Tíminn - 29.02.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 29.02.1996, Blaðsíða 10
10 gWWWI Fimmtudagur 29. febrúar 1996 Þingmenn deila um breytingu Pósts og sima í hlutafélag: Eins bréfs hlutafélag sérkennilegt „Hlutafelag meö einu hluta- bréfi er sérkennilegt hlutafé- lag," sagði Ragnar Arnalds í umræbum á Alþingi um frumvarp til laga um stofnun hlutafélags um rekstur Pósts og síma. Ummæli Ragnars féllu eftir aö Halldór Blöndal samgönguráöherra haföi lýst því yfir aö aöeins yröi gefiö út eitt hlutabréf, er yröi í eigu ríkisins. Ragnar Arnalds kvaö það skoðun sína aö heppilegra væri aö breyta rekstri Póst- og síma- málastofnunarinnar í sam- bærilegt form og ríkisbankarn- ir væru reknir i, til þess að auka frelsi hennar. Hann sagöi að í frumvarpinu væri gert ráð fyrir að samgönguráðherra skipaði alla stjórnarmenn, en eðlilegra væri að Alþingi skipaði að minnsta kosti hluta þeirra og jafnvel að önnur ráðuneyti kæmu þar við sögu. Með því að einn og sami ráðherrann skip- aði alla sjö stjórnarmenn væri verið að færa honum mikil völd, auk þess sem gera mætti ráð fyrir að skipt yrði um stjórnarmenn þegar nýir ráð- herrar kæmu til starfa. Allt galopib þrátt fyrir yfirlýsingar Halldór Blöndal samgöngu- ráðherra sagði að breytingin í hlutafélagsform væri gerð til þess að auka stjórnunarlega hæfni og sveigjanleika Pósts og síma, vegna mikilla breytinga sem nú væru að verða á fjar- skiptatækni í heiminum. Hann sagði að símakostnaður hér á landi hafi Iækkað um allt að 80% á liðnum áratug og sífellt kæmu nýjungar fram á sjónar- sviðið. Guðmundur Árni Stefánsson sagði að þrátt fyrir yfirlýsingar um eitt hlutabréf, er yrði í eigu ríkisins, þá stæði allt eftir sem áður galopið varðandi framtíð Pósts og síma. Hann sagði að samgönguráðherrar framtíðar- innar gætu skipt hlutafélaginu í tvö eða tíu hlutafélög allt eft- ir geðþótta, því í frumvarpinu væri ekkert að finna sem tak- markaði það. Hann spurði hvort áformað væri að skilja rekstur póstþjónustunnar og símans að, eins og gert hafi verið í ýmsum nágrannalönd- um, og sagði að ekki tæki nema dagstund að taka ákvörðun um sölu hluta þessa fyrirtækis, yrði frumvarpið óbreytt að lögum. Eitt hlutabréf til ab sýna vilja ríkis- stjórnarinnar Halldór Blöndal sagði ekki rétt að hlutabréf hafi átt að vera föl samkvæmt fyrri drög- um frumvarpsins, eins og komið hafi fram í máli Guð- mundar Árna. Slíkt hafi alltaf átt að verða háð samþykki Al- þingis, og sú ákvörðun að hafa aöeins eitt hlutabréf í hlutafé- laginu hafi veriö tekin til þess að sýna vilja ríkisstjórnarinnar Halldór Blöndal. í því efni. Halldór kvaðst telja að í framtíðinni yrðu svið póst- og fjarskiptaþjónustunnar að- skilin, að minnsta kosti að ein- hverju leyti, en það væri mikið verk sem ekki yrði unnið á skömmum tíma og myndi verða, ef til komi, unnið af yf- irmönnum Pósts og síma. Kristín Halldórsdóttir spurði um hver sæti aðalfundi Pósts og síma hf. Halldór Blöndal sagði að samgönguráðherra væri eftir sem áður æðsti yfir- maður Pósts og síma í umboði ríkisstjórnar og Alþingis, en með þessu frumvarpi væri gert ráð fyrir að draga úr völdum hans. Samgönguráðherra sagði einnig að óvíst væri hvort Póstur og sími gæti greitt 860 milljónir í ríkissjóö á ári, eins og nú væri, í ljósi þeirrar hröðu þróunar er nú eigi sér stað. Stofnunin verði fyrst og fremst að annast þá auknu þjónustu, sem sífellt verði í boði. Verib ab skerba sjálfstæbi stofnun- arinnar Steingrímur J. Sigfússon sagði aö Póstur og sími væri vel rekin stofnun og ekkert komið fram, sem krefjist þess að gera þær breytingar á rekstri henn- ar. íslendingar séu á meðal fremstu þjóða hvað fjarskipti varöar, þótt það starf hafi verið unnið af Pósti og síma sem rík- isstofnun. Hann sagði að Póst- ur og sími hafi veriö mjög sterk stofnun, sem notið hafi mikils sjálfstæðis, og rökstyðja mætti að með þessari breytingu væri verið að skerða sjálfstæði hennar. Yfir hana eigi nú ab koma sjö manna stjórn, sem samgönguráðherra ætli að handvelja. Steingrímur lýsti miklum efasemdum um að eitt hluta- bréf muni hindra ráöamenn í sölu á hlutum í Pósti og síma og spurði hvort það (hlutabréf- ið) ætti að vera úr stáli eða höggvið í grjót. Hann minnti á norska símakerfið og sagði skýrt hafa verið tekið fram á sínum tíma að ekki ætti að selja það, en nú væri verið að auglýsa hlutabréf í því til sölu. Halldór Blöndal sagði að ekki þýddi að halda sig 90 ár aftur í tímanum. Aðstæður væru þannig, með hliðsjón af samkeppnislögum og samn- ingum um Evrópska efnahags- svæbið, að ekki væru forsendur fyrir rekstri Pósts og síma í því formi sem hann væri. Hann sagði að sum erlend fyrirtæki vilji ekki eiga viðskipti við Póst og síma á meðan hann sé ríkis- stofnun, og kærum linni ekki á vissa þætti reksturs stofnunar- innar. Samgöngurábherra skilgreinir sig sem fund Össur Skarphéðinsson kvaðst efast um að unnt væri að halda Póst- og símamálastofnuninni óbreyttri í ljósi breyttra að- stæðna, en hann taldi frum- varp samgönguráðherra um margt gagnrýnisvert. Hann lýsti sér sem ígildi heils abal- fundar fyrstur Islendinga. Öss- ur sagði að réttindamálum starfsfólks væri ekki nægilega vel fyrir komið í frumvarpinu. Hann kvaðst álíta að hlutafé- lagsformið sé rétt hvað varðar rekstur stofnunarinnar, en meb ákvæðum frumvarpsins um réttindi starfsmanna blasi við veruleg skerðing á réttind- um. Biðlaunaskerðingin ein geti numið á annan milljarð króna fyrir alla starfsmenn og þarna sé fram komiö enn eitt frumvarpið í þá veru aö skerða réttindi starfsmanna hins op- inbera. -ÞI Plánetur í öðrum sólkerfum i. Nú, þegar könnunarfar frá Galileó- flauginni geysist inn í lofthjúp Júpíters, er mikiö í húfi. Von er á upplýsingum um innviði þessa risastóra gashnattar og þar með gögnum um myndun hans og sögu sólkerfisins. II. Undanfarin fáein ár hafa stjarnvís- indamenn náði árangri sem ekki fer jafn mikið fyrir, en hnígur samt í sama far. Þeir hafa leitað að reikistjörnum, m.a. með Hubble- sjónaukanum og öðrum tækjum er geimferjur hafa komið út fyrir truflandi lofthjúp jarðar. Sérfræðingar þessir leita ekki aö plánetu innan okkar sólkerfis (t.d. utan við Plútó), heldur í óra- fjarlægð nálægra sólkerfa. Um 1000 heitar sólir eru í rúminu í innan við 100 ljósára fjarlægð frá okkar sól; hver þeirra, fræði- lega séö, umkringd a.m.k. nokkrum reiki- stjörnum, líkt og viö þekkjum af þeim 9 sem fylgja okkar eldhnetti. III. En fjarlægðin gerir mönnum erfitt fyr- ir. Eitt ljósár jafngildir tæplega 10.000.000.000.000 (tíu milljón milljón- um) kílómetrum. Til næstu sólar er nærri UM- HVERFI Ari Trausti Gu&mundsson jarðeðlisfræbingur fjórum sinnum sú vegalengd; hvað þá til annarra sóla innan umrædds svæðis. Eng- inn sjónauki getur fært okkur mynd af jafn litlum hlutum og reikistjörnur eru miðað við sólir (baun gagnvart körfu- bolta!), auk þess sem plánetur lýsa ekki af innri glóð heldur endurvarpa dauflega Ijósi sem á þær fellur. Eina leiðin í bili til að uppgötva þær, er aö athuga hvort móburhnöttur (sól) af tiltekinni gerð ruggar eða blikkar af því að pláneta eða plánetur snúast í kringum hann. Undan- farin ár hafa uppgötvast æ fleiri nálægar sólir sem þannig haga sér. Tilvist stórrar eöa stórra reikistjarna er sennilegasta skýringin. Þær eru að því er viröist sömu geröar og Júpíter, allt að nokkur hundruö sinnum þyngri en jöröin. Nú, þegar inn- viðir Júpíters verða okkur kunnari en áö- ur, er unnt aö segja meira um líkur á til- vist fjarlægra pláneta en áður var hægt. Auk alls þessa sjást merki um myndun nýrra reikistjarna vib fjarlægar sólir í Hub- ble-sjónaukanum. IV. Telja verður líkur á að minni plánetur myndi sólkerfi með þeim stærri, líkt og í okkar kerfi, við nálægar eða fjarlægar sól- ir. Eðli mála samkvæmt eru það hinar innri plánetur sem misstu mest af upp- runalega gashjúpnum og þá verða eftir berghnettir. Þar getur þróast líf, en síður á hinum fjarlægari og stærri gashnöttum þar sem heldur er ekki ab finna fast yfir- borð, nema ef vera kynni djúpt í ógnar- þrýstingi hjúpsins. Mönnum verður ávallt mikiö í mun aö komast að því hvort sólkerfi eru jafn al- geng og sólir í vetrarbrautinni og, hvað þá heldur, hvort líf getur þrifist í alheimin- um. Svo er þab allt önnur Ella hvort viö komumst nær slíku lífi en sitjandi hér heima fyrir, um fyrirsjáanlega framtíð (eöa þær lífverur hingað). Örugg sönnun á tilvist fjarlægra pláneta er merkt afrek mannsandans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.