Tíminn - 02.03.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 02.03.1996, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 2. mars 1996 íslendingar þurfa aö nota staölaöa Evró-smokka innan tíöar. Aöstoöarlandlœknir: Einstaklingsbundið hvað hver maður á mikið undir sér Matthías Halldórsson, aöstoöarlandlœknir. Á innfelldu myndinni er dœmigeröur smokkur sem er á íslenskum markaöi en hefur ekki fengiö votturö um aö mæti Evrópustaöli. Tímamynd: GS Smokkur og innihald hans skal ekki ná meiri lengd en 17 cm samkvæmt nýjum stöölum sem Staölanefnd Evrópu (CEN) sendi frá sér í vikunni. Ekki er þó ljóst hvaöa gagn er aö staölaöri lengd smokka þar sem sum- ar tegundir teygjast allt upp í 120 cm samkvæmt heim- ildum Tímans og ætti víst aö teljast nóg fyrir hvern meö- alskussa. Ummál þeirra má þó Vera á bilinu 44-56 milli- metrar. Smokkaframleiö- endum veröur skylt aö fram- leiöa þessar svokölluöu Evró- verjur, sem eiga aö smellpassa á hvern evrópsk- an karlmann, frá og meö júní 1998 en fram aö þeim tíma gefst þeim tækifæri til aö aölaga sig aö þessum stöölum, framleiöendum og Evrópubúum. Þessi staðlar eiga aö tryggja smokkanotendum lágmarks lengd, breidd, styrk og gæöi og ná þeir yfir öll Evrópusam- bandsríki auk Sviss, íslands og Noregs. Landlæknisembættið hefur ekki fengiö staölana í hendur en að sögn Matthíasar Hall- dórssonar, aðstoöarlandlækn- is, hefur verið fylgst með þessu máli. Embættið hefur haft eitthvert eftirlit með þeim smokkum sem koma til lands- ins en ákveðnir gæðastaðlar hafa ekki verib fyrir hendi. „Ég held að þetta sé nú meira eitt- hvað svona reglugerðarmál sem ekki skipti heilbrigði manna mjög miklu máli held- ur sé eitthvað sem þarf bara að aðlaga sig ab með tímanum." Aðspurbur um hvort amer- ískir smokkar yrðu nú gerðir útlægir á íslandi og öðrum Evrópulöndum sagði Matthías að þeir sem flytja inn ameríska smokka munu líklega ekki mega þab nema fá til þess samþykki. „Það er mjög erfitt fyrir svona lítið land eins og ísland ab fara að prófa sjálft allar tegundir af smokkum. Vib vitum ekki til' að neitt óhapp hafi orðið vegna þess að lélegir smokkar séu í um- ferð," og sagði Matthías það á vissan hátt létti fyrir land- læknisembættið ab Evrópu- staðall skuli settur á því þá losni embættið um leið við þá kvöb ab fylgjast með smokka- innflutningi en alls eru seldir 4-500.000 smokkar hér á ári. Smokkar sem falla undir skil- yrði CEN verða framvegis merktir EN-600. Takib smokkinn meb í heimsreisuna Samkvæmt skýrslu frá Al- þjóða Heilbrigðismálastofn- uninni (WHO) em menn mis- jafnlega vaxnir niður eftir kynþáttum en það sem kom kannski mest á óvart þegar skýrslan kom út var að hún staðfesti ekki goðsögnina um yfirburði svartra karlmanna í limaburði. í þeirri skýrslu kom fram að stærð getnaðarlima svartra og hvítra karla væri mjög sambærileg. Hins vegar eru asískir karlmenn eitthvað minni um sig enda kom í ljós þegar Tíminn hafði samband við Gunnar Kjartansson í Hermes, heildsölu fyrir Durex- smokkana, að Durex framleið- ir mismunandi stærðir smokka eftir því á hvaða markað þeir eru sendir í heim- inum. Matthías Halldórsson taldi þó ástæðulaust að hafa ein- hverjar áhyggjur af ab smokk- arnir muni ekki passa. „Þetta er nú allt meira og minna sami kynþátturinn í Evrópu. En það er auðvitað mjög einstaklings- bundið hvað menn eiga mikið undir sér," sagði Matthías og sagði það ekki eingöngu fara eftir kynþætti. Passa íslenskir karl- ar í bandaríska smokka? Árni Ingason, framkvæmda- stjóri hjá Stefáni Thorarensen hf. sem flytur inn bandaríska smokka frá stærsta smokka- framleiðanda í Bandaríkjun- um, hafði engar áhyggjur af framtíð heildsölunnar vegna tilkomu þessara staðla. „Ég mældi nú einn og mér sýnist hann nú vera innan marka." Hann sagðist halda að þessi evrópski staðall væri mjög sambærilegur við þann banda- ríska. Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, hjúkrunar- og kynfræðingur, sagðist hafa heyrt í karlmönn- um sem þættu smokkar of litl- ir og ættu þeir því að fagna þessari breytingu því hingað til hafa smokkar í Évrópu ver- ið „one size only". Helst hefði verið kvartað yfir að þeir væru of þröngir en í nýju stöðlun- um verða smokkar einmitt til í mismunandi breiddum. Að- spurð hvort hún telji það ekki geta orðið feimnismál fyrir karlmenn að koma í apótek og biðja um minni eða stærri gerðir af smokkum taldi hún svo ekki vera enda yrðu þeir líklega ekki merktir á þann hátt. „Ég held að Iangflestir geti bara notað þessa venju- legu stærð." Tíminn reyndi ítrekab í gær að ná í Rómeó og Júlíu sem selur hjálpartæki ástarlífsins en náði ekki í gegn enda sjálf- sagt annríki á þeim bæ svona rétt fyrir helgi. Því var ekki hægt ab fá það staðfest hvort „leikjasmokkar" vaéru seldir undir formerkjum getnaöar- varna. Óvíst er hvort smokkaúrval í Evrópu verði dauðhreinsað með hinum ESB- ísku lögum og hvort ýmis konar afbrigði- smokkar, svo sem djöfla- smokkar með hornum o.fl. fái að liggja áfram í búðarhillum meðal straumlínulagaðra og samræmdra bræðra sinna. Tíminn verbur að leiða í ljós hvort slíkir smokkar hljóti náð fyrir augum Stablanefndar Evrópu. -LÓA Brúöuleikhús fyrir börn og fullorðna í Gerbubergi Þýski brúðuleikhúsmaðurinn Bernd Ogrodnik er nú stadd- ur á íslandi og ætlar aö sýna tvær af sínum einstæðu sýn- ingum í Menningarmiðstöð- inni Gerðubergi á morgun. Annars vegar verður sýning- in Brúður, tónlist og hið óvænta ... fyrir börn og hins vegar Næturljóð fyrir full- orðna. Bernd ætti að vera íslending- um góðkunnur en hann bjó hér á landi um tíma og vakti þá athygli fyrir sitt sérstaka brúðuleikhús. Hann hefur nú starfrækt eigið brúðuleikhús í New York við góðan orðstír. Hann hefur einnig haldib námskeið um öll Bandaríkin og tekið þátt í fjölda leiklistar- hátíba. Ógrodnik hefur verið lýst sem nútíma endurreisnar- manni enda hefur hann klass- íska tónlistarmenntun, mynd- skreytt bamabækur og rekið tréskurðarverkstæði í mörg ár. Barnasýningin segir nokkur lítil ævintýri. Fjöldi brúba kemur fram og með aðstoð áhorfenda lifnar sviðið. Nætur- ljóðið sem er ætlab fullorðnum hefur hrifið áhorfendur um all- an heim og þykir einstök upp- lifun fyrir augun, eyrun og sál- ina. Barnasýningarnar verða á morgun, sunnudaginn 3. mars, kl.14 og 16 en Næturljóð verð- ur sýnt kl.20.30. ■ Höfundasmiöja Leikfélags Reykjavíkur: Uppgeröar- asi meö dugn- aöarfasi „Mér fannst þetta líf allt sem uppgerbarasi og erindisleysa með dugnabarfasi," segir Ein- ar Benediktsson í ljóöi sínu Fimmtutröb þar sem hann skoöar mannlífið á Fifth av- enue í New York. Svala Arnar- dóttir fær orð hans ab láni í titli á verki sem sýnt verður í Höfundasmiðju Leikfélags Reykjavíkur í dag. Þetta er fjórða sýning í Höf- undasmiðjunni og verk Svölu er skilgreint sem þrjú hreyfiljóð. Valgeir Skagfjörð leikstýrir verk- inu en leikendur eru fjórir, Helga Braga Jónsdóttir, Edda Björgvinsdóttir, Kjartan Guð- jónsson og Harald G. Haralds- son. Sýningin hefst kl. 16 í dag, laugardaginn 2. mars, í Borgár- leikhúsinu. Höfundasmiðjan er meö fastar sýningar annan hvern laugardag og hefur aö- sókn verið mjög gób. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.