Tíminn - 01.03.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.03.1996, Blaðsíða 6
6 rtrTLffftfr wmmm Föstudagur 1. mars 1996 Schengen-abild eba ekki, mikilla og kostnabarsamra breytinga er þörfá Keflavíkurflugvelli: Leifsstöb er sprungin „Þetta kemur mér ekki á óvart. Einmitt á þessu ári munu farþegar, sem fara hér um stöbina, verba í fyrsta sinn fleiri en ein milljón. Aukning á umferb hér er gríbarlega mikil á stuttum tíma," sagbi Pétur Gub- mundsson, flugvallarstjóri á Keflavíkurflugvelli, í samtali vib Tímann í gær. Þar þarf á næstunni ab grípa til ab- gerba í nýlegri flugstöbvar- byggingu og gera stórfelldar endurbætur. Flugstöb Leifs Eiríkssonar er sprungin. Pétur sagbi að hvort heldur íslendingar taka þátt í sam- komulaginu, sem kennt er vib Schengen, eða ekki, þá sé það ljóst að margháttaðar breyt- ingar þarf að gera í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og þær séu knýjandi. Vaxandi álag — og Schengen kannski til vibbótar „Það er ekki langt aö bíða þess að Flugleiðir bæti við tveim áfangastöðum, og svo kemur Canada 3000 í áætlun- arflugi og eykur flugið hjá sér um 60%. Það liggja nú þegar fyrir tillögur um úrbætur hjá okkur og síðan kemur Scheng- en ef til vill til viðbótar," sagði Pétur. Ástandið í Flugstöðinni er orðið slæmt á helstu álagstím- um. • í brottfararsal er unnið að fjölgun innritunarstöðva þar til að stytta biðraðir. • Þá er ljóst að á flugvéla- stæðum verður í sumar að for- gangsraða afnotum á álagstím- unum miðað við reynsluna frá í fyrrasumar. • Við komuna til landsins hefur tollsalur ekki reynst anna álaginu. í skoðun er nú að bæta við þriöja færiband- inu. Það hefur í för með sér að fríhafnarverslunin, 400 fer- metrar að stærð, flytur upp á 2. hæð byggingarinnar. • Þó er umferðarálag á 2. hæð að nálgast efstu mörk. Frumathuganir á breyting- um Leifsstöðvar hafa verib gerðar að tilhlutan utanríkis- ráðuneytisins vegna hugsan- legrar aðildar íslands að Schengen-samkomulaginu. Sú aðild mundi þýða ab aðskiln- aður farþega eftir uppruna- landi er nauðsynlegur. íbúar Evrópu yrðu ekki háðir vega- bréfaskyldu eða tollskobun, en það yrðu aftur á móti farþegar frá öðrum löndum. Hvab er til ráöa? Húsameistari ríkisins hefur kannað breytingar og það hef- ur Leifur Benediktsson verk- fræbingur ennfremur gert. Niðurstöbur eru nokkuð ólík- ar. Húsameistari telur bestu leiðina til að tryggja eðlilegan umferbarstraum farþega og nauðsynlegan aðskilnað þeirra vegna Schengen-aðildar að reisa 3.800 fermetra vibbygg- ingu viö enda núverandi Iand- gangs á tveim hæðum, auk þess að breyta hluta af núver- andi landgangi í tveggja hæða landgang. Ennfremur gerir hann ráð fyrir stækkun flug- hlaða af þessum sökum. Húsa- meistari áætlar kostnað upp á 1 milljarð króna. Leifur Benediktsson bendir á tvær leiðir. Annars vegar ab flugstöbinni verði ekki breytt fyrst í stað, en byggðir verði biðsalir út frá landgangi við núverandi landgöngubrýr. í þessum biðsölum færi fram vegabréfaeftirlit og eftirlit með handfarangri farþega við komu og brottför. Þetta mundi að hans dómi kosta 365 millj- ónir króna, en þetta er bráða- birgðalausn til nokkurra ára. Mun meiri framkvæmdir þyrfti til ab uppfylla að fullu skilyrði Schengen-samkomu- lagsins um fullkominn að- skilnað farþega. Hin tillaga Leifs er sú að flug- stööinni verði breytt þannig að hún uppfylli öll skilyrði Schengen- samkomulagsins um fullkominn aðskilnað far- þega. Þá telur hann ab innrétta þurfi alla 2. hæð byggingar- innar upp á nýtt. Annar hluti hæðarinnar yrði fyrir farþega af Schengen-svæðinu, hinn fyrir aðra farþega. Landgangi verði þá skipt eftir miðju meö glervegg og útskot byggð vib landgöngubrýr, eða þá að landgangur verði breikkabur. Kostnað áætlar Leifur 685 milljónir króna. Abeins hluti kostn- abar vegna abskiln- a&ar farþega En nú er ekki ljóst hvort ís- land verður aðili að Schengen- samkomulaginu og verbi þannig útvörður þess svæðis í norðri. Eftir sem áður telur ut- anríkisráðuneytið að óhjá- kvæmilegt sé vegna aukinnar umferðar á Keflavíkurflugvelli, að auka verulega við rými fyrir verslanir og biðsali í flugstöð- inni. Það hljóti að verða fyrr eða síðar. Ráðuneytið bendir á að verulegur hluti af áætluðum kostnaðartölum sé Schengen óviðkomandi. Samkvæmt upplýsingum Péturs Guðmundssonar má reikna með að um það bil helmingur brottfarar- og komufarþega, eba um 380 þús- und á þessu ári, ferðist innan Schengen-syæðisins án vega- bréfaskyldu. Hinn helmingur- inn, um 500 þúsund manns, að mebtöldum flugskiptifar- þegum (transit), sé annað hvort á leib inn eða út af svæð- inu og sé vegabréfaskyldur. Sama máli gegni um 150 þús- und áningarfarþega. -JBP Við Arnargötu 8 var fyrst byggt áriö 1883, þá fær Sveinn Eiríksson leyfi fyrir að byggja bæ 10 x 6 álnir. Bær þessi var meb hlöðnum torfveggjum og torfþaki. Sveinn nefndi bæinn Klapparholt. Arið 1891 er lóðin ásamt kálgaröi mæld upp og telst þá vera 1338 ferálnir og er eignarlóð. Sveinn Eiríksson kaupir erfðafestu landstykki, dagsláttu fyrir vestan lóð Einars Gamal- íussonar (Litlabæ). Á þeirri lóö var húsið Eyvík reist áriö 1904 af Jóni Jónssyni, en hann kaupir Klapparholt og erfðafestu- lóbina af D. Thomsen. En D. Thomsen hafði keypt dánarbú Sveins Eiríkssonar, bæinn Klappholt ásamt lóö, árib 1902. Jón Jónsson fær leyfi til að reisa hús á lóðinni, 10 x 9 álnir og fordyri 4x2 1/2 alin, einnig leyfi til aö byggja skúr, 3x3 álnir. Er þetta húsiö Eyvík, sem stendur að hluta til enn í dag og búið er að gera upp og byggja viö. Jón Jónsson selur Eyvík með lóð og öllu tilheyrandi í maí 1907, Jóni Magnús- syni. Jón Magnússon selur aftur Jóni Jóns- syni Eyvík ásamt bænum Klapparholti. Lóðir Eyvíkur og Klapparholts voru að- skildar, þó að þessar tvær eignir væru oft- ast í eigu sama abila. Húsib Skaftafell stób á landræmu á milli þessara tveggja bæja. í manntali frá árinu 1910 eru talin til húsa í Eyvík: Jón Jónsson sjómaður, fædd- ur 2. september í Voðmúla í Landeyjum, Vilborg Jónsdóttir, fædd 23. febrúar 1844 á Reynisvatni í Mosfellssveit, Guöný Þorsteinsdóttir, fædd 23. febrú- ar 1846 í Skíðabakkahjáleigu, og Sigurður Helgason, fæddur 1. mars 1905 í Hafnar- firbi. Árið 1912 hefur orbib sú breyting í Ey- vík ab þar er komiö tvíbýli. Sama fólk býr á heimili Jóns Jónssonar, nema Guðný Þorsteinsdóttir er þar ekki lengur til heim- ilis. Á hinu heimilinu: Bjarni Þorsteinsson sjómaður, fæddur 11. ágúst 1866 í Elliöa- ey á Breiðafirði, Gubrún Guðmundsdóttir kona hans, fædd 16. maí 1867 í Njarðvík, synir þeirra Guðlaugur, fæddur 5. október 1910, og Guðmundur, fæddur 26. ágúst 1909. Fyrsta brunaviröing á Eyvík er gerð í september 1903 og er húsinu lýst þannig: „Húsiö er byggt af bindingi, klætt utan með 1" borðum, pappa og járni utan yfir. Það er með járnþaki á 1" plægðum borö- um og pappa og járni yfir. Pappi er innan á bindingi. í húsinu eru þrjú íbúöarher- bergi, gangur og eldhús. Allt þiljab og her- bergin meö pappa á veggjum og loftum og málub. Þar eru 1 ofn og 2 eldavélar. Kjallari er undir öllu húsinu, 2 3/4 alin á Arnargata 8 (Eyvík, Klapparholt) hæð, hólfaður í tvennt. Vib vestur- gaflinn er byggður inngönguskúr af sama efni og húsið sjálft og járnvarinn, málaður að innan og hólfaður í tvennt." Tekin er með í brunavirðingu á Eyvík, húsi Jóns, lýsing á torfbænum Klappar- holti. Líklegt verður að telja að þá hafi verib nýbúið að lagfæra bæinn. Bænum er þannig lýst: „Klapparholt er með torf- veggjum og með torfþaki á skarsúð. í hon- um er eitt þiljað herbergi og eldhús. í her- berginu er nýtt gólf úr gólfborðum og vib austurhliðina er lítill inngönguskúr úr timbri." 1910 byggir Jón Magnússon fjós og hlöðu með áföstum hjalli við vesturgafl hlöðunnar. Bygging þessi var gerð af bindingi, klædd utan með boröum og járni yfir og langböndum undir járn á veggjum og þaki. Fjósið er þiljab innan og fyllt í binding með marhálmi. Það er meö timburgólfi og í því eru þrír básar. Hjallur- inn er með járnþaki og í honum hálfum er timburloft. Árið 1919 kaup- ir Jón Kristmunds- son Eyvík og var eignin í eigu hans og fjölskyldu hans til ársins 1975. Jón var fæddur á Hjarðar- nesi á Kjalarnesi 10. apríl 1886. Hann fluttist ungur að Útskálum í Kjós. Kona Jóns Kristmundssonar var Magnea Tóm- asdóttir, fædd 2. júní 1889 á Hjarðarnesi á Kjalarnesi. í manntali frá árinu 1924 eiga heima í Eyvík ásamt þeim hjónum börn þeirra: Kristmundur, Gunnar og Halldóra. Á heimilinu eru einnig Tómas Magnússon, fæddur 13. janúar 1851 á Lykkju á Kjalar- nesi (hann var faðir Magneu, eiginkonu Jóns), og Margrét Tómasdóttir, fædd 16. janúar 1897 í Arnarholti á Kjalarnesi, syst- ir Magneu. Næstu ár á eftir stækkabi fjöl- skyldan í Eyvík og þrjár dætur bættust í hópinn, þær Jarþrúður Gréta, Auöur Sig- urbjörg og Inga Hallveig. 1920 er þess getið í brunabótamati að búiö sé aö leggja vatnsleiðslur í húsib og HÚSIN í BÆNUM FREYJA JÓNSDÓTTIR dúka gólfin meö línóleumdúk, en að öðru leyti sé húsið óbreytt frá fyrri mötum (1903 og 1910). í mati frá árinu 1941 er minnst á skólp- lögn, en ekki tekiö fram hvort hún sé ný eða hafi verib lagfærö. í því mati kemur fram að endurbætur hafi átt sér staö á þurrkhjalli. í Eyvík var stundaður búskapur allt fram til ársins 1943, en tekjur drýgöar með því að taka heim fisk til þurrkunar. Magnea Tómasdóttir, kona Jóns Krist- mundssonar, var meö margt fólk í vinnu þegar mest var að gera. Mest voru þetta konur úr næsta nágrenni, sem fengu vinnu hjá henni. Magnea var meö ein- dæmum dugleg og kjarkur hennar mikill. Kom það berlega í ljós þegar hún var oft langtímum saman ein á heimilinu meö börnin. Jórt maöur hennar var sjómaður og oft langdvölum að heiman. Hann var til margra ára hjá útgeröarfélaginu Kveldúlfi. Jón Kristmundsson sigldi meöal annars á skipunum Þórólfi, Helgafellinu og Ásu gömlu. Síöastnefnda skipið fórst þegar hann var á því, en mannbjörg varö. Þegar ísland var hernumið, fór aö hilla undir lok búskapar í Eyvík og á árunum 1943 til 1944 var honum hætt. Hlaðan tekin og innréttuð í stofu og gang. Ekki veitti af meira húsplássi eftir því sem börnin uxu úr grasi og kröfurnar urðu meiri í þjóðfélaginu um aukin lífsgæði. Árið 1946 er byggt viö vesturhlið húss- ins. Nýbyggingin var einlyft og úr hol- steini, á steyptum grunni með járn- klæddu þaki. Innan á veggjum er timbur- grind klædd meö trétexi, bæöi á veggjum og neöan á loftbita og ýmist veggfóörað eða málað. Gólfin eru dúklögð. Þar er eitt íbúðarherbergi og gangur. I gamni var þessi viðbygging kölluð Meyjaskemman, sem kom til af því aö heimasæturnar höfðu þar herbergi til umráða. Þá var eldra húsið endurbætt frá mati 1943. Sett í það miðstöð, steypibað og rafeldavél. Jón Kristmundsson hætti á sjónum á stríðsárunum. Hann og sonur hans Krist- mundur komu upp trésmíðaverkstæði í einu af útihúsunum í Eyvík. Jón lést 1. desember áriö 1952. Magnea lifði mann sinn og bjó áfram í Eyvík í nokkur ár. Hún lést 31. ágúst áriö 1974. Inga H. Jónsdótt- ir, yngsta barn Jóns og Magneu, bjó í Ey- vík til ársins 1968, en eftir það var húsið leigt þar til eignin var seld 1975. I dag er búib aö byggja myndarlega viö þetta hús og gera það upp frá grunni. Heimildir frá Þjóbskjalasafni og Borgarskjalasafni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.