Tíminn - 29.02.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.02.1996, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 29. febrúar 1996 íwnHEtKUiMM. 'St'WV w 7 Alyktun Samband ísl. sveitarfélaga telur aö kennarar og fjármálaráöuneytiö veröi aö leysa sinn ágreining. Kjarasamningar vegna yfirfœrslu grunnskólans: Gengiö út frá óbreyttri áætlun Fundur kennara Grandaskóla, Melaskóla og Vesturbæjarskóla, haldinn í Reykjavík 27. febrúar 1996, mótmælir harölega hug- myndum um skeröingu réttinda opinberra starfsmanna, sem fram koma m.a. í frumvörpum ríkis- stjórnarinnar um réttindi og skyld- ur opinberra starfsmanna og lögum um lífeyrissjóö starfsmanna ríkis- ins. Fundurinn krefst þess aö frum- vörpin veröi endurskoöuö nú þegar og haft veröi fullt samráö viö laun- þegasamtök þau sem máliö varöar. Kristjana Erlen Jóhannsdóttir, trúnaöarmaöur Grandaskóla. Ragnheiöur Jónsdóttir, trúnaðarmaður Melaskóla. Ragnheiður Axelsdóttir, trúnaöarmaður Vesturbæjarskóla. Samþykkt samhljóöa. „Viö bregöumst engan veginn viö því, enda höfum viö reiknaö meö aö samningarnir giltu til áramóta, eins og gengiö var frá þeim á sínum tíma," segir Þóröur Skúlason, framkvæmdastjóri Sambands ísl. sveitarfélaga, um þá skoö- un kennara aö kjarasamning- ar þeirra séu lausir 1. ágúst, en ekki um næstu áramót. Hann segir aö sveitarfélögin muni því halda sínu striki sam- kvæmt því sem áöur haföi veriö ákveðið í þessum efnum, enda búist menn viö öðru fremur að þessi ágreiningur kennara og fjármálaráöuneytisins muni leysast. Sérstaklega eftir að stjórnvöld hafa boðið opinber- um starfsmönnum upp á sam- ráö vegna áformaðra breytinga á réttindum þeirra og kjörum. Hann segir aö sveitarfélögin hafi ekki viljað blanda sér í þess- ar deilur á þessu stigi málsins, enda líta menn svo á aö fjár- málaráðuneytið og samtök op- inberra launamanna verði að leysa sín mál. Eins og kunnugt er, hafa kennarar ákveðið að draga sig út úr öllu samstarfi vegna yfir- færslu grunnskólans, í mót- mælaskyni við framkomin frumvörp stjórnvalda, sem kennarar fullyrða að skerði rétt- indi og kjör opinberra starfs- manna. Kennarar líta einnig svo á að kjarasamningar þeirra séu lausir 1. ágúst og því verður ekki nein yfirfærsla á þeim til ársloka eins og ætlað var, að öllu óbreyttu. Þórður segir að í tengslum við yfirfærsluna sé verið að undir- búa það að samningagerðin af hálfu sveitarfélaga vib kennara verði öll á einni hendi. í því skyni hefur verið gert ráð fyrir því að samþykktum Launa- nefndar sveitarfélaga verði breytt á þann veg, aö nefndin taki við samningsumboðinu 1. ágúst n.k. -grh Akureyri orbin reynslusveitarfélag Fyrsti samningur Akureyrar- bæjar sem reynslusveitarfé- lags viö ríkisvaldiö hefur veriö undirritaöur. Meö samningnum tekur Akureyr- arbær viö þjónustu fatlaöra á Eyjafjaröarsvæöinu og felst verkefniö í því aö veita þá þjónustu, sem Svæöisskrif- stofa um málefni fatlaöra á Noröurlandi eystra hefur annast. Með þessum samningi hefur Akureyrarbær formlega orðið reynslusveitarfélag og hefur einnig tekist á hendur stærsta verkefni sem reynslusveitarfé- lag hefur tekið að sér til þessa, en með því flytjast um 230 milljónir króna til bæjarfélags- ins á ári. Jakob Björnsson, bæj- arstjóri á Akureyri, undirritaði samninginn fyrir hönd Akur- eyrarbæjar, en fyrir hönd ríkis- ins undirrituðu hann þeir Páll Pétursson félagsmálaráðherra og Friðrik Sophusson fjármála- ráðherra. Þetta er aðeins fyrsta verk- efnið, sem Akureyrarbær hyggst taka að sér, og er nú unnið ab undirbúningi flutn- ings fleiri verkefna. Ber þar hæst flutning á rekstri Heilsu- gæslustöðvarinnar á Akureyri til Akureyrarbæjar og er þar um annað stórt verkefni að ræða. -ÞI. Votlendi verbur nú endurheimt Landbúnaöarráöherra, Guö- mundur Bjarnason, hefur nú ákveöiö aö veröa viö ósk Fuglaverndunarfélags íslands um aö hefja endurheimt hluta þess votlendis, sem ræst hefur veriö fram á undanförnum áratugum. Á sínum tíma unnu menn af stórhug við þurrkun lands til að bæta aðstöðu fyrir hefðbundinn búskap. Nú er víða ekki þörf fyr- ir þetta land og beinast augu manna þá aftur að því ab skila landinu til hins fyrra horfs og þá með tilliti til dýralífs og gróð- urfars. Landbúnaöarráðherra hefur skipað nefnd, sem kanna mun hvar möguleikar eru á að endur- heimta þessi svæöi nú þegar og hvernig skuli unnið í framhald- inu. Nefndin mun skila fyrstu tillögum fyrir vorib. Markmibið er að hefja framkvæmdir þegar í sumar og næsta haust. Níels Árni Lund í landbúnab- arráðuneytinu er formabur nefndarinnar, en aðrir nefndar- menn eru Arnþór Garöarsson, Náttúruverndarráði, Borgþór Magnússon, Rannsóknarstofn- un landbúnaöarins, Einar Ó. Þorleifsson, Fuglaverndunarfé- lagi íslands, Erling Ólafsson, Náttúrufræðistofnun, og Sig- mundur Einarsson, umhverfis- ráðuneyti. -JBP Eyjafjöröur: Flutningskostnaöur á mjólk lækkar um 10 aura Flutningskostnaöur á mjólk frá bændum í Eyjafiröi hefur veriö lækkaöur um 10 aura fyrir hvem lítra. Þannig lækkar verö- iö úr 2 krónum fyrir lítrann í 1.90 og tók hiö nýja flutnings- verö gildi 1. febrúar síöastliöinn. Á aöalfundi Félags eyfirskra nautgripaframleiðenda á síðasta ári komu þau sjónarmiö fram að unnt væri aö lækka flutnings- kostnað á mjólk á Eyjafjarðar- svæöinu. Bentu bændur á hag- stæöan rekstur Mjólkursamlags Kaupfélags Eyfiröinga, sem annast rekstur flutningabílanna, og einn- ig ab veriö sé ab flytja mikið magn mjólkur um skammar vegalengdir. Á fundinum var samþykkt að leita eftir viðræðum við stjórn Kaupfé- lags Eyfiröinga um lækkun á flutn- ingskostnaöi mjólkur og nú hefur verið ákveðib að lækka kostnaö- inn um 10 aura á lítra. Áformað er að fá utanaökomandi aðila til þess að kanna reksturskostnaö við mjólkurflutningana meö þab fyrir augum aö leita leiða til frekari lækkunar. -ÞI. Notaðar búvélar og tæki Dráttarvélar verö án vsk MF 3095 4WD 110hö árgerð 1991 ekin 2500 kls m/Trima ámoksturstækjum ...3.050.000 MF 3060 4WD 80hö árgerð 1990 ekin 2700 kls m/Trima ámoksturstækjum....2.100.000 MF 390 2WD 80hö árgerð 1987 ekin 3700 kls m/Alo ámoksturstækjum.......1.150.000 MF 390 2WD 80hö árgerð 1991 ekin 3100 kls ............................1.280.000 MF 290 4WD 80hö árgerð 1988 ekin 3350 kls m/Trima ámoksturstækjum 620 1.250.000 MF 575 2WD 70hö árgerð 1982 ekin 2500 kls m/Trima tækjafestingu.........850.000 MF 362 2WD 62hö árgerð 1990 ekin 1000 kls............................ 1.000.000 MF 575 2WD 70hö árgerð 1979 ekin 6000 kls m/Trima 912 ámoksturstækjum ...690.000 CASE 695 4WD 70hö árgeró 1990 ekin 2700 kls..........................1.150.000 CASE 885 4WD 82hö árgerð 1989 ekin 5700 m/VETO ámoksturstækjum.......1.440.000 MF355 2WD 55hö árgerð 1988 ekin 2600 kls...............................700.000 CASE 895 4WD 85hö árgerð 1991 ekin 3300kls............................1.350.000 Steyr 80-90 4WD 85hö árg 86 ekin 3000kls M/Hytrak tækjum..............1.580.000 CASE 385 47hö 2WD árgeró 1987 ekin 2500 kls.......................... 520.000 IMT 665 2WD 60hö árgerð 1986 ekin 4000 kls ............................200.000 FORD 3000 2WD 47hö árgerð 1972 ekin 6600 kls m/ámoksturstækjum.........210.000 SAME EXPLODER 4WD 90hö árgerð 1986 m/ámoksturstækjum .................1.350.000 IH 444 2WD 47hö árgerð 1977 ekin 5000 kls..............................230.000 Zetor 5211 2WD 47hö árgerð 87 ekin 3000 kls............................350.000 Traktorsgröfur MF60HX traktorsgr. árg 93 ekin 1800 kls 4in 1 frams/skotbóma/servo....3.800.000 MF60HX traktorsgr. árg 91 ekin 3700 kls 4in 1 frams/skotbóma..........2.700.000 MF50HX traktorsgr. árg 90 ekin 3600 kls 4in 1 frams/skotbóma..........2.300.000 MF50HX traktorsgr. árg 89 ekin 4000 kls 4in 1 frams/skotbóma..........2.100.000 MF60HX traktorsgr. árg 90 ekin 3000 kls 4in 1 frams/skotbóma..........2.400.000 MF50HX traktorsgr. árg 89 ekin 4000 kls 4in 1 frams/skotbóma..........2.100.000 Rúlluvélar og rúllupökkunarvélar MF 828 rúllubindivél árgerð 1991 fastkjarna 60-180x120cm...............850.000 CLAAS 46 m/net rúllubindivél árgerð 1993 120x120cm ..................1.000.000 CLAAS 46 rúllubindivél árgerð 1990 ....................................750.000 Deutz Fahr rúllubindivél m/söxunarbúnaði árgerð 1991 120x120cm ........900.000 Welger RP 12 rúllubindivél árgerð 1989 120x120cm ......................650.000 Kverneland UND 7510 rúllupökkunarvél árgerð 89 .........................350.000 Kverneland UND 7510 rúllupökkunarvél árgerð 90 .........................360.000 Kverneland UND 7512 rúllup.vél árgerð 92 m/hníf/50 og 75cm teljara ....490.000 Lawrence Edward Sila Pack rúllupökkunarvél árgerð 90 ..................350.000 Lawrence Edward Sila Pack rúllupökkunarvél árgerð 89 ...................250.000 Acmed Super Bee rúllupökkunarvél árgerð 89 ............................350.000 Ýmis tæki PZ CZ 330 rakstrarvél 3,40m árgerð 1990 ................................90.000 Taarup 106 múgsaxari árgerð 90 ........................................410.000 JF múgsaxari árgerð 88 ................................................160.000 Claas M65 heybindivél árgerð 90 .......................................450.000 Steinbock rafmagnslyftari 800kg lyftigeta árgerð 75 ...................350.000 Still Diesel lyftari 2500 kg lyftigeta árgerð 89 ......................780.000 Greiösluskilmálar - Lán til allt aö 3ja ára á skuldabréfi. Ingvar § j = Helgason hf. VÉLASALA ' Sævartiöfða 2, SÍMI 525-8000

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.