Tíminn - 02.03.1996, Blaðsíða 15

Tíminn - 02.03.1996, Blaðsíða 15
Laugardagur 2. mars 1996 15 Kaldrifjaö bankarán 6. október 7 989 mœtti Patsy Cooper gjald- keri óvenju snemma til vinnu í Ríkisbankann í Noei, Missouri. Þaö kom Patsy á óvart þegar hún sá aö starfsmannadyrnar voru ólœstar. Hún lœddist varlega innfyrir og leit inn á auöan ganginn. Lyklarnir stóöu í skránni og einhver óhugnaöur lá í loftinu. Hún sneri viö í dyrunum og hljóp út. Dan Short bankastjóri, sem myrtur var á grimmilegan hátt. Frank Marshall lögreglustjóri sagði síðar: „Hún kom hlaup- andi og hafði samband við mig. Við höfðum samstundis sam- band við alla starfsmenn bank- ans og vöruðum þá við því að halda til vinnu. Það náöist í alla nema bankastjórann sjálfan, Dan Short. Er viö fórum heim til hans, sáum við að bakdyrnar stóðu opnar og aðaldyrnar voru ólæstar. Þá var jeppinn hans horfinn, þannig ab við lögðum fljótt saman tvo og tvo." FBI í málið Bankar eru verndaöir af alrík- islögum Bandaríkjanna, þannig að samstundis var haft sam- band við FBI, alríkislögregluna. Ráðist var til inngöngu í bankann og þaö fyrsta, sem tek- ið var eftir, voru tvö skothylki fyrir neban aðalmyndavél bank- ans, en hún haföi verið eyöi- lögð með tveimur byssuskotum. Þá voru dyrnar að peninga- geymslunni opnar og síðar kom í ljós að það vantaði 71.666.51 dali í hirslur bankans. Viðvörun var þegar gefin út til þjónustuaðila að varast 100 dollara seðla og myntrúllur sem hægt var að rekja til bankans. Hlutur bankastjórans? Hvab varðaöi bankastjórann, Dan Short, kom tvennt til greina. Annað hvort hafði hon- um verið rænt og hann þving- aöur til að abstoða ræningjana við ránið, eða þá að hann var sjálfur flæktur í glæpinn. Dan Short var 57 ára gamall og hafði vammlausan feril að baki fram að þessu. Þegar FBI grandskoð- aði skrifstofu og glæsilegt ein- býlishús bankastjórans, fannst dökkur blettur á gangstéttinni sem gat verið blóð. Hópur manna vann að því að leita fingrafara inni í húsinu eða að öðrum vísbendingum. Klukkustundu eftir ab ránið komst upp, fannst bíll banka- stjórans í fimm kílómetra fjar- lægð frá bankanum. Hann var mannlaus. Bíllinn hafbi verið skilinn eftir á bílastæði skammt frá þéttum skógi, og strax vakn- aði sú spurning hvort Dan Short hefði verið myrtur eftir ránið og lík hans væri hugsanlega að finna í skógarkjarri í námunda við bílinn. Tveir næstu dagar fóru í að kanna svæðib með hjálp sér- þjálfabra sporhunda, en það varð til einskis. Rannsóknarmenn komust að því að sést hafði til tveggja grunsamlegra manna, sem bibu fyrir utan bankann í brúnum sendiferðabíl, daginn fyrir rán- ib. Mennirnir voru taldir 30-35 ára gamlir, annar hár og þrek- vaxinn með rautt skegg. Félagi hans smávaxnari og skegglaus, en jafnvel var talið að þriðji að- ili hefði verið með í för. Samt sem áður liðu næstu dagar án þess ab nokkuð bitastætt gerðist í málinu. Líkiö finnst Miðvikudaginn 11. október tók málib nýja stefnu, þegar lík fannst í grunnri tjörn skammt frá Noel. Dan Short bankastjóri var fundinn. Svo virtist sem lík- ið hefði verið 4-5 daga í vatn- inu. Dauðdagi bankastjórans hafði verið skelfilegur. Hann hafði verið bundinn á höndum og fótum og síðan varpað í tjörnina án þess að hann gæti sér nokkra björg veitt. Dánaror- sökin var drukknun og engir áverkar fundust á líkinu. „Hrikalegur dauðdagi," sagði talsmaður lögreglunnar. „Hann átti sér aldrei von og háði dauöastríðið með fullri meðvit- und." Það þótti sannað ab glæpur- inn hefði ekki verið framinn í skyndi. Allt haföi verið þaulskipulagt og íbúar hinnar friðsælu borgar Noel voru skelfingu lostnir yfir atburðunum. Enginn vissi nema morðingjarnir létu aftur til skarar skríða. SAKAMÁL Grunur kviknar Dagar urðu að vikum og vikur að mánuðum. Búið var að yfir- heyra fjölda manna og þeir sem helst þóttu grunsamlegir voru svokallaðir Agofskybræður. Þeir hétu Shannon, 19 ára, og Jos- eph, 24 ára. Þeir höfðu verið í tygjum við George nokkurn So- well og saman höfðu þremenn- ingarnir gengið glæpabrautina frá unga aldri. Þeim svipaði að verulegu leyti til útlitslýsingar vitnanna. Samt sem áður höfðu bræðurnir báðir fjarvistarsönn- un, annar sagðist hafa verið hjá kærustu sinni á þeim tíma sem morðið fór fram, og ættingi hins vottaði ab hann hefði sofið í hvílu sinni alla nóttina. Framhjá því varb þó ekki litiö að teikningar af mönnum, gerð- ar eftir lýsingu vitnanna, voru nauðalíkar bræðrunum. Og Shannon Agofsky og joseph Agofsky. annað, fyrir utan heimili Jos- ephs stóð brúnn sendiferbabíll, nákvæmlega eins og sá sem staðið hafði utan við bankann daginn fyrir ránið. Joseph hélt því hins vegar fram að bíllinn hefði lengi stabið bilaður og væri í óökuhæfu ástandi. Sannanir Það komst skriður á málin þegar lögreglan hafði uppi á manni, sem sagöist hafa leigt Agofskybræðrunum lítiö ein- býlishús sitt í fimm daga, á sama tíma og bankaránið var framið. Það, sem meira máli skipti, var að hann saknaði nokkurra hluta úr húsinu og bíl- skúrnum, sem fylgdi einbýlis- húsinu, m.a. járnkeðju sem hékk í bílskúrnum. Lík Dans heitins Short bankastjóra hafði einmitt verið vafið járnkeðju og þegar lögreglan sýndi leigusal- anum kebjuna, bar hann kennsl á hana sem sína eign. Þá var það ekki til að minnka grunsemdir lögreglunnar þegar Agofskybræðurnir fóru aö slá um sig með fasteigna- og bíla- kaupum. Engin eðlileg ástæða gat verið fyrir skyndilegu ríki- dæmi þeirra, en enn um stund beið lögreglan átekta og aflaði frekari gagna. Örlagaríkt umferöar- lagabrot 11. desember 1990, meira en ári eftir bankaránið, kom tæki- færið. Agofskybræðurnir voru stöbvaðir af lögreglu fyrir um- ferðarlagabrot og við skoðun bílsins fundust myntrúllur sömu tegundar og saknað hafði verið úr bankanum. Jafnframt fundust afsöguð haglabyssa og 22ja kalíbera riffill. Þegar var haft samband við FBI og þótt þeir sýni meðferð ólöglegra skotvopna yfirleitt ekki áhuga, urðu sýnishornin úr bankanum til þess að her manna var send- ur á vettvang til að kynna sér málið. Gögnin þóttu nægilega sterk til handtöku og lauk þar með 14 mánaða hóglífi bræbr- anna. Játningin Yngri bróðirinn, Shannon, reyndist ekki jafn harðsvíraður glæpamaður og verknaður hans gaf til kynna. Hann varð brátt tvísaga og öryggisleysi hans og beittar spurningar FBI- mann- anna leiddu að lokum til þess að hann játaði og sagði sólarsög- una. Þeir höfðu fengið hugmynd- ina u.þ.b. mánuði áður en ránið var framiö. Fyrst höfðu þeir upp á heimilisfangi bankastjórans og síðan leiddi eitt af öðru. Þeir leigðu sér hús í tíma, útveguðu vopn og héldu síðan til banka- stjórans, sem var ekkill og bjó einn, aðfaranótt 6. október. Þeir vöktu hann og misþyrmdu hon- um þannig að hann þorði ekki annað en að gera eins og þeir skipuðu fyrir. Hann aftengdi ör- yggiskerfið, myndavélina sá Jos- eph Agofsky um og allt gekk eins og i sögu. Shannon kvabst aldrei hafa dottið í hug að nokkur léti lífið, en Joseph ákvaö að losa sig við vitnið með fyrrgreindum hætti. Shannon sagðist hafa verið á móti því, en fékk ekki við ráðiö. Dauöarefsing? Joseph bar ekki beinlínis af sér framburð bróður síns, en var ósamvinnuþýöur og vildi sem minnst við lögregluna tala. Við réttarhöldin kom m.a. fram að hendur og fætur banka- stjórans höfðu verið límdir með sterku límbandi. Þrátt fyrir vatnib varðveittust nothæf fingraför á límbandinu og þau reyndust vera af bræðrunum. Ekki þurfti því frekar vitnanna við og málið var upplýst. Þriöji maburinn í ráninu var vinur Agofskybræðranna, Ge- orge Sowell. Hann hafði ekið bílnum og var því meðsekur bræðrunum. Vib yfirheyrslur opnaði Joseph hins vegar munninn og sagði bróður sinn hafa drepiö bankastjórann. Ómögulegt verður að sanna hvor þeirra hafi framið morbið, en sennilega verða bræðurnir fundnir jafnsekir þegar málið verður til lykta leitt. Ekki er tal- ið ólíklegt aö dauðarefsingunni veröi beitt gegn Agofskybræðr- unum ungu. Eins og sækjandi hefur orðað það: „Þeir eiga há- marksrefsingu skilið fyrir mis- kunnarlausan glæp sinn." ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.