Tíminn - 06.03.1996, Qupperneq 1

Tíminn - 06.03.1996, Qupperneq 1
 80. árgangur Miðvikudagur 6. mars 46. tölublað 1996 Prófastastefna 1996 Prófastastefna 1996 var sett meb gubsþjónustu í Dómkirkjunni í gœrmorgun og abstobabi Gubmundur Þorsteinsson, formabur Prófastafélags íslands, biskup vib messugjörbina. Stefnan stendur íþrjá daga og verba fundirnir í Kirkjuhúsinu, Laugavegi 3i. Mebalþess sem rœtt verburá stefnunniersafnabaruppbygging, undirbúningur fyrir i000 ára afmœlikristnitökunnar, ví- sitasíur prófasta og starfskýrslur presta. Seturétt á prófastastefnu eiga prófastar íslensku þjóbkirkjunnar og víglubiskupar auk Biskups íslands. Tímamynd: CS Vinnutími landverkafólks sem stóö törnina / loönufrystingunni í 4 vikur á tvískiptum vöktum, samsvarar 2,5 mánaöa vinnu m.v. 8 tíma dagvinnu. Eskifjöröur: Puðib skilaði 180 þús. kr. í budduna Stúlkan sem varö fyrir árásinni á Akranesi: Útskrifast ídag „Þetta hefur gengib frábærlega vel með hana, þetta er dugnab- arstelpa. En hún er ekki búin ab ná sér alveg, þaö getur tekib talsverban tíma í vibbót ab hún nái sér fullkomlega," sagbi Sæv- ar Halldórsson, barnalæknir á barnadeild, í samtali vib Tím- ann í gær. Hann hefur haft um- sjón meb Ingunni Gubmundu Pétursdóttur, sextán ára stúlku sem varb fyrir árás þriggja jafn- aldra sinna á Akranesi fyrir rúmum 6 vikum, síban hún var flutt af gjörgæslu á barnadeild. Ab sögn Sævars fékk Ingunn mjög alvarlegan höfubáverka við árásina sem leiddi til þess ab blæddi inn milli höfubkúpu og heilabasts. Þegar komið hafi verið meb hana á Sjúkrahús Reykjavík- ur hafi hún verið nær dauða en lífi. Um batann segir Sævar ab Ing- unn sé nú altalandi og geti fariö allra sinna ferða en líkami hennar þarfnist lengri tíma til að jafna sig að fullu. Ingunn hefur nú veriö á Borgarspítalanum í rúmar 6 vikur ásamt móður sinni sem hefur dvalið hjá henni allan tímann, og verður væntanlega útskrifuð í dag. Hún mun þó verða áfram í endurhæfingu á sjúkrahúsinu á Akranesi. -LÓA Miöstjórn ASÍ: Gefin loforb í samningi standa Mibstjórn ASÍ telur ab sveitarfé- lög hafi lagalega skyldu til ab fara eftir yfirlýsingu ríkisstjórn- ar sem gefin var út í tengslum vib gerb síbustu kjarasamninga, en þar er kvebib á um ab verka- Iýbshreyfingin eigi áfram full- trúa í húsnæbisnefndum sveit- arfélaga. Þar sem ríkisstjórnin var einn abili þess kjarasamn- ings, þá hvílir á henni sú kvöb, eins og annarra sem gera samn- ing, „ab stabib sé vib þab sem lofab er í samningi," segir í ályktun mibstjórnar ASÍ. Þar kemur m.a. fram að mið- stjórnin tekur undir og ítrekar ályktun húsnæðisnefndar sam- bandsins frá 22. feb. sl. En þar er mótmælt ákvörðunum og áform- um um aö taka fulltrúa verkalýðs- hreyfingarinnar úr húsnæðis- nefndum. Þá er húsnæðisnefnd ASÍ ein- dregið þeirrar skoðunar að lög um tilraunasveitarfélög leyfi alls ekki að breytt sé kjöri eða tilnefningu fulltrúa í nefndir og ráð tilrauna- sveitarfélaga. Auk þess vekur hús- næðisnefndin athygli á yfirlýs- ingu ríkisstjórnar sem gefin var út í tengslum við gerð síðustu kjara- samninga. Þar kemur m.a. fram að „verkalýðshreyfingin eigi áfram fulltrúa í húsnæðisnefnd- um sveitarfélaga." -grh Gera má ráb fyrir því ab land- verkafólk hafi haft um 180 þúsund krónur nettó í budd- una eftir ab hafa unnib 16 tíma á sólarhring á tvískipt- um vöktum í þær 4 vikur sem lobnufrystingin stób yfir. Þessi vinnutími samsvarar tveggja og hálfs mánabar vinnu mibab vib 8 tíma dag- vinnu. Heildarkaupib, eba brúttólaun fyrir alla þessa vinnu er uppundir 300 þús- und krónur. Þar af fara 100 þús. kr. í skatta, 12 þús. kr. í lífeyrissjób og 3750 kr. í stétt- arfélagsgjald. Hrafnkell A. Jónsson formað- ur Verkalýðsfélagsins Árvakurs á Eskifirbi segir aö í þessu dæmi sé reiknað með því ab meðaltímakaupið ásamt bónus sé hátt á sjötta hundrab krón- ur. Til samanburðar má nefna að sérhæft fiskvinnslufólk fær 328 kr. á tímann í dagvinnu og tæpar 592 kr. í yfirvinnu sam- kvæmt taxta eftir 10 ára vinnu og er bónus þá ekki meðtalinn. Formaður Árvakurs segir að miðað við tekjur venjulegs verkamanns, þá sé að líta á ver- tíðina sem nokkurskonar upp- grip fyrir iandverkafólkið sem tók þátt í henni, þótt hún breyti ekki afkomu fólks til lengri tíma litið. Þessi áhrif á efnahaginn séu hinsvegar meiri hjá körlunum um borð í loðnuskipunum. I því sam- bandi verður þó að hafa í huga ab þeir ná kannski yfir háver- tíðina, á tveimur mánuðum stórum hluta af sínum árstekj- um. Hrafnkell segir að í þessari törn sem loðnufrystingin óneitanlega var, hefði ekki ver- ið óalgengt að fólk hafi „farið að detta út", þ.e. hætt eftir kannski 2-3 vikur vegna skorts á líkamlegu úthaldi fyrir þessa tegund vinnu. Hann segir einnig að sá sem stób alla þessa törn, sé jafnvel að taka það út á sjálfum sér eitthvað fram eftir árinu. Það er þó háb líkamlegu atgervi hvers og eins. Hrafnkell segir að meint „gullgrafaæbi" við loðnufryst- inguna sé meira í ætt við and- rúmsloftið, þ.e. stemmninguna sem skapast í sjávarplássunum við þessar aðstæður, fremur en einhverja auðsöfnun hjá land- verkafólki. Hann telur einnig að undir þessum kringumstæðum sem einatt skapast í vinnutörnum eins og þeirri sem var í loðnu- frystingunni, þá lætur fólk bjóða sér kannski allt annað en það sættir sig við ab öðru jöfnu. Það helgast m.a. af því ab fólkið verbur þátttakandi í kauphlaupinu þar sem allt gengur út á þab að afkasta sem mestu á þeim stutta tíma sem loðnan er best til frystingar fyr- ir markaði í Asíu. -grh Ályktunardrögum formanns Prestafélagsins hafnaö: Traust innan stjórnarinnar minnkar „Þetta hefur óhjákvæmilega í för meb sér aö traust innan stjórnarinnar minnkar, þab seg- ir sig sjálft," sagöi séra Baldur Kristjánsson einn af stjórnar- mönnum Prestafélagsins eftir fund sem stjórnin hélt í fyrra- dag. Séra Geir- Waage, formaður stjórnar Prestafélags, bar á fund- inum fram ályktun þar sem m.a. segir að ef alvarlegt trúnaðarbrot komi upp gagnvart presti gildi einu hvort það varði við lög eða ekki. Brot eða ásakanir um brot beri að taka alvarlega og slíkt fyrnist ekki. Ennfremur að trún- aðarrof bætist ekki af sjálfu sér. Um viðbrögö annarra stjórnar- manna við þessum ályktunar- drögum segir Baldur: „Það sem gerðist er að formaður leggur fram drög aö ályktun sem fær haröar viötökur hjá stjórn Presta- félagsins og þeim er hafnað. Hann dregur þá ályktunina til baka og safnar meira að segja öll- um eintökum sem hafði verið dreift í tösku sína. Síðan heyra fundarmenn þetta á leiöinni heim á Stöð 2 og lesa síöar um þetta í öðrum fjölmiðlum, ásamt því að ekki hafi unnist tími til aö ræba málin innan stjórnarinn- ar." -BÞ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.