Tíminn - 27.02.1996, Blaðsíða 11

Tíminn - 27.02.1996, Blaðsíða 11
Þri&judagur 27. febrúar 1996 mmm 11 UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . Forseti Tœvans borubrattur þrátt fyrir ógn- andi athœfi Kínverja: Segist luma á 18 „handritum" a& mótabgerðum Lee Teng-hui, forseti Tæ- vans, sagði í gær að ríkis- stjórnin hefði búið sig vel undir hótanir og yfirgagns- semi stóra nágrannans í noröri, meðal annars hefðu veriö unnin 18 „handrit" að ólíkum viðbrögðum eftir því til hvaða aðgerða Kína myndi grípa. Þar á meðal hafa verið undirbúin ákveð- in viðbrögð við því ef Kín- verjar ætla sér aö nota heræf- ingar til þess að spilla fyrir kosningunum sem eiga að fara fram þann 23. mars nk. Svonefnt meginlandsmála- ráð ríkisstjórnarinnar sagðist raunar ekki hafa trú á því að Kínverjar myndu láta verða af því að ráðast á eyjuna, þrátt fyrir áætlaðar heræfingar sem hafa aukið enn spennuna á milli ríkjanna tveggja, sem eldað hafa grátt silfur saman frá 1949. Lee sagði að ríkisstjórnin hefði í undirbúningi sínum gert ráð fyrir þeim möguleika að Kína myndi reyna að grafa undan stöðugleika í Tævan fyrir kosningarnar, og ákveðn- ar viðbragðsaðgerðir hefðu verið undirbúnar. „í raun og veru hafði ríkisstjórnin þegar fyrir þrem til fjórum mánuð- um undirbúið handrit að við- brögðum gegn Kína. Ef þeir gera eitthvað, grípum við til annarra aðgerða til mótvægis. í heildina eru til 18 slík hand- rit," sagði Lee, en fór ekki nán- ar út í að lýsa efni þessara „handrita". Að sögn varnarmálaráðu- neytisins eru Kínverjar að safna saman um 150.000 her- mönnum til heræfinga við suðausturströndina beint á móti Tævan. Lee gerði hins vegar lítið úr þessum æfing- um. „Kommúnistarnir sjá að við erum að halda kosningar, og þá sjá þeir rautt. Þess vegna setja þeir þessar æfingar á svið og reyna að hræða okkur. Það ætti enginn að veita því neina athygli." Og William Lee, tals- maður meginlandsmálaráðs- ins, tók í sama streng: „Eftir að hafa vegiö og metið kosti og galla þess að Kína fari í stríð, getum við ekki séð að Kína hafi nein áform um að hefja stríð." -GB/Reuter Þessir tveir eftirlaunaþegar ÍRússlandi hafa gripiö til þess ráös aö nota rusladall fyrir borö svo þeir geti tek- iö eina skák í almenningsgaröi í Pétursborg, og iáta þaö ekki á sig fá þótt kalt sé íveöri. Þaö mun vera ekki óal- gengt aö aldraöir borgarar í Rússland eyöi deginum aö meira eöa minna leyti í almenningsgöröum, og eru gjarn- an fundvísir á aö finna sér þar eitthvaö viö aö vera, líkt og félagarnir tveir á myndinni. Reuter Louis Farrakhan aö lokinni ferö sinni um Afríku og Austurlönd nœr: Hvetur til rannsóknar Louis Farrakhan, leibtogi Þjóðar íslams, hvatti ríkisstjórn Banda- ríkjanna eindregið til að hefja rannsókn á umdeiidri ferð sinni til Afríku og Austurlanda nær, þar sem hann kom meðal annars til „bannríkjanna" þriggja, Líbíu, íraks og íran. Sagðist hann ætla að þiggja fjárhagsaðstoð sem Mu- ammar Gaddafi bauð honum, ef á þyrfti að halda. „Standið við stóru orðin. Færið mig fyrir þingið. Það er kominn tími til að spilin verði lög á borðið," sagði Farrakhan, blökkumannaleið- toginn sem stóð fyrir fjöldagöngu blökkumanna á síðasta ári, í fjög- urra tíma ávarpi sem hann er vanur að halda árlega á „degi frelsarans". „Ég vii að þið færið mig fyrir þingið og krefjist þess að ég lýsi mig njósn- ara erlendra afla. Og þá 'ætla ég að minna á hve margir öldungardeild- arþingmenn eru heiðursmeðlimir á ísraelsþingi," bætti hann við, en Farrakhan hefur oft lýst andstöðu Tvœr sjálfsmorösárásir uröu 25 manns aö bana í Israel á sunnudag: Hamas-hreyfingin sýnir tennurnar á ný Þegar ísraelska öryggisþjón- ustan Shin Bet kom „verk- fræðingnum", helsta sprengjusérfræðingi Hamas- hreyfingarinnar, fyrir kattar- nef með sprengjuárás í síðasta mánuði töldu margir að með því hefði skæruliðum Hamas verið komið í skilning um það að vonlítið væri að halda áfram á sömu braut og hingað til. En „lærisveinar verkfræð- ingsins" sýndu fram á það sl. sunnudag, þegar þeir urðu 25 manns að bana í sjálfsmorðs- sprengjuárásum, að þeir hefðu lært fræði meistara síns vel. „Vítahringur ofbeldis og hefndaraðgerða er hafinn að nýju," sagði heimiidarmaður innan öryggisþjónustunnar. „Ég tel að ísrael muni að nýju beina spjótunum að Ieiötogum Qas- sam," en Izz el-Deen al-Qassam sveitirnar eru hernaðararmur Hamas, sem em víðtækari pólit- ísk, trúarleg og félagsleg samtök. ísraelsmenn hafa ekki neitað því að bera ábyrgð á dauða með- lima Qassam, þ.á m. Yayha Ayy- ash, sem gekk undir viðurnefn- inu „verkfræðingurinn", en hann lést þegar sími sem hann var að tala í sprakk í loft upp. Allt benti til þess að þar hefði Shin Bet verið að verki. „Ég veit ekki hvort ísraels- menn drápu Yayha Ayyash," sagði fyrrverandi -yfirmaður Shin Bet, Karmi Gillon, sem al- mennt er taliö að hafi staðið á bak við drápið á Ayyash og lét af embætti skömmu síðar. „En það er mikilvægt að Yayha Ayyash sé ekki á meðal okkar lengur." Gillon gefur lítið fyrir þær yfir- lýsingar Hamas um að spreng- ingarnar tvær á sunnudaginn séu aðeins hefndaraðgerðir. Qassam sé í blóðugu stríði við ísrael og berjist með öllum ráð- um gegn samningum ísraels og Arafats um sjálfsstjórn Palesínu- manna. Sumir aðrir starfsmenn örygg- isþjónustunnar sem og margir Palestínumenn telja að spreng- ingarnar á sunnudag beri vott um vonbrigði og reiði Hamas vegna lítils árangur í samning- um við Arafat og ísrael. Hamas hefur haldið aftur af sér frá því í ágúst sl. til þess að tefja ekki fyr- ir brottflutningi ísraelskra her- manna frá Vesturbakkanum. Yf- irmenn hjá Quassam - héldu á lofti hugmyndinni um vopna- hlé í þeirri von aö ísraelsmenn myndu sleppa liðsmönnum Hamas úr fangelsi og lofa að elta þá ekki uppi til að drepa þá. Morðið á Ayyash ýtti hins vegar undir málflutning harð- línumanna innan hreyfingar- innar sem byrjuðu þegar í stað að leggja á ráðin um nýjar sjálfs- morðsárásir. Stjórnmálaforusta Hamas hélt raunar áfram við- ræðum við Arafat til þess að styrkja stöðu sína meðal Palest- ínumanna. En Qassam — sem samanstendur af innan við 100 manns að því er talið er — þurfti að sýna fram á það í eitt skipti fyrir öll að þeir hefðu það enn á valdi sínu að setja alvarlega strik í reikninginn í friðarsamninga- ferlinu, auk þess sem þeir hafa talið að þeir gætu engan veginn látið þess óhefnt að forustumað- ur þeirra hafi verið drepinn. -GB/Reuter sinni við Gyðinga og haft í frammi öfgakennd ummæli um þá. Farrakhan sneri aftur í síðustu viku úr ferð sinni til 20 ríkja í Afr- íku og Austurlöndum nær, og var gagnrýndur harðlega, m.a. af utan- ríkisráðuneyti Bandaríkjanna, fyrir að vera að „ólátast með einræðis- herrum" í írak, Líbíu og íran, „bannríkjunum" svokölluðu sem Bandaríkin og fleiri ríki hafa reynt að einangra á alþjóðavettvangi. M.a. var þess krafist á þingi að gerð yrði opinber rannsókn á ferðum hans.Meðan á ferðinni stóð var haft eftir Farrakhan að Guð myndi eyða Bandaríkjunum „fyrir hendi múslima" og að sögn voru honum boðnar milljónir’ dollara í fjárhags- aðstoð frá Gaddafi. „Gaddafi er byltingarmaður. Hann er vinur minn. Hann er bróðir minn," sagði Farrakhan. Hann neitabi hins vegar fréttum um það frá írak að hann hefði kall- að Bandaríkin „stóra djöful". „Ég er ekki óvinur. Bandaríkjanna. Ég sagbi aldrei að Bandaríkjunum yrði eytt af múslimum. Bandaríkin em verndað svæði. Guð hefur leyft Bandaríkjunum að leggja niður öll stórveldi. Og hann skildi Bandarík- in eftir handa sjálfum sér," sagði hann. Hins vegar bætti hann því við að Gyðingar hefðu „vafið grip- örrnum sínum um Bandaríkja- stjórn." -GB/Reuter Bandarískur áfrýjunardómstóll úrskuröar: Bannab að nota gasklefa viö daubarefsingu í Kaliforníu Áfrýjunarréttur í Bandaríkj- unum úrskurbaði í síbustu viku ab notkun gasklefa í Kaliforníu til ab framfylgja líflátsdómi sé brot gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna þar sem lagt er bann vib grimmdarlegum og óvenju- legum refsingum. Michael Laurence, lögfræbingur sem hefur barist fyrir því ab hætt verbi ab nota gasklefana, spábi því ab þessi úrskurbur verbi til þess ab gasklefar verbi ekki notabir framar í Bandaríkjunum. Úrskurðurinn var á þá leið að notkun gasklefanna bryti gegn 8. viðauka stjórnarskrár- innar vegna þess að hætta sé á að hinn dæmdi líði „skelfileg- ar kvalir" í allt að nokkrar mínútur, sem geti vart talist annað en grimmdarleg og óvenjuleg refsiaðferð. Árið 1992, skömmu eftir að mál var höfðað á hendur Kali- forníufylki vegna gasklef- anna, var lögum fylkisins breytt þannig að unnt væri að nota banvæna sprautu í stað- inn fyrir gasklefa við fullnæg- ingu líflátsdóms. Notkun gas- klefanna var síðan bönnuð með úrskurði undirréttar árið 1994, og hefur áfrýjunarrétt- urinn nú staðfest þann dóm. Laurence sagðist vera mjög ánægður með ab í Kaliforníu væri ekki lengur hægt „aö pynta fólk til dauða í gasklef- anum í San Quentin." Gasklefar hafa til þessa ver- ið notaðir í þrem fylkjum Bandaríkjanna, auk Kaliforn- íu: Mississippi, þar sem nú er smám saman verið að draga úr notkun þeirra, og Arizona og Norður-Karólínu, þar sem þeir sem hlotið hafa lífláts- dóm eiga kost á því ab velja hvort dómnum verði full- nægt í gasklefa eða á annan hátt. Þótt úrskurðurinn taki eingöngu til Kaliforníu, taldi Laurence að úrskurðurinum yröi beitt í hinum fylkjunum líka til þess að fá notkun gas- klefanna afnumda. -GB/Reuter

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.