Tíminn - 01.03.1996, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.03.1996, Blaðsíða 2
2 WMnm Föstudagur 1. mars 1996 Tíminn spyr... Um 1500 unglingar kynnast starfi björgunarsveita: U tkall raubur! Er hægt ab halda Smáþjóba- leikana hér á landi meb reisn án þess ab keppt sé í sundi? Jón Arnar Magnússon, frjálsíþróttamabur: Mér hefur alltaf fundist sundið vera fyrirferðarmest á Smáþjóðaleikunum og borið mest á því, auk þess sem okk- ur hefur alltaf gengib svo vel í sundkeppninni. Ég þori hins vegar ekki að segja ákveðið til um það hvort reisn verði yfir leikunum. Það er hins vegar alveg ljóst að vantar rosalega mikið jiegar sundið vantar. Gubmundur Harbarson, forstöbumabur sundlaugar Kópavogs og fyrrum lands- liðsþjálfari í sundi: Smáþjóðaleikarnir myndu setja mikið niður ef sund- keppnin færi ekki fram hér á landi. Þetta er ein fjölmenn- asta og áhugaverðasta greinin og ein af kjarnagreinum Smá- þjóðaleikanna. Það mun skaða okkur út á við ef vib höldum ekki sundkeppnina. Ingi Björn Albertsson, formabur íþróttanefndar ríkisins: Ég tel afar hæpiö að það sé hægt og ég verð að hvetja við- komandi aðila, Ólympíu- nefnd, Reykjavíkurborg og sundsambandið til að ná nið- urstöbu í þessu máli, því ég tel að leikana muni setja mikið niöur og okkur sem mótshald- ara. Bæbi innávib og útávið er brýnt ab við getum haldið leikana eins og ætlast er til að þeir séu haldnir. Fræbsluskrifstofa Reykjavíkur, Flugbjörgunarsveitin, Reykjavík- urdeild Rauba krossins og nokkr- ir styrktarabilar hafa a& undan- förnu sta&ib fyrir fræ&sludegi er kallast Útkall rau&ur. Allir 9. bekkingar í Reykjavík, alls um 1500 talsins, taka þátt í dagsnám- skei&inu og þurfa unglingarnir a& ganga í gegnum ýmsar raunir á&- ur en deginum lýkur. Tilgangurinn er jrríþættur: Kynn- ast starfi björgunarsveita og RKÍ, búa unglingana undir útivist af ýmsu tagi og benda þeim á að ýms- ir möguleikar gefast til tómstunda- iðkunar, a&rir en t.d. horfa á sjón- varþ. Daglega eru tvær bekkjardeildir sóttar ásamt kennurum í skólann klukkan 8.30 um morguninn og farið með unglingana í húsnæði FBSR í Öskjuhlíð. Að lokinni kynn- ingu er fariö í póstaleik sem byggir á ýmsum uppákomum tengdu starfi félaganna s.s. útivist, ferða- mennsku, skyndihjálp og náttúru- túlkun. Þessi gönguferð tekur að jafnaði um tvær klukkustundir og er margur unglingurinn orðinn framlágur þegar ferðinni lýkur aö sögn Grétars Bjarnasonar, fram- kvæmdastjóra Flugbjörgunarsveitar Reykjavíkur. Unglingamir hitta m.a. fótbrotinn mann sem hefur dottið af hjólinu sínu og er auk þess með höfuðáverka. Þeir eru látnir hlusta eftir hljóbum og greina þau, Áslaug Brynjólfsdóttir, fræbslustjóri og Sigrún Magnúsdóttir form. skólarábs í hópi 9. bekkjar nema í gœr. Tímamynds skoba gróbur, steina og annað. Skólakrökkunum er skipt upp í fimm manna hópa. M.a. finna þeir eina flík á hverjum áfangastað, ým- ist peysur, vettlinga, húfu eöa ann- að. Sá krakki er síðan klæddur í flík- ina sem verst er búinn. „Þegar þau koma í hús eftir allan þennan tíma og allt þetta rölt, blaut og köld, þá er þessum eina sem minnst var klæddur sæmilega hlýtt. Upp úr því byrjum við umræbur um föt," sagbi Grétar. Að gönguferðinni lokinni er farið yfir daginn, mistökin krufin'og rætt hvaða búnað þurfi til að ganga um Öskjuhlíðina í tvær klukkustundir. Síðan eru krakkamir látnir velta því fyrir sig hvað þurfi til að ganga á Esjuna. Að þeim umræðum Ioknum er farið út í skyndihjálp, sýndar myndir og fleira. „Stundum drög- um við fram dúkku og leyfum þeim að hnoöa og blása í en þab er mjög mismunandi eftir bekkjum hvort þau hafa áhuga fyrir því," sagbi Grétar. Hann sagbi börnin almennt taka þessu útkalli mjög vel, um 90% finnist þetta „meiri háttar" en um 10% séu óánægb og spyrji í sífellu „hvenær er þetta búið?" Það sé þó lægra hlutfall en hann hafi átt von á. Kennarar hafa lokið lofsorði á þessa framkvæmd og telja þessa lífs- reynslu velheppnaða og styrkja unglingana fyrir fullorðinsárin. -BÞ FRAMHALDS- SAGA Skólalíf EFTIR FJÖLMANN BLÖNDAL Reynslusaga vinkonunnar hennar Stínu hvíldi yfir kennarastofunni í nokkra daga eftir að sagan kom fyrst fram. Viðbrögðin voru öll á einn veg, menn voru orðlausir yfir óvæntum ásökunum á hendur prestinum gamla sem fermt haföi vinkonuna. Gat þetta virkilega verið satt? Og svo gerðist það aö Stína upplýsti aö fleiri konur hefðu komiö fram sem sögðu farir sínar ekki sléttar í viöskiptum við presta og ýmsa aðra opinbera starfsmenn. Það var eins og ormadós hefði verið opnuð, því skyndilega varð allt ið- andi af lífsreynslusögum kvenna og karla, sem orðið höfðu fyrir einhvers konar kynferðislegu áreiti í æsku. Augljós- lega höfðu prestar í stórum stíl brugðist trúnaöi skjólstæö- inga sinna, en nú var farið að kvarta undan barnakennur- um, læknum, sundlaugavörðum og bankastjórum og hvers kyns fólki sem flestir áttu von á aö færu aö fá fálkaorðuna. Þessi upplausn í þjóðfélaginu hafði óhjákvæmilega áhrif á allt skólastarfið líka. Og þó kennararnir töl- _____ uðu vissulega um máliö sín á milli, var þaö ekki tekiö upp meö formlegum hætti á kenn- ÆrW arafundum. Doddi sá hins vegar ab ákvebin hætta væri á að nemendur kæmu fram meö kröfur um að breyta kristinfræðikennslunni í skólanum í valáfanga, ef umtalinu um prestana linnti ekki. Slíku hafði hann ekki áhuga á, því þó hann væri ekki trúaöur maöur vildi hann halda kristinfræðinni inni sem kjarnanámsfagi í sínum skóla. Doddi kallabi því gamla prestinn á fund og þeir ræddu málin tveir saman. „Ég styð þig dyggilega, séra minn, í þessum hremming- um," sagði Doddi, „en þú sérð aö ég get hins vegar ekki tekib á þessum málum opinberlega." Presturinn skildi þaö svo sem, og þótti það þjóðráö hjá Dodda að reyna aö blanda Steina deildarstjóra í málið. Steini fór jú formlega meö kristinfræbina í skólanum og Dodda þótti alltaf gott aö geta rétt honum beiskan kaleik. Hér virtist komib kjörið tækifæri. (Aö gefnu tilcfni skal tekib fram a& persónur og atburöir í þessari sögu eiga sér ekki fyrirmyndir í raunveruleikanum. ÖIl samsvörun vib raunverjilegt fólk eba atburbi er hrein tilviljun.) Sagt var... Varab vib sameiginlegri forsjá „Af og til skýtur upp töfralausnum. Ein slík er sameiginleg forsjá. ... Sér- staklega ber aö vara vib „sameigin- legri forsjá", en þaö fyrirkomulag er til þess fallið aö „auka afl" þess sem er sterkari, styrkja stöbu mannsins, en striða gegn hagsmunum barna og kvenna." Skrifar fræbslu- og kynningarfulltrúi hjá Kvennaathvarfinu í Morgunblabinu. Ekki er ólíklegt ab vænta einhverra vib- bragba í kjölfar þessarar greinar hjá þeim, sem hafa náb samkomulagi um þessa „töfralausn" meb góbum árangri. Hvalfjarbargöngin hefnd Norbmanna „Þessi norska hugmynd [Hvalfjarbar- göngin] mun hafa ágerst í undirvit- und þeirra og virðist hafa snúist í ab veröa hefnd fyrir Smuguveiðar okkar, því að veröi mörgum þessum svoköll- uöu frændum okkar fagnaöarefni, þegaríslenska þjóbin hefurverib klyfj- uö til margra ára eða þungum skulda- bagga, sem fyrr eða síöar lendi á þjóðinni og ekkert verður aflögu til arðbærra og skynsamlegra verka, eins og t.d. Smuguveiða." Gunnlaugur Þórbarson lögfræbingur er andvígur Hvalfjarbargöngum. Mogginn í gær. Aldrei graer um heilt fyrr en ... „Fyrr en Danir hafa gert hreint fyrir sínum dyrum í Kambansmálinu, grær aldrei um heilt milli Dana og íslend- inga." Leifur Sveinsson í Mogga. Blabakona í felum „Kannski var kominn tími til aö blaða- konan, sem hefur leikið stjörnuleik í hlutverki málfrelsishetju og rannsókn- arblabamanns, kynntist því hvernig er aö hafa slæman málstab og þurfa aö skríöa í felur." |ón Vi&ar jónsson gerir ekkert frekar til ab auka vinsældir sínar í kjallaragrein í DV í gær. Þar beinir hann einkum spjót- um sínum ab Agnesi Bragadóttur sem menningarritstjóra Moggans. Eins og gefur a& skilja eru bisk- upsmálin mikib rædd í heita pott- inum. Hagyrbingar eru löngu komnir á stúfana og einhverjum alöflugasta hagyr&ingi landsins, Hákoni Abalsteinssyni, eru eign- abar nokkrar vísur sem fljúga landshorna á milli og þykja sér- staklega vel saman settar. Tvær limrur eru kenndar Hákoni og ganga þær undir samheitinu Bisk- upsraunir. Sú fyrri er öllu víbförulli en sú seinni, en hér koma þær bábar: Hann strauk henni létt um lœri hún lét sem ekkert vœri, en svo varb hún sár eftir sautján ár yfir töpubu tœkifœri. Einhverjar hömlur því ullu því ails konar bjöllur gullu, en alltaferþó, eitt sem rœnir mig ró; því reib hann mér ekki ab fullu? • Hreyfingar í stétt fjölmiblamanna eru sívinsælt umræ&uefni í heita pottinum. Nú munu þeir á DV vera búnir a& rá&a mann í sta&inn fyrir Kristján Ara Arason sem hætti störfum fyrir nokkru. Nýi ma&urinn er Stefán Asgrímsson, sem eitt sinn var fréttastjóri á Tímanum, ritstjóri Dagsbrúnar- bla&sins og Ökuþórs bla&s FÍB, svo eitthvab sé nefnt...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.