Tíminn - 01.03.1996, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.03.1996, Blaðsíða 9
Föstudagur 1. mars 1996 9 UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . .. UTLÖND . .. UTLÖND . .. UTLÖND . .. UTLÖND . . . UTLÖND . . . Sjálfstœö félagasamtök halda „óopinbera" ráöstefnu samhliöa leiötogaráöstefnu Evrópu- og Asíuríkja í Tœlandi: Má ekki snúast eingöngu um viðskipti og efnahagsmál Meöan leiðtogar 25 Evrópu- og Asíuríkja koma saman til tveggja daga ráöstefnu í Bang- kok í Tælandi, sem verður í dag og á morgun, er einnig haldin „óopinber hliöarráö- stefna" sjálfstæöra félagasam- taka um málefni Evrópu og Asíu, líkt og tíökast hefur í tengslum viö stórar alþjóöa- Forsetar Rússlands og Hvíta- Rússlands stigu í gær fyrstu skrefin í áttina aö hugsanlegri sameiningu ríkjanna, sem yrbi ab veruleika eftir ab tekist hefur ab halda uppi nánu samstarfi milli þeirra í efnahagsmálum og á stjórnmálasvibinu. „Viö getum sagt meö meiri ákveöni aö markmiö okkar sé e.t.v. sameining, eftir nána sam- vinnu. Þetta markmiö er mögu- legt," sagöi Boris Jeltsín Rússlandi forseti aö loknum fundi sínum meö Alexander Lúkasjenkó, for- seta Hvíta-Rússlands, í gær. „Viö eigum ekki aö flana aö því og undirbúa þaö vel... en viö eigum heldur ekki aö fara okkur of hægt og viö vonum aö þaö geti gerst... á meöan viö erum báöir forsetar," bætti hann við. Hvíta-Rússland er á milli Rúss- ráöstefnur á vegum Samein- uöu þjóöanna á undanförn- um árum. í yfirlýsingu sem „óopinbera" ráöstefnan sendi frá sér eru ríkjaleiötogarnir hvattir til ab beina athyglinni aö mannréttindum og félags- málum í stab þess aö fjalla eingöngu um fjármál og viö- skipti. lands og Póllands. íbúar þess eru um 10 milljónir, en sjálfsímynd þjóðarinnar hefur verið á reiki þau fjögur ár sem hún hefur not- iö sjálfstæðis. Lúkasjenkó, sem var kosinn forseti árið 1994, hefur lengi barist fyrir því aö auka tengsl ríkjanna í efnahagsmálum og á stjórnmálasviðinu. Hann sagöist vera á sama máli og Jelt- sín, en hvorugur þeirra lýsti því nánar hvað viö væri átt með sam- einingu eða hvernig hægt væri aö tengja ríkin tvö nánari böndum. Á þriðjudag náðist samkomulag um gagnkvæma niðurfellingu skulda ríkjanna. Að sögn rúss- neska dagblaðsins Nezavisimaja Gazeta hafa Rússland og Hvíta- Rússland þegar samib drög aö áætlun um aö mynda meö sér ríkjasamband. -CB/Reuter „Þessar viðræöur milli Asíu og Evrópu ættu ekki aö eiga sér staö eingöngu á þröngum efna- hagslegum forsendum," sagöi Walden Bello, skipuleggjandi ráðstefnu frjálsu félagasamtak- anna. „Viö höfum tekið hér til umfjöllunar málefni sem venjulega verða útundan á ráö- stefnum af þessu tagi vegna Frönsk stór- verslun opnuö íBerlín Mikill fjöldi fólks beib í gær fyrir ut- an nýju „Galerie Lafayette" stór- verslunina sem var ab hefja starf- semi vib Friedrichsstrasse í austur- hluta Berlínarborgar. Catan Fried- richsstrasse var mibpunktur borgariífsins ábur en Beriín var . skipt í tvo hluta meb múrnum, og vonast borgaryfirvöld til þess ab nýja verslunin verbi til þess ab hleypa lífi í götuna ab nýju. Reuter þess aö þau eru óþægileg ... Málefni á borö viö erlenda aö- flutta verkamenn í ýmsum löndum og kynferöislega mis- notkun á börnum í gróða- skyni." Markmiö leiðtogaráöstefn- unnar er aö leggja grunninn að bættum og efldum samskiptum Evrópu og Asíu í framtíðinni. í yfirlýsingu frá óopinberu ráöstefnunni er þess m.a. krafist aö Frakkar fari frá Frönsku Pó- lynesíu og Indónesar sömuleiös frá Austur- Tímor. Leiðtogar Evrópu og Asíu voru ennfremur hvattir til þess aö styðja kjarn- orkuafvopnun. „Viö höfum einnig áhyggjur af því aö tengsl Evrópu og Asíu beinist aðallega að verslun og viöskiptum, og þar af leiðandi að þeim ríkjum í þessum heimshluta sem eru í örustum vexti ... og horft verði framhjá öörum ríkjum, sérstak- lega þeim í Suöur-Asíu þar sem hlutfall fátæktar er hneykslan- lega hátt," segir í yfirlýsing- unni. Skipuleggjendur óopinberu ráöstefnunnar geröu ráö fyrir því aö flest þessara mála yrðu lítt sem ekkert rædd á leiötoga- ráðstefnunni, vegna þess aö reynt yröi af fremsta megni að komast hjá öllum átökum og hvössum deilum. Jafnvel þótt sum Evrópuríkjanna hefðu lýst vilja sínum til aö ræöa mann- réttindi og hugsanlega reyna að tengja aukin viöskipti viö um- bætur á vinnuaðstæðum, þá hafi asísku ríkisstjórnunum tek- ist aö sannfæra þau um aö þessi málefni ættu ekki aö vera á dag- skrá ráöstefnunnar, þótt hugs- anlega veröi þau eitthvað rædd utan dagskrár. -CB/Reuter Rússland og Hvíta-Rússland: Stefna ab • t sameinmgu Sœnsk lög banna trúfé- lögum aö auglýsa boö- skap sinn í fjölmiölum: Kirkjunum úthyst Sænska sjónvarpsstöðin TV4 sagðist í gær hafa hafnað beiðni sænsku fríkirkjunnar um að fá inni fyrir auglýsingaherferð fyrir páskana til þess að reyna að auka kirkjusókn, en fríkirkjan er bandalag flestra þeirra mótmæl- endasöfnuða sem ekki tengjast lútersku þjóðkirkjunni. Talsmaöur sjónvarpsstöðvarinn- ar sagði að samkvæmt sænskum lögum væri bannað að auglýsa trú- arbrögö í sjónvarpi, og eru trúfélög- in þar á sama báti og stjórnmála- flokkar. „Sérstaklega á jólunum ... þeir vildu fá aö senda kveðjur. Við neituðum því líka," sagði Helene Hillerström, lögfræðingur TV4. Fríkirkjubandalagiö haföi haft uppi stórar áætlanir um að auglýsa rækilega í vikunni fyrir páska. „Mér var gefib til kynna að auglýsingarn- ar hefðu fengið inni ef við hefðum sleppt því að nefna Jesús. Ef viö hefðum gert þaö heföi ekkert verið eftir," sagði Curt Ankerberg, skipu- leggjandi auglýsingaherferðarinn- ar sem ekkert varð úr. - CB/Reuter xe. mtsv. .'ssm.: xm.'.mæ;. m L&nw VINNINGSTOLURI 28.02.1996 ADAIOLUH hutioiiat^pbrf); 131.354.130 1.474.130 Vlrmlngar FjöWI Vinning»> upphæö 1 . 4 34.470.000 2 5*6 1 597.680 3. ?,‘6 3 90.170 4. <*6 210 2.040 5. 807 220 Samtals: 1025 139.354.130 Upplýsmgar um vmnmgstOlur lást einmg isimsvara 568-1511 oöa Grœnu númeri 800-6511 og itextavarpi 1. vinninguf tórlil Danmerkur, Finnland9 og Noregs (2) Úrvals þjónusta Hjá okkur færðu ekki aðeins eldsneyti og alls kyns vörur sem tengjast bílnum. Við seljum einnig mjólkurvörur, brauð, álegg, morgun- mat, kex, sælgæti, gos, öl, tóbak, blöð og tímarit.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.