Tíminn - 02.03.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.03.1996, Blaðsíða 5
Laugardagur 2. mars 1996 ÍMmi !on Kristjansson: Mun harmleiknum linna? í fréttum nú í vikunni bárust þau tíð- indi frá Bosníu að talsmenn Bosníu- stjórnar telja umsátrinu um Sarajevo lokið. Það hefur staðið í fjögur ár. Allan þann tíma hafa verið grimmileg átök í landinu sem við höfum vitað af hér og birst hafa í brotabrotum í fjölmiðlum. Þrátt fyrir alla tækni nútímans í fjar- skiptum, er ekki hægt að lýsa þeim hryllingi sem slík átök sem þarna eru hafa í för meb sér. Ljóst er að stríðsað- ilar eru harðsnúnir og langt er frá að friður sé tryggður. Þáttaskil f sögu Nató Ég hef átt þess kost að fylgjast með umræðum um þetta mál á fundum þingmannasambands Nató-ríkjanna, en það hefur leitt til mestu hernaðar- aðgerðar í sögu bandalagsins. Sextíu þúsund manna fjölþjóðaher undir stjórn Nató hefur nú fengið það hlut- verk að standa á milli stríðsaðila og gæta friðar. Þetta eru þáttaskil í sögu bandalagsins og í raun útvíkkun á starfsemi þess. Höfuðtilgangurinn með starfseminni hingað til er að gæta ör- yggis aðildarríkjanna með ákvæðum um sameiginlegar varnir: að árás á eitt ríki jafngildi árás á þau öll. Þessir at- burðir eru utan svæðis Nató-ríkjanna, en skipta öryggismál og frið í Evrópu gífurlegu máli. Daytonsamkomulagið Aðgerðir í Bosníu byggjast á því sam- komulagi, sem gert var í Dayton í Ohio þann 21. nóvember síðastliðinn og formlega var undirritað í París þann 14. desember. Samningurinn kvab á um ab Bosnía-Hersegóvína verði eitt ríki samansett af tveimur hlutum, sambandsríki Bosníumanna og Króata annars vegar og lýbveldi Serba hins vegar. Komið verði á miöstjórnarvaldi, sem skipað verði forseta, þingi og stjórnlagadómstól, og forseti og þing verði valin í kosningum undir alþjóð- legu eftirliti eftir 6 til 9 mánuöi. Fyrsti forsetinn verði Bosníumaður, en emb- ættið færist milli þjóðarbrota. Einn gjaldmiðill verði í öllu landinu og flóttamenn fái að snúa til sinna fyrri heimkynna. Friðargæslulið gæti þess að herir stríðsaðila séu aðskildir og vopnahléð verbi virt. Ólýsanlegar aöstæöur Þó að friðargæslu- liðinu takist að halda deiluaðilum aðskild- um, er það ekki nema lítill hluti þess flókna máls sem við blasir í Bosníu. Eyðileggingin þar er ólýsanleg og þau sár, sem stríðið skilur eftir sig, munu seint gróa. Nokkrar staöreyndir tala skýru máli í þessu efni, svo sem þær að tvær milljónir manna hafa hrakist frá heimilum sínum og 250 þúsund manns, álíka fjöldi og íslenska þjóðin, hefir látist. Eignatjónið er ótrúlegt og talið er að tveir þriðju alls húsakosts í landinu hafi skemmst. Iðnaðarfram- leiðsla er talin 5% af því sem hún var, efnahagslífið er hrunið og þorri fólks treystir á aðstob hjálparstofnana. Ef nokkur von á að vera til þess að koma á friði, verður uppbyggingar- starfið ~að vera markvisst. Þar verða ýmsar alþjóðastofnanir að koma að málum, auk Nató, og má þar nefna Evrópusambandið, ÖSE (Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu), Evrópuráð- iö og Sameinuðu þjóðirnar. Hlutverk Nató er meðal annars að skapa svig- rúm fyrir uppbyggingarstarfib. Segja má að hlutverk þessara stofnana sé þrí- þætt. í fyrsta lagi að skapa þessi skil- yrði og koma í veg fyrir átök, í öðru lagi ab byggja upp í landinu og i þriðja lagi ab aðstoða fólkið eins og kostur er til þess að lifa í nýju samfélagi. Þetta eru risavaxin verkefni. Um verkefni alþjóðastofnana á þessu sviði var rætt á ráðstefnu í London í desember síðastliönum. Þar var Carl Bildt skipaður í stöðu yfirmanns þessa starfs og er hlutverk hans að samræma aðgerðir alþjóða- og hjálparstofnana í landinu. Á hans heröum hvílir þung byrði. Fallgryfjurnar Framundan eru margar fallgryfjur fyrir þá sem vinna að málum í Bosníu. Ljóst er að tor- tryggni er gífurleg milli þjóðarbrot- anna eftir þau átök sem hafa átt sér stað. Flótti Serba frá Sarajevo sýnir það vandamál í hnot- skurn. Þótt Króatar og Bosníumenn eigi að heita í bandalagi, skortir þar ekkert á tortryggni heldur. Meðhöndlun stríðs- glæpamanna og þær staðreyndir, sem koma í ljós varðandi þau efni, er ofur- viðkvæmt mál. Umboð friðargæslu- liðsins stendur í eitt ár. Það er algjört kraftaverk, ef það tekst á þeim tíma að koma á skikkanlegu ástandi í landinu á þeim tíma. Hins vegar er þab einnig ljóst að Bandaríkjamenn gengu nauðugir til þessa leiks. Hins vegar skipti forusta þeirra í samningagerbinni meb sinn hernaðarmátt aö baki sköpum. Ljóst er hins vegar að Bandaríkjaþing gengur ekki í takt við Bandaríkjastjórn í af- stöðunni til þessara mála. Margar spurningar rnunu vakna þar, ef fram- lengja þarf dvöl gæsluliðsins. Það þarf ekki annað en heyra hljóðið í banda- rískum þingmönnum til að sannfærast um það. Hvab geta íslendingar gert? íslendingar eru vopnlaus þjóð og okkar framlag til þessara mála skiptir ekki sköpum. Hins vegar er það stað- reynd að það skiptir máli fyrir álit okk- ar á alþjóðavettvangi að taka þátt, þótt í litlu sé. Lítil sveit lækna og hjúkrun- arfólks hefur tekið þátt í friðargæsl- unni og það hefur mælst mjög vel fyr- ir. Nauðsynlegt er að vinna áfram á þessu sviði. íslendingar hafa einnig lagt sinn skerf til alþjóðastofnana á borð við Rauöa krossinn og Hjálpar- stofnun kirkjunnar, sem unnið hafa mikið starf í aðstoð við hið stríðs- hrjáða fólk. Framvindan í Bosníu næstu mánub- ina verður örlagarík og getur skipt sköpum um friðarhorfur í þessum heimshluta. Friðurinn er ótryggur á fleiri svæðum, svo sem í Kosovo-hér- aðinu og Austur-Slavoníu, sem er á valdi Serba, en Króatar telja sig eiga til- kall til. Átök milli þessara þjóða geta hleypt öllu í bál og brand á ný. Öryggistilfinningin í júní í vor héldu þingmannasamtök Nató fyrsta fundinn utan Nató-ríkja og var hann í Búdapest. Ungverjar lögðu til stað undir fundinn til þess að leggja áherslu á hug sinn til þess að ganga í Nató. Fundurinn var haldinn í skugga harönandi átaka um Bosníu, og sjón- varpiö sýndi daglega myndir af gíslum Serba sem voru hlekkjaðir við staura. Áhyggjur þingmannanna af ástandinu leyndu sér ekki og komu reyndar fram á sérstökum fundi vegna þessara mála. Ég sat þennan fund og það var ein- kennileg tilfinning ab hugsa til þess að þessir atburðir væru ab gerast á land- svæði sem tæki nokkra klukkutíma aö komast til akandi. Þannig er Evrópa, ekki stór á heims- vísu, og það er ekki síst vegna þessarar nálægðar, fólksflutninga og minni- hlutahópa, sem tilfinningin fyrir ör- yggismálum er allt önnur á vettvangi stjórnmála þar heldur en hér heima. Þar að auki er langt frá því að stöðug- leiki sé á hinum pólitíska vettvangi, til dæmis í Rússlandi eins og alkunna er, eftir þær miklu breytingar sem þar hafa átt sér stað á undanförnum árum. Stórstyrjöld innan Evrópu eykur þetta óöryggi ab miklum mun. Þess vegna verða næstu mánuðir örlagaríkir fyrir friðarhorfur í Evrópu. Þess vegna er ástæða til þess að fylgjast með abgerð- um og fribarhorfum í Bosníu, þessu stríbshrjába landi. Mun harmleiknum linna? ■ EMenn málefni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.