Tíminn - 06.03.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.03.1996, Blaðsíða 6
6 Mibvikudagur 6. febrúar 1996 UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM Eystra-1 hornl HÖFN í HORNAFIRÐI Gamall draumur rætist „Ég hef alltaf verið veik fyr- ir skóm og spáð mikið í fóta- búnaö fólks," segir Sigrún Sveinbjörnsdóttir, sem í næstu viku opnar skóvinnu- stofu að Kirkjubraut 8. Sigrún er í óða önn að nema hand- brögðin hjá Jóni skóara og hefur keypt áhöld hans og tæki, því hann hefur látið af störfum af heilsufarsástæð- um. Ég vildi nú að Jón fylgdi með í kaupsamningnum, en konan hans mótmælti," sagbi Sigrún hlæjandi. Hún segist hafa æft sig á sínum eigin skóm, sem hún var með á leiö í viðgerð hjá Jóni þegar hún komst ab því að hann var búinn að loka. „Þá ákvábum við hjónin að gera alvöru úr því sem hingað til hefur verið okkar draumur, ab opna skóvinnustofu." Sigrún vill gjarnan leið- beina fólki um mebferð á skótaui og ráðleggur fólki að taka báða skóna með í við- gerð ef annar bilar, svo hún geti pússaö þá báða. Þá mun hún fara að dæmi fyrirrenn- ara síns og sinna fleiru en skóviðgerðum, svo sem sjó- gallaviðgerðum og yfirdekk- ingu húsgagna. Bæjarstjórn Egilsstaba: Kærö til félags- málaráöuneytis- ins Heimir Sveinsson á Egils- stöðum hefur kært bæjar- stjórn Egilsstaða til Félags- málaráðuneytisins. í kærunni fer hann fram á að ógilt verði ákvörðun bæjarstjórnar um aðild að hlutafélagi um bygg- ingu hótels á Egilsstöðum. Samkvæmt heimildum Austra byggir hann kæru sína m.a. á því að tveir bæjarfull- trúar, þeir Einar Rafn Har- aldsson og Sveinn Jónsson, sem um málið fjölluðu, séu stjórnarmenn í Miðvangi hf., en komið hefur til greina að byggja hótelið á grunni í eigu þess félags. Einar Rafn Har- aldsson sagði sig hins vegar úr stjórn Miðvangs hf. og seldi hlut sinn í félaginu nokkrum dögum áður en endanleg ákvörðun var tekin um aðild bæjarins. Félagsmálarábuneytið hef- ur óskað eftir umsögn bæjar- stjórnar á kærunni og verður málið á dagskrá á bæjar- stjórnarfundi bráðlega. Samgönguráö- herra vill ekki flytja ferjuflugiö Samgönguráðherra svaraði nýlega fyrirspurn þeirra Hjálmars Arnasonar og Drífu Sigfúsdóttur þess efnis ab ferjuflug fari um Keflavíkur- flugvöll fremur en Reykjavík- urflugvöll, m.a. af öryggis- ástæbum. Sagði hann það ekki standa til að taka ákvörðun um það mál og að Reykjavíkurflugvöllur stand- ist þær kröfur sem gerðar séu til alþjóðlegrar umferöar. „Ég varð fyrir miklum von- brigðum með þau svör ráb- herra, sérstaklega meb tilliti til þess að á bak við fyrir- spurnina eru rök, þá aðallega með tilliti til öryggismála," segir Hjálmar Árnason þing- maður. Þau rök sem mæla með Keflavíkurflugvelli eru m.a. ab öryggisbúnaöur á Keflavíkurflugvelli er full- komnari en í Reykjavík og er hann ekki aðþrengdur af byggð. Ástand vallarins þykir sérstaklega gott, eftirlit þar er betra, enda um afmarkað svæði að ræða og stenst hann kröfur Alþjóðaflugmálastofn- unar um ferjuflug. „Þaö er al- mennt mat íslenskra flug- rekstraraðila ab ferjuflugib sé betur sett í Keflavík en í Reykjavík, en síðarnefndi flugvöllurinn er á mörkunum að uppfylla alþjóðleg skil- yrði," segir Hjálmar. „Við skulum einnig hafa það í huga ab forseti borgarstjórn- ar Reykjavíkur telur æskilegt að færa ferjuflugið til Kefla- víkurflugvallar af öryggis- ástæöum." Næsta skref segir hann vera að koma upp þjónustumiðstöð þeirri, sem er langt komin í byggingu á Keflavíkurflugvelli og kemur til með að bæta þjónustu við einkaflugvélar í millilanda- flugi. „Utanríkisráðherra hefur gefib jákvæb svör við því að veita henni starfsleyfi og vonandi verður sú abstaba til þess ab laða að flug suðureft- ir," sagði Hjálmar. „Við mun- um fylgjast mjög vel með málinu, því hér eru gífurlegir hagsmunir í húfi, eins og fyr- ir hótel og verslanir og sam- félagið í heild, en með flug- mönnúm og fjölskyldum þeirra er um að ræða nokkur þúsund gistinætur á ári og er því mikilvægt að við mark- aðssetjum okkur og bjóðum betri skilyrði. Þjónustumið- stöðin er þar stór liður og með samstarfi vib hótel og réttri markaðssetningu ætt- um við að geta laðað að ferjuflugmenn hingað, þar sem aðstæður eru allar hinar ákjósanlegustu." BORfiFiRDINGIIR BORGARNESI Fyrsta vega- mótelib opnab fyrir páska Fyrsta íslenska vegamótelið verður tekið í notkun fyrir páska. Það eru hjónin Gub- mundur Ólafsson og Margrét Jónsdóttir í Ný-Höfn í Mela- sveit sem byggja mótelið, og stendur það í jaðri Hafnar- skógar. í húsinu verða 8 herbergi á neðri hæð, öll með sérinn- gangi og baðherbergi. Á neðri hæðinni verður auk þess móttaka, sjoppa, eldhús og sólpallur þar fyrir framan. Á efri hæðinni verða önnur 8 herbergi þar sem boðið verð- ur upp á ódýrari gistingu. Inni í herbergjunum er vask- ur, en salerni og sturtur verða sameiginleg. Auk þess veröur á efri hæbinni eldunarað- staða og fundarsalur fyrir 40- 50 manns. í nágrenni við húsið verður tjaldstæði og rekin verður hestaleiga í tengslum við mótelið. Guðmundur sagbi í samtali vib Borgfiröing að hann væri mjög ánægður meb húsið, það væri fallegt og félli mjög vel inn í umhverfið. Staður- inn heföi upp á mjög margt að bjóða. Þarna væru fallegar gönguleiðir, hvort sem væri um skóginn, uppi í fjalli eða í fjörunni. Mótelið væri því kjörinn staður til að halda t.d. ættarmót. Fyrsta vegamótelib á íslandi verbur opnab fyrir páska. Menntun, menn- ing og upp- lýsingatækni Nýta verður upplýsingatækni til að bæta menntun þjóðar- innar og þar meö samkeppn- ishæfni hennar. Mikilvægt er að í ákveönum grunn- og framhaldsskólum veröi byggð upp sérþekking og reynsla í notkun upplýsingatækni í skólastarfi. Þetta er meðal þeirra atriða, sem lögb er áhersla á í tillögum menntamálaráðuneytisins um hvernig menntakerfið og menningarlífið geti nýtt sér upplýsingatækni sem best. Tillögurnar eru afrakstur vinnu þriggja nefnda á vegum menntamálaráðherra, sem hófu störf í október sl. Þær hafa nú verið gefnar út í riti sem nefnist „í krafti upplýsinga". í formála ritsins kemur fram að þótt gert sé ráð fyrir að til- lögurnar miðist við árin 1996- 1999, sé ljóst að ýmis atriði hennar gildi til lengri tíma. Meðal þeirra áhersluatriða, sem finnast í tillögunum, er að nú þegar verði hafin endur- skobun á menntun kennara með það aö leiðarljósi að þeir fái haldgóða kennslu og þjálfun í að nota upplýsingatækni við úrlausn hvers kyns verkefna. Þá er lögð áhersla á að við stefnumótun á öllum sviðum menntakerfisins frá leikskóla til háskóla sé þess gætt að kostir upplýsingatækni séu nýttir. Einnig er lagt til að sett verði upp opið menningarnet hér á landi. Netið tengi saman allar menningarstofnanir í eitt upp- lýsinganet þar sem almenning- ur geti notið listviðburða í auknum mæli og fengið upp- lýsingar um starfsemi menn- ingarstofnana í gegnum tölvur. Stefnt er ab því að árið 1999 verði búið að framkvæma stór: an hluta þeirra tillagna, sem fram koma í ritinu, eða undir- búningur ab framkvæmd þeirra hafinn. -GBK Ólöf Rún Skúladóttir og Broddi Broddason fréttamenn fengu í gœr vibur- kenningargripi fyrir „óumdeilanlega" skýrmœlgi í fréttaflutningiþeirra í útvarpi og sjónvarpi. Hér sjást þau ásamt jóhönnu S. Einarsdóttur, fram- kvœmdastjóra Heyrnarhjálpar. Persónuleg og eðlileg skýrmælgi Broddi Broddason hjá RÚV og Ólöf Rún Skúladóttir hjá Sjónvarpinu voru valin skýrmæltustu fjölmiðla- mennirnir af dómnefnd á vegum Heyrnarhjálpar. Af því tilefni voru þeim af- hentir viðurkenningargripir eftir Ófeig Björnsson í gær. Rökstuðningur dómnefndar var aö þau héldu vel utan um frásögnina og að flutn- ingur þeirra væri persónu- legur og eölilegur. Sigrún Hjálmtýsdóttir söng- kona, Gylfi Baldursson, heyrnar- og talmeinafræðing- ur, og Jóhanna S. Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Heyrnar- hjálpar, sátu í dómnefnd. Alls voru 25 tilnefndir, en það var samdóma álit dómnefndar ab allmargir fjölmiðlamenn hafi skýran og greinilegan fram- burb. Hins vegar sé brýnt að vekja athygli á skýrmælgi, vegna þess að tónlist og um- hverfishljób séu í auknum mæli spiluð samfara tölubu máli í útvarpi og sjónvarpi. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.