Tíminn - 02.03.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 02.03.1996, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 2. mars 1996 IT-áT*- iftff iflify (hPuSttOuTIIIuí »ww Bara lítill hópur sem skokkar og boröar skynsamlega, en miklu stœrri hópur sem safnar aukakílóunum? / Islendingar 4 til 5 kg í ljósi nýlegrar líkamsræktar- vakningar og ótal fituléttra og sykurskertra matvæla síöustu ár, vekur þaö athygli aö ís- lendingar, bæöi karlar og konur, viröast jafnaöarlega 4 til 5 kílóum þyngri heldur en jafnaldrar þeirra voru fyrir 10 árum, samkvæmt niöurstöö- um MONICA-rannsóknar Hjartaverndar. „Já akkúrat, þetta er þróunin í þjóöfélag- inu. Og kannski endurspegl- ast þetta aö einhverju leyti í því, aö þótt viö höldum okkur vera óskaplega dugleg í heilsuræktinni, þá er þab sennilega bara einhver ákveb- inn hópur sem er svona litrík- ur og áberandi, en annar hóp- ur og miklu stærri gerir ekk- ert. Hann situr bara heima og boröar snakkiö sitt framan viö myndbandib," sagöi Uggi Agnarsson læknir hjá Hjarta- vemd. Hvernig þetta veröi helst skýrt segir Uggi í rauninni erfitt ab segja. Þótt frekari upplýsing- ar væri aö vísu unnt að fá úr spurningalistum Hjartaverndar, þá útheimti slíkt gríöarlega vinnu. Þannig ab þótt lítillega hafi verið reynt aö kíkja á íþróttir, hreyfingu og mataræði, þá lægju haldbærar skýringar á þessari þróun í raun ekki fyrir. í næsta áfanga verði aftur á móti sérstök og mjög ítarleg matar- æöiskönnun, sem Laufey Stein- grímsdóttir mun standa fyrir, en sú könnun geti því miður ekki fariö aftur í tímann, því enginn muni hvað hann borö- aði fyrir áratug. Uggi segir eitt 10 ára tímabil ekki nót til aö spá um hvort svipuð þróun muni halda áfram. „En þetta gefur vissulega vísbendingar og þær eru hugs- anlega áhyggjuefni. Kannski er- um viö aö þróast svolítiö í þá átt sem viö sjáum í Ameríku, svolít- iö breiða botna. Menn tali þar um hamborgararassa." Þótt aukakíló séu einn af áhættuþáttum hjartasjúkdóma, segir Uggi dánartíðni vegna Þriöjungur atkvœöisbœrra manna á móti flutningi 1.-4. bekkjar til Nesjaskóla. Bœjarstjórinn á Höfn: Ab nokkru leyti spurn- ing um hrepparíg „Abalatriöiö er ab okkur finnst al- veg út í hött ab fara meb skólann út úr því samfélagi sem börnin búa í. Þab þarf nýjan skóla hér á svæbinu, þó svo ab þessi akstur eigi sér stab, og þab þarf ab ganga í byggingu hans af fullum krafti sem fyrst," segir Þórgunnur Torfadóttir, kennari vib Hafnar- skóia, en hún er í hópi 400 at- kvæbisbærra einstaklinga sem hafa afhent bæjarstjóranum á Höfn í Homafirbi mótmælalista gegn því ab flutningur verbi á 1.- 4. bekk barnaskólans í Nesja- skóla, sem er um 8 km frá kaup- stabnum. AIls em um 1200 manns á kjörskrá á svæbinu, þannig ab um þribjungur atkvæb- isbærra manna virbist óánægbur meb ákvörbun bæjarstjórnar. Þórgunnur segir málib fyrst og fremst snúast um pólitískan vilja til rábstöfunar fjármuna og hún telur lausn bæjarstjóra óhagkvæma. Skólaaksturinn sé dýr, þab þurfi gæslumann í rútuna, töluvert dýrar breytingar á húsnæbi o.s.frv. Sturlaugur Þorsteinsson bæjar- stjóri segir krakkana munu verba áfram í skóla innan sama sveitarfé- lags og hann telji gamaldags hrepparíg valda þessari óánægju ab nokkru leyti. Þab sé rétt ab pólitísk- ur vilji rábi þessari ákvörbun, mjög brýnt sé t.d. ab bæta hag framhalds- skólans sem búi vib mjög vondar abstæbur. Sturlaugur segir ab á Nes- kaupstab hafi börn verib flutt upp í sveit og þar sé mikil ánægja meb til- högun. Lausnin meb tilfærslu skól- ans í Nesjaskóla sé hugsub til fram- búbar meb þrískiptingu grunnskól- ans í huga, enda sé ekki á borbi bæj- arstjórnar ab reisa nýjan barnaskóla fyrir öll börn stabarins. Sjálfsagt sé þó ab hlýba á rök þeirra, sem setji sig gegn þessum fyrirætlunum í skólamálum. 21. mars nk. verbur málib tekib fyrir á fundi, en full samstaba mun innan bæjarstjórnar um málib. -BÞ hjartasjúkdóma samt hafa farið niöur á viö á þessu sama tíma- bili og þjóöin hefur veriö aö þyngjast. „Viö skiljum því ekki alveg hvaö er aö gerast. En kannski er meðferðarþátturinn þar nokkuð ríkur," sagði Uggi. í könnuninni kom jafnframt fram að reykingar hafa minnk- að mjög verulega í öllum ald- urshópum. Meðalþyngd eftir aldri: Karlar 1983 1993 Mismunur aldur: kg kg kg 25-34 80 81 + 1 35-44 82 86 + 4 45-54 83 87 + 4 55-64 81 85 + 4 65-74 77 82 + 5 Konur aldur: 25-34 65 68 + 3 35-44 67 72 + 5 45-54 70 74 + 4 55-64 69 74 + 5 65-74 66 70 + 4 Þótt landsmenn séu nú örlítið hærri en jafnaldrarnir fyrir tíu árum, aðallega þó fólk yfir fimmtugt, getur það ekki skýrt nema lítinn hluta þeirra 4 til 5 kílóa sem hver aldursflokkur (nema yngstu karlarnir) eru nú að meðaltali þyngri en áratug áður. Þessi aukakíló svara nokk- urn veginn til 1 fatanúmers. Og þegar litið er skáhallt á tölurnar, virðast tveir yngstu aldurshóp- arnir hafa bætt við sig 5-7 auka- kílóum á áratug. Til dæmis voru 25-34 ára konur 65 kg aö meöal- tali áriö 1983, en tíu árum síðar eru tíu árum eldri konur orðnar 72 kíló. Uggi sagði sér ekki kunnugt um aö hinar 30 þjóðirnar í MONICA-rannsókninni hafi ennþá birt tölur um þessa þætti. Þannig að enn sé ekki vitað hvort þróunin hefur verið svip- uð í öðrum löndum. Biblían í skinnbandi Biblían er komin á markaö- inn í handunnu skinn- bandi og er þarna um aö ræöa sérlega vandaöa út- gáfu, þar sem valiö var eitt besta skinn sem fáanlegt er á markaönum, samkvæmt fréttatilkynningu sem send hefur veriö fjölmiölum. Bandið er unniö af þeim Eggert ísólfssyni og Hallsteini Magnússyni bókbindurum, en notuð er útgáfa Hins ís- lenska biblíufélags af Biblí- unni. Biblían í skinnbandinu fæst í Kirkjuhúsinu og í betri bókaverslunum. Dreifingu annast íslensk bókadreifing ehf. -ps

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.