Tíminn - 06.03.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.03.1996, Blaðsíða 5
Miövikudagur 6. mars 1996 iHrffllíMfífflllflMí 5 Guömundur Bjarnason landbúnaöarráöherra: Ekki þurfa aö gilda sömu lögmál um alla framleiöslu Verðlagning búvara hef- ur verið mikið í umræð- unni nú síðustu daga og þá sérstaklega þau mál sem Samkeppnisstofnun hefur tek- ið til afgreiðslu. Það þarf ekki að endurtaka það hér hver eru markmiðin með búvörulögun- um, né heldur hvað í þeim stendur. Rétt er hins vegar ab rifja upp hvað kom fram við setningu samkeppnislaganna svokölluðu. Þar var skýrt tekið fram og kveðið á um sérstöbu í verðlagsmálum búvara, bæði í ræðu ráðherra, í lagatextanum og greinargerð frumvarpsins. Nú er það auðvitað svo að við- horf og aðstæður kunna ab breytast og nauðsynlegt að taka tillit til þess. Ég hef þegar minnst á breytingarnar, sem verða á verðlagsmálum sauð- fjárafurða samkvæmt samn- ingunum, og þá skoðun mína ab í áframhaldandi samninga- vibræðum kunni fleira að breytast. En ég legg á þab áherslu að ég tel að slíkt þurfi ab ræða við bændastéttina og einhliða breytingar á verðlags- málum án viðræðna séu ekki réttlætanlegar. Ég tel að nauð- synlegt sé að skoba verðlags- mál og framleiðslustjórnun í öllum greinum landbúnaðar- ins, þ.m.t. í eggjaframleiðsl- unni sem verið hefur nokkuð í sviðsljósinu að undanförnu, en undirstrika um leið það viðhorf mitt að eggjafram- leiðsla, kjúklinga- og svína- rækt er að sjálfsögðu landbún- aður, þó ekki þurfi að gilda um þá framleiðslu öll sömu lög- mál og í kindakjöts- eða mjólkurframleiðslu. Þessi mál eru nú þegar til athugunar í ráðuneytinu. Sama er að segja um athugasemdir Samkeppn- isrábs, sem sendar voru ráðu- neytinu vegna vibskipta Bón- usar hf. við Osta- og smjörsöl- una og Mjólkursamsöluna. Meðan sú athugun fer fram tel ég ekki rétt ab hafa um máliö mörg orð, en minni á það sem áður sagði um sérstöðu verð- lagsmála landbúnaðarins og viðurkenningu á þeirri sér- stöðu við setningu samkeppn- islaganna. Lei&beininga- þjónustan í fjölmiblaumræðunni að undanförnu hefur verið fjallað um leiðbeiningaþjónustu landbúnabarins. Er hún talin kosta 4-500 milljónir kr. á ári. Þetta verður að leiðrétta. Þær upplýsingar eru hafbar eftir ráðuneytisstjóra fjármálaráðu- neytisins, Magnúsi Péturssyni, sem flutti erindi á síðasta ráðunautafundi um fjármögn- un ríkissjóðs á leiðbeininga- þjónustu í landbúnabi. í er- indi ráðuneytisstjórans var rætt um margt fleira en leið- beiningaþjónustuna, s.s. störf héraðsdýralækna, hluta af starfsemi búnaðarskólanna, stjórnsýslustörf sem unnin eru af Bændasamtökunum o.fl. Raunverulegur kostnaður við leiðbeiningaþjónustuna er samkvæmt áliti ráðuneytisins ekki 400-500 milljónir, heldur nær 170 milljónum. Vissulega eru 170 milljónir miklir fjár- munir, en áður en menn fara að tala um hvort þeir séu rétt- lætanlegir þá þurfa menn að kynna sér hvað liggur að baki þeim. Mín nálgun verður sú að skoða það í samvinnu við Bændasamtökin hvort þessir fjármunir geti nýst betur fyrir bændastéttina og skilgreina betur hvað það er sem ríkið vill fá fyrir þá. Jafnframt er í ljósi þessarar umræðu nauð- synlegt ab velta því fyrir sér í hverju opinber stuðningur — ef hann er á annað borð fyrir hendi — á að vera fólginn. Ég tel óhjákvæmilegt að íslenskur landbúnaður njóti stuðnings af opinberri hálfu, svo sem gerist hjá öllum nágranna- þjóðum okkar. Annað er óraunsætt. En ef ekki má veita þann stuðning í gegnum vöru- veröið — sem í raun er verið að gera, þó það heiti „bein- greiðslur" til bænda — og ekki meb því að styrkja félagskerfi, leiðbeiningar, kennslu og rannsóknir, spyr ég með hvaba hætti á að veita nauð- synlegan stuðning. Það er að sjálfsögðu ein af mörgum spurningum, sem þetta Bún- aðarþing þarf að velta fyrir sér og bændaforustan síban að ræba við stjórnvöld. Mjólkurbúiö í Borgarnesi Þá hefur bæði í fjölmiðlum og á Alþingi einnig verið fjall- að mikið um úreldingu mjólk- urbúsins í Borgarnesi. Ekki er mögulegt að rifja upp alla þá sögu hér, en tvennt vil ég þó nefna. í fyrsta lagi að vib fram- kvæmdina var í öllu stuðst við reglur um hagræðingaraðgerð- ir í mjólkuribnabi frá 22. apríl 1994, sem byggðust á áliti sjö- mannanefndarinnar. Þá hófst þetta ferli, sem kom í minn hlut að binda endahnútinn á. VETTVANCUR Studdist ég þá m.a. vib fyrri samninga, t.d. við úreldingu mjólkurbús á Patreksfirði. Hitt atriðið, sem ég vil undirstrika, er að þegar rætt er um þær upphæðir, sem samningurinn gerir ráð fyrir ab Kaupfélagi Borgfirðinga séu greiddar fyrir úreldinguna, er ekki verið að tala um kaup á eignum, heldur styrk til að leggja niður eða hætta ákvebinni starfsemi. Ríkið varð aldrei eigandi að fasteignunum eða tækjunum. Um þetta eru ákvæði bæði í áður tilvitnuðum reglum og úreldingarsamningnum sjálf- um. Hvað sem öðru líður, má þessi umræða ekki verða til þess að hindra nauðsynlega áframhaldandi hagræðingu í mjólkuriðnaði, því ekki stend- ur á kröfunni sem gerð er um endurskipulagningu og lægra vöruverð. GATT Þá er rétt að víkja nokkrum orðum að lögbindingu og framkvæmd aðildar okkar að Alþjóbaviðskiptastofnuninni eða GATT-samningnum, sem oftast er kallaður svo. Samn- ingur þessi er fyrst og fremst samningur um aukið frelsi í vibskiptum og minni opinber afskipti. Mikil og hávær um- ræða varð um framkvæmdina á síðastliðnu sumri og fram á haust og talað um mistök og klúður, ofurtolla og ab ekki væri staðið vib anda samn- ingsins, sem allt í einu virtist fyrst og fremst hafa átt að snú- ast um lægra vöruverð. Þessar raddir virðast nú hafa hljóðn- að að nokkru, og það er mín skoðun að framkvæmdin hafi tekist nokkuð vel þegar á heildina er litib, að frátöldum smávægilegum byrjunarörb- ugleikum. Þab er hins vegar ljóst að framkvæmdin er bæði umfangsmikil og flókin og langt í frá að öll vandamál séu leyst. Vandasamast er ab fjalla um hráa kjötið. Ekki er ljóst hversu mikill innflutningur getur átt sér stað af hráu kjöti, þar sem hann verður að upp- fylla þau lög sem gilda um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. En á hinn bóginn er heldur ekki heimilt ab beita „tæknilegum" hindrunum til að koma í veg fyrir þennan innflutning. Innflutningur, sem teljast verbur líklegur, er kjöt af alifuglum frá Svíþjóð og þá kjöt af dýmm, sem ekki hafa verið gefin vaxtaraukandi efni á framleiðsluskeiðinu. Heimsmarkaösverö aö hækka Ég tel brýnt að við höldum fast við þá stefnu að heimila ekki innflutning á kjöti sem þannig er framleitt, fyrst og fremst til að viðhalda hrein- leika og gæðum okkar eigin framleiðslu, svo sem ég hef áb- ur vikið að. GATT-samkomulagið má ekki leiða til þess að verð á innlendum afurðum hækki, en ýmislegt bendir hins vegar til þess að heimsmarkabsverð muni hækka fremur en lækka á samningstímanum til alda- móta. Það kemur m.a. fram í skýrslu, sem Matvæla- og landbúnaðarstofnun Samein- uðu þjóðanna hefur sent frá sér. Því þarf að fylgjast vel með öllum breytingum á vöruverði sem geta stafað af þessum ástæðum. Hinu hef ég oft velt fyrir mér, undir hversu mikilli smásjá verðlag á innlendum landbúnaðarafurðum er, ef borið er saman við ýmsa abra kostnaðarliði í framfærslu fjöl- skyldunnar. Þótt við viljum að sjálfsögðu sem allra lægst vöruverð, verðum við einnig að hafa í huga að um er að ræba afkomumöguleika tiltek- innar atvinnugreinar og fjölda vinnandi fólks í landinu, sem sannarlega er ekki ofhaldiö af sínum hlut um þessar mundir. Matvörur 16,2% heimilisútgjalda Samkvæmt heimildum frá Hagstofu íslands um skiptingu útgjalda heimilanna í landinu, eru matvörur 16,2% útgjalda af ráöstöfunartekjum þeirra og þar af er innlend búvara að- eins 7,1% — ég endurtek 7,1%. Það eru nú samt þessi 7%, sem hæst er fjallað um og beitt hvers konar meðulum til að útlista hversu illa sé farið með íslenska neytendur og hve miklu betra það væri að lifa hér, fengju menn ab kaupa útlenda kjúklinga eða kal- kúnalappir. Ég hlýt ab spyrja hvort verjandi sé og hvort þab sé vilji þjóðarinnar að leggja svo mikla áherslu á að lækka þessi 7% ef til vill um 1 eða 2%, en fá hugsanlega í staðinn aukið atvinnuleysi og stór- fellda röskun á búsetu í land- inu. (Grein þessi er ab hluta efnislega sam- hljóba erindi sem rábherra flutti vib setningu Búnabarþings í upphafi vik- unnar).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.