Tíminn - 01.03.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.03.1996, Blaðsíða 8
8 flgfífttyfríwrrtxrr Föstudagur 1. mars 1996 / Colombo eftir sprenginguna: menn sem „ekki er hœgt ab stöbva". Svartir tígrar í Colombo Margir héldu aö stríöinu á Sri Lanka vœri aö Ijúka meö sigri stjórnarhersins er hann tók jaffna. Sprengingin í miö- borg Colombo, sem lamaöi stjórnun fjár- mála og atvinnulífs í eyríkinu, þykir á hinn bóginn sýna aö frelsi- stígrar Tamíla séu ekki af baki dottnir s eyríkinu Sri Lanka hefur nokkuö á annan áratug stabib stríb milli tveggja fjölmennustu þjóba þess, Sing- halesa sem eru indóevrópskir ab máli, náskyldir þjóbum Norbur- Indlands og flestir búddatrúar, og Tamíla, sem eru dravídar ab máli, eins og margir íbúa Subur-Indlands, og hindúar ab trú. Singhalesar eru mikill meiri- hluti íbúa Sri Lanka, sem alls munu vera um 18 milljónir. Rík- isvaldiö þar er ab mestu í þeirra höndum. Tamílar, stærsti þjób- ernisminnihlutinn þar, eru um tvær milljónir talsins á eynni, sumir segja þó allnokkru fleiri. Eru þeir dreifbir víba um eyna, sem lengi var köllub Ceylon, en eru fjölmennastir nyrst og norb- austast. Eitt þjóbastríb af mörgum Ófribur þessi mundi nokkuö rétt skiigreindur sem þjóbastríö, stríö milli þjóða, líkt og átökin undanfarin ár á vestanverbum Balkanskaga, gagnkvæm fjölda- morð Mið-Afríkuþjóðanna Hútúa og Tútsa alltaf annað veif- ib s.l. 40 ár, hryðjuverkastríbið á Noröur-írlandi og þannig mætti lengur telja. Átök af því tagi hafa staðiö meö mannkyninu frá ævafornu fari og fátt ef nokkuð bendir til annars en að svo muni áfram standa um ófyrirsjáanlega tímalengd. í kalda stríðinu héldu ýmsir að slík átök heyrðu fortíðinni til, en það reyndist blekking, einnig á meðan kalda stríbið, sem raunar var blekking sjálft auk annars, var í gangi. Átök milli Singhalesa og Ta- míla hófust líklega ekki iöngu eftir að þeir fyrrnefndu settust að á Sri Lanka kringum mitt síð- asta árþúsundið f.Kr. Bretaveldi hélt þeim átökum niðri meðan það ríkti yfir eynni, en er hún varð sjálfstætt ríki 1948 tóku Singhalesar að rifja upp í vax- andi mæli sögu sína ásamt meb fornri frægö og táknum í því samhengi. Það olli ugg meðal Tamíla, enda er forn frægð beggja þjóba samrunnin endur- minningum um grimm átök þeirra á milli. Þaö er svipuð saga og á Balkanskaga. Tvennt öðru fremur kom stríð- inu á Sri Lanka ofarlega í frétta- strauminn frá fjölmiðlum síð- ustu mánuöi. í desember s.l. tók stjórnarher Sri Lanka borgina Jaffna á skaga, sem viö hana er kenndur og gengur noröur úr eynni, en Jaffna hafði þá lengi verið höfuðborg uppreisnar- hreyfingar Tamíla. Sú hreyfing heitir Frelsistígrar Tamil Eelam (Eelam er heiti Tamíla á eynni), skammstöfun á ensku LTTE. í daglegu tali eru liðsmenn hreyf- ingarinnar nefndir tígrar. Leib- togi þeirra heitir Velupiliai Prab- hakaran. Reiöubúnir ab deyja Stjórnarliðar hrósuðu sigri eft- ir töku Jaffna og virtust halda að tígrarnir væru því sem næst bún- ir að vera. En fyrir skömmu sprengdu þrír sjálfsvígsstríðs- menn úr hópi þeirra síbar- nefndu 200 kílóa plastsprengju í mibborg Colombo, höfuðborgar Sri Lanka. Sprengingin lagði seblabanka ríkisins og margar byggingar aðrar alveg eða mikið til í rústir. A.m.k. 75 fórust og tala særðra var um 1000. Þar ab auki lamaði sprenging- in, vegna eybileggingarinnar sem hún olli í seðlabankanum og hjá öðrum mikilvægum stofnunum og fyrirtækjum, stjórnun fjármála- og atvinnulífs í eyríkinu í bráðina. Við það skelfdust erlendir fjárfestar, sem BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON stjórnin vill laba að. Stjórnin óttast og aö sprengingin fæli frá erlenda feröamenn, sem eru Sri Lanka mikilvæg gjaldeyrislind. A.m.k. má búast við að erlendir feröamenn leggi á næstunni lykkju á leib sína framhjá Col- ombo. Mestur ótti stendur nú af svo- kölluðum Svörtum tígrum, sér- stökum liðsmönnum LTTE sem þjálfaöir eru til sjálfsvígsárása. Þeir, sem sprengdu í Colombo á dögunum, munu hafa vérið af því sauðahúsi. í því liði er eink- um ungt fólk, sem virbist ganga í dauðann án minnsta hiks, krefj- ist yfirmenn þeirra þess af þeim. Frelsistígrar kalla Svörtu tígrana sitt „skæðasta vopn" og undir það taka fleiri. „Það er ekki hægt að stöbva mann, sem er reiðubú- inn að deyja," er haft eftir hátt- settum srilankískum lögreglufor- ingja. Taka tígra framyfir stjórnarher Núverandi forseti Sri Lanka, Chandrika Kumaratunga, sem hefur verið við völd í hálft ann- að ár, komst í þab embætti m.a. með því ab lofa stríðsþreyttum almenningi að binda enda á stríbib með einhverju móti. Hún reyndi fyrst að fara samninga- leiðina ab tígrunum og bauð þeim upp á allvíðtæka sjálfstjórn í noröur- og austurhérubum eyj- arinnar. En tígrar vildu ekkert samþykkja nema fullt sjálfstæbi og mörgum Singhalesum fannst með tillögunum alltof langt gengið til móts viö Tamíla. Töldu þeir fyrirhugað sjálfstjórn- arsvæbi of stórt, meb hliðsjón af því að í norðausturhéruðunum býr fjöldi fólks af öbrum þjób- ernum en tamílsku, og sögðu ennfremur ab sjálfstjórnin myndi leiba til þess aö eyjan klofnaði í tvö ríki. Eftir að stjórn- arherinn tók Jaffna gerði Ku- maratunga Tamílum annað sjálfstjórnartilboð, og var í því gengið öllu skemur til móts við þá en í því fyrra. Mun þrýstingur frá hernum hafa valdið miklu um það. Missir Jaffna varö tígrunum mikið áfall, en ljóst þykir eftir tilræðið í Colombo að þeir séu hvergi nærri af baki dottnir. Þeir eru taldir hafa bækistöbvar í frumskógum á Jaffnaskaga og víbar norban- og norðaustan- lands, og þar ab auki er hætt vib að þeir séu eins og fiskar í vatni mebai Tamíla hvar sem er á eynni. Margir Tamílar á Sri Lanka, kannski mikill meirihluti þeirra, eru meira eða minna and- snúnir tígrunum og hlýða þeim kannski fyrst og fremst af ótta við þá. En, sagöi vestrænn stjórnarerindreki í Colombo vib bandaríska tímaritið Time, „Ta- mílar eru kannski hræddir við tí- grana, en þeir taka þá þó framyf- ir herinn." Tígrarnir eru sagðir hafa misst hátt á annað þúsund manns fallna í bardögunum um Jaffna, þar sem barist var af hörku um hvert tré og hvert hús, en þeir eru taldir hafa mörg þúsund menn undir vopnum enn. Borg- in var næstum mannlaus, þegar stjórnarherinn loksins náði henni á sitt vald. Borgarbúar, um 400.000 talsins og flestir Ta- mílar, höfðu flúið meb tígrun- um út í frumskóg, meira eða minna naubugir viljugir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.