Tíminn - 05.03.1996, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.03.1996, Blaðsíða 9
Þriöjudagur 5. mars 1996 PJETUR SIGURÐSSON Samstarfsverkefni íslands og Fcereyja á svibi ferbamáia, FITOUR: Leiftur og handboltalandslið- ið styrkt til Færeyjaferðar Fyrstudeildarliö Leifturs og ís- lenska landslibib í handknatt- leik munu fara til Færeyja í byrjun maí fyrir tilstyrk FITO- UR, sem er samvinnuverkefni ferðamálayfirvalda í Færeyjum og á Islandi og fjármagnaö af hálfu ríkisstjórna beggja landa. HandboltaIandsliöi& leikur tvo leiki í Færeyjum, en Leifturs- menn þrjá. Samvinnuverkefni þetta er sambærilegt við verkefni íslands og Grænlendinga, en samningur- inn við Færeyjar er til þriggja ára. Alls leggja ríkisstjórnirnar hvor um sig um fjórar milljónir á ári til verkefnisins. Birgir Þorgilsson, formaður Ferðamálaráðs og ann- ar fulltrúa íslands í FITOUR, segir að kostnaður FITOUR vegna ferða íþróttaliðanna tveggja verði rúmar 600 þúsund krónur, en ekki sé þó búið að reikna dæmið að fullu. Eins og áður sagði er í gildi samsvarandi samningur á milli íslands og Grænlands og nýlega fór íslenska landsliðið í hand- knattleik í ferð þangað þar sem leiknir voru tveir leikir við heimamenn. Ástæðuna fyrir því að þessi lið urðu fyrir valinu segir Birgir þá, að annars vegar sé mikill áhugi fyrir uppbyggingu handknatt- leiks í Færeyjum og á Grænlandi og þar sem íslenska landsliðið hefur náð góðum árangri á al- þjóðavettvangi. Hins vegar sé ferð Leiftursmanna, sem munu leika þrjá leiki í Færeyjum, til- komin frá þeim sjálfum. Þeir séu í sambandi við Pál Guðlaugsson, fyrrum landsliðsþjálfara Færeyja í knattspyrnu og núverandi þjálf- ara 1. deildarliðs Götu, sem hafi greitt götu þeirra í þessu máli. Leiftursmenn séu auk þess mjög áhugasamir um áframhaldandi samstarf við Færeyinga. En það er fleira á döfinni á vegum FITOUR. í sumar munu um 50 ungar knattspyrnustúlkur koma hingað til lands og taka þátt í Pæjumótinu í Vestmanna- eyjum og með sömu vél mun fara sami fjöldi stúlkna frá Vest- mannaeyjum til nokkurra daga dvalar í Færeyjum. Þá er ráðgert að matreiðslu- meistarinn Sigurður Hall, sem séð hefur um þætti á Stöð 2, fari einnig til Færeyja fyrir tilstyrk FITOUR, þar sem gerður veröur þáttur á Hótel Föroyjar í Þórs- höfn, sem síðan verður sendur út hér á landi. ■ Norburlandameistara- mót unglinga U-18 í badminton: ísland fékk bronsiö íslendingar höfnuðu í þriðja sæti á Norðurlandameistaramóti ung- linga undir 18 ára aldri, sem fór fram í Svíþjóð um helgina, og fengu þar með bronsið. I einliða- leik gekk hins vegar ekki nógu vel og unnu íslensku keppend- urnir ekki til verðlauna. ■ Evrópukeppni kvenna- landsliöa í handknatt- leik: Bábir leikir í Vestmanna- eyjum Asprilla, leikmabur Newcastle, í slœmum málum vegna ofbeldis á leikvelli: Allt að sex leikja bann Faustino Asprilla, hinn kól- umbíski leikmaður Newc- Skoska knattspyrnan: Rábist á Goram Andy Einn stuðnini Einn stuðningsmanna Hibernian réðst á Andy Goram, markvörð Glasgow Rangers, og sló hann í and- litiö, þegar Rangers mætti Hibernian á heimavelli „The Hibees" á sunnu- dag. Atvikið varð á 76. mínútu leiks- ins þegar einn stuðningsmanna heimaliösins ruddist inn á völlinn og sló markvörðinn í andlitið með þeim afleiðingum að það blæddi úr nefi hans. Nokkuð var um ólæti á vellinum og voru sex handteknir á meöan á leiknum stóð og þá var átta mönnum neitað um aðgang að vell- inum. Rangers unnu leikinn 2-0 og var fyrra markið sjálfsmark heima- manna, en Brian Laudrup gerði það síðara úr víti. Gascoigne fékk 12. gula spjaldið í vetur, þegar hann fór út fyrir völlinn til að fagna víta- spyrnudóminum. ■ astle, á yfir höfði sér allt aö sex mánaða leikbann í ensku úrvalsdeildinni, vegna ofbeld- is á knattspyrnuvellinum, þegar lið hans Newcastle mætti Man. City á dögunum. Asprilla gaf Keith Curle ljótt olnbogaskot í leiknum, auk þess sem hann skallaði í and- lit hans eftir leikinn. Asprilla var ekki einu sinni áminntur fyrir atvikin. Enska knatt- spymusambandið mun dæma í málinu fljótlega, en hefur gefið Asprilla frest til að skýra mál sitt. Kevin Keegan hefur sett As- prilla í fjölmiðlabann, þar sem hann er hræddur við að fjöl- miðlar og almenningur muni mistúlka orð kappans, sem þó hefur sagt í fréttum eftir atvikið að það hafi verið óvart. Keegan er ósáttur við þátt fjölmiðla í málinu og segir hann þá hafa dæmt hann í þessu máli, alsak- lausan. Keegan hafbi reyndar sett allt liðið í fjölmiðlabann, en aflétti því á laugardag. Bannið á As- prilla stendur þó enn. ■ Fulltrúi Asprilla lét í gær hafa eftir sér að allar fréttir af vand- ræðum hans væru stórlega ýkt- ar og einnig þær að hann ætti í erfiðleikum með að aðlagast líf- inu á Bretlandseyjum. ■ Um næstu helgi leikur íslenska kvennalandsliðið í handknatt- leik tvo landsleiki gegn Svíum í Evrópukeppni landsliða í hand- knattleik og fara báðir leikirnir fram hér á landi, nánar tiltekið í Vestmannaeyjum. Kristján Halldórsson, landliðsþjálfari kvenna, hefur ekki tilkynnt hópinn, en leikirnir fara fram á laugardag og sunnudag kl. 13.30. ■ g £ Skemmtileg umfjöllun á fimmtudögum! I UEFA beygir sig undir úrskurb Evrópudómstólsins í kjölfar Bosmanmálsins: Útlendingareglur úr gildi Stjórn Knattspyrnusambands að reglur, sem kveba á um Evrópu, UEFA, hefur tilkynnt fjölda útlendinga í liðum á Evrópska efnahagssvæðinu, séu úr gildi fallnar. Þetta gild- ir um leikmenn með ríkis- fang í ríkjum aðildarlanda Evrópska efnahagssvæðisins. Þetta kemur í kjölfar mikillar pressu á UEFA vegna dóms í Bosmanmálinu svokallaða. Reglan, sem kölluö hefur verið þrír plús tveir- reglan, hefur kveðið á um að liöum hefur verið heimilt að nota þrjá út- lendinga í libum sínum, auk tveggja annarra sem leikib hafa með viðkomandi liði í fimm ár, auk þess að hafa leikið með unglingaliðum félagsins. Ennfremur segir í tilkynn- ingu frá UEFA að allar reglur um félagaskipti leikmanna, sem eru með útrunninn samning, séu einnig úr gildi fallnar og að viðurkennt sé að ekki þurfi að greiða félögum fyrir slíka leik- menn. ■ h Dagskrá, kvikmyndir og myndbönd Litrík umfjöllun um allt sem er að gerast i heimi kvikmynda og myndbanda, ásamt dagskrá Ijósvakamiðlanna í heila viku. Meöal efnis finnur þú myndbandalista vikunnar, stjörnugjafir og dóma um nýjustu myndirnar í kvikmyndahúsunum og á myndbandaleigunum o.fl. o.fl. ’ mú ■fjölbreytt útgáfa alla dagafyrir þig! Wffi® VINNINGSTÖLUR Laugardaginn 02.03.1996 Vlnrtingar Fjðldl vlnnlngthafa Upphað á hvern vinnlngthafa 1 . 5 ris 2 3.896.880 2. 4,'sf 8FÍ 105.720 3. «•< * 106 10.320 4. 3-5 3.982 640 Samtal*: 4.096 12.170.480 Upplýsingar um vinningstölu' fá*t annig I sfrnsvara 56B-1511 eöaGr>BnunúmeriB00-6611 og Itextavarpi Fylgstu meö \i »^Il miðvikudaginn 6. mars

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.