Tíminn - 02.03.1996, Blaðsíða 18

Tíminn - 02.03.1996, Blaðsíða 18
18 WWIWII Laugardagur 2. mars 1996 Framsóknarflokkurinn Framsóknarvist Félagsvist verbur spilub í Hvoli sunnudagskvöldiö 3. mars nk. kl. 21. Vegleg kvöldverðlaun. Þetta veröur slöasta spilakvöld vetrarins. Þökkum góða þátttöku. Framsóknarfélag Rangœinga Fundarboö Eitt það mikilvægasta í starfi þingmanna er að hitta og ráðfæra sig við fólkið f kiör- dæminu. Alþingismennirnir Cuðni Ágústsson og ísólfur Gylfi Pálmason biöja sem flesta, sem því koma við, að hitta sig og spá í framtíðina í heimsókn þeirra í skólana á Laugar- vatni, mánudaginn 4. mars, og á fundum sem haldnir verða á eftirfarandi stöðum: Borg í Grfmsnesi, mánudaginn 4. mars kl. 21.00 Aratungu, Bergholti í Biskupstungum, þriðjudaginn 5. mars kl. 21.00 — Allir velkomnir. Fundarbobendur Guðni Aöalfundur A&alfundur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur verbur haldinn mánudaginn 4. mars kl. 20.30 á Grand Hotel Reykjavík. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur /------------------------------------------------- Eiginma&ur minn, faöir, tengdafa&ir, afi og langafi Karl F. Thorarensen frá Cjögri lést á Sjúkrahúsi Suburlands 28. febrúar sl. Kvebjuathöfn ver&ur í Selfosskirkju mánudaginn 4. mars kl. 14.30. Sætafer&ir frá BSÍ, Reykjavík, kl. 13.00. lar&arförin fer fram frá Eskifjar&arkirkju laugardag- inn 9. mars kl. 14.00. Fyrir hönd a&standenda V. Regína Thorarensen Hilmar F. Thorarensen Ingiger&ur Þorsteinsdóttir Cu&björg K. Karlsdóttir Búi Þór Birgisson Cu&rún E. Karlsdóttir Rúnar Kristinsson Emil Thorarensen Bára Rut Sigur&ardóttir barnabörn og barnabarnabörn. f---------------------------------------------------------\ if Mó&ir okkar Anna Árnadóttir frá Stóra-Hrauni Mánagötu 16, Reykjavík andabist í Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Fossvogi, 29. febrúar. Árni Pálsson Bjarni Pálsson Björn Bjarnarson fv. rábunautur hjá Búnabarfélagi íslands Hagamel 34, Reykjavík lést sunnudaginn 25. febrúar sl. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni þri&judaginn 5. mars kl. 13.30. Blóm eru vinsamlegast afþökkub, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Landgræ&sluna Cunnarsholti. Ríta Bjarnarson Ella B. Bjarnarson Helgi Torfason Sigrún Bjarnarson Magnús B. Eyþórsson Jón Bjarnarson Cubrún S. Karlsdóttir og barnabörn Svavajónsdóttir frá Snartartungu Fædd 1. júlí 1908 Dáin 23. febrúar 1996 Amma, afi, „sveitin", hundar, hestar, kýr og kindur að ógleymdum hænunum. Ein órjúfanleg heild. Vib systur vor- um svo lánsamar að fá að njóta samvista við ömmu og afa í sveitinni. Kynnast iiðnum bú- skaparháttum, þegar hey var sett í galta, kýrnar handmjólk- aðar og mjólkin skilin í skil- vindu o.fl. Það var hlýtt í eld- húsinu hjá ömmu, þar sem allt- af liföi á koxvélinni, vélinni sem rúgbrauðið var bakað í. Amma svaf aldrei, var alltaf vöknuð þegar við komum fram á morgnana, og enn á fótum þegar við sofnuðum. Ömmu féll aldrei verk úr hendi, vann öll sín verk mjög hljóðlega og barst ekki mikið á. Aðra stundina var hún kannski í eldhúsinu og þá næstu komin út í fjós ab mjólka. Amma prjónabi mikið og öll barnabörnin nutu þess, einnig hafði hún gaman af ann- arskonar hannyrðum. Hún var barngóð og fylgdi henni oft hópur af börnum, bæði í eld- húsinu, í fjósinu eða við önnur störf. Alltaf vorum við velkom- in að vera með henni í hinum daglegu störfum, þó að við þyrftum stundum að hafa okkur öll við til að fylgjast meö því hvab hún var að gera. Eftir ab amma og afi fluttu í Alftamýrina þá vorum við alveg jafn velkomin þangað einsog í sveitina ábur. Alltaf átti amma kökur eða annað góbgæti í hin- um ýmsu kirnum, og endalaust var hægt ab bæta stólum við hringborðið í eldhúsinu. Við systur komum stundum einar í Alftamýrina til ab bíða eftir pabba og vera honum samferða heim. Attum við þá góbar stundir í rólegheitum hjá ömmu og afa. Einn fataskápinn í Álftamýrinni var hægt að opna úr tveimur herbergjum og var hann mjög vinsæll og passaði amma upp á að hann væri nógu tómur í botninn, svo að við næðum að hlaupa þarna í gegn á miklum hraða. Einnig fengum við að hamast á fótstignu saumavélina hennar ömmu, gramsa og skoða allt sem henni og saumavélarborðinu fylgdi. Oft var kátt á hjalla í Álftamýr- inni þegar barnabörnin voru mörg á sama tíma í heimsókn og ef lætin urbu of mikil, þá lok- aði amma yfirleitt inní eldhús frekar en að sussa mikið á okk- ur. Við kveðjum ömmu með mörgum hlýjum minningum, sem munu fylgja okkur um ókomin ár. Sigurlaug, Svava og Ema Björk Aðeins örfá kveðju- og þakkar- orð til Svövu tengdamóbur minnar. Við fráfall hennar rifj- ast upp hugljúfar minningar, eftir rúmlega 35 ára kynni. Mér er í fersku minni, þegar ég kom í fyrsta sinn norbur í Snartartungu, nýgift Sturlu ein- um af 5 sonum Snartartungu- hjónanna, ab sjálfsögðu lítib eitt kvíðin ab koma á æsku- heimili eiginmanns míns. Sá kvíði var alveg ástæðulaus. Þeg- ar í hlaövarpann kom, voru þau hjón bæði komin út úr bæ sín- um. Komu þau þá til mín með bros á vör, svo hlý og mild á svip, og opnuðu fabm sinn á móti mér. Var þá sem allur kvíði væri á bak og burt. Var okkur boðiö að ganga inn í bæinn. t MINNING Fljótlega var bobið til matar, kynntist ég þá þessari rómuðu íslensku gestrisni. Stuttu seinna fórum vib öll út að skoða umhverfið. Þetta var fyrri hluta júlímánaðar, þegar íslenska sumarið skartar sínu fegursta. Hafði ég þá orð á því að hér væri fallegt. „Já," sagbi Svava tengdamóðir mín, „en Borgarfjörðurinn er líka falleg- ur." En þar var hún fædd og uppalin. Svava taldi það sína mestu gæfu í lífinu er hún gekk að eiga Asmund Sturlaugsson frá Snart- artungu, þann 28. febrúar 1930. Varð þeim 8 barna auðið, misstu ungan son er fékk nafnið Snorri. Barnabörnin eru 25 og barnabarnabörnin 30. Sumarið 1963 dvaldi ég í nokkrar vikur ásamt dætrum mínum í Snartartungu. Kynnt- ist ég þá vel störfum húsfreyj- unnar. í mörg horn var að líta og margt þurfti að gera á stóru heimili. Svava vann þessi störf af alúð og samviskusemi, svo skipulögð sem hún var. Hún var mjög handlagin, hafði lært karl- mannafatasaum sem ung stúlka í Reykjavík, prjónaði og vann öll þau verk sem ein húsmóðir þurfti að gera. Þannig að vinnu- dagurinn var oft langur og strangur á mannmörgu heimili. Sumarið 1966 fórum við hjónin með tengdaforeldrum mínum í ferðalag vestur til ísa- fjarðar, nánar til tekiö viku fyrir 70 ára afmæli Ásmundar. Erind- ið var að hitta Hjört bróður Ás- mundar og hans fjölskyldu. Fegurð vestfirsku fjallanna heillaði, allt útsýni óvenju fag- urt, en að sama skapi mjög háir fjallvegir voru ógnvekjandi. Við tengdamæðgur, sem sátum hlið við hlið, vorum hálfhræddar að horfa niður, en reyndum samt að bera okkur vel. Við vorum þó sammála um að þaö var nota- legt ab vera komin niður á slétt- lendið. Mikill fagnaðarfundur varb þegar þeir bræður hittust ásamt Gubrúnu eiginkonu Hjartar. Vorum við þarna í góðu yfirlæti hjá þeim hjónum og hittum frændfólkið. Hver stund var vel notuð og Hjörtur duglegur að sýna okkur allt sem markvert var og frásagnargleði hans fylgdi með. Þetta var í eina skiptib sem þau komu vestur. Er til baka var komið, var stutt í 70 ára afmælið og var það sér- lega eftirminnilegt. Fjölskyldan mætti öll, vinir og sveitungar. Ungir menn, sem höfðu notið sumardvalar hjá þeim hjónum, komu til að heilsa og samgleðj- ast með þeim. Það kom að því að Snartar- tunguhjónin brugðu búi, flutt- ust suður til Reykjavíkur. Sigur- karl, elsti sonurinn, tók við bú- inu og þótti þeim hjónum mjög vænt um það. Þau festu fljótlega kaup á íbúð í Álftamýri 8, Reykjavík, eignuðust góba ná- gránna, Sigrúnu og Pál, sem héldu tryggð sinni og vináttu við þau Svövu fram á síðasta dag. Snartartunguhjónunum leið mjög vel í Álftamýrinni. Svava og Ásmundur nutu samvista í rúm 50 ár. Þau áttu gullbrúðkaup þann 28. febrúar 1980, sem var haldið upp á í dýrlegum fagnaði á heimili þeirra, þar sem gestrisni og elskulegt viðmót þeirra naut sín til fulls. Nokkrum mánuöum seinna, nánar til tekið 1. sept- ember 1980, andaðist Ásmund- ur. Það dró ský fyrir sólu hjá vinum og vandamönnum, en sárastur var harmur Svövu. Hún bjó áfram í íbúðinni, en 8 árum seinna uröu þáttaskil í Iífi henn- ar. Var farið út í það ab hún keypti íbúð af Sunnuhlíðarsam- tökunum að Kópavogsbraut la. Var hún ánægð með íbúðina, en saknaði veru sinnar í Álfta- mýrinni. En eftir vissa aðlögun fann hún sig, stundaði sína handavinnu, enda bar heimili hennar fagurt vitni um hversu fallega hún vann. Góða ná- granna eignaðist hún, sem litu inn til hennar. Fékk hún einnig hjúkrunar- og aðstoöarfólk til sín, sem létti undir með henni er fór að síga á ævikvöldið. Er því sérlega vel þakkab, einnig Aðalsteini húsverði og frú. Börnin hennar og fjölskyldan öll fylgdust með henni, komu í heimsókn, spjölluðu, lásu fyrir hana. Hún var mikill ljóðaunn- andi, kunni mjög mikið af ijóð- um, og var Davíð Stefánsson frá Fagraskógi mikið uppáhald. Enda ef byrjað var ab lesa eitt af kvæðum hans, tók hún oftast við og lauk við kvæðið, og var spurning um hvor okkar hafði meira gaman af. Rúmlega tvö síðastliðin ár dvaldi hún á hjúkrunardeild Sunnuhlíðar. Það er komið að kveðjustund. Eg og fjölskylda mín vottum Svövu tengdamóður minni virðingu okkar og þakklæti fyrir hugljúfar samverustundir í lífi okkar. Fjölskylda hennar þakkar öllu starfsfólki á hjúkrunardeild Sunnuhlíðar fyrir frábæra um- önnun. Að lokum bið ég algóðan Guð að blessa minningu Svövu tengdamóður minnar. Far þú í fríöi, fríöur Guös þig blessi, haföu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Guörún Ema Narfadóttir Aðsendar greinar sem birtast eiga í blaöinu þurfa að vera tölvusettar og vistaöar á diskling sem texti, hvort sem er í DOS eöa Macintosh umhverfi. Vélrit-_ aðar eöa skrifaöar greiní geta þurft aö bíöa birtin vegna anna viö innslátt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.