Tíminn - 29.02.1996, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.02.1996, Blaðsíða 2
2 Wmttrn Fimmtudagur 29. febrúar 1996 Rúmur helmingur félagsmanna í LR vill ekki aö leikhússtjóri hafi óskoraö vald til uppsagna: Leikhúsráb tekur afstööu til ályktunarinnar í dag Tíminn spyr... Þarf ab treysta starfsöryggi leikara hjá stóru leikhúsunum? Guörún Helgadóttir, situr í Þjóbleikhúsráöi: Ég vil nú benda á að jafnvel Þjóðleikhússtjóri er ráðinn til ákveðins tíma og veröur auðvitaö að lúta því ef endurráðning fer ekki fram. Ég þeld aö það sé óskaplega erfitt að reka leikhús meö æviráðningu allra fastra starfsmanna. Ég held ab þab sé satt að segja óframkvæmanlegt. Hins vegar ber auðvitaö að virba langan starfsaldur starfsmanna og gera allt sem hægt er til þess að fólk fái verkefni. En ég held að leikhússtjóri hljóti aö verða að hafa svigrúm til þess ab hreyfa vib starfsfólki. Trausti Ólafsson, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar: Það er erfitt starf og vandasamt að ráða leikara að atvinnuleikhúsi — enn vandasamara aö þurfa sem stjórnandi að segja leikara upp störfum. En ég held ab flestir séu sammála um aö sú staöa getur komið upp ab þaö sé nauðsynlegt frá listrænu sjónarmiði. Hins veg- ar legg ég áherslu á að sjái leik- húsin sig knúin til að segja leikur- um upp er mikilvægt að það sé gert í fullri auðmýkt fyrir leiklist- argybjunni og ab hlutaðeigandi sé sýnd öll sú virðing sem hverj- um manni ber, hvaöa starfi sem hann kann að gegna. Edda Þórarinsdóttir, formabur Félags íslcnskra leikara: Að sjálfsögöu þarf að treystá starfsöryggi leikara. Svo ekki sé hægt að sparka leikara með stutt- um fyrirvara þegar hann er það góöur að leikhúsið hefur treyst honum til aö vera á föstum samn- ingi í 8-10 ár. Best væri auðvitað að koma einhverju starfsöryggi inn í samninga svo ab það sé ekki hægt aö halda fólki langt fram eftir aldri og segja því svo upp. Það er í svo fá hús aö venda í þess- ari grein. „Ályktunin sjálf tekur ekki gildi nema fjallað sé um hana á leikhúsrábsfundi og hún hlýt- ur að koma til kasta leikhús- ráösfundar sem verbur í fyrra- málib," sagbi Vibar Eggertsson, rábinn leikhússtjóri Borgar- leikhússins í samtali vib Tím- ann í gaerdag. Á félagsfundi Leikfélags Reykjavíkur á þribjudagskvöld var samþykkt ályktun þess efnis að leikhússtjóri verði að bera ákvarbanir varðandi ráðningar og uppsagnir starfsmanna undir Ieikhúsráð líkt og venja hefur verið. Leikhúsráb hafði í janúar framselt vald sitt í hendur leik- hússtjóra, þ.e. Viðars, og veitt honum þannig óskorað vald til ráðninga og uppsagna sem taka gildi næsta leikár. Samkvæmt heimildum Tímans féllu atkvæði þannig að 25 félagsmenn greiddu atkvæði á móti ályktun- inni en 35 samþykktu hana. Aðspurður hvort meirihluti leikhúsráðs standi í raun ekki á bak vib ákvarðanir hans með því ab hafa afsalaö sér valdi sínu til hans sagðist Viöar ekki geta dæmt um það fyrr en eftir leik- húsráðsfundinn. Ályktunin tekur ekki sjálfkrafa gildi heldur er hún í raun tilmæli til leikhúsráðs. Fundur leikhús- ráðs í morgun hefur væntanlega tekib afstöbu til ályktunarinnar en þangað til sagðist Vibar ekki geta svarað neinu um sín við- Flóamarkabur Sambands Dýraverndarféiaga gaf Katta- vinafélagi íslands nýlega 50 þúsund krónur ab gjöf. Gjöfin er viðurkenningarvottur fyrir fórnfúst starf Kattavinafélags- ins til bættrar meðferðar á köttum hér á landi. Á myndinni er Kristín Skúla- brögð og því síður hvort hann myndi segja starfi sínu lausu sök- um breyttra forsenda frá því hann var ráðinn. -LOA dóttir starfskona Flóamarkaðar- ins aö afgreiða Sigrúnu Björns- dóttur. Flóamarkaðurinn er op- inn frá klukkan 14-18 á þriðju- dögum og miðvikudögum og þar má festa kaup á fatnaði og alls kyns smádóti gegn vægu verði. Sagt var... Meb hann glóbvolgan... Divine Brown er jú, eins og allir muna, vændiskonan sem var gripin með hann glóðvolgan á breska leik- aranum Hugh Grant í munni sér í fína bílnum hans í Los Angeles í fyrra." DV virbist í auknum mæli hafa tamib sér tungutak erlendra stórrita eins og National Enquier og Star í umfjöllun sinni um þekkt fólk. Kýr um kú frá kú tll kýrar „En hvers vegna er þá ekki talab um „kýrar" úr því þetta eru samskonar kvenkynsorð að stofni til? Er nú nokkur furða þótt útlendingar eigi erfitt með að komast inn í svona yfir- máta „lógískt" tungumál, íslensk- una?" Spyr Ólafur Björnsson í DV og veltir fyr- ir sé eignarföllum á Ýr og kýr. Hamingjusami mibbaerinn „Þrátt fyrir allt eru íslendingar ham- ingjusamasta þjób í heimi. Og hamningjan geislar af hverju andliti eins og glögglega má sjá ef litib er í miöbæinn um helgar þar sem hjaröir manna frávita af drykkju, rába sér vart af kæti í skammdegisdrunga norðurheimskautsins... Margir slaga um í alsælu eba standa geltandi til þess eins að tjá lotningu sína landinu sem þá hefur alib." Elnar S. Gubmundsson í DV. Hættur... „Eftir Verdun biskupsins á mánu- dagskvöldiö er ekki nema um eitt að velja: Ég ætla ab segja mig úr þjób- kirkjunni. Loksins." Segir Baldur Hermannsson í Alþýbu- blabinu. Hætti mannorbsmorbum „Vib hljótum ab gera þá kröfu til-fjöl- mibla og annarra ab láta af norna- veiöum og mannorösmorbum. Slíkt heyrir sögunni til." Sigrid Foss og |óna Dóra Karlsdóttir verja biskup í Mogga. Jóni skal fórnab „jóni Stefánssyni og Bach viröist eiga að fórna í einhvers konar vatíkönsku valdatafli innan íslertzku kirkjunnar sem er erfitt fyrir almenning ab henda reiður á þó þab se örlítib farib ab skýrast þegar fylgzt er meb helztu talsmönnum séra Flóka, einkum þeim sem sitja sögufræga stabi." Thor Vihjálmsson rithöfundur í Morg- unblabinu segir séra Flóka Kristinsson vera meb „Æjatolladrauma" innan kirkj- unnar. Finnur Ingólfsson, eins og raunar fleiri kappar úr þingflokki Framsóknar, er ib- inn vib ab mæta í líkamsrækt hjá Mætti. í gær strunsabi Finnur inn í þingflokksherbergi framsóknarmanna á Alþingi og kvartabi undan skítakulda þegar hann kom þar inn. Einn þing- mabur flokksins úr þungavigtardeild- inni sagbi rábherranum ab hann væri bara svo horabur ab hann væri varnar- laus gegn smá kulda. „Já hann er ekki fitandi þessi óbsmannsskítur", gall þá í )óni Kristjánssyni formanni fjárlaga- nefndar og ritstjóra Tímans ... • Norblendingur kom í pottinn í gær og upplýsti ab á Akureyri væru menn farn- ir ab slá í þab á fullu hver yrbi næsti bæjarritari eftir ab Valgarbur Baldvins- son kemst á þann aldur ab unnt verbur ab rábstafa embættinu. Segja menn lík- legt ab reynt verbi ab gera þab á þessu kjörtímabili enda um einn feitasta bit- ann í bæjarkerfinu að ræba. Þab sem veldur því ab menn eru farnir ab ræba bæjarritarastöbuna núna eru átökin um framkvæmdastjórastöbuna hjá íþrótta- og tómstundarábi en í þá stöbu var rábib í síbustu viku. Þar var fenginn inn utanbæjarmabur frá Egilsstöbum vegna þess ab menn nábu ekki saman um tvo kandídata sem mestan stubning fengu inni í rábinu, þá Gunnar jónsson ann- ars vegar og Sigbjörn Gunnarsson hins vegar. Tínuimyml GS ///?//// s/?6Ð/sr sm \ /Yr/rn £f/// 's pví /?& s£/j/} jæ.rrm/v 06 6///YJD/ SÍÐUR /YRFÐ/ ÁV///V/V /SF/V/ '6 PY/ PÐ SFIJ/) WSJÐ ! M * 1 T ' ^ Ís Sakaður um van-l skil á 34 miuj. Ískaí,, * u m FRAMHALDS- SAGA EFTIR FJÖLMANN BLÖNDAL Skólalíf Það vakti óskipta athygli á kennarastofunni þegar Stína sagnfræðikennari upplýsti um umræburnar í saumaklúbbnum sínum, en þar fá eingöngu konur ab- gang. Stína sagði frá vinkonu sinni, sem var ab koma úr sinni árlegu þriggja vikna hvíld í kvennaathvarfinu. Mabur vinkonunnar, sem er sérfræöingur hjá spádeild í banka, hafbi hent brauöristinni í hana þegar hún fékk óvænt óstöðvandi grátkast yfir morgunveröarborðinu vegna þess ab presturinn áreitti hana freklega og kyn- ferbislega þegar hann fermdi hana. Þegar hún trúlofabist unga vibskiptafræbingnum, skrökvabi hún ab hafa aldrei verið við karlmann kennd. En á milli grátkvibanna yfir múslídisknum játaöi hún ab hafa átt í kynferðislegri upplifun, þegar hún hugsaði um prestinn sinn. Þegar hann fermdi hana hellti hann í hana áfengi í sjálfri kirkjunni og strauk henni allri og hélt hendinni lengi á höfbinu, þannig ab _____________ svitaperlurnar glitmðu á enninu og tuldraði eitthvab um ástina. Síðan hefur hún alltaf verið skrýtin og ekki sagt þetta neinum nema fermingarsystrum sínum, sem allar lentu í sömu hremmingum hjá prestskepn- unni og þær hafa lengi verib í meðferð hjá doktor í fé- lagsfræði til ab rifja upp hörmungar fermingarinnar í þar til gerbu umhverfi hjá sjálfseignarstofnuninni Mannamótun. Þegar kennarastofan var loks búin að melta harm- sögulega frásögn Stínu, datt Dodda ekki neitt vibeig- andi í hug aö segja. En frekar en að þegja stakk hann upp á aö þessi kona ætti að sækja um sjálfa sendiherra- stöbuna sem losnaöi í sumar, svo mikil hetja væri hún. Þetta fékk góöar undirtektir hjá kennurunum og Doddi hugsaöi glaöur, ab því fleiri umsækjendur sem kæmu fram, því meiri möguleika ætti hann sjálfur á að hreppa stöðuna góðu. (Aö gefnu tilefni skal tekib fram ab persónur og atburbir í þessari sögu eiga sér ekki fyrirmyndir í raunvemleikanum. Öll sam- svörun vib raunverulegt fólk eba atburbi er hrein tilviljun.) Flóamarkaður

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.