Tíminn - 28.02.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 28.02.1996, Blaðsíða 1
EINARJ. SKÚLASONHFm STOFNAÐUR 1917 ÞREFALDUR1. VINNINGUR 80. árgangur Miðvikudagur 28. febrúar 41. tölublað 1996 Gjald fyrir úttektir Borgarráb samþykkti í gær til- lögu byggingarfulltrúans í Reykjavík um ab gjald fyrir út- tektir og vottorb á vegum emb- ættis byggingarfulltrúa verbi kr. 2.250 sem er um 89% af út- reiknubum kostnabi vib úttekt- irnar. Gjaldið er jafnt núverandi lág- marksgjaldi og breytist með bygg- ingarvísitölu 1. janúar ár hvert. Einnig var samþykkt að úttektar- gjöldin verði innheimt áður en byggingarleyfi öðlast gildi. Reiknað er með ab kostnaður vegna einbýlishúss muni nema kr. 22.500. ¦ Hafís í meðallagi Útbreibsla hafíss á Dohrn- banka og úti fyrir Vestfjörbum reyndist í meballagi í eftirlits- og ískönnunarflugi TF-SÝNAR sl. mánudag. Næst landi var ísbrúnin 55 sjó: mílur NNV af Kögri og 67 sjómííur NV af Barða. Þéttleiki hafísjaðarins reyndist nokkuð mikill eða 7-9/10 víðast en 4-6/10 nyrst á svæðinu. Með allri ísröndinni voru ísdreifar allt að 15 sjómílur út. Þór Jakobsson hafísfræðingur Veðurstofunnar segir að út- breiðsla hafíssins sé í meðallagi miðað við árstíma. Hins vegar líti út fyrir að suðvestlægar áttir verði ríkjandi fram eftir vikunni sem geti valdib því að ísinn færist austur og þar með nær íslandi. ¦ Opinberir starfsmenn: Sameiginleg aðgerðanefnd Sameiginleg abgerbanefnd heildarsamtaka opinberra starfsmanna hefur hafib störf, en nefndin er stofnub til ab bregbast vib leiftursókn stjórn- valda gegn réttindum og kjör- um ríkisstarfsmanna. í sameiginlegri tilkynningu BSRB, BHMR og KÍ eru félagar og aðildarfélög hvött til að setja sig í samband við nefndina og koma á framfæri hugmyndum um ab- gerðir. -grh I\JmI I f fff f IIJ þarí ab fara reglulega í klippingu eins og vib mannfólkiö. Ásta Arnardóttir, sem hefur sérhæft sig í snyrtingu enskra springer spaniel hunda, snyrtir hér feldjóns en hann ætlar ab taka þátt í kynbótasýningu Hundarœktaríélagsins um helgina. Sjáblabsibuí Margir sóttu til Ráögjafarstofu um fjármál heimilanna þegar viö opnun: Fjöldi vissi ekki um úrræöi sem í boöi eru Um hundrab manns, sem eiga vib stórfellda crfibleika ab stríba í fjármálum heimila sinna eiga pantaba tíma hjá Rábgjafarstofu um fjármál heimilanna á næstunni. ,;Ég þykist vita að hluti af þeim hópi getur fengið leib- beiningu og hjálp í bönkum og hjá Húsnæbisstofnun. Fólk þekkir því mibur ekki þau úr- ræbi sem eru í boöi. En eftir fyrsta vibtal munum við beina fólki á réttar brautir," sagði Elín Sigrún Jónsdóttir lögfræðingur, en hún veitir forstöðu Ráðgjaf- arstofu um f jármál heimilanna í Lækjargötu 4 í Reykjavík. Stofan vinnur fyrir landsmenn alla og var opnub á föstudaginn var. „Það eru margir sem hafa bók- ab vibtöl hjá rábgjöfum hjá okk- ur. Þab voru geysisterk vibbrögb strax á föstudagsmorguninn," sagði Elín Sigrún í samtali vib Tímann í gær. Þeir sem eiga um sárt að binda í fjármálum hringja og panta tíma. Þá sendir stofan fólkinu fræðslu um þá þjónustu sem Bankahagrœöing í íslandsbanka í Keflavík: Tvö stöðugildi fara úr bænum Umsvif Islandsbanka í Keflavík í Suburnesjabæ dragast nokkub saman, þegar bakvinnsla á bankafærslum verbur beinlínu- tengd vib íslandsbanka í Hafn- arfirbi. Tvö störf hverfa frá úti- búinu í Keflavík. Eiríkur Alexandersson útibús- stjóri bankans sagbi að verið væri að tengja útibú subursvæbis sam- an, þ.e. útibúanna sunnan vib Reykjavík. Ný fjarskiptatækni og eðíileg hagræbing væri nýtt. „Við erum alltaf að leita leiða til að spara. Þetta er ein af þeim. Víba erlendis er bókhald banka í milljónaborgum allt sent á einn stað. Eflaust verður þetta svo hjá okkar banka innan skamms tíma", sagbi Eiríkur. Eiríkur sagbi að þetta þýddi breytingu á tveim stöðugildum í útibúinu í Keflavík og jafnframt ab húsnæði mætti minnka frá því sem nú er. Eiríkur sagbi ab tvö stöbugildi fylgdu breytingunni. Starfsstúlkunum tveim væri boð- ið aö fylgja verkefnunum á nýjan vinnustað í Hafnarfirði. Ekki væri ljóst hvort þær tækju því atvinnu- tilbobi. Eiríkur sagbi ab bankastörfum fækkabi mjög vegna tæknilegra nýjunga. Þegar sameining Út- vegsbanka og Verslunarbanka í Keflavík fyrir árið 1970 átti sér stað hafi starfað 37 manns í bönk- unum tveim. í dag starfa um 18 manns við íslandsbanka. Tækni- legar breytingar, hraðbankar, kreditkort, heimabankar, greibsluþjónusta og ýmis örtölvu- tækni ætti þátt í ab bankafólki fækkaði. -JBP rábgjafarstofan gerur veitt og þau helstu úrræbi sem í gangi eru í dag, mebal annars í bönk- um og hjá Húsnæbisstofnun og víðar. Þá fær fólk send ítafleg umsóknareybublöb. „Viö viljum fá heildarmynd af fjárhagsstöbunni og leggjum áherslu á að fá strax réttar upp- lýsingar og þau gögn sem þarf, þannig að hægt sé ab gera lán- veitendum grein fyrir raunveru- legri stöbu lántakans," sagbi El- ín Sigrún. Elín Sigrún sagbi ab rábgjafar- stofan veitti enga fyrirgreibslu sem slíka, abeins rábgjöf og ab- stob. í raun væri rábgjafarstofan ab taka vib verstu skuldamálun- um. Sumir segja ab vandamálin stafi af allt of lágu kaupi á ís- landi. „Vandinn er margþættur, í mörgum tilfellum geta laun ver- ib mjög há, en neyslan líka dýr. Þab er mjög erfitt ab alhæfa nokkub í þessu sambandi," sagbi Elín Sigrún Jónsdóttir í gær. . -JBP

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.