Tíminn - 29.02.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.02.1996, Blaðsíða 1
LANDBUNAÐUR Verö á minka- og refaskinnum hefur tvö- til þrefaldast á rúmu ári. Arvid Kro, framkvœmdastjóri Félags loödýrabœnda: Skinnaverð ekki ver- ið hærra síðan 1988 Skinnaverb hefur hækkab mikib á undanförnum mán- ubum. Sem dæmi um þab má nefna ab verb á minkaskinn- um á uppbobsmarkabi í Dan- mörku hefur nær þrefaldast á rúmlega einu ári. Verb á refa- skinnum hefur einnig hækk- ab mikib og nær tvöfaldast á sama tíma. Arvid Kro, lob- dýrarábunautur og fram- kvæmdastjóri Félags lobdýra- bænda, segist vera bjartsýnn á ab þetta verb haídist og jafnvel hækki eitthvab. Á markaði í febrúar fengust 222 krónur danskar fyrir fyrsta flokks minkaskinn, sem er meðalverð, og fyrir fyrsta flokks ref fékkst að meðalverði 662 krónur danskar. Meðalverð fyr- ir fyrsta flokks mink allt síðasta ár var 116 krónur danskar og meðalverð á refnum var 550 danskar krónur. Arvid segir að reyndar hafi léleg verð á fyrstu uppboðum ársins dregið meðal- verðið niður, en þegar líða tók á árið fór verðið hækkandi. I desember fyrir rúmu ári fehgust 79 krónur danskar fyrir fyr^ta flokks minkaskinn, en ári síðar voru skinnin komin í 174 krónur danskar og eru nú, eins og áður sagði, komin í 222 krónur. Refaskinnið var í desember 1994 á 360 krónur, í desember 1995 var skinnið komið í 450 krónur, en nú stendur það eins og áður sagði í 660 krónum dönskum. Alls eru framleidd um 120 þúsund minkaskinn á ári hér- lendis, og miðað vib það verð sem nú er í gildi er verðmæti Agúst H. Bjarnason hjá Vistfrœöistofunni: Lífræn rækt- un ekkert nýtt hérálandi skinnanna á markaði erlendis um 312 milljónir. Refaskinnin, sem framleidd eru á ári, eru um 27 þúsund talsins og er verð- mæti þeirra um 210 milljónir króna. Skinnin eru fiest send til upp- boðsfyrirtækja í Danmörku, Finnlandi og víðar, en flest eru þó seld í þessum tveimur lönd- um. „Já, það er allt annað hljóð í loðdýrabændum nú. Það þarf að fara allt aftur til ársins 1988 til að finna sambærileg verð á minkaskinnum. Allar markaðs- horfur benda til þess ab minka- skinnin haldi þessu verði og jafnvel að verðið á þeim hækki eitthvab. Það er aðeins meiri spurning um refinn, en verðið á refaskinnum er komið það hátt að þau mál eru í góðum farvegi. Það er þó vitað að framleiðsla á refaskinnum mun eitthvað aukast á næstu árum í Finnlandi, en þetta verð helst örugglega út þetta ár," segir Arvid Kro. Hins vegar segir hann að á móti komi að eftirspurnin sé mikil á stórum mörkuðum eins og í Rússlandi og Kína, og því gæti alveg eins farið svo að verðið haldist óbreytt þrátt fyrir meira framboð. „Það verður spennandi að fylgjast með í framtíðinni og ég held að útlit- ið hafi sjaldan verið jafn bjart og nú," segir Arvid ab lokum. -PS Frá glœsilegri sýningu lobdýrabœnda á dögunum. Ágúst H. Bjarnason grasa- fræbingur, sem rekur Vist- fræbistofuna, hefur sótt um löggildingu sem vottunarabili ab gæbum lífrænnar fram- leibslu í íslenskum landbún- abi, en hefur ekki fengib leyf- ib enn. Mál hans eru til skob- unar hjá Löggildingarstof- unni, en Agúst segist eiga von á því ab hann fái úrlausn sinna mála fljótlega. Hann segir Iífræna ræktun fyrst og fremst pólítik, ákvebna stefnu sem menn hafa tekib, ab losa sig vib þessi aukaefni sem notub eru í landbúnabi. yLífræn ræktun er ekkert nýtt á Islandi, því þangab til menn fóru ab nota tilbúinn áburð hér á landi þá var þetta allt saman lífræn ræktun. Menn mega því ekki halda að þetta sé eitthvað nýtt á íslandi," segir Ágúst. Ágúst telur að lífrænn land- búnabur eigi framtíb fyrir sér og sé þab sem koma skal. Þab sé bara stundarfyrirbrigbi aö við ræktun sé alltaf hugsaö meira um magn en gæði. Agúst segir að þrátt fyrir að lífrænt ræktaðar afurðir séu dýrari þá hljóti almenningur að opna augun fyrir gildi hans, eins og fólk hefur gert úti í hinum stóra heimi. „Ræktun erlendis var komin út í slíkar öfgar að fólki var farið ab ofbjóba og því hefur þab snúib sér ab lífrænt ræktubum afurbum." -PS KAFFIBRENNSLA AKUREYRAR HF

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.