Tíminn - 02.03.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.03.1996, Blaðsíða 6
6 Wimim* Laugardagur 2. mars 1996 VSÍ: Tekjum af fjármagnstekjuskatti verbi varib til lœkkunar eignaskatta sem vart finnast hœrri í OECD: Hægt ab lækka almennan eignarskatt um helming „Ef allar eignir koma undan- tekningalaust til skattlagn- ingar og tekjum af fjár- magnstekjuskatti er jafn- framt varib til lækkunar eignarskattshlutfalls, er unnt at> lækka almennt skatthlut- fall eignarskatts úr 1,2% í 0,5% án tekjutaps fyrir ríkis- sjób," segir m.a. í ályktun framkvæmdastjórnar VSÍ, sem leggur áherslu á ab end- urskoöun eignarskatta hald- ist í hendur vib upptöku fjár- magnstekjuskatts. VSÍ segir þab alþjóblega þró- un í skattamálum ab lækka vægi eignarskatta, enda leibi samanburbur í ljós ab engin þjób innan OECD skattleggi eignir í sama mæli og íslend- ingar. VSÍ lýsir stubningi vib þau markmib frumvarps um fjár- magnstekjuskatt er lúta ab samræmingu á skattlagningu eignatekna. Samtökin fara því fram á ab fjármálarábherra hefjist þegar handa um endur- skobun eignarskatta, enda hafi eignarskattar hér á landi raun- verulega komib í stab skatt- lagningar fjármagnstekna, sem víbast séu skattlagbar. VSÍ telur óhjákvæmilegt ab reglur um álagningu eignarskatts á mis- munandi tegundir eigna verbi samræmdar. Sé því rétt ab fella nibur skattfrelsi bankainni- stæbna og afnema sérréttindi ríkisins til útgáfu eignarskatts- frjálsra verbbréfa, þ.e. ríkis- víxla, spariskírteina, húsbréfa og hlutdeildarskírteina í verb- bréfasjóbum samsettum úr of- angreindum bréfum. Bent er á ab samspil núgild- andi eignarskatta af fasteign- um og væntanlegs fjármagns- tekjuskatts á tekjurnar af þeim geti haft í för meb sér ab skatt- urinn taki til sín stærstan hluta þeirrar ávöxtunar sem eignirn- ar gefa af sér. Eignarskattur einstaklings er 1,2% af eignarskattsstofni um- fram 3,6 milljónir (7,2 milljón- ir hjá hjónum). Til vibbótar kemur 0,25% sérstakur eigna- skattur af eignum umfram 5,2 milljónir hjá mönnum undir 67 ára aldri. Lögabilar greiba sömu hlutföll, eba 1,45% sam- tals. Samkvæmt upplýsingum VSÍ leggur abeins helmingur OECD-ríkja eignarskatta á ein- staklinga og flest þeirra lægri prósentu en hér, auk þess sem skattleysismörk eru víbast miklu hærri. Norbmenn virb- ast þeir einu sem þurfa ab greiba jafnvel enn hærri eign- arskatt en íslendingar. Norsk fyrirtæki sleppa hins vegar vib eignarskatta og þab gera fyrir- tæki einnig í öllum OECD- löndum utan fimm. Og skatt- hlutföll eru þar jafnframt margfalt lægri en hér, eba á bil- inu 0,2% til 0,5% í Kanada, Lúxemborg,’ Sviss og Þýska- landi. Endurmenntunarstofnun: Hagnýt og fræðiíeg hag- fræbi fyrir alla Endurmenntunarstofnun Há- skóla íslands stendur fyrir nám- skeibi um hagnýta og fræbilega hagfræbi dagana 4. til 18. apríl næstkomandi. Farib verbur yfir ýmis grundvallaratribi hag- fræbinnar og veittar hagnýtar upplýsingar um helstu atvinnu- greinar landsmanna, búskap hins opinbera, peninga- og gengismál, vinnumarkabsmál, samhengi helstu þjóbhags- stærba og vísitölur. Meðal fyrirlesara eru nokkrir helstu sérfræðinga okkar á þess- um svibum og nægir ab benda þar á Þorvald Gylfason prófessor, Gylfa Arnbjörnsson hagfræbing Alþýbusambandsins, Björn Rúnar Gubmundsson hjá Þjóbhags- stofnun, Yngva Örn Kristinsson í Seblabanka íslands, Bolla Þór Bollason í fjármálarábuneytinu og Hallgrím Snorrason hagstofu- stjóra. Umsjónarmabur nám- skeibsins er Finnur Sveinbjörns- son, framkvæmdastjóri Sam- bands íslenskra viðskiptabanka. Endurmenntunarstofnun veitir nánari upplýsingar. -JBP SUS: Fjármagnstekjuskattur skilar 600 m.kr. tekjum, en 1/2% vaxtahœkkun kostar ríkiö 700 m.kr.: Verður fjármagnstekju- skattur mínustekju- stofn fyrir ríkið? „Hækkun vaxta á innlend- um skuldum ríkissjóbs um hálft prósentustig gæti kost- ab ríkissjób 700 milljónir króna, eba hærri upphæb en sem nemur tekjum af fjár- magnstekjuskattinum," seg- ir m.a. í nýrri ályktun stjórn- ar Sambands ungra sjálf- stæbismanna, sem harmar þar áform stjórnar og stjórn- arandstöbu um ab setja á nýjan fjármagnstekjuskatt. Tekjur ríkissjóbs af skattin- um segir SUS-stjórnin áætlab- ar 600 m.kr. fyrstu árin. Engin sérstök efnisleg rök séu fyrir slíkri skattlagningu um þessar mundir. Þvert á móti sé hún ávísun á minni sparnað og Samiö um þverun Gilsfjaröar: Klæðning fékk verkið Samib hefur verib vib Klæbningu hf. um þverun Gilsfjarbar. Klæbning baub 499,3 m.kr. frávikstilbob og samkvæmt því á firbinum ab vera lokab meb vegfyll- ingu ekki síbar en 1. sept- ember 1977. Gert er ráb fyr- ir ab vegurinn yfir fjörbinn verbi opnabur almennri umferb frá 1. desember 1977, en öllu verkinu lokib 15. ágúst 1998. í útbobi Vestfjarbavegar um Gilsfjörb voru verktakar beðnir um tilbob í tvenns konar tilhögun á skiladög- um. Svokallab frávikstilbob mibabi vib styttingu á verk- tíma um eitt ár, en greibslur verba jafn örar. Samib var vib Klæbningu á grundvelli frávikstilbobsins. Þetta kemur fram í Framkvæmda- fréttum Vegagerbarinnar. -BÞ hærri vexti, sem gangi þvert á nauðsynlega þróun. Kostnaður fjármálafyrirtækj- anna sem standa þurfa skil á skattinum er síban talinn allt ab 300 milljónir, sem SUS- stjórn segir ab þau muni meb hærri vöxtum og þjónustu- gjöldum velta yfir á herðar lántakenda, þar á meðal heim- ila og fyrirtækja í greibslu- vanda. Stærsti skuldari lands- ins, ríkissjóbur, muni þar heldur ekki sleppa vib aukinn kostnab vegna vaxtahækkana, sem gæti jafnvel orbib hærri en tekjurnar sem skatturinn á ab skila ríkissjóbi. Stjórn SUS bendir jafnframt á ab þótt skattprósentan sýnist hófleg mibab vib fyrirliggjandi tillögur, þá þekki þjóbin þab líka af reynslunni ab skattar hækka þegar þeir einu sinni eru komnir á. Raunar hafi full- trúar stjórnarandstöbunnar bókab ab hækka skattinn jafn- skjótt og þeir fái tækifæri til. Frá borgarafundi um fíkniefnavandann í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirbi. Lögreglan verði sýnileg Almennur borgarafundur haldinn í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirbi fyrr í þessum mánubi skorar á sýslumanns- embættib í Hafnarfirbi ab sjá til þess ab lögreglan verbi sýnilegri í bænum. Fundurinn var haldinn vegna frétta af fíkniefnamálum í Hafn- arfirbi og voru þar flutt erindi um fíkniefnavandann frá ýms- um hlibum. Á fundinum var samþykkt ab áskorun á sýslumannsembættib um ab lögreglan verði sýnilegri, þ.e. ab lögreglubílar aki reglu- lega um hverfin á kvöldin og virki þannig sem aðhald og stubningur vib foreldra. Einnig gerir fundurinn þá kröfu að lög- reglan fylgist með umferb í ná- grenni skóla, þannig ab fíkni- efnasalar eigi ekki greiban að- gang ab unglingum á skólatíma. Þá skorar fundurinn á fræbsluyfirvöld að stórauka fræbslu um skabsemi fíkniefna og beina henni bæbi til foreldra og nemenda. 1.-10. mars: Dekurdagar á Akureyri Þessa dagana standa yfir Dekur- dagar á Akureyri, eba nánar til- tekib 1.-10. mars. Þá munu Ak- ureyringar dekra vib sjálfa sig meb vibburbaríkri skemmti- dagskrá. Þar er tvinnab saman íþróttaibkun, heimspeki, list og annab skemmtanahald, sem lífga á upp á sálarlíf norban- manna á skammdeginu. Nú gengur í garb helsta skíba- tímabil Akureyringa, þar sem Vetraríþróttamibstöb Islands í Hlíbarfjalli er þungamibjan. Út- búnar hafa verib sérstakar brautir fyrir snjóbrettafólk, efnt verbur til snjóbrettakeppni, smáfólkib fær leikjagarb, léttar ferbir og mót verba fyrir göngu- skíbafólk, auk þess sem ab sjálf- sögbu verbur úrvalsabstaba fyrir svigskíbafólk. Þá verbur íshok- kýmót á skautasvellinu og efnt verbur til skautadiskóteks. Mót verbur fyrir snjóslebamenn og haldinn verbur jeppadagur fjöl- skyldunnar þar sem sýndir verða allir helstu fjallajeppar í Eyjafirbi. I tengslum vib þessa skíbahá- tíb verba einnig haldnir fjöl- margir listvibburbir. Noklaar myndlistarsýningar verba opn- abar. Ljósmyndarinn og bóka- gerbarmaburinn Gubmundur P. Olafsson sýnir verk sín, rúss- nesku listamennirnir Komar og Melamid sýna verk sín og Aðal- steinn Svanur heldur myndlist- arsýningu á Café Karólínu. Már Magnússon heldur tón- leika í Deiglunni, auk þess sem myndlistarmenn í Listagilinu munu opna vinnustofur sínar fyrir gestum. í KA-heimilinu verbur starfrækt japanskt bab- hús og þá munu matgæbingar ekki verba sviknir af matsölu- stöðum bæjarins. Þab verbur einnig nóg ab ger- ast í næturlífi Akureyringa, í tengslum vib þessa miklu skíba- hátíb, þar sem hljómsveitirnar Stefán Hilmarsson og Milljóna- mæringarnir, Karakter, Tvist og bast, Stjórnin og fleiri koma vib sögu. -PS Abildarfélög BHMR: Stjórnvöld falli frá áform- um sínum Formenn abildarfélaga Bandalags háskólamanna krefjast þess ab ríkisstjórnin falli frá áformum sínum um ab leggja fram drög ab frum- vörpum um réttindi og skyldur og lífeyrissjóð starfs- manna ríkisins og um sátta- störf í vinnudeilum. Þetta kemur m.a. fram í ályktun formanna aðildarfé- lagana. Þar er einnig harblega mótmælt abferbum stjórn- valda ab þvinga fram gmnd- vallarbreytingar á réttindum starfsmanna. í ályktuninni kemur enn- fremur fram að abildarfélögin séu reibubúin á sameiginleg- um vettvangi samtaka opin- berra starfsmanna að hefja vibræbur vib ríkisstjórnina um framtíbarfyrirkomulag á rétt- indum og réttarstöbu opin- berra starfsmanna. í því sambandi er hinsvegar lögb áhersla á ab sátt náist ekki í málinu nema ab ríkisstjórn fallist á eftirfarandi forsendur fyrir slíkum vibræbum: í fyrsta lagi ab réttindi þeirra sem eru í starfi verbi óbreytt, m.a. lífeyrisréttindi og bibla- un. í öbru lagi að heildarkjör þeirra sem koma síðar til starfa verbi a.m.k. jafnverbmæt og þeirra sem nú eru í starfi. -grh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.