Tíminn - 05.03.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.03.1996, Blaðsíða 1
80. árgangur Þriðjudagur 5. mars 45. tölublað 1996 RLR kannar orsakir gas- sprengingar í skúr viö Vatnsendablett: Fjögur ungmenni brenndust Fjögur ungmenni brenndust þeg- ar sprenging varð í kofa á Vatns- endablett, abfaranótt laugardags. Ekki er vitað um ástæðu þess a& unglingarnir komu sér fyrir í skúrnum en svo virðist sem leki hafi komib ab gasofni er þau not- uðu til ab kynda skúrinn, með þeim afleiðingum ab sprenging varí>. Unglingarnir eru 17-18 ára gaml- ir, tveir drengir og tvær stúlkur. Annar pilturinn slasaöist sýnu mest og fékk víða þriðja stigs bruna, m.a. í andliti og á hálsi. Hann var tengd- ur við öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans í gær en ekki talinn í lífshættu. Hin ungmennin brennd- ust einnig en mun minna. Að sögn Harðar Jóhannessonar hjá RLR stendur rannsókn yfir og þá einkum á því hvað olli því að sprengingin varð. Slökkvilið var kallað á staðinn eftir sprenginguna en engin eldur hafði breiðst út. Ungmennin leituðu sjálf eftir að- stoð. -BÞ Organisti Langholtskirkju: s — Helga Óskarsdóttir, formaöur foreldrafélags Mibskólans, afhenti Árna Þór Sig- borgarstjóra þess efnis aö Miöskólinn sem hefur absetur í Miöbœjarskólanum haldi húsnœöi sínu en aö skólanum veröi ekki breytt í skólaskrifstofur eins og fyrirhugab er. Alls höföu ríflega 2000 foreldrar og velunnarar skrifaö undir Askorun til borgarstjora urössyni, formanni Skólamálarábs, áskorun til Ingibjargar Sólrúnar Vondaufur um lausn „Maður er nánast orðinn vonlaus um að eitthvað gerist, það kemur alltaf eitthvað upp. Síðastliðinn miðvikudag var hringt í mig og mér sagt að úrksurður kæmi síðar um daginn en svo varð ekkert úr því heldur sagt að það myndi dragast um eina viku," sagði Jón Stefánsson organisti og kórstjórn- andi í Langholtskirkju um vænt- anlegan úrskurð biskups í Lang- holtskirkjudeilunni. „Þetta er óþolandi ástand en ég hef haft nóg að gera. Þab eina sem hefur breyst hjá mér á sunnudög- um er að ég hef verið að vinna í öðrum kirkjum en Langholts- kirkju þá daga," sagöi Jóq. -BÞ áskorunina. Tímamynd: CS íslenskum ríkisborgurum fjölgaöi um 30% í Danmörku en 0,4% á Islandi í fyrra: - íslendingum fjölgaði 50% meira í Danmörku en íslandi Danmörk virðist nú orðib hib fyrirheitna land íslendinga. í fyrra fjölgabi íslendingum (fæddum hér á landi) um 1.060 í Danmörku, eba 50% meira en hér heima, þar sem fjölgunin var abeins um 700 manns. Sam- kvæmt tölum Hagstofunnar fjölgaði íslendingum í Dan- mörku um 30% á síðasta ári og samtals um 50% á síðustu tveim árum. íslendingum hefur líka fjölgað töluvert í Noregi, eða 10% í fyrra og samtals 30% sl. tvö ár. Straumurinn til Sví- þjóðar virðist hins vegar stöbv- aður. Hlutfallslega fjölgaði ís- lendingum samt allra mest í Grænlandi, úr 23 í 37 sem er rúmlega 60% fjölgun. Rúmlega 20.800 íslenskir rík- isborgarar bjuggu erlendis um síðustu áramót og hafði fjölgað um 2.000, eða um rösklega Reynt aö semja um úthafskarfann á Reykjaneshrygg í London 7. og 8. mars nk. Kristján Ragnarsson: Er vongóbur um árangur Kristján Ragnarsson formabur LIU segist vera „vonbetri en um flest annab í þessum efn- um" ab einhver árangur náist á fundi NEAFC í London nk. fimmtudag og föstudag um stjórnun og kvótaskiptingu á úthafskarfastofninum á Reykjaneshrygg. Á þessum fundi verbur reynt til þrautar ab ná samningum um veib- arnar, þar sem stuttur tími er til stefnu ábur en vertíbin hefst þar á djúpmibum í vor. Formabur LIÚ segir á fundin- um verbi einnig rætt um norsk- íslenska síldarstofninn ef tilefni gefst til. Hann er þó ekki bjart- sýnn á að neitt tilefni gefist í þeim efnum eftir árangurslauan síldarfund í Osló í sl. viku. Eftir þann fund og kröfu ESB um 150 þúsund tonna kvóta er heildar- kvótinn kominn í 1350 þúsund tonn. Hinsvegar er óvíst hvort hægt verður að veiða allan þennan síldarkvóta. Kristján segist byggja vonir sinar um arangur í samninga- viðræðunum um úthafskarfann m.a. á því að á síðasta fundi NE- AFC í London í byrjun sl. mán- aðar heföu komið fram tillögur um kvótaskiptingu sem ekki voru Iangt frá þeim væntingum sem íslendingar hafa gert sér vonir um að fá í sinn hlut. Á þessum fundi NEAFC, Norðaustur- Atlantshafsfisk- veiðinefndarinnar í London, geröu íslendingar kröfu um að ' fá í sinn hlut um 53 þúsund tonna úthafskarfakvóta sem er álíka afli og ísl. flotinn veiddi í hitteðfyrra. Formaður LÍÚ segir að kvótakrafan sé m.a. fundin út á grundvelli ákvebins réttar strandríkis og veiðiréttar til lengri tíma. Hann segir að í þe- sum efnum gjaldi menn fyrir þab ab hafa veitt lítið af úthaf- skarfa þarna á árum áður á sama tíma og Rússar og önnur þáver- andi austantjöldslönd stund- uðu þar veiðar á aröbæran hátt. -grh 10% frá árinu áður. Þar af voru rúmlega 18.000 fæddir á ís- landi. Um 2/3 allrar fjölgunar íslendinga erlendis í fyrra varð I Danmörku og Noregi. Tæplegá 5 þúsund íslenskir ríkisborgarar bjuggu í Dan- mörku þann fyrsta desember sl., eða nærri fjórðungur allra íslenskra ríkisborgara erlendis. Álíka fjöldi er í Svíþjóð, en þar hefur Iöndum okkar sem fædd- ir eru á Fróni fækkab síðan 1990. Aftur á móti vekur at- hygli ab 21% íslenskra ríkis- borgara í Svíþjóð er fæddur ut- an Islands og sá hópur fer tals- vert vaxandi. Þribja stærsti hópur íslendinga er búsettur í Bandaríkjunum, um 3.500 manns. Lítil fjölgun varð í þessum hópi í fyrra en hann hefur stækkab um fimmtung á sl. fimm árum. Fjórði stærsti ís- lendingahópinn er í Noregi. Yf- ir 80% allra íslendinga erlendis eru búsettir í þessum fjórum löndum. Fjölgun íslendinga í öðrum löndum var hvergi meira en fá- einir tugir í fyrra. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.