Tíminn - 28.02.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.02.1996, Blaðsíða 4
4 Mi&vikudagur 28. febrúar 1996 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gubmundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerð/prentun: ísafoldarprentsmi&ja hf. Mána&aráskrift 1550 kr. m/vsk. Ver& í lausasölu 150 kr. m/vsk. Kjósa ófrib þegar friður er í boði Friðurinn er eins og lýðræöið, þaö er oft erfitt að koma hon- um á en enn erfiðara að varðveita hann. Það er meðal annars vegna þess að alltaf er til fólk sem kýs heldur stríð en frið. Þor- geir Hávarsson taldi þá mannleysur sem héldu friðinn þegar ófriður var í boði. Því miður eru þeir alltof margir sem deila skoðunum með hinum forna kappa, sem gjarnan má líka líta á sem hið versta fól. Eftir að Gyðingar og Palestínumenn sömdu um frið og hin- ir síðarnefndu fengu sjálfstjórnarsvæði eftir áratugalangan ófrið voru vonir bundnar við að kveikurinn væri tekinn úr púðurtunnunni fyrir botni Miðjarðarhafs. En eins og forðum var Adam ekki lengi í Paradís. Hryðjuverkamenn vinna hvert voöaverkið af öðru og friðarvonin dvín og ótti og hefndar- þorsti grípur um sig á ný. Harðlínumenn og stríðsjálkar sækja í sig veðrið meðal bæði Palestínumanna og ísraela. Langvarandi vopnahlé milli ofstækismanna á írlandi var rofið með stórsprengingum í London. Friðarvilji íbúa írlands og Noröur- írlands er ótvíræður og stjórnirnar í Dublin og London gera sitt til að koma á varanlegum friði. En ofstækis- fullir hryöjuverkamenn gera vonirnar að engu og fara um með ófriði til að ýfa upp gömul sár og sá ótta og tortryggni meðal fólks sem þráir það heitast aö lifa saman í sátt og sam- lyndi. Á Balkanskaga reyna stórveldin og nokkur öflugustu sam- tök heims að skilja að stríðandi fylkingar og koma á friði. Hef- ur það gengið brösulega þrátt fyrir mikil afskipti stórvelda, Sameinuðu þjóðanna, Evrópusambandsins og nú síðast Nató. Með hervald Nató að bakhjarli eru leiðtogar helstu ófriðar- svæðana á Balkanskaga neyddir aftur og aftur að samninga- borði og á svo aö heita að friðarlíkur hafi glæöst, enda er ófriðarseggjum hótað með hernaðarmætti Nató ef þeir standa ekki við friðarskilmála. En veður eru öll válynd í gömlu Júgóslavíu þar sem óttinn og hefndarþorstinn hafa grafið um sig og margir eru meira en fúsir til illra verka þegar færi gefst. í fyrrum Sovétríkjum geisar borgarastyrjöld í Kákasuslönd- um og eru hafðar uppi hótanir um að hún kunni aö breiðast út. Hefur ófriðurinn mikil áhrif á stjórnmál í Rússlandi og jafnvel víðar. Spellvirki og árásir á óbreytta borgara er sú hernaöartækni sem notuð er af þeim öflum sem ávallt velja stríð þótt friður sé í boði. Misfjölmennum hópum tekst að halda ríkjum í helj- argreipum og viðhalda hatri og drápsfýsn. Bjartsýnir leiðtogar með óskhyggju að leiöarljósi undirrita hvern friðarsáttmálan af öðrum og fjölmiðlar fagna. Það er gott að vera bjartsýnn og nauðsynlegt að trúa á friö- arviljann. En það gerir litla stoö ef menn eru ekki jafnframt raunsæir og reyni ekki að blekkja sjálfa sig og aðra með því að halda að einhverjar undirskriftir slökkvi hatriö og hefndar- þorsta í brjóstum þeirra sem þykjast eiga óuppgerðar sakir við nágrannana. En ekki dugir að láta deigan síga og alþjóðasamfélaginu ber skylda til að skakka leikinn þar sem tök eru á, svo sem á Balk- an, þar sem Nató heldur ófriðarseggjum niðri meö góöu og illu. En við einstaka hryðjuverkahópa verður seint ráðið og verður heimurinn að sætta sig við aö lifa viö þá. Ópólitískur stjórnmálaflokkur Alþýöuflokkurinn hefur nú tekið nýja stefnu í stjórnarandstöðupólitík sinni. í leiðara Alþýðu- blaðisins í gær kemur fram að allar hástemmdu yfirlýsingarnar og gagnrýnin sem fram hefur komið frá því að framsókn og íhald tóku við land- stjórninni ér byggð á misskilningi og fánýtri um- ræöu um ekki neitt. Það er nánast existesíalískur tónn í þessari yfirlýsingu og engu líkara en Jón Baldvin og hans menn séu lagstir í pólitíska melankólíu að hætti Macbeths, tuldrandi fyrir munni sér að „líf- ið sé ævintýri, þulið af bjána, fullt af rriöggli og muldri og merki ekkert"!! Eldmóður stjórnarandstæð- inga um niöurriðsstarfsemi ríkis- stjórnarinnar er gjörsamlega horfinn og hinar löngu og eitr- ubu ræður Össurar um aðför að velferðarkerfinu og umbyltingu þess yfir í einhvern óskapnað, virðast nú gjörsamlega gleymd- ar. Hróp Jóns Baldvins um aðför stjórnarinnar að hinum vinn- andi stéttum á miðju samnings- tímabilLmeð einhliða sviptingu á grundvallarréttindum og svíviröilega framkomu varðandi félagskerfi opinberra starfsmanna virð- ast alveg hljóðnuð í þessari yfirlýsingu Alþýöu- flokksins. Sátt í samfélagi En í staðinn er komið þunglyndislegt tal um fá- nýti stjórnmálabaráttunnar. I leiðaranum segir: „í grundvallaratriðum er sátt um þá skipan sem er á íslensku þjóðfélagi. Menn eru löngu hættir að deila um hvort hér eigi að vera velferðarkerfi; ágreiningur í þeim efnum fer aðeins eftir því hvaða flokkar eru í ríkisstjórn og þá um það eitt hversu þéttriðið öryggisnetið eigi að vera. Allir flokkarnir eru meira og minna sammála um hvernig hlutirnir eigi að vera, þótt þeir geti þrasað út í það óendanlega um keisarans skegg. Orðhen- gilsháttur er einkenni á stjórnmálaumræðu nú- tímans." Hér er í raun á ferð mikil tímamótayfirlýsing frá Alþýðuflokknum sem ekki er hægt að skilja á ann- an veg en þann að flokkurinn hafi í raun verið að búa til ágreining og búa til atriöi til gagnrýni til að geta „þrasað út í það óendanlega um keisarans skegg". Kratar eru búnir að vera lengi í ríkisstjórn og kunna ekki vib sig utan stjórnar. Sem flokkur vanur því að axla ábyrgð ríkis- stjórnarþáttöku er hann að breyt- ast í pragmatískan flokk sem nennir ekki einu sini að halda uppi baráttu í stjórnarandstööu vegna þess að hann finnur að hann er í raun sammála því sem stjórnarflokkarnir eru að gera í öllum meginatriðum. Hollvinir Háskólans Alþýðuflokkurinn nennir m.ö.o. ekki að vera í hlutverki nöldrarans og halda uppi um- ræðu sem einkennist af orðhen- gilshætti. Þess vegna lýsir flokk- urinn því yfir að hann sé oröinn ópólitískur stjórnmálaflokkur og muni í framtíðinni binda trúss sitt við annað en hefðbundna farvegi stjórn- málanna. Ekki er annað að sjá en Alþýðuflokkur- inn ætli sér að verða að eins konar útibúi frá Holl- vinasamtökum Háskólans eða deild í VSÍ, því eina vonarglætan sem flokkurinn sér í þessum leiðara er einmitt hjá þessum aðilum. „Öll nýsköpun, bæði í hugmyndum og uppbyggingu margskonar, kemur frá atvinnulífinu og Háskólanum að hluta," segir Alþýðublaðið. Garri reiknar fastlega meö, eftir þær yfirlýsingar sem Alþýðuflokkurinn hefur gefið í þessum leið- ara í málgagni sínu, að flokkurinn muni ekki bjóða fram í næstu alþingiskosningum og hlýtur það að teljast til sögulegra tíöinda. Garri 1 ._________ ____________________________________ Xl>ÝDUBUU>IO iiUliIÍ Matara Herr 21071. tftlubUfl SUulliAiM jum«íi( ■ Ul0«l*ndi JlUg á JXUJATU J.1 K^l L> Umbral htntun Ujlol<Urpí«numl»«n M. IM HIIW Fu MIIU Sfmboti JuglýuineJ 1*4 JUI iUMMjrrar* kl. 1.100 nvVU t mtnuOi. Vjrt 1 UuJjJtra 1r. 110 nurat ul vu grtij cftir ijllftn j.’ jgtrann. o| uxnji jumpjn ir\ jj jumpjft ura þjO u ■ijtrljj killir dipurljg mjjnjku. Einaog geng Alþingi er ekki í tengslum við íslendinga 4p Nd h.JífUr rkkj *1 jWr J um/ingjflukijr nltkllur ura Svrrttj HrniUMUMlr. it JrakM ul id UOtliu j SuArar Jdir jUUIjj jru JJdi. Hím M. fjbrtir jfð knj«dl t| 1 rajura AipyOui Sram HtimtjjiMj hjjku lpur« Srant kvofl UfldHur *« •« fyltjfl ionÍMM iJÍJfldJ Irjkkj vjjií. gijiof jlllr • JtJJJ Ukljl klfl 1 UM VJJ Stmkvsml tkoðtntkðnnunum vill mlkill meirihluli Undt- mtnnt tðtkiljt rtkJ o| kirkju. SðmuUiðú er komið í dtginn tð iveir t/hvtrjum þctmur vijjt tð veióUeyft*Ji]d verði lekið upp. i>ið er kitun tð þtim tem enn tundt vðrð um drch Itndbdntðtr- Urfl. Mcirihlutl fðlkt um tlU Und vill tlokkt upp yörd*ratkr»f- Ið 0| Jtfnt likvaðtrdninn. Ltngfleulr eni þeirrtr tkoðuntr tð gen þurfl upptkurð 1 btnktkerfinu. Of tð bönkunum verði gert tð þjðnt fðlkinu - ta tkki öfugt. Þeoi cru nokkur demJ um mil - hagt vsri tð nefnt fleiri - þtmm njómvöld eni tlgeritgt vlðtkilt vlð vilji tlmennlngi. beð eiu mil tf heuu Itel. hln raunvérulecu ilðrmtl, tem vtldt AttrurOtfl krafl Uraljtar jtl it Ukkj nui ivmði AlbyðubÍjAuvu: .Vit krtpfi Ikki VI* rrtuu rrrklrrr .1 GARRI Arbsemin undir hafsbotni Göngin undir Hvalfjörð eru mik- ið hitamál og virbast ótrúlega margir hafa þá skoðun ab kostn- aður og hagkvæmni fari ekki saman. Þeir sem nenna að opin- bera skoðanir á göngunum eru nær allir á sama máli, fram- kvæmdin er óþörf og dýr og mun að lokum lenda á skattborgurum að greiöa verktökum fyrir hand- takið. Skobanakönnun í DV sýn- ir ab 73 af hundraði telja ekki réttlætanlegt að eyða fé í ganga- gerðina. Enn er verið ab þvarga um göngin þótt búib sé að skrifa undir nokkur hundruð kíló af samningum um gerð þeirra og framkvæmdir fara senn að hefj- ast og byggðirnar fyrir noröan þau að eflast að allri dáb vegna greiðra samgangna vib Innnesin. Það eru skrýtin tilfinningamál sem ráða því hvort samgöngumannvirki em talin hagkvæm eða ekki. Aldrei var hreyft andmælum þegar gerð voru göng, næstum jafndýr og undir Hvalfjörð, á milli tveggja 350 manna byggðarlaga annars veg- ar og svo sem 5000 manna byggðarlaga hins veg- ar. Arðsemis- og hagkvæmniútreikningar eru utan allra skiljanlegra marka og því ekki umræöuhæfir. Seint í rassinn gripið Nú á að fara ab brúa Gilsfjörð til ab stytta Ómari Ragnarssyni leiöina út á Barðaströnd. Enginn mótmælir nema öll náttúmverndarsamtök lands- ins, sem enginn hlustar á þegar samgöngu- og framkvæmdaæðið er annars vegar. Um Hvalfjarðargöngin gildir öðm máli, þau eru óþörf og þau eru dýr og þau verða brött og þau verða lek og hættuleg. Eða svo segja gagnrýnend- ur sem færast allir í aukana eftir að búið er að ganga frá ríkisábyrgð og öðrum nauðsynjaverkum til að hefja framkvæmdir. Óvinir hins undurfagra Hvalfjarðar sem nú á að losa ferðalanga við, hafa klifab á því að byggja brú eða grafa göng til að losna vib farartálmann. Bent hefur verið.á þriðju leiðina, sem gerir sama gagn, en af því ab hún kostar ekki nema brot af því sem göng eba brú gefa verktökum í aðra hönd er henni haldið utan við alla um- ræbu. Þessi kauðska og gamalkunna aðferð gefst alltaf jafn vel og verktakar spila á pólitíkusa og skattborgara eins og götótta og falska harmóníku. Hagspeki fátæktar- innar Ódýra aðferðin er einfaldlega að byggja garða út í fjörðinn sitt hvoru megin frá og láta bílaferju ganga á milli. Ferðin mundi taka fáeinar mínútur og vel mætti hafa ferjurnar tvær eða fleiri á annatímum. Nokkrir ferjumenn ganga vaktir all- an sólarhringinn ef svo vill verkast og mundi út- gerðin öll ekki þurfa að kosta nema brot af því vib- haldi sem reiknað er með að þurfi að láta í göng- in. Svona ferjur eru á norskum fjörðum, sænskum vötnum og víða í Bandaríkjunum og Kanada og fara ýmist skemmri veg eða mun lengri en sem svarar yfir Hvalfjörðinn. Þar sem samgöngukerfi eru ríkisrekin þarf ekki að greiba far með svona ferjum þar sem þær eru taldar hluti af vegakerfi og halda kostnaði verulega niöri. Ef fyrir kemur að ófært er yfir Hvalfjörð vegna veðurs má telja nokkurn veginn víst að lífshætta sé að aka Kjalarnesið svo að samgöngubótin er sú sama hvort grafin eru göng eða notuð ferja. En af því að hagkvæmnisútreikningar sam- göngumannvirkja miðast allir viö verktaka stóra sem smáa er eblilegt að velja alltaf dýrustu og vit- lausustu kostina því þeir gefa mest í aðra hönd. Eins og raunar flestir illa reknir atvinnuvegir. Vonandi kemur aldrei að því að almúginn fari að skilja svona hagspeki því það gæti endað með almennri velmegun og hóflegri skattbyrði. Og hverju eiga þá stjórnmálamennirnir okkar að lofa fyrir kosningar? OÓ Á víbavangi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.