Tíminn - 06.03.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.03.1996, Blaðsíða 4
4 Miövikudagur 6. mars 1996 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík . Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerö/prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Mánaðaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verð ílausasölu 150 kr. m/vsk. Flugmálaáætlun og Reykjavíkurflugvöllur Það gefur augaleið að þjóð, sem býr við aðstæður eins og eru á íslandi, er mjög háð flugsamgöngum. Á það bæði við ferðalög milli landa og innanlands. Flugið er ferðamáti nútímans og ævintýraleg þró- un hefur orðið í þessari atvinnugrein á skömmum tíma. íslensku þjóðinni var kippt inn í hana á ófriðartímum í seinni heimsstyrjöldinni, þegar flugið var að ryðja sér til rúms af miklum krafti sem þáttur í hernaði og í almennum samgöngum. Fyrstu stóru flugvellirnir hér voru því byggðir sem hernaðarmannvirki og enn er meginmilli- landaflugvöllurinn tengdur slíkum umsvifum og rekstur flugbrautanna og búnaður kostaður af Bandaríkjamönnum. Mikil uppbygging hefur verið á undanförnum árum í flugvallarmannvirkjum um landsbyggðina og enn vantar nokkuð á að viðunandi ástand sé á þeim vettvangi. Því er þó ekki að neita að bættar landsamgöngur hafa dregið úr flutningum á ýmsa smærri flugvelli og áætlunarleiðir í flugi innan- lands eru í vaxandi samkeppni við einkabílinn, sem stafar af betri vegum. Staðan er hins vegar þannig nú að stærsti flugvöllur innanlandsflugs- ins, Reykjavíkurflugvöllur, þarfnast uppbyggingar, og fjármál flugstöðvarinnar í Keflavík, sem er mót- tökustaður fólks sem kemur til landsins og hluti af flugvallarmannvirkjum, eru í ólestri vegna þess að aldrei hefur verið gengið frá því hvernig á að borga af þeim lánum, sem tekin voru á sínum tíma í þá byggingu. Flugvellir eru í eðli sínu dýr mannvirki með strangar öryggiskröfur og dýran búnað. Rekstur þeirra er einnig dýr, meðal annars vegna þess að ýtrustu kröfur þarf að gera um öryggi. Þessi mála- flokkur kallar því á fjármagn bæði til uppbygging- ar og rekstrar og er aðkallandi verkefnum langt frá því lokið. Nú síðustu árin hafa markaðir tekjustofnar af flugumferð verið notaðir til þess að standa straum af uppbyggingu á flugvöllum landsins og nú síð- ustu árin hefur hluti þessarar upphæðar verið tek- inn í rekstur. Þetta er vegna þess hve þörfin er mik- il og sökum niðurskurðar í ríkisfjármálum. Við þessar aðstæður er enn meiri höfuðverkur að for- gangsraða í flugmálum og afar áríðandi er að það fjármagn, sem tiltækt er, komi að sem bestum not- um. Samkvæmt flugmálaáætlun, sem liggur nú fyrir Alþingi, er reiknað með að veita fjármagni í endur- byggingu á flugbrautum Reykjavíkurflugvallar á árunum 1997 til 1999. Líta verður á þetta sem stefnumörkun frá stjórnvalda hálfu að flugvöllur- inn verði áfram í borginni, og í sama dúr er yfirlýs- ing borgarstjórans í Reykjavík um þetta efni. Þess- ari stefnumörkun ber að fagna og undir hana skal tekið. Það er þá ekkert því til fyrirstöðu að 'skipu- leggja flugvallarsvæðið með tilliti til áframhald- andi hlutverks þess sem samgöngumiðstöð innan- landsflugsins. Nýr jafnabarmannaforingi? Alþýbublaðiö skýrir frá því í gær ab einn af aðalræöumönnum á afmæl- isfagnaði Alþýðuflokksins veröi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgar- stjóri og kvennalistakona. í fljótu bragði virðist þessi litla frétt ekki túlka stórkostleg pólitísk tíöindi, enda munu bæði Spaugstofumenn og hljómsveitin Spaðar koma fram á afmælisfagnaðinum líka og það bob- ar heldur ekki nein stórkostleg pólit- ísk tíðindi. Þó leynir þessi frétt nokkuð á sér, að mati djúpstjórnmálaskýrenda, vegna þess að undanfarið hefur ver- ib að ágerast orðrómur um að borg- arstjóri R-listans og fyrrum þing- maður Kvennalistans sé á leið yfir í Alþýðuflokkinn og hyggist leika lyk- ilhlutverk í útvíkkun flokksins og sameiningarhugmyndum jafnaðar- manna innan útvíkkaðs Evrópu- sinnaðs Alþýðuflokks. Frægt er að Jón Baldvin nánast baub borgarstjóranum forustuemb- ætti í slíkum flokki á einum af nokk- ur hundruð fundum, sem haldnir hafa verið um sameiningu jafnaðar- manna. Össur svili Ingibjargar hefur líka verið iðinn við að benda á hana sem vænlegan forustumann jafnað- armanna. Hrun Kvennalistans Samhliða þessari umræðu um Stór- Alþýðuflokk hefur farið fram engu kraftminni umræða um hnignun og endalok Kvennalistans. Ólíkt því sem sagnfræðingar hafa sagt um hrun Rómarríkis til forna, hafa engar tilgátur komið fram um kopar í vatnsleiðslum á skrifstofu Kvennalistans. Hrun Kvennalistans er ekki nægjanlega mýstískt til þess. Það blasir einfaldlega viö að boðskapur flokksins á ekki nokkurn hljómgrunn lengur og þorri þjóöar- innar er orðinn langþreyttur á einsleitu tali um reynsluheim kvenna. Fjölskyldupólitík í víðari skiln- ingi hefur leyst kvennapólitíkina af hólmi og það hafa gömlu flokkarnir verib fljótari ab skilja en Kvennalistinn, eins og kom svo berlega í ljós í síð- ustu alþingiskosningum. Augu manna hafa því beinst að því hvað tæki við hjá einstökum stjórnmálamönnum Kvennalistans eftir að flokkurinn sem slíkur hefur lognast út af. í því ljósi er fréttin um ávarp Ingi- bjargar á hátíðarsamkomu Alþýðu- flokksins athyglisverb fyrir þá, sem telja sig geta ráðið í táknmál sam- einingar jafnaðarmanna. Framtíbarfólkiö kynnt Á þab er bent ab hátíðarsamkom- an er tvískipt. Fyrst fer fram hátíð föstudaginn 15. mars, þar sem yngra fólkið er í abalhlutverki og framtíðarmenn flokksins hafðir í öndvegi. Seinni hlutinn er síðan á sunnudeginum, þar sem gömlum krötum er boöið til hófs, menn horfa um öxl og þá mun formaöur- inn ávarpa liðib. Til að undirstrika sagnfræbilega þáttinn í þessari seinni samkomu er Bubbi Morthens fenginn til að syngja lög síns látna frænda, Hauks Morthens, sem var dyggur krati allt sitt líf. Þeir tveir stjórnmálamenn, sem munu ávarpa hátíðarsamkomu framtíðarstjórnmálamannanna, eru varaformabur Alþýðuflokksins, Guömundur Árni Stefánsson, og Ingibjörg Sólrún. Þeir, sem best þekkja til í kratískum hugsunar- hætti, fullyrða við Garra að kratarn- ir séu með útspekúleruðum hætti ab stilla upp saman tveimur hugs- anlegum framtíðarleiðtogum og gefa flokksmönn- um til kynna að hér séu komnir þeir stjórnmála- menn, sem menn þurfa að velja á milli í framtíðinni. Ingibjörg Sólrún hefur sjálf ekki viljað gangast við því að hún sé í þann veginn ab verða foringjaefni í Alþýðuflokknum, enda er hún foringi í mikilli breið- fylkingu í Reykjavík þar sem alþýðuflokksmenn eru aðeins örlítill minnihlutahópur. Því verður aö gera ráð fyrir að allar óvarkárar yfirlýsingar af hálfu borg- arstjórans gætu því auðveldlega spillt ágætu sam- starfi í meirihluta borgarstjórnar. Engu ab síbur er greinilegt að þessi litla frétt í Alþýðublaðinu minnir menn á þær hugmyndir, sem sveimab hafa í bak- grunni umræöunnar um Ingibjörgu Sólrúnu sem hinn nýja leiötoga krata. Margir munu því leita grannt eftir því á næstunni í pólitík borgarstjórans hvort finnist vísbendingar til staðfestingar hinni merkilegu kenningu um nýjan jafnaðarmannaleið- toga. Garri ■ Afmælishátíð Alþýðu- flokksins - Jafnaðar- mannaflokks íslands Hátíðarhöld á áttatíu ára afmæli Alþýðullokkurinn - Jafnaðarmanna- flokkur íslands vcrður 80 ára 12. mars næstkomandi, hann var stol'naður þann dag 1916. Rokkurinn hyggst minnast þessara tíniamóta rncð veglegum hætti. Mikill afmælisfagnaður með borð- haldi fer fram í Borgartúni 6 (Rúg- • brauðsgerðinn) að kvöldi fóstudagsins 15. mars. í upphafi þeirrar samkomu býður varaformaður flokksins, Guð- inundur Árni Stefánsson, gesti vel- komna. Borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, mun ávarpa sainkomuna og hin vinsæla gáfu- og gleði- mannasveit Spsiðar flytur nokkur lög af þessu sérstaka tilefni. Spaða skipa meðal annarra Guð- mundur Andri Thorsson, Gunuar Helgi Kristinsson og Sigurður Val- Ingibjörg Sólrún geirsson. Leik- ávarpar jafnaðar- ararnir Palmi menn í afmælis- Gestsson, Örn fagnaði þeirra. Ámason og Sig- urður Sigurjónsson munu fara með spaug og spé, án efa á kostnað stjóm- málamanna. GARRI Hermenn Krists Það var nokkuð dramatísk upplifun hjá mér fyrir nokkr- um misserum, þegar ég sendi 7 ára gamlan son minn í fótboltaskóla hjá Val á Hlíðarenda í Reykjavík. Sjálfur er ég ekki Valsari og þekkti lítið til starfseminnar þar, en al- menna hugmyndin var þó að láta strákinn kynnast al- vöru knattspyrnulífsins, stæla hann og styrkja til að koma nú í veg fyrir að hann yrði ab einhverri kveif. Þab fór litlum sögum af knattspyrnukunnáttu drengsins eftir þetta námskeið. Hins vegar hafði hann lært reiðinnar ósköp af kristilegum kvæðum og kom meira aö segja syngjandi heim eftir fyrsta daginn eitthvað á þessa leib: „Ég er ekki fótgöngulibi, riddaraliði, stórskotaliði, ég er hermaður Krists!" Þó þetta væri ekki beinlínis það sem ég taldi mig hafa verið að senda drenginn til að læra, hef ég látib þab nokkuð liggja milli hluta að þó KFUM-drengirnir í Val færu út um víðan völl þeg-> ar kemur að því ab ákveða hver eigi að kenna hvað og hvemig. En nú virðist mér þessi skortur á verkaskiptingu vera kominn á kreik nokkuð víba í hinu kristilega sam- félagi og hermenn Krists eitthvab farnir að missa takt- inn í hergöngumarsinum. S tétt a rf é I ag sf o r m ab u r I n n Formaður Prestafélagsins tilkynnti þjóbinni í kring- um áramótin síðustu, að hann hefði einungis blandað sér í Langholtskirkjudeiluna vegna þess að hann væri formaður í stéttarfélagi presta og öll önnur túlkun á af- skiptasemi hans væri beinlínis óleyfileg. Hann upplýsti ab hann væri hagsmunagæslumaður presta og sem slík- ur stéttarfélagslegur fótgönguliöi og stórskotaliði, en þess utan væri hann að sjálfsögðu líka hermabur Krists. Þessi túlkun formannsins er í rauninni skiljanleg og ekkert við hana ab athuga, enda fellur hún að hefð- bundnum skilningi manna á hlutverki formanna í stétt- arfélögum. Þess vegna kemst maður ekki hjá því að velta fyrir sér hvers fótgönguliöi formabur Prestafélags- ins er, þegar hann kemur fram með tillögu um ab starfs- öryggi sóknarpresta og réttindi þeirra og staða í embætti skuli skert með afar dramatískum hætti. í ályktun, sem formaðurinn bar upp í stjórn félagsins í fyrrakvöld, er gert ráb fyrir aö prestar geti misst embættisgengi, ef upp komi ósættanlegur trúnaöarbrestur milli hans og ein- hvers sóknarbarna hans. „Sé um alvarlegt trúnabarbrot að ræða, gildir einu hvort það varðar við lög eða ekki.... Stjórn PÍ er þeirrar skobunar að ofangreint úrræðaleysi kirkjunnar til að prófa og úrskurða í alvarlegum kæru- málum valdi því, að prestur geti ekki reitt sig á að njóta þeirrar grundvallarreglu íslensks rétt- arfars, að teljast saklaus uns sekt hef- ur verið á hann sönnub," eins og Prestafélagsformaöurinn segir í til- lögu sinni. Hér er vissulega kominn fram athyglisverður flötur og alls ekki svo galinn. Svipað sjónarmið þekkist úr verslun og heitir að „kúnninn hafi alltaf rétt fyrir sér". Þab, sem hins vegar vekur athygli, er ab á sama tíma og aðrir foringjar opinberra starfsmanna bíta í skjaldarrendur til að verja réttindi sín og skyldur skuli formaður stéttarfélags presta leggja til slíka tak- mörkun og skerbingu á stöðu presta gagnvart sóknar- barni sínu og raunar gagnvart hverjum sem vera vill. Þab er einfaldlega verið að leggja til að prestar hafi minni mannréttindi en aðrir þjóðfélagsþegnar, vegna þess að svo brýnt sé ab þeir njóti fulls og óskoraös trausts sóknarbarna. Þetta er göfug sýn og ber vott um mikla fórnarlund. En á hún þá við í öllum tilfellum? Líka í Langholtskirkju? Og hvaö varb um stéttarfélags- legu hagsmunagæsluna? Hér er eitthvað meira en lítið skrýtið á ferðinni! Sá grunur er óumflýjanlegur að hér sé einhver rugl- ingur á ferðinni. Stjórn Prestafélagsins og kirkjunnar þjónar hafa greinilega tekib að sér að véra fótgöngulib- ar, stórskotalibar og riddaraliðar, sem hugsa fyrst og fremst um að vinna orrustur hver gegn öðrum. Senni- lega þyrftu prestar landsins að fara í fótboltaskóla hjá Val og rifja upp ab þeim er ætlað ab vinna stríð en ekki bara orrustur, og vera hermenn Krists. Á víbavangi t -BG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.