eldur berist milli íbúða eftir þakinu. „Veggur á milli íbúba í rab- húsi á ekki endilega ab ná upp úr þakinu, heldur upp ab ystu klæbningu. Þab getur gerst, sérstaklega ef þab er hvasst og vindur stendur þannig ab ber- ist fljúgandi neistar á milli, að kvikni í næstu íbúb," sagði Árni. Hann sagbist ekki vita hvernig háttabi til í raðhúsa- lengjunni á Árskógssandi, en Brunamálastofnun mun rannsaka húsbrunann. Að sögn Árna Árnasonar gilda þær reglur ab þegar þak er komið í ákvebið flatarmál samtals, til dæmis 500 til 600 fermetrar, þá þarf að skipta þakinu upp með brandgafli, sem er þá steyptur veggur, sem nær annað hvort upp úr þakinu eða ab þakið er varib sérstaklega sitt hvoru megin vib. Árni sagði ab vissulega væri meira öryggi í því ab brandgafl næbi upp fyrir þak- brún. Árni sagði að vissulega væri þab til ab ekki væri farib eftir gildandi reglum, þó væri regl- an sú að farib væri eftir þeim stöðlum sem settir væru. „Reynslan sýnir ab þab er mjög fátítt ab brenni fleiri en ein íbúb í sama húsi. Þaö sýn- ir ef til vill að íbúðarhúsnæði hjá okkur er tiltölulega vel byggt hjá okkur og sé ekki í slæmu ástandi," sagði Árni. -JBP Stórbruni á Arskógs- sandi: Maður lést Maður lést í eldsvoba í rað- húsi viö Öldugötu á Ár- skógssandi abfaranótt sunnudags. Hann hét Bjarni Halldór Höskuldsson, 39 ára, og lætur eftir sig 3 börn. Eldurinn kviknaði í rab- húsalengju og fékk slökkvilib- ib á Dalvík tilkynningu um brunann á þribja tímanum um nóttina. Ibúbin var alelda þegar ab var komib og hafbi eldurinn einnig náb ab breib- ast í næstu íbúb við hliðina. Mjög hvasst var og aðstæður til slökkvistarfs erfiðar. Eigna- tjón er metib um 20 milljónir. -BÞ Athugasemd vegna leikarauppsagna í tilefni vibtals blabamanns Tímans vib Eddu Þórarins- dóttur, formann Félags ís- lenskra leikara, sem birtist í blabi yöar sl.laugardag, þar sem fram koma ýmsar rang- færslur varbandi uppsagnir leikara vib Þjóbleikhúsib fyrir fimm árum, óska ég eftir því aö koma eftirfarandi leibrétt- ingum á framfæri: Edda heldur því fram að leik- arar þeir, sem undirritabur sagbi upp störfum hafi kært uppsagn- irnar og fengið sér dæmd laun í eitt ár. Þetta er ekki rétt. Enginn grundvöllur var fyrir slíkri kæru enda alfarib stabið ab uppsögn- unum eins og lög gera ráb fyrir. Hins vegar kom fram ágreining- ur um valdsvið fráfarandi og vibtakandi þjóbleikhússtjóra, en lögum samkvæmt gegna þeir bábir embætti samhliba í 8 mánubi: sá fráfarandi til þess ab stjórna yfirstandandi leikári, sá nýrábni til þess ab skipuleggja og stjórna öllu, sem varðar kom- andi leikár, þ.á m.mannarábn- ingum. Þrjú lögfræbiálit af fjór- um, sem leitað var eftir, stab- festu, aö undirritabur hafi verið í fullum rétti til þess ab segja upp umræddum leikurum og hafi í öllum atriðum farib ab lögum um Þjóðleikhús. Fjórba lögfræbiálitib benti á, ab hugs- anlega mætti hártoga þá grein laganna, sem fjallabi um verka- skiptingu leikhússtjóranna tveggja og það var í skjóli þessa fjórba álits ab Gísli Alfreösson fráfarandi Þjóöleikhússtjóri ákvað ab afturkalla uppsagnirn- ar, þótt fram ab því hefði hann aldrei gert neinar athugsemdir við þær á fundum Þjóðleikhús- rábs. Vegna uppsagnarákvæba í samningum leikara vib Þjób- leikhúsib framlengdist þar meb rábning þeirra um heilt ár. Und- irritabur kaus ab fara ekki lengra með málib, þótt unnt hefbi ver- ib að láta reyna á það fyrir dóm- stólum', hvort Gísli hafi í raun haft þessa heimild. Þá er þab heldur ekki rétt ab leikararnir, sem sagt var upp, hafi verib um fimmtugt eins og haft er eftir Eddu. Undirritabur sagbi á sínum tíma, í ársbyrjun 1991, upp sex leikurum, m.a. til þess ab jafna aldurssamsetningu hóps fastrábinna leikara vib Þjóbleikhúsib og bæta vib yngstu kynslóð leikara, sem þá vantabi alfarib í þann hóp. Mebalaldur þeirra leikara, sem sagt var upp var 44 ár, þannig ab þeir vom nær fertugu. Undirrit- abur setti sjálfum sér þá vibmib- unarreglu, ab engum leikara, sem náb hafbi 50 ára aldri var sagt upp af leikarasamningi. Þær ætla ab verba langlífar rangfærslurnar varbandi þetta margumrædda uppsagnarmál, en ég treysti því ab menn haldi sig við stabreyndir þegar — og ef — vitnab er til þessa máls í framtíbinni. Virðingarfyllst, Stefán Baldursson, Þjóðleikhússtjóri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.