Tíminn - 27.02.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.02.1996, Blaðsíða 4
4 Þri&judagur 27. febrúar 1996 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gubmundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Jæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmiöja hf. Mánaöaráskrift 1550 kr. m/vsk. Veró í lausasölu 150 kr. m/vsk. Kreppa félagslega húsnæðiskerfisins Ein af grunnþörfum fólks er aö hafa þak yfir höfuðið og eru húsnæðismál þess vegna eitt af viðamestu við- fangsefnum einstaklinga og fjölskyldna í þjóðfélag- inu. Eðlilegt hefur þótt að samfélagið kæmi til hjálp- ar við þetta verkefni. Þessi aðstoð hefur verið í formi vaxtabóta eða lána í félagslega húsnæðiskerfinu með lægri vöxtum, og eru þessi úrræði ætluð þeim tekjulægri í þjóðfélaginu. Félagslega húsnæðiskerfið er hluti af velferðarkerf- inu í landinu, en á síðari árum hefur þetta kerfi lent í kreppu. Fyrir því eru margar ástæður. í fyrsta lagi hef- ur ekki alltaf verið byggt í þessu kerfi út frá sjónar- miðum notandans, heldur hefur það verið notað til þess að skapa atvinnu í viðkomandi byggðarlagi. Það fyrirkomulag hefur verið að notendur eiga ekki kost á nema fullkláruðum íbúðum, sem oftar en ekki hafa verið of dýrar fyrir greiðslugetu viðkomandi, þannig að hann hefur gefist upp við að standa í skilum. í öðru lagi hefur innlausnarskylda hvílt á viðkomandi sveitarfélagi þegar flutt er úr íbúðunum. Þetta þýðir oft á tíðum misræmi milli þeirra, sem eru á almenn- um markaði, og hinna. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur Félags- málaráðuneytið nú til athugunar breytingar á félags- lega íbúðarkerfinu. Þær eru meöal annars í þá veru að breyta félagslegum eignaríbúðum í félagslegar kaup- leiguíbúðir á vegum sveitarfélaganna. Einnig hafa verið ræddar hugmyndir í þá átt að lán til félagslegra íbúða verði greidd beint til einstaklinga og þeir eigi val um það hvort keypt er notuð íbúð eða ný. Þessar hugmyndir eru athyglisverðar, og ljóst er að það þolir ekki bið að losa félagslega húsnæðiskerfið úr þeirri kreppu sem það er í, ef það á að þjóna þeim tilgangi sem því var upphaflega ætlaður, að auðvelda tekjulágu fólki að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Jafnframt er nauðsynlegt að huga að framtaki þeirra félagasamtaka sem hafa komiö sér upp leigu- íbúðum, til dæmis samtaka á borð við Búseta. Við nú- verandi fyrirkomulag er það einna hagstæðasta kerf- ið og ber að huga að því úrræði jafnframt úrbótum á félagslega kerfinu. Það getur algjörlega skipt sköpum um lífsafkomu og efnahag launamanna í þjóðfélaginu að þeim takist að leysa húsnæðismál sín á skikkanlegan hátt, án þess að lenda með öll sín f jármál í ólestri. Úrbætur og aðgerðir í þessum málum í ljósi reynslunnar þola þess vegna ekki bið. Mikill frumskógur lagasetningar hefur átt sér stab um húsnæðismál á síðasta áratug, en því miður hefur reynslan af mörgum þeim breyt- ingum ekki veriö sem skyldi. Þau víti þarf að varast. Staðnabur á analskeiðinu? Sverrir Hermannsson, þjóöbanka- stjóri að vestan, hefur einn hátt- settra opinberra embættismanna til- einkað sér þann endaþarmsstíl í op- inberri framkomu að tala um mannaskít í hvert sinn sem hann tjáir sig opinberlega. Þetta virðist hafa verið að ágerast að undan- förnu. Sverrir talaði mikiö um óðs- mannsskít í Alþýðublaðinu í fyrri viku, þegar hann var að þvertaka fyrir að skynsamlegt væri að lækka vexti eins og íslandsbanki gerði. Sverrir ritar síðan grein í Morgun- blaðiö um helgina og skammast heil ósköp yfir því að blaðið skuli birta einhver ummæli eftir honum, sem margítrekað hafi verið að væru „off __________ the record" og auk þess úr lagi færð. Að sjálfsögðu er það ekki góð latína í blaðamennsku, ef rétt er, að lokka fólk til að tjá sig um hluti á fölskum forsendum, og greinilegt á Moggagreininni er að Þjób- bankastjórinn Sverrir er reibur ritstjóra Alþýðublaðs- ins. Hitt er greinilegt að þeir félagar, ritstjórinn og bankastjórinn, höfðu talað um vaxtahækkunina undir einhverjum formerkjum óðsmannsskíts. Eigin þrekkur En þessi mikli trúnaðarbrestur er Sverri tilefni til að halda málinu aðeins áfram á þessum endaþarmsnótum og hann endar grein sína í Morgunblaðinu á heim- spekilegum vangaveltum um hvað ritstjóri Alþýðu- blaðsins og fréttastofa Sjónvarps (sem vitnaði í Alþýðu- blaðið) myndu hugsanlega skilja, ef hann héldi áfram að eiga við þessa aðila orðastað. Sverrir segir: „Hann (ritstjórinn) myndi vafalaust misskilja mig ef ég segði að honum væri sæmst að éta sinn eigin þrekk og halda ab ég væri aö vísa honum á eitthvert hnossgæti. Og sjónvarpið myndi undireins biðja um mynd af krásinni til birtingar." Garra grunaði nú svosem hvað orbið „þrekkur" merkti, en var nú ekki vissari en svo að hann fletti því upp í Orðabók Menningarsjóbs. Þar var staðfest að bankastjórinn kýs enn á ný að styðjast við skít í lík- ingamáli sínu og raunar mannaskít þar sem hann vísar til þrekks ritstjórans. Oral- og analskeiöin Þessi mannaskítsárátta minnir óhjákvæmilega á þær Dapurleg blaðamennska l'AÚ KKMUR að vlsu afar ajaldan fyrir að fjölmiðlafólk bregðisl tnin- aði við viðmælendur afna. Þó henti jiað undirritaðan eitt ainn að biri við hann viðlal, sem aldrei Þ verið tekið. Aðapurður sagði bla' maðurinn að hann hefði birt viðu ótekið af þvf honum tókst ekki ná ( mig! Ummælin sem eftir mt' voni höfð hafði hann eftir jjósmynd ara, sem kvaðst hafa heyrt mig fara með þau inn á gangi I Landsbankan- Þriðjudaginn 20. janúargekk mik- ið á i Landsbankanum. Fjölmiðlar sóltu injög á um fréttir af vaxta- breytingum. M.a. rilstjóri Alþýðu- blaðsins. Hleypti ég honum f gt-gn, af |»ví aðallega sem ég hafði aldrei við manninn lalað. Kg á það að vfsu ekki eftir, svo það er frá. Ritstjórinn spurði hvort Lands- bankinn mvndi brevta vöxtum að Sérstaklega hafði V-^TÓÍinsskíturinn farið öfugt ofan 1. ritstiórnnn svo úr varð tóm vitleysa. M.a.s. íslandsbanki við það bendlaður í miður smekklcgan hátl. Nú va-ri ég ekki að cltast við |>ennan ritsljóravesling nema af þvi sem Rikissjónvaniið lét sér ssema að Laka up(i amUigur rilsljórans sl. föstudagskvöld og smfðaði að vissu leyti nýtt axarskaft úr vitleysunni. Engum getuin skal að þvf leitt hvað að baki hefur búið þessu smekklega hugarflugi Sjónvarpsins, en visast renna fleiri fjölmiðlar i slóðina „il- bleikir með slrengiian kvið". 1 En við ritstjóra Alþýðublaðsins er ki hættandi A að eiga frekari orða- ð. Hann tnyndi vafalaust mis- ja mig ef ég segði að honum .i sæmst að éta sinn eigin þrekk .. halda að ég væri að vi.sa honum á eilthvert hnossgæli. Og Sjónvarjiið myndi undireins biðja um mynd af krásinni til birtingar. Sverrir llermannsson CARRI sálfræðikenningar sem segja að í ein- staklingsþroska sínum gangi menn í gegnum ýmis mismunandi skeið. Með fyrstu þroskaskeiðunum eru or- alskeiðib og analskeiðiö. Á oralskeiðinu kannar barnið heiminn með því að stinga öllu upp í sig. Á analskeiö- inu hins vegar hefur barnið ótrúlegan áhuga á hægð- unum sem frá því koma, og er gríbarlega upptekið af öllu sem því tengist. Síðan er talað um að menn nái ekki fullkomlega að vinna úr þessum þroskatímabilum og er þá talaö um að menn staðni á tilteknu skeiði og þess sjáist stað í aögerðum, viðhorfi og sálarlífi manna fram eftir öllum fullorðinsárum. Þannig muni t.d. maður, sem staðnað hefur á analskeiðinu, sýna áber- andi mikinn áhuga á mannaskít, bæbi sínum og ann- arra. Slíkur áhugi er einmitt talinn geta verib vísbend- ing um að eitthvað sé í ójafnvægi varðandi þroska sál- arteturs viökomandi og geri honum erfiðara fyrir en ella að beita yfirveguðum vitsmunalegum aðferðum á þau vandamál sem að steðja hverju sinni. Vextir og kúkur Þó Sverrir þjóðbankastjóri grípi til þess af öllum hugsanlegum samlíkingum að tala um óðs manns skít, þegar hann vill ekki lækka vexti, og grípi til þess að velta fyrir sér hvort sjónvarpið og ritstjóri Alþýðublaðs- ins myndu skilja ef hann segði þeim að éta eigin skít, er ekki þar með víst aö hér sé á ferbinni maður sem hefur staðnað á analskeiðinu. Þó er ekki hægt að álasa mönn- um þó þeir velti vöngum yfir því jafnvægisleysi sem þessi háttsetti embættismaður sýnir með því að tala við fjölmiðla um óös manns skít, þegar hann vill ekki lækka vexti, og ritstjóraskít eftir að hann er búinn að lækka þessa sömu vexti tveim dögum síbar. Garri Haukar í horai smyglara Fáir opinberir starfsmenn hafa eins illt orð á sér og „svarta gengið". Þegar það birtist í einhverri af fjöl- mörgum inn- og útflutningshöfnum landsins er bölvað og ragnað yfir þeirri andskotans ósvífni yfirvaldanna ab láta tollskoöa skip og varning án fyrirvara. „Svarta gengib" er hópur tollvarða, sem birtist í höfnum þegar síst er von á og skýtur heiðarlegum smyglurum skelk í bringu. Það er vitað mál ab ekki er nokkur vegur ab grann- skoða öll skip og varning sem til landsins kemur, til að koma í veg fyrir smygl. Þess er gætt að flugfarþegar verði fyrir sem minnstu hnjaski af hálfu tollvarða, þeg- ar þeir koma í stórhópum til landsins, margir á hverjum sólarhring. Þykir samt mörgum nóg um, þegar tollverb- ir gerast svo ósvífnir að biðja einn og einn að opna tösku. Heimsborgaralegir feröalangar segjast hvergi verða varir við svona framkomu í erlend- um flughöfnum. Það sé aöeins á ís- landi sem andstyggilegir tollþjónar temji sér ab hnýsast í farangur. Það er ljóst að landið er næsta op- ið fyrir öllum innflutningi, lögleg- um sem ólöglegum, og þykir flest- um eða öllum sjálfsagt. Afbrotamönnum leiðbeint Þversögnin er sú að krafa er gerð til ab landinu sé lokað fyrir innflutn- ingi fíkniefna, sem smyglað er í grammavís, mebfram þúsundum vörugáma og hundruðum þúsunda ferðat- askna, auk tíðra siglinga fiskiskipa milli landa. Þegar nokkrir tollþjónar kvörtubu í blaði yfir því að tollskoðun væri ekki nægileg og kenndu ónógri yfir- vinnu sinni um, notaði Alþingi tækifærið til að verða sér til eins ærlegrar skammar og þeirri stofnun er frekast unnt. Tollvörbum var bent. á af yfirmönnum sínum, að það væri ekki beinlínis í þeirra verkahring að leiðbeina smyglurum og lýsa því yfir opinberlega ab tollgæsla væri nánast engin í landinu. Vissu fleiri og þögðu þó. Upp var rokið á Alþingi með óbótaskömmum yfir því að tollarar fengu ekki átölulaust ab skýra frá því hve aumir þeir eru og einskis megnugir. En áreiðanlega hef- ur mörgum þótt vænt um að heyra hvenær þeir eigi að sæta lagi til að koma smygli á land og að flugfarþegar geti haldið ró sinni þegar þeir margbrjóta öll lög og fyr- irmæli um innflutning í farangri. Kjaftforir ónytjungar Inngrip þingmanna með tilheyrandi vandlætingum fjölmiðla sýnir og sannar að getulausir og kjaftforir toll- árar og smyglarar eiga hauka í horni, þegar halda þarf smyglleiðum opnum. Það má ekki stöðva tollþjóna í því að upplýsa hve auðvelt það er og þægilegt að stunda smygl og flytja inn ólöglegt magn af varningi. Nema ab meiningin sé að farið verði að stunda toll- gæslu með árangri. Þá þarf að rába nokkur þúsund toll- þjóna og setja niður „svart gengi" í hverja höfn í land- inu, og dugir ekki minna en þrískiptar vaktir ef gagn á ab verba af. Mikið starf verður að fara í gegnum alla gáma, sem til landsins koma, til að leita af sér allan grun um aö ekki sé verið að smygla nokkrum töflum af popppillum. Þá verður ekki leiðinlegt að koma í flugliafnir frá útlöndum. Sægur ár- vökulla tollþjóna mun berhátta hvern mann og fara gegnum hvert snifsi í farangri til ab sótthreinsa landið af fíkniefnum. Það er þetta sem Ögmundur þing- maður og skoðanabræður hans eru ab fjasa um, þegar þeir heimta að tollarar hafi ótakmarkaö málfrelsi til ab koma því á framfæri ab tollgæslan sé í molum og þeir geri ekkert gagn í starfi sínu. Skilvirk tollgæsla og takmarkalítið athafna- og feröa- frelsi fara ekki saman. Því sýnist óþarfi af tollþjónum að koma upp um þau ríkisleyndarmál, að landið sé opið og óvarib og þeir sjálfir verri en gagnslausir. En Alþingi þykir sjálfsagt að benda smyglurum á þessa þægilegu staöreynd. Svo er alltaf von ab það fjölgi í samtökum Ögmundar, þegar nokkur þúsund tollþjón- ar verða ráðnir til starfa til að eftirlitiö standi í stykkinu. OÓ Á víöavangi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.