Tíminn - 29.02.1996, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.02.1996, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 29. febrúar 1996 HÍJKÍlftt LANDBÚNAÐUR 3 Globus — Vélaver hf.: New Holland, nýtt nafn fyrir Ford og Fiat í kjölfar kaupa á Fiat á New Holland og Ford verksmiöj- unum, hafa Ford og Fiat dráttarvélar veriö sameinaöar undir nafni New Holland, reyndar meö Ford og Fiat undirnöfnum. Meö samein- ingunni er New Holland nú oröinn stærsti framleiöandi landbúnaöartækja í heimin- um. Glóbus — Vélaver hf., er umboösaöili New Holland hér á landi, en í mars er væntanleg hingaö til lands ný lína frá New Holland, L- 34 línan. Áriö 1994 seldi fyr- irtækiö 21% af öllum nýjum dráttarvélum sem seldar voru í heiminum þaö áriö. New Holland rekur sögu sína allt til ársins 1895 og að baki nafni þess er mikil þekking og reynsla. Fyrirtækiö hefur á allra síöustu árum staöiö fyrir fram- leiöslu á Fiatagri og Ford drátt- arvélum, en nú er skrefiö stigið til fulls og nú heita vélarnar New Holland. New Holland rekur um 20 verksmiöjur í 5 heimsálfum og þar starfa um 19.500 starfsmenn. Ný vél frá New Holland Nýjasta afkvæmi New Hol- land er L-35 línan, en þar er um að ræða 60 til 95 hestafla dráttarvélar og er þessi lína arf- taki Fiat 94 línunnar, en hún er væntanleg hingað til lands í mars. Það sem vekur fyrst athygli varöandi þessa vél er aö í henni eru margar tækninýj- ungar, í henni er mjög ríkuleg- ur staðalbúnaöur og verðið er hagstætt. Húsiö, sem er ný hönnun er mun hljóðlátari en gengur og gerist á dráttarvéla- markaðnum. í vélinni er loft- púöasæti, þar sem hægt er aö stilla fjöðrun sætisins eftir ósk- um notandans, auk þess sem hægt er aö snúa því. Vélin er búin veltistýri meö hæöarstill- ingu og meö 35 lítra sérbyggðri stýrisdælu, sem gerir vélina mjög lipra þrátt fyrir mikið álag. Þá er snúningshorn fram- hjóla 55 gráöur og er beygjur- adíus því mjög lítill. Þá er í húsinu sérstakur stafrænn mælir sem gefur upplýsingar um hraða, snúning vélarinnar og um unna hektara. Allar vélar í L-línunni eru svokallaðar lágnefjur og er ekki hægt aö fá þær öðruvísi, en meö þeim hætti eykst mjög út- sýni fram fyrir vélina, sem þyk- ir ákaflega hentugt þegar veriö er aö vinna meö ámokstur- stæki, sem færst hefur mjög í vöxt meö tilkomu rúllubagga- tækninnar. Aögengi að mótor vélarinnar er mjög auövelt, þar sem hægt er aö lyfta vélarhlíf- inni upp, en hún er á hjörum upp viö ökumannshúsið. Hægt er að læsa drifi þannig aö vélin taki jafnt á öllum hjól- um og þá er í henni vökvaa- flúttak, þar sem hægt er að velja um þrjá mismunandi hraöa. Hægt er aö breyta um hraöa inn í ökumannshúsinu, sem auðveldar mjög að auka aflútttakið og á sama tíma að minnka vélarsnúning, þegar unniö er með tæki sem þurfa litla orku. Vélin er búin fjögurra gíra gírkassa og þriggja þrepa milli- kassa, hvort tveggja fullsam- hæft. Aö auki er vélin búin samhæföum vendigír og vökvamilligír, sem stjórnað er með einum rafmagnstakka á gírstönginni. Þetta gefur vélinn 24 hraðastig áfram og tólf aft- urábak. Allar vélar í L-35 seríunni eru með Iveco mótóra, frá stærsta díselvélaframleiðenda í Evrópu. -PS Ein afhinum nýju vélum úr L- seríunni. Á annarri myndinni má sjá hvernig hœgt er aö opna vélarhlífina. DU i HJA OKKUR ER URVALID VIÐ BJOÐUM: Diskasláttuvélar í ýmsum stærðum og gerðum, með eða án knosara, frá eftirtöldum fyrirtækjum: CÍHHS ZWEEGERS AaÍIbop < GREENIAND ZWEEGERS Heytætlur, lyftutengdar eða dragtengdar, í ýmsum stærðum og gerðum frá eftirtöldum fyrir- tækjum: Kverneland æmmmmmæ r TO4RQP Stjörnumúgavélar, lyftutengdar eða dragtengdar, í ýmsum stærðum og gerðum frá eftir- töldum fyrirtækjum. J&f Kverneland r TO/JRCIP UHHS Athugið að panfa tímanlega til að tryggja örugga afgreiðslu Hafið sam- band við sölu- menn okkar sem gefa allar nánari upplýs- ingar. Ingvar i Helgason hf. vélasala Sævarhöfða 2, SÍMI 525-8000

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.