Tíminn - 28.02.1996, Blaðsíða 16

Tíminn - 28.02.1996, Blaðsíða 16
MI$M$ Miövikudagur 28. febrúar 1996 Vebrlft (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.30 í gær) • Suburland til Breibafjarbar: Norban kaldi og bjart vebur framan af, en lægir í dag. Frost 0 til 5 stig. • Vestfirbir: Noröan kaldi og él í fyrstu, lægir í dag. Frost 0 til 6 stig. • Strandir og Norburland vestra og Norburland eystra: Noröan kaldi og él í fyrstu, lægir í dag. Frost 3 tiT 10 stig. • Austurland ab Clettingi og Austfirbir: Noröankaldi meö éljum. Lægir síödegis. Frost 4 til 12 stig. • Suöausturland: Noröan kaldi og bjart veöur í fyrstu. Lægir í dag. Frost 1 til 6 stig. Nytjastofnar þrífast almennt séb betur þegar vel ár- ar í sjónum. Vetrarleibangrar Hafró hafa ekki haft mikib spádómsgildi: Árferði í sjónum er almennt gott Heildarniðurstöbur í árlegum vetrarleibangri Hafrannsókna- stofnunar sýna ab árferbi í sjónum er almennt gott allt í kringum landib og gefa vonir um gott áframhald. En ástand sjávar var kannab í Ieibangri sem farinn var á rannsóknar- skipinu Bjarna Sæmundssyni umhverfis landib 5.-20. feb. sl. Slíkir leibangrar hafa verib farnir allar götur síban árib 1970. Um áhrif þessa ástands í sjón- um á vibgang nytjastofna segir Jakob Jakobsson forstjóri Hafró ab þab hafi ekki fundist beint samband þarna á milli, þótt fiski- stofnar þrífist almennt séb betur Mál Handsals hf. skobab í vibskiptarábuneyti: Málinu lokiö af hálfu ráöu- neytis Bankaeftirlitib hefur gert at- hugasemdir vib einstaka þætti í starfsemi verbbréfafyr- irtækisins Handsals hf. sem og vib störf beggja fram- kvæmdastjóra þess fyrirtækis. Þetta kemur fram í skýrslu um tiltekna þætti í starfsemi Handsals hf. sem eftirlitib gerbi, en sú vinna er libur í eðlilegu og reglubundnu eftir- liti meb fjármálastofnunum og lögum samkvæmt. Edda Helgason, annar fram- kvæmdastjóri Handsals, skilaði af sér leyfi til verðbréfamiblun- ar 22. janúar síöastliðinn og lét af störfum hjá fyrirtækinu. I kjölfar skýrslunnar frá bankaeftirliti ritabi Seblabank- inn viöskiptaráðuneyti bréf og telur ekki ástæbu til að aðhaf- ast frekar í máli þessu. Við- skiptaráöuneytib tilkynnti í gær að málinu væri lokib af þess hálfu. Þorsteinn Ólafs tók vib framkvæmdastjórn Handsals fyrir tveim vikum. Framund- an eru nýir starfshættir. Hlut- hafafundur á mánudag mun ræba opnun félagsins, sem á að verba fyrsta verbbréfafyrir- tæki landsins sem verbur al- menningshlutafélag. -JBP þegar vel árar í sjónum. Hann bendir einnig á ab þessar vetrar- athugunar á ástandi sjávar hafa ekki haft mikið spádómsgildi. Aðspurbur hvort þetta auki ekki bjartsýni manna um viðgang fiskistofnana svarar hann játandi en bætir við ab „þab þarf bara ab halda sig við raunsæið allan tím- ann." Helstu niðurstöbur hita- og seltumælinga í leibangrinum voru að öbru leyti þær að sjávar- hiti úti fyrir Subur- og Vestur- landi var í góðu meðallagi, 5-7 grábur á Celsíus, en seltan var fremur lág eins og undanfarin ár. Þá gætti áhrifa hlýja sjávarins einnig fyrir Norðurlandi allt frá Kögri aö Langanesi. Þab er mikil breyting frá því sem var sl. vetur og vor þegar ískaldur svalsjór og pólsjór ríkti á norður- og austur- miðum í meira mæli en áður hafði mælst. Hinsvegar varö breyting til batnaðar í ágúst og fram í nóvember í fyrra. Hitastig sjávar í vetur fyrir Austurlandi var sömuleibis hátt, 2-3 gráöur á C og hitastig var einnig tiltölulega hátt í Austur- íslandsstraumi, djúpt noröur og austur af landinu, eða 0-2 gráöur á Celsíus. Seltan var hinsvegar lág sem gefur vísbendingu um að loftkuldi geti enn kælt sjóinn og því er ástandið á mörkum þess að það geti frosið í frosthörkum. Aftur á móti virðist sem hafís- hætta úr þeirri átt sé mjög ósennileg úr því sem komib er. Þá veidur hiö háa hitastig í kalda sjónum í Austur-íslandsstraumi því ab skilin á milli kalda sjávar- ins í Austurdjúpi eru veikari en ella. -grh HMUyHM H ■ ' Bubbi Morthens syngur ísbjarnarblús í nýju skobunarstöbinni á Nesinu. Þar var ábur blómleg fiskverkun ísbjarnarins. Tímamynd: CS Aöalskoöun faerir út kvíarnar: ísbjarnarblús í bilaskoðun Einn skobunarmabur og af- greibslukraftur eftir því sem þarf. Þab er allt og sumt sem einkafyrirtækib Abalskobun hf. notast vib í nýrri skobunarstöb. „Við erum bara með þab starfs- fólk sem þarf, ekki meira," sagði Bergur Helgason, framkvæmda- stjóri Aðalskobunar hf., sem opn- aði útibú í ísbjarnarhúsunum á Sel- tjarnarnesi í gær með miklum stæl. Það var Bubbi kóngur Morthens sem opnaði 100 fermetra skoðun- arsal fyrir einkabíla. Aö sjálfsögðu var sunginn ísbjarnarblús um þús- und þorska á færibandinu sem þokast nær. í kjölfariö fylgdu tvö aukalög. Einmitt í þessum sama sal vann Bubbi í slorinu og lagið varö þar til. Fyrsti bíll í skoöun var bíll bæjar- stjórans, Sigurgeirs Sigurðssonar, og fékk Sigurgeir engar athuga- semdir skoðunarmanna. Hann hefur hins vegar verið gagnrýndur fyrir leiguna á húsakynnum þess- um í bæjarstjórninni og talinn sýna einvaldstakta. „Við höfum fengið gífurlega góðar móttökur frá því við opnuð- um, tekist hefur ab lækka kostnað bíleigenda, og keppinauturinn gat allt í einu lækkað til móts við okk- ur," sagöi Bergur Helgason í Aðal- skoðun í gær. Hámarkstími á atvinnuleysisbótum veröi 7-3 ár og lágmarksaldur 7 8 ár. Bœtur aöeins fyrir fólk í atvinnuleit sem vill vinna. VSÍ: Bótakerfi sem hvetur til vinnu í tillögum VSÍ til úrbóta á lögum Atvinnuleysistryggingasjóbs er lagt til að atvinnuleysisbætur verði einungis fyrir þá sem eru í atvinnuleit, eru fullfærir til vinnu og reibubúnir að taka því starfi sem býbst. Lágmarksaldur til bóta verbi hækkabur úr 16 í 18 ár og hámarkstími til bóta verbi 1-3 ár, en mismunandi eftir aldri, 63 ára og yngri og 63 ára og eldri. 16 vikna bótalausa tímabilib verbi fellt niður og Atvinnuleysis- tryggingasjóbur hætti kostun fræbsluefnis. Þá er hugsanlegt ab atvinnulausir vinni einhverja Fjármálaráöherra setur nýjar reglur um mat á tilboöum í verk og innkaup: Vanskilamönnum vísað frá „Þannig skal vísa frá tilboöum þeirra bjóbenda sem eru í van- skilum meb opinber gjöld og lögbobin ibgjöld í lífeyrissjóöi. Þess er óskab ab Ríkiskaup komi þessari stefnu til skila í útbobs- lýsingum", segir í fyrsta tölu- biabi nýs fréttabréfs Ríkiskaupa. Þar segir aö markmið nýrra reglna um útbob á vegum ríkisins sé m.a. ab tryggja sem mest jafn- ræði milli bjóðenda. í gildandi reglum séu engin ákvæði sem úti- loka bjóöendur sem eru í vanskil- um meö lögboðin gjöld. En fjár- málarábherra hafi nú ákveöiö aö viö mat á tilboðum sem ríkinu berast í útboöum á þess vegum og vegna annarra innkaupa þá skuli sérstaklega að því gætt ab bjóð- endur hafi staðið skil á slíkum greiöslum. Samkvæmt fréttabréf- inu eru Ríkiskaup nú með nýtt innkaupakerfi í þróun: ramma- samninga, sem eiga að tryggja hagkvæm innkaup, samkeppnis- fært verö, vinnusparnaö og hag- ræöi í innkaupastarfi opinberra stofnana og ráöuneyta. Fréttabréf- inu, sem á að koma út 4-6 sinnum á ári, er ætlaö það hlutverk aö tryggja lifandi samskipti viö áskrif- endur samninganna. ■ samfélagslega vinnu fyrir bæt- urnar ef óskab er samkvæmt er- lendri fyrirmynd. „Almennt veröi gert ráb fyrir því að þeir einir geti átt rétt til bóta sem hafi veriö atvinnulausir í tvær vikur samfellt og almennur biðtími eftir bótum verbi ein vika, þ.e. bætur greiðast ekki fyrir fyrstu vikuna. Sveitarfélögum ber að aöstoða þá sem ekki eru færir til vinnu og eiga þeir ekki heima á atvinnuleysiskrá," segir í tillögum VSÍ og stefnumörk- un sambandsins í málum Atvinnu- leysistryggingasjóðs sem greint er frá í fréttabréfi sambandsins Af vett- vangi. Þar er lögð áhersla á að kom- ið veröi í veg fyrir misnotkun og að kerfið dragi úr vilja og hvata fólks til vinnu. Auk þess þarf að útiloka að fólk fái bætur þegar þab er tíma- bundnu hléi frá vinnu án þess að það sé að leita sér að annarri vinnu. Eins og kunnugt er þá hefur verið unnið að smíbi frumvarpsdraga að nýjum lögum fyrir Atvinnuleysis- tryggingasjóð á grundvelli vinnu nefndar sem félagsmálaráðherra skipaði sl. sumar. í þeirri nefnd eiga sæti fulltrúar aðila vinnumarkabar- ins og ríkisins. Fjallað verður vænt- anlega um drögin á fundi hjá ASÍ í dag. VSÍ telur það ekki ásættanlegt að fólk geti bæði verið á fullum eftir- launum og atvinnuleysisbótum „ár- um saman." í því sambandi er nefnd 95 ára regla opinberra starfs- manna, flugmenn, sjómenn og fleiri hópar sem komast á eftirlaun á aldrinum 60-65 ára. Af hálfu VSÍ er það talin „galin regla" að atvinnuleysisbætur séu jafnháar sjö ára taxta fiskvinnslu- fólks, auk þess sem til viðbótar koma bætur vegna barna. VSÍ telur að í þessu fyrirkomulagi kunni að leynast skýringin á því afhverju fólk telur sig bera meira úr býtum án at- vinnu en aö vinna, auk þess sem nokkur ásókn virðist vera í að fara á atvinnuleysisbætur í framhaldi af fæðingarorlofi. -grh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.