Tíminn - 29.02.1996, Blaðsíða 13

Tíminn - 29.02.1996, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 29. febrúar 1996 LANDBÚNAÐUR 13 „ Vissulega er þaö erfiöara, en viö megum heldur ekki gleyma því aö aukiö heilbrigöi er liöur í þeirri hagrceöingu sem á sér staö og ef til vill sá þáttur hennar sem skilar mestum árangri þegar til lengri tíma er litiö. Vissulega hefur vandi bœnda veriö aö aukast. Þessi flati niöurskuröur og kröfur um hagrceöingu hafa dregiö úr tekjum þeirra. Kúabœndur hafa ef til vill ekki oröiö nœgiiega varir viö þetta fyrr en nú. óbreytt. Það hafi þó eðlilega haft sína kosti, en sé einnig barn síns tíma. Kröfurnar hafi hreinlega aukist. Erilsamt starf — Er mikið álag á dýralœkn- um? „Já, þetta er oft erfitt starf og erilsamt og hætta er á að menn þreytist með tímanum. Þetta er eins og með hvert annaö fyrir- tæki. Flest eiga þau uppvaxtar- tímabil, blómatíma og hnign- unarskeið, en með dýralækna- miðstöðvunum á að vera hægt að fá nýja krafta til starfa eftir því sem þörf krefur. Ungt fólk kemur heim frá námi með nýjar hugmyndir og oft sérhæfingu í einhverjum dýralækningum. Því er ómetanlegt að fá það til starfa í samvinnu við eldri dýra- lækna og blanda þannig saman nýjungum og reynslu. Þannig komum við aftur að kröfum og þjónustuhlutverki. í þessu ligg- ur lausnin við að svara kröfum tímans og af þessu hljóta menn að taka mið við fyrirhugaða endurskoðun dýralæknalag- anna." Miklar breytingar á dýralækningum — Hafa ekki orðið miklar breyt- ingar á dýralœkningum á síðustu árum? Sigurður Ingi kveður svo vera. „Til skamms tíma snérust flestar lækningaaðgerðir um líf eða dauða. Dýralæknirinn var kall- aður til þegar ekki varð hjá því komist og oft var þá um erfið- leika við burð eða doða í kúm að ræða. Minna var um að leit- að væri dýralækna vegna gælu- dýra og hrossa. Á síðustu 10 til 15 árum hafa dýralækningarnar hins vegar breyst mikið. Meira er lagt upp úr hreinni ráðgjöf og einnig fyrirbyggjandi aðgerðum. Menn ganga einnig miklu lengra í lækningum en áður, og á það einkum við um gæludýr og hross þar sem farið er að framkvæma ýmsar stærri að- gerðir á skurðstofum. Einnig er meira um fyrirbyggjandi að- gerðir í mjólkurframleiðslunni og beinast þær ekki síst gegn júgurbólgu, sem lengi hefur ver- ið vandamál í íslenskum kúabú- skap." Sigurður Ingi segir miklar breytingar einnig hafa átt sér stað í mjólkurframleiðslunni. Kýr verði ekki eins gamlar og áður, sem geri það að verkum að heilbrigði sé meira. Minna sé um króníska júgurbólgu og einnig hafi dregið úr algengum burðarkvillum á borð við doða og súrdoða, þótt þeir séu ennþá fyrir hendi. Aðspurður segir Sig- urður Ingi að þessir kvillar stafi af röngum efnaskiptum, þegar mikið reyni á líffæri kúnna vegna mjólkurinnar. Þetta megi oft rekja til fóðrunar og með bættri fóðrun á undanförnum árum hafi dregið verulega úr þessum kvillum. Þótt fóðrun hafi batnað á margan hátt, þá hafi abstæður í landbúnabi þó valdið því að dregið hafi verið úr fóburbætisgjöf. Vegna fram- leiöslutakmarkana og einnig ákveðins áróðurs fyrir hag- kvæmni heimaöflunar hafi bændur í auknum mæli leitast vib að fóðra mjólkurkýr á heimaöfluðu fóðri. Við það bæt- ist nú að verb á erlendum korn- vörum hafi hækkað mikiö að undanförnu og muni það auka hagkvæmni heimaöflunarinnar og herða menn í ab framleiða meira af innlendu fóðri. Ein af- leiðing þess að bændur hafi dregiö úr kjarnfóðurnotkun sé að erfiðara hefur jeynst að út- rýma þessum sjúkdómum. Kýrnar fái ekki nægilega orku- ríkt fóður og gangi því um of á eigin orkuforöa. Þarna verði menn að finna milliveg. Menn geti sparað sér til óbóta og misst sparnaðinn vegna afurðataps og kostnaðar vib lækningar. Sigurður Ingi kveðst þó alls ekki vera að kasta rýrð á inn- lenda fóðuröflun. Svo virðist sem unnt sé að stunda kornrækt víða um land og bygg nái þeim þroska að verða ágætt skepnu- fóður, þótt það nái ef til vill ekki nægilegum þroska til manneldis. Eitt sé þó víst, að ekki verði hægt að komast hjá kjarnfóðurgjöf fyrir mjólkurkýr. Verbum að lækka frumutöluna — Er júgurbólgan þá erfiðasta vandamálið í kúabúskapnum? „Hún hefur veriö með þeim erfiðari, en þar hefur einnig náðst verulegur árangur," segir Sigurður Ingi og bætir við að þó þurfi að gera betur. Hann segir að næsta kynslób mjólkurkúa þurfi helst ab verða júgurbólgu- laus, og í því sambandi sé verið ab tala um næstu fjögur ár á meðan núverandi kúafloti sé ab ganga úr sér og dætur þeirra að taka við. „Við erum einnig með of háa frumutölu í mjólk," bætir Sigurbur Ingi vib. „Vib höfum sett efri mörkin við 600 þúsund frumur í ml, en staðlar Evrópu- sambandsins eru 300 þúsund. Norömenn eru komnir lengra niður og gera nú kröfur um að- eins 250 þúsund frumur í ml. Með það að vopni ætlað þeir að takast á við innflutninginn og verja eigin framleibslu og norska bændur. Ef vib ætlum að keppa vib innflutning í framtíð- inni, þá verðum vib að fara sömu leið. Um annað er ekki að ræða. Við verbum að ákveða sömu mörk og gilda í ríkjum Evrópusambandsins eða fara neðar, eins og Norðmenn hafa gert. Við erum með gott hrá- efni. Hér eru nánast engin auka- efni á borð við þungmálma í mjólkinni og við eigum ab geta lækkaö frumutöluna til jafns við það sem gert er í öbrum lönd- um." Hann segir ab þetta sé fyrst og fremst spurning um mjaltatækni og meb því að breyta henni eigi að vera auð- velt að ná frumutölunni niður. Heilbrigöi liður í hagræöingunni — Verður ekki erfðara að bregð- ast við auknum heilbrigðiskröfim þegar kreppir að baendum eins og nú gerist? „Vissulega er það erfiöara, en við megum heldur ekki gleyma því að aukið heilbrigöi er liður í þeirri hagræðingu sem á sér stað og ef til vill sá þáttur hennar sem skilar mestum árangri þegar til lengri tíma er litið. Vissulega hefur vandi bænda verið ab aukast. Þessi flati niðurskurður og kröfur um hagræðingu hafa dregið úr tekjum þeirra. Kúa- bændur hafa ef til vill ekki orðiö nægilega varir vib þetta fyrr en nú. Eldri bændur, sem reka bú sín á skuldlitlum eða skuldlaus- um grunni, hafa verið að ganga á eignir sínar. Ab vísu hefur þetta gerst hægt og er það ef til vill ástæða þess ab þeir hafa ekki veitt því nægilega athygli. Þeir, sem nýlega hafa lagt í stofn- kostnað eða staðið í nýfram- kvæmdum og búa við verulegan fjármagnskostnað, hafa ekkert til að ganga á og auka því skuld- ir. Þetta er því mibur staða of margra bænda í dag og það segir sína sögu að á síðasta ári var að- eins byggt eitt fjós í landinu." Sigurður Ingi kveðst þó ekki vera svartsýnn fyrir hönd bænda, enda sjálfur af bænda- fólki kominn og þar liggur rótin að hann tók sér dýralækningar fyrir hendur. Hann segir að margir hafi náð ab hagræba og meb kvótakaupum hafi menn fyrst og fremst verið að styrkja fjölskyldubúin. „Ég sé enga stór- býlaþróun eiga sér stað, þótt um vissa samþjöppun hafi verið að ræða." Hann bendir á sjávarútveginn og segir að kvótakerfi leiði það af sér að starfsemi þjappist sam- an. Menn séu að reyna að halda í hagkvæma rekstrarstærö, hvort sem um kúabúskap eða togara- útgerð sé að ræba. Þannig hafi margir bændur hætt framleiðslu og sama hátt og útgerðarfyrir- tæki hafi selt kvóta. Viðhald í staö ný- bygginga — innlend fóöuröflun og aukiö heilbrigöi — Er ekki hœtta á að fram- leiðslutœki drabbist niður þegar menn verða að draga saman og ganga á forða? Magnast vandinn ekki þannig stig afstigi? Siguröur Ingi segir slíka hættu vissulega vera fyrir hendi, verði menn ekki á varðbergi og leiti leiða til þess að komast framhjá aðsteðjandi vanda. Þótt abeins hafi verið byggt eitt fjós á síb- asta ári, þá megi ekki draga of sterkar ályktanir af því. Þótt margar fjósbyggingar í sveitum séu að komast á endurnýjunar- stig, þá séu til fleiri leiðir en að ráðast í kostnaðarsamar nýfram- kvæmdir. Hann kvaðst vita um nokkur tilvik þar sem menn hygðust fara í viðhaldsfram- kvæmdir á komandi sumri. Þar á meðal væri stækkun fjósa, bygging mjaltabása auk fleiri framkvæmda. Þannig væru bændur að bregðast við endur- nýjunarþörfinni og með þessu móti væri unnt að lengja líftíma mannvirkja fyrir mun minna fé en að ráðast í nýbyggingar. Ef bændur nái að nýta sér þau tækifæri, sem þeir hafi, þá eigi þeir að geta bætt sér upp þá tekjuskerðingu seni landbúnað- urinn hafi orðið fyrir að ein- hverju leyti. Sigurður Ingi nefnir viöhald í stað nýbygginga, aukna inn- lenda fóðuröflun og aukið heil- brigði búpenings sem dæmi um þau tækifæri. Hann segir einnig að neytendur geri kröfur til bænda sem stangist á og stefni í gagnstæðar áttir. Dýraverndun- arsjónarmið eigi miklu fylgi ab fagna. Fólk vilji ab búið sé sem best að dýrum og heilbrigði og hreinleiki einkenni landbúnað- arframleiðsluna. En á sama tíma geri þessir sömu aðilar kröfur um lægra matvælaverð. Þetta stangist á, því góð meðferð, hreinleiki og heilbrigði kosti ákvebna fjármuni, sem komi ekki annarstabar frá en úr vö- sum neytenda — þeirra sem kaupi framleiðsluna. Til þess að svara kröfum um lægra verb, hafi þróast ákveðnir búskapar- hættir í ýmsum löndum. Bú- skaparhættir sem byggist á framleibslu mikils magns miðað við aðstæbur. Þar skipti aðbún- aður dýra engu höfuðmáli og gæðamálin séu oft ekki efst á baugi. Þannig framleiðsluaðferð- ir hafi íslenskir bændur aldrei tileinkað sér og muni ekki gera. í því sé framtíb þeirra fólgin öðru fremur. -ÞI RULLUBINDIVEL - 1,20x1,20 m 2 GARNLEIÐARAR - Fáanleg með netbindibúnaði, söxunarbúnaði - Einnig 1,20x1,50 m sérpantað BÆNDUR! PANTIÐ TÍMANLEGA Leitiö nánari upplýsinga Ingvar Helgason hf. VÉLASALA Sævarhöföa 2, SÍMI 525-8000

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.