Tíminn - 27.02.1996, Blaðsíða 9

Tíminn - 27.02.1996, Blaðsíða 9
Þriöjudagur 27. febrúar 1996 9 Frumvörp um eign- arhald á auölindum Þórir Gubmundsson. Sendifulltrúar Rauöa kross íslands: Þórir til Kasakstan og virkjun Þingmenn Alþýbuflokksins hafa lagt fram á Alþingi frumvörp um eignarhald á aublindum í jörðu og um virkjunarrétt fallvatna. Mark- miö frumvarpanna er annars vegar aö setja heildarlöggjöf um eignarhald á auölindum í jöröu, en hinsvegar ab ákveöa meö skýrum hætti aö ríkib hafi umráöa- og hagnýtingar- rétt yfir orku allra fallvatna utan afmarkaðra landsvæöa sem háö eru rétti um einka- eign. I greinargerö meö frumvarpi um eignarhald á auölindum í jöröu segir aö almenn löggjöf um þau mál hafi aldrei verið sett hér á landi, heldur aðeins sett löggjöf um eignarhald á til- teknum verömætum. Bent er á aö á síðustu tveimur áratugum hafi nánast á hverju ári verið lögð fram frumvörp á Alþingi um eignarhald á jarðhita. Ým- ist hafi verið um stjórnar- eða þingmannafrumvörp að ræða, en öll miðast að því að tak- marka umráða- og hagnýting- arrétt landeigenda miðaö viö tiltekið hitastig eða dýpt. Ekk- ert þessara frumvarpa hafi náð fram að ganga og Alþingi aldrei. tekið efnislega afstöðu til þeirra, þar sem þeim hafi ýmist verið vísað til ríkisstjórnarinnar eða umræðum um þau ekki verið lokið í nefndum. í um- ræðum um málin hafi meðal annars komið fram spurningar um hvort landeigendur ættu stjórnarskrárvarinn rétt til alls jarðhita undir landi sínu eða hvort heimilt væri að takmarka þann rétt án bóta. Frumvarp Alþýöuflokksmanna um eignar- hald tekur til auðlinda í ís- lensku landi, í botni vatnsfalla og stöðuvatna og sjávarbotni innan netalaga, en eignarhald ríkisins á auðlindum utan þeirra sjávarmarka er netalög ná til er tryggt í núgildandi lög- um. fallvatna Frumvarpið um virkjunarrétt fallvatna gerir ráð fyrir umráða- og hagnýtingarrétti hins opin- bera yfir orku vatnsfalla utan afmarkaðra landa er háð eru einkarétti, en gert er ráð fyrir að þeir sem þegar hafi hafið virkjanaframkvæmdir skulu halda þeim réttindum er þeir hafi öðlast samkvæmt gildandi lögum. Þá hafi landeigendur heimild til að reisa og reka raf- orkuver með allt að 200 kíló- watta afli í þeim vatnsföllum sem um land þeirra renna. í greinargerð með frumvarpinu er vitnað til dóma Hæstaréttar varðandi eignarréttarmál á af- réttum og almenningum. Síöan segir að í framhaldi af dómi Hæstaréttar frá 1981, þar sem rétturinn telji skýr lagaákvæði ekki fyrir hendi, hafi verið sam- in drög að frumvarpi slíkra laga. Tveimur árum síðar, 1984, hafi þáverandi ríkisstjórn skip- ab þriggja manna nefnd til þess aö gera drög að lagafrumvarpi. Nefndin hafi skilað drögum ab frumvarpi um þjóðlendur á fyrri hluta ársins 1993, en ekki hafi náðst samstaða um flutn- ing þess milli þáverandi stjórn- arflokka, þar sem ágreiningur hafi verið um að ákvæði þess væru í samræmi við eignarrétt- arákvæði stjórnarskrárinnar. Sighvatur Björgvinsson, fyrsti flutningsmaður þessa frum- varps og þáverandi iðnaðarráð- herra, fól þá lögmönnum aö endursemja frumvarpið með hlibsjón af þeirri gagnrýni. Samkomulag varð þó ekki á milli Alþýðu- og Sjálfstæðis- flokks um málið, en í greinar- gerð þingmanna Alþýðuflokks- ins nú segir ab til þess ab eyða réttaróvissu sé nauðsynlegt að Alþingi taki afstöðu og öll tví- mæli af, sem ab áliti flutnings- manna yrði best gert með því að samþykkja frumvarp það sem nú er flutt. -ÞI Þórir Gubmundsson, frétta- maöur Stöövar 2 og Bylgjunn- ar, hefur veriö ráöinn til starfa sem sendifulltrúi Rauöa kross íslands til eins árs. Hann heldur til Almaty í Ka- sakstan nú í lok febrúar, en þar mun hann gegna starfi upplýsingafulltrúa Alþjóöa- sambands Rauöa krossins fyr- ir Kasakstan, Kirgistan, Tad- sjikistan, Túrkmenistan og Usbekistan. Auk þess hefur Ingvar Ásgeirsson viöskipta- fræöingur gerst sendifulltrúi í Monróvíu í Líberíu. Hann mun hafa umsjón meö fjár- málum vegna hjálparstarfsins þar og abstoöa vib uppbygg- ingu Líberíska Rauba kross- ins. Aö Þóri og Ingvari meö- töldum starfa tíu sendifulltrú- ar Rauöa kross íslands í níu löndum um þessar mundir. Lýðveldin fimm í Mið-Asíu, sem áöur tilheyrðu Sovétríkjun- um, eru í sárum efnahagslega og félagslega. Stór hluti íbú- anna líöur skort og opinberu velferðarkerfi er vart fyrir ab fara. Rauði krossinn hefur á undanförnum árum stabið fyrir ýmiss konar hjálparstarfi og sinnt mikilvægum verkefnum í heilbrigðismálum og neyöar- vörnum. Fatnaði og matvælum var til dæmis dreift til um 700 þúsund íbúa í Tadsjikistan einu á síðasta ári. Sérstök áhersla er lögð á að aðstoöa við uppbygg- ingu hinna nýstofnuðu lands- félaga Rauða krossins í löndun- um, enda munu þau gegna mikilvægu hlutverki í neyðar- vörnum og hjálparstarfi. Þórir Guðmundsson er 35 ára. Hann á ab baki nám í fjöl- miðlum og alþjóðlegum sam- skiptum í Bandaríkjunum og Evrópu og hefur mikla reynslu af alþjóölegri fjölmiðlun. Hann starfabi um hríö á DV og hjá Ríkisútvarpinu, en gekk til liðs við fréttastofu Stöðvar 2 þegar hún tók til starfa og hefur verið fréttastjóri erlendra frétta þar undanfarin ár, auk þess að vera fréttaritari Reuters á íslandi. Þórir er kvæntur Steinunni Arn- þrúði Björnsdóttur guðfræðingi og eiga þau tvö börn. Fjöl- skylda Þóris mun koma til hans í Kasakstan innan skamms. Vinningar Fjöidi Vinnings- 1. 5-5 0 4.146.173 2. 4-5 5 135.360 3. <-5 55 12.730 4. 3 af 5 2.468 660 Samtals: 2.526 6.881.283 Upptýsingar um vinningstölur fést einnig í símsvara 568-1511 eöa Grænu númeri 800-6511 og i textavarpi Starfið á ESSO stöðinni tengist auðvitað bílum að miklu leyti. Einn mikilvægasti hluti þess eru þó engu að síður kynni við þá viðskiptavini sem með viðmóti sínu hvetja starfsmenn ESSO til að veita enn betri þjónustu. ■H @) HB E S S O ÞJÓNUSTA - s n ý s t u m þ i g Olíufélagiðhf ~50ára — Ánægjuleg þjónusta

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.