Tíminn - 02.03.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 02.03.1996, Blaðsíða 7
Laugardagur 2. mars 1996 7 Börnin á Alfasteini á Skógarborg liföu sig inn í sönginn íleikriti sem þau fluttu í gœr. Cildi tónlistaruppeldis er nú taliö meira en áöur hefur veriö álitiö. Tímamynd BG Húsvíkingar gera athyglisveröa tilraun meö tónlistarnám: Öll 3-9 ára böm fá mark- visst tónlistaruppeldi Tónlistaruppeldi barna er oröinn sjálfsagbur liöur í starfi leikskóla. Tónlistar- kennarar hafa lengi gert sér grein fyrir gildi tónlistar- náms fyrir ung börn, en þaö er ekki fyrr en á undanförn- um árum aö gildi þess er far- iö aö öölast viöurkenningu. Ennþá er þó mikill misbrest- ur á því aö boöiö sé upp á markvissa tónmennta- kennslu í grunnskólum. Á Húsavík er nú unniö aö verk- efni, sem miöar aö því aö koma á markvissu tónlistar- uppeldi fyrir öll börn á aldr- inum 3-9 ára. í grein í síöasta tölublaöi tíma- ritsins Newsweek segir frá nýjum rannsóknum á þroska barna. Rannsóknirnar sýna fram á aö reynsla barna fyrstu árin hefur áhrif á allan þroska þeirra og vitsmunalíf. í greininni er því haldiö fram aö fyrstu árin hafi úrslitaáhrif á hæfileika einstak- lingsins til aö tileinka sér ákveöna færni. Þannig er t.d. bent á aö barn, sem lærir annaö tungumál eftir 10 ára aldur, muni aö líkindum aldrei tala máliö eins og móöurmál sitt. Einnig kemur fram aö tónlistar- menn nái því betri tökum á hljóöfæraleik sínum því yngri sem þeir voru þegar þeir kynnt- ust hljóöfærinu. Gildi tónlistarnáms fyrir ung börn er þó ekki eingöngu bundiö viö tónlistarmenn framtíbarinn- ar. Rannsóknir hafa leitt í ljós aö forskólabörn, sem fá tónlistar- kennslu, taka um leiö framför- um í rúmfræðilegri hugsun. Sér- fræöingar telja aö þegar börn hlusti á klassíska tónlist styrki þau um leið það hugsanaferli sem snýr ab stæröfræöi og rök- hugsun. Húsavík er vettvangur tilrauna meö tónlistaruppeldi. Tímamótaverkefni á Húsavík Á Húsavík hefur undan- farin þrjú ár verið unnið markvisst aö því að koma á tónlistaruppeldi fyrir börn á aldrinum 3-9 ára. Verkefnið var upphaflega samstarf Borgarhólsskóla á Húsavík og Tónlistarskóla Húsavík- ur. Á ööru ári verkefnisins geröist leikskólinn Bestibær einnig aöili að því. Árni Sigurbjarnarson, skólastjóri Tónlistarskólans á Húsavík, hefur umsjón með verkefninu. Hann segir tónlistarkennara lengi hafa verið meövitaða um áhrif tónlistarnáms barna á al- hliöa þroska þeirra. Þess vegna sé svo mikilvægt aö ná til allra barna, en ekki aöeins þeirra sem komi til meö aö leggja tónlist fyrir sig í framtíðinni. Leikskólaárin mikilvægust Tónlistarnámiö á Húsavík hefur veriö skipulagt þannig: Kennsla / grein í tímaritinu Newsweek segir ab tónlistarkennsla forskólabarna hafi í för meb sér miklar framfarir í rúmfrœbilegri hugsun. þriggja til fimm ára barna á leik- skólanum felst í því sem er kallað almennt tónlistarnám eöa tónlist- aruppeldi. Börnunum er skipt í 6- 10 bama hópa, sem fá markvissa tónlistarkennslu í 30 mínútur á viku hver. Að auki er daglega unniö meö tónlist inni á deildum undir umsjón leikskólakennara. Árni segir aö kjarninn í kennslunni á þessu aldurs- skeiöi sé aö börnin fái aö kynnast ýmiss konar ásláttar- hljóöfærum, sem þau fá aö snerta og prófa sig áfram meö. Einnig sé mikið unnið meö hreyfingu, söng og hlustun á klassíska tónlist. Meö þessu sé verið aö leggja grunninn sem þurfi aö vera fyrir hendi síðar. Markmiöiö sé að börnin geti fylgt hljómfalli, þau kunni aö hlusta og geti sungið. „Ég bind miklar vonir viö samstarfiö viö leikskólana. Þaö er ljóst aö á leikskólaaldr- inum er veriö aö vinna meö langmikilvægasta þroska- skeiöiö. Ef lagöur er góöur grunnur þar, er búiö ab nýta möguleika sem koma ekki aft- ur í þroskaferli barnsins. Þaö er því geysilega mikilvægt aö þetta sé gert markvisst." Þegar börnin eru oröin sex ára halda þau áfram í almennu tón- listarnámi í tónmennt grunnskól- ans, þar sem unnið er með heilar bekkjardeildir í einu. Námið er í beinu framhaldi af því sem gert var á leikskólanum. Hópkennsla á hljó&færi Sjö ára hefja börnin hljóöfæra- nám. Sjö og átta ára læra öll börn- in á blokkflautu, auk þess sem þau læra nótnalestur og aöra þætti sem eru kjarninn í hljóö- færanámi. Kennt er í hópkennslu á vegum Tónlistarskólans. Jafn- framt halda þau áfram í tón- menntatímum. Haldiö er áfram á sömu braut meö átta ára börn. Þegar börnin eru orðin níu ára fá þau að velja sér annað hljóö- færi til aö læra á, enda á þá öll undirstaða aö vera fyrir hendi til aö hefja hljóöfæranám. Hljóöfær- in eru í eigu Tónlistarskóla Húsa- víkur. Kennslan fer fram meö þremur nemendum í hóp. Hóp- kennsla á hljóöfæri er nýjung í starfsemi Tónlistarskólans, en að- ferö sem Árni segir aö sé aö ryöja sér til rúms víöa erlendis. „Ég tel aö viö séum aö ná nokk- uö góðum tökum á þessari aöferð. Hópkennslan er erfiðari aö því leyti aö þú getur alltaf átt von á því aö einn einstaklingur eyöi- leggi fyrir öörum, sem aldrei ger- ist í einkakennslu. Kennararnir eru líka aö kenna eftir aöferöum sem þeir þekkja ekki. Þrátt fyrir þetta sýnist okkur aö í mörgum tilfellum sé árangurinn ekki síðri í hópkennslunni en í einkakennsl- unni." Búa ab kennslunni alla ævi Eftir 4. bekk eru börnin útskrif- uð úr verkefninu. Fyrsti árgangur- inn, sem fór í gegnum þetta ferli, lauk því vorið 1995, en þau börn voru sjö ára þegar verkefnið hófst. í ljós kom að 75% þeirra héldu áfram hljóðfæranámi í Tónlistar- skólanum, sem er mun hærra hlutfall en verið hefur með nem- endur 5. bekkjar. Árni segir aö þetta sé út af fyrir sig ágætur ár- angur. Hann leggur þó áherslu á aö meö verkefninu sé ekki ætlun- in aö búa til tónlistarmenn úr öll- um. „Þegar börnin útskrifast úr þessu verkefni níu ára gömul, er- um viö búin aö vera aö vinna meö þau á mesta næmniskeiöi þeirra hvað þetta snertir. Þannig aö burtséö frá því hvort þau halda áfram í tónlistarnámi eöa ekki, búa þau aö því alla ævi," segir hann. Kennararnir, sem sjá um verk- efnið, hafa útbúiö fjölbreytt kennsluefni fyrir alla þessa ár- ganga og fleira er í undirbúningi. Tónmenntarkennsla í molum Árni segir aö almennt sé tónlist- arkennslu allt of lítiö sinnt í grunnskólunum. Það sem ekki síst hafi eyðilagt almennt tónlistar- nám í grunnskólum sé sá misskiln- ingur aö þaö þurfi sérfræöinga til aö annast alla tónlistarkennslu. „Þaö á náttúrlega ekki aö út- skrifa kennara úr Kennaraháskól- anum, ef hann getur ekki sungiö meö börnum. Þetta fór í mjög óheillavænlegan farveg þegar bú- iö var til sérfræöiheitiö tón- menntakennari, því um leið losn- aöi hinn almenni kennari undan þeirri ábyrgö aö syngja á hverjum degi. Þá voru komnir sérfræöing- ar, sem eru í vonlausri aöstööu. Þaö er erfitt aö vinna meö krökk- um sem ekki er unnið meö dag- lega, því þá vantar nauösynlegan grunn. Þaö er þannig búiö aö stilla tónmenntakennurunum upp við vegg, þannig að þeir geta ekki unniö þaö starf sem er ætlast til af þeim. Og um leið fara krakk- arnir algerlega á mis viö það tón- listaruppeldi sem þeir ættu að fá í skólunum. Þetta sést best á því að þaö er í innan við helmingi grunnskóla á landinu sem tón- mennt er kennd yfirhöfuö." -GBK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.