Tíminn - 29.02.1996, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.02.1996, Blaðsíða 2
2 WmmU LANDBÚNADUR Fimmtudagur 29. febrúar 1996 SÁDVÉLAR FIONA sáðvél sáðvélar Eigum örfáar vélar til afgreiöslu strax. Ingvar Helgason hf. vélasala Sævarhöföa 2 - SÍMI 525-8000 Sími 56316B1 Fax: 5516270 Stofnkostnabur og vibhald rafgirbinga um helmingi minni en abrar girb- ingartegundir. Lárus Pétursson, verkefnisstjóri hjá RALA á Hvanneyri: Vanda verður upp- setningu og viö- hald rafgirbinga Lárus Pétursson, búfræbi- kandítat og verkefnisstjóri á bútæknideild Rannsóknar- stofnunar landbúnabarins á Hvanneyri, hefur verib ab vinna ab því ab gera tækni- legan samanburb á mismun- andi gerbum girbinga, auk þess sem hann hefur gert samanburb á abföngum til girbinga, sem tekur til kostnabar, vinnu og um- hverfisþátta. í ljós hefur komib og í raun stabfest þab sem ábur hefur komib fram ab rafgirbingar eru ab mörgu leyti mjög heppileg- ur kostur, sérstaklega vegna þess hve stofnkostnabur er lágur, sem og kostnabur vib vibhald og eftirlit. Segir Lár- us ab þarna muni um helm- ingi í kostnabi í samanburbi vib abrar gerbir girbinga. „Rafgirbingar eru fyrst og fremst heppilegar vegna þess hve ódýrar þær eru. Þab eru þessar stabreyndir sem gera þær áhugaverbar, en vanda- málið er að mun meiri ná- kvæmni þarf við uppsetningu og eftirlit til að full not sé hægt að hafa af þeim," segir Lárus. Sú staðreynd að rafgirðingar eru vandmeðfarnar, hefur ein- mitt gert það að verkum að margar þær rafgirðingar sem bændur hafa nú þegar sett upp þjóna ekki tilgangi sín- um. „Astand þessara mála er víða frekar hörmulegt. Menn hafa dálítið verið að leysa þessi mál á svipaðan hátt og þeir gerðu með gömlu gadda- vírsgirðingarnar, msla rafgirð- ingunni upp og láta þær síðan standa með litlu eftirliti. Vörslugildið verður því mjög takmarkað." Stórir aðilar hafa í auknum mæli farið út í að nota raf- girðingar, s.s. Landgræðslan, Vegagerðin og Skógræktin og þar hafa þessi mál hins vegar veriö tekin fastari tökum en hjá mörgum bændum, og þar hafa rafgirðingarnar reynst mjög vel enda þar lögð meiri áhersla á rétta uppsetningu og gott viðhald en hjá mörgum bændum. Þetta slæma ástand er ekki endilega hægt að kenna um viljaleysi bænda í þessum málum, heldur kannski því að þeir hafa hvorki verið fræddir um notagildi, kostnaðarhlið- ina né leiðbeint um uppsetn- ingu og viðhald. Lárus var einmitt nýlega ráðinn til bútæknideildar RALA á Hvanneyri til að gefa út fræðsluefni um rafgirðingar sem hjálpa á bændum, enda mikið í húfi þar sem rafgirð- ingar eru um helmingi ódýari í uppsetningu og að öllum líkindum í viðhaldi einnig. Þetta fræðsluefni verður gefið út fljótlega. Eins og áður sagði gera raf- girðingar mjög takmarkað gagn ef þær eru ekki settar upp. Sem dæmi má nefna að ef þær eru settar upp þar sem gróður er mikill, þar sem gróöurinn flækist í rafmagns- vírnum og leiðir spennuna í jörðu, sem gerir það að verk- um að spennan í girðingunni lækkar, sérstaklega í bleytutíð. Þá geta rafgirðingar valdið símatruflunum er þær eru lagðar t.d. samhliða síma- streng í jörðu. Það er að sögn Lárusar ótrúlega algengt að girðingarnar trufli símasam- band og víða komið upp vandamál sem erfitt hefur verið að leysa. Af öðrum ókostum við raf- girðingar má nefna að þær eru ekki heppilegar nálægt mannabústöðum og sérstak- lega þar sem börn eiga leið um. Það er ekki hættulegt að fá í sig eitt högg frá rafgirð- ingunni, en hins vegar er stöðug snerting lífshættuleg. Dæmi eru um ab hross og kindur hafi drepist á skömm- um tíma eftir að hafa flækt sig í rafgirðingu. -PS VS„ EMK0H» Gúmmívinnustofan hf. Réttarhá11i 2 & Skipholti 35 isi&Ksi^^hfr-miíiSsia. á fr-álæru. wríi ) <*s al-.I-.i a-j ásisa-julaus'J »i-j NarO-Jakk sru masi ssJdu -Jsi-.k á J'sian-Ji, þau aru ginral-Jisga gúður -jc| áruggur i-.-jsiur yt-j JsJarrskar a-jsi-a-jur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.