Tíminn - 29.02.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.02.1996, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 29. febrúar 1996 WnÚWM landbúnaour 7 Rannsóknir á snarrót, sleginni á mismunandi tímum sem gróffóöri fyrir mjólkurkýr: Snemmslegin snarrót orkurík- ari en magnið þrefalt minna Auknar kröfur um afkasta- getu hvers grips í mjólkur- iönabi hafa aukiö hlutdeild kjarnfóöurs í nútíma land- búnaöi. Kjarnfóöriö skal stjórna fóöurstyrk gjafarinn- ar og vera viöbót viö þaö fóöur sem þegar hefur veriö aflaö á búinu. Þá er gróffóö- ur, gras, þurrhey, vothey og rúlluhey — grunnurinn, sem bóndinn getur stýrt aö hluta til meö tilliti til magns og gæöa — háö sláttutíma og meöferb. Snarrótin er oft ríkjandi á ræktuöu landi, vegna þess að lítið er um að bændur endur- rækti tún sín hér á landi og nær hún smám saman að auka hlut sinn.í túnum eftir því sem lengra líður frá end- urræktun. Alls voru ræktuð tún á landinu árið 1993 talin vera 136 þúsund hektarar, en aðeins voru 1009 hektarar endurræktaðir, eöa 0,74%. Það er því hægt að segja að snarrótin getur verið stór hluti af heimaöfluðu gróffóðri hérlendis. Árið 1994 var gerð tilraun á Rannsóknarstofnun landbúnaðarins á Möðruvöll- um í Eyjafirði, þar sem snar- rótin var slegin á raismun- andi tímum og áhrif hennar sem fóðurs á át, mjólkurfram- leiðslu og efnainnihald mjólkur. Það var Sigríður Bjarnadóttir á RALA á Möðru- völlum sem hafði umsjón með tilrauninni, en í fyrri til- raunum hefur komið fram að snarrótin gefur af sér síðra fóður en aðrar grastegundir. í tilrauninni voru notuð þrjú samliggjandi tún, sem liggja á tiltölulega vel ræstum sandjarðvegi, og voru þau slegin á þremur mismunandi tímum. Snemmslegin snarrót var slegin 3. júlí, miðslegin níu dögum síðar, eöa 12. júlí, og síðslegin snarrót níu dög- um þar á eftir, eða 21. júlí. Þegar talað er um að slegin sé snarrót, þá er hún orðin mjög áberandi í túnunum, eða yfir 90% af gróðurþekjunni. Sigríður segir það hafa kom- ið mest á óvart, að ekki mæld- ist mikill munur á áti kúnna á milli snarrótargerðanna. Hins vegar mældist munur á orku- innihaldi, þar sem sú snemm- slegna var orkuríkust, en sú síðslegna orkuminnst. Fyrir vikið varð náttúrlega munur á nyt kúnna: nytin var mest hjá þeim kúm sem átu snemm- slegna snarrót. Eins og áður segir er snemmslegin snarrót orkurík- ari, en aftur fæst minna magn af henni. Mun meira magn, eða allt aö þrefalt, fæst af síð- slegnu snarrótinni, en hins vegar er hún þá ekki eins orkurík. Bændur verða því í raun að meta það hvenær þeir slá snarrótina og þá munu þeir eflaust hafa í huga, hvað hver og einn hefur til umráða af túnum og heymagni. Þeir verða að gera það upp við sig hvort þeir vilja slá snarrótina snemma og fá þar með gott hey en mjög lítið af því, eða öfugt. Bændur og aðrir "hafa lengi haft horn í síðu snarrótarinn- ar, en ekki er hægt að losna við hana nema að endurrækta túnin. Þar kemur enn að því hvað menn hafa til umráða og hvort það svarar kostnaði, því þaö kostar talsvert fjár- magn. (Byggt að hluta á erindi Sig- ríðar Bjarnadóttur á ráðu- nautafundi á dögunum) -PS Þekktir fyrir gæði og frábæra endingu. Hleðsluhæð 90-100 cm. Stærðir 500-750 lítra. Dreifibúnaður úr ryðfríu stáli og plasti. Stillanleg dreifibreidd 6-14 metra. BÆNDUR! PANTIÐ TIMANLEGA Hafíó samband vió sölumenn okkar, sem gefa allar nánari upplýsingar. . = = . Ingvar r i j I Helgason hf- vélasala Sævarhöföa 2, SÍMI 525-8000 LADA getur verið raunhæfur kostur fyrir þig Lada Sport - Oflugri og betur búinn. Mun öflugri vél, léttara stýri, stærra farangursrými, betri sæti, ný og breytt innrétting. 989.000 kr. t BBN •(700 sm vei Lada Skutbíll - Rúmgóður og kraftmikill Hentar þeim sem þurfa talsvert farangursrými. Jafnvígur sem vinnubíll og fjölskyldubíll. 697.000 kr. Lada Samara - Lúxus án íburðar. Samara er rúmgóður, sparneytinn og ódýr bíll sem hefur notið mikilla vinsælda hér á landi í gegnum tíðina. 664.000 kr. Lada Safír - Ódýrasti bíllinn á íslandi. Sterkbyggður og eyðslugrannur fimm manna bíll sem hentar vel í bæjarakstri og er öruggur í langferðum. 588.000 kr. Negld vetrardekk og sumardekk fylgja. LAPA afar raunhæfur kostur ÁRMÚLA 13, SfMI: 568 1200 BEINN SÍMI: 553 1236

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.