Tíminn - 29.02.1996, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.02.1996, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 29. febrúar 1996 3 Deilan um segulómrannsóknir veldur því aö ekki er hœgt aö skrifa undir nýjan samning T.R. og sérfrœöilœkna. Formaöur samninganefndar ríkisins: Ekki inni í mvndinni ab greiða rannsóknimar Samningar sérfræ&ilækna og samninganefndar ríkisins stranda enn á deilum um hvort Tryggingastofnun eigi aö grei&a fyrir rannsóknir ger&ar me& seguiómtæki Læknisfræ&ilegrar myndgrein- ingar. Forma&ur samninga- nefndar ríkisins segir a& eins Fólk gegn eiturlyfjum Þegar hafa safnast um 30 þús- und undirskriftir á listann „Fólk gegn eiturlyfjum". Enn eru list- ar að streyma inn og hefur ver- iö ákveðið að framlengja skila- frest til þriðjudagsins 5. mars. ■ og er sé ekki inni í myndinni a& reikningarnir ver&i greidd- ir. Helgi V. Jónsson, formaður samninganefndar ríkisins, segir að þegar hafi náðst sátt um alla aðra hluta samningsins en segu- lómrannsóknirnar. „Þaö er ekki inni í myndinni eins og er að Tryggingastofnun borgi þessa reikninga. Það verður sjálfsagt skoðað nánar hvað er verið aö gera þarna, hvort það sé eitthvað sem við teljum að sé þörf á. En eins og málin standa núna eru segulómrannsóknir ekki inni í myndinni," segir Helgi. Hann segir að samningavið- ræður hafi legið niðri um skeið en einhverjar þreifingar muni halda áfram. Tæplega 400 rannsóknir hafa veriö gerðar með segulómtæk- inu frá því að það var tekið í notkun í janúar sl. Birna Jóns- dóttir, sérfræðingur í geislagrein- ingu, segir að reikningar fyrir þessum rannsóknum hafi ekki verið sendir Tryggingastofnun enda hafi hún neitað að greiða þá. Birna segist ekki vita hvaö reikningarnir hljóða samtals upp á háa upphæb en ljóst er að hún nemur a.m.k. tug milljóna. Birna lítur svo á að deilan snúist fyrst og fremst um verð rann- sóknanna. Hún tekur fram ab hún og meðeigendur hennar líti svo á að þau hafi gildan samning við T.R. út þetta ár. „En ef hægt er að ná sam- komulagi núna um eðlilegar greiðslur sem gildir áfram, vilj- um við það frekar en að standa í deilum vib Tryggingastofnun." Aðspurð segir Birna að lána- drottnar L.M. sýni ástandinu mikinn skilning sem valdi því að þau geti haldið áfram að nota tækið þar til samningar nást. Á meðan samningar eru lausir er ekki tekið við umsóknum nýrra sérfræðinga um að komast á samning við Tryggingastofn- un. í nýja samningnum er gert ráð fyrir ab aögengi nýrra sér- fræðinga aö samningnum verði takmarkað, á svipaðan hátt og gert var í bráðabirgöasamningi sem rann út síöustu áramót. Sú nýjung er hins vegar í nýja samningnum að ætlast er til að umsókn hvers læknis verði skoð- uð sérstaklega með tilliti til þess hvort þörf sé á fleiri sérfræðing- um í vibkomandi sérgrein. Helgi segir að sátt sé um þessa tak- mörkun. -GBK Nefnd um hættu af völdum jarðskjálfta Umhverfisráðherra hefur skipað nefnd sérfræ&inga til aö fjalla um jar&skjálftavá og gera tillögur um a&geröir til aö draga úr hættu af völdum jar&skjálfta hér á landi. Starf nefndarinnar er m.a. hugsað til þess að kanna hvern- ig best megi auka öryggi íbúa á Suöurlandi og í byggð nálægt höfuðborgarsvæöinu gagnvart stórum jarðskjálfta á þessu svæbi. Á þessu ári eru liðin hundrab ár frá síðasta Suður- landsskjálfta og hefur nokkur umræða verið um þessa vá und- anfarið ár. Formaður nefndarinnar er Ragnar Stefánsson, forstöðu- maður jarðeblissviðs Veðurstofu ísiands. Nefndinni er ætlað að skila tillögum um aðgerðir til ráð- herra fyrir 1. júní nk. Konurnar sem segjast fórnarlömb biskups hyggjast upplýsa þjóöina um málsatvik efsiöanefnd tekur ekki á málinu: Fjölmiðlaumræöa ekki frá þeim komin Rikissaksóknari hefur vísab er- indi biskups frá í gær um opin- bera rannsókn vegna tilur&ar og sannleiksgildi ásakana sem beinst hafa a& biskupi vegna kynfer&is- legrar áreitni og nau&gunartil- raunar. Ríkissaksóknari taldi ekki grundvöll fyrir rannsókn vegna vísunar biskups í 6. grein mann- réttindasáttmála Erópu, en ákvæ&i um ærumei&ingar komi fremur til greina sem tilefni. I fréttatilkynningu sem þrjú meint fórnarlömb biskups sendu fjölmi&lum í gær kemur fram að ef si&anefnd taki ekki á málinu muni þær „tilneyddar til að skýra þjóð- inni frá því í smáatriðum um hvaða ávirðingar er að ræöa í þessu máli og hlut biskups í þeim." Konurnar þrjár, sem allar undir- rita yfirlýsinguna, segja upphaf málsins að þær hafi snúið sér til stjórnar prestafélagsins og siða- nefndar til að koma upplýsingum á framfæri til að brugðist yrði við er- indum þeirra á ábyrgan hátt. Upp- haf fjölmiðlaumræðu hafi ekki ver- ið að þeirra frumkvæði eða ósk. Siðanefnd hafi skýlt sér bak við eig- in reglur og komið sér hjá því að taka þátt í málinu en erindi þeirra nú sé að fá umsögn biskups um trúnaðarbrest, þar sem biskup hafi vitnað í trúnaðarupplýsingar sem þær hafi gefib stjórn prestafélagsins á sínum tíma. „Það væri okkur að sjálfsögðu skapi næst að nota sömu aðferðir og biskup leyfði sér að beita okkur, þ.e. að koma fram í fjölmiðl- um með eigin útgáfu af þeim at- burðum, sem áttu sér stab og snerta okkur. Við höfum hins vegar, að sinni, valib þá leið sem að okkar mati er sæmandi, að gefa stofnun- um kirkjunnar enn á ný færi til að afgreiða þetta mál á viðunandi hátt, bæði gagnvart okkur og þjóðkirkju landsins." Tíminn reyndi ítrekað að ná tali af biskupi í gær án árangurs. -BÞ BÆNDUR Pantiö ^ Kverneland ffyjþjSpífl RÚLLUBAGGAPLASTIÐ TÍMANLEGA 50 cm kr. 4.300,- + vsk. 75 cm kr. 5.200,- + vsk Hafió samband viö sölumenn okkar, sem gefa allar nánari upplýsingar. i = = . Ingvar i = = = Helgason hf. vélasala — Sævarhöföa 2, SÍMI 525-8000 Fjármálastjórn meb abstob forritsins Búbót Námskei&in eru ætluð notendum bókhaldsforritsins Búbót 3.6. Byrjendanámskeiö er fyrir þá sem eru að byrja eða ætla a& kynna sérforritib. Námskei&in byggjast upp á verkefnavinnu og fyrirlestrum. Fjvert námskeib stendur yf- ir í 2 daaa (18 kennslustundir). I sumum tilfellum ver&a námskeí&in sameiginleg, en verkefnavinna ólík. Skráning þátttöku erá skrifstofu búna&arsambandanna. Þátttöku- gjald er kr. 3.600,- og er kennsluefni innifalib. Byrjendanámskeib Búbót 3.6 fyrir byrjendur Forritiö verður sett upp á tölv- ur þeirra sem eru a& byrja. Fari& ver&ur í grunnatri&i vi& skráningu bókhaldsins með forritinu. Unmö ver&ur me& tilbúiö verkefni fyrir hefbbundið býli. Crunnatriði bók- halds Fariö er yfír þau atri&i, sem au&velda skráningu, þ.m.t. skráninqu færslna og notkun ffýtilykla. Villulistar og afstemmingaraagbók. Uppfærsla bóknalds. Fyrirspurnir oq útskriftír Fyrirspumir og útskriftir á skjá og prentara. VSK-skýrsla. Skattframtalsgerð Upprifjun Fari& er í sömu atribi og á byrjendanámskei&i, en á hra&ferö. Lög& verður áhersla á uppgjör ársins. Fyrir- spurnir oq útskriftir Fvrirspurnir og útskrirtir á skjá og prentara. VSK-skýrsla. Uppgjör ársfns — skattframtals- gerb Bgnabókhald, fyrningarskýrsla. Fyrningar fluttar á fjárhag. l,andbúna&arframtal. Flutningur uppgjörs á fjárhag. Aramótavinnslur. Framleg&aruppgjór. Vlbskiptamannabókhald Sérhæft námskeiö fyrir þá sem gefa út reikninqa fyrir selda vöru eða þjónustu, t.d. qarðyrkjubændur og aoila f fer&a- þjónustu. Áf einstökum þáttum námskei&sins má nefna útskrift reikninga, innborganir, dráttarvaxtareikning, út- skrift reikningsyfirlita og gíróse&la. Byggt er á verkefna- vinnu og fyrirlestrum. Hvert námskeib er 1 dagur (10 kennslustundir). vi& viðkomandi búna&arsamband. Nú hefur verið gengið frá skipulagningu Búbótarnám- skei&a til vorsins og er gert rab fyrir 12 námskeiðum á tímabilinu. Fjórum námskei&um er nú þegar lokib. S.-Þingeyjarsýsla Eyjafjar&arsýsla Hvanneyri Húnavatnssýsla Vestfirbir 11.-13. mars 14.-15. mars 18.-20. mars 21 .-22. mars 11.-12. apríl Skráning fer fram hjá vi&komandi búna&arsamböndum. Námskei&ahald í bókhaldi og skattskilum hefur aukist um- talsvert á sí&ustu árum. Búbotarkerfib hefur mjög mikla og vaxandi útbrei&slu. Námskeib í Búbót árið 1995 voru 14 talsins, haldin ví&svegar um landiö og þá í samvinnu Leibbeinendur Þórarinn V. Sólmundarson: Helstu þættir bókhaldsreglna og me&ferö fylgiskjala Ketill A. Hannesson: Skattalög og skattframtalsgerð Lög og reglur var&andi VSK Handverk Stabur: Hólar í Hjaltadal Tími: 9.-10. mars Umsjón: Þórey jónsdóttir, Keflavík Farið er yfir undirstö&uatri&i vi& úrvinnslu horna. Lei&- beint er um horntegundir og verkfæri. Kennslan er að stærstum hluta verkleg og hentar jafnt byrjendum sem lengra komnum. Efni (horn-klaufir-hófar) og áhöld eru til staoar. Upplýsingar veittar á skrifstofu Hólaskóla, sími 453 6300.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.