Tíminn - 06.03.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.03.1996, Blaðsíða 7
Miövikudagur 6. mars 1996 WWfTWW 7 Hugmyndasamkeppni um ísland áriö 2018 er öllum opin: Framtíð landsins séð frá ólíkum sjónarhólum Nemendur í Vesturbœjarskóla unnu auglýsingaspjöld fyrir fundinn um hugmyndasamkeppnina ísland áriö 2018. Meöan fundurinn stóö yfir, var unniö aö verkefnum sem tengdust skipulagsmálum og landnýtingu. Ungum, öldnum, menntub- um og ómenntuðum er heimil þátttaka í hugmynda- samkeppni um ísland áriö 2018, sem Umhverfisráöu- neytiö og Skipulag ríkisins hafa efnt til. Áriö 2018 veröa 100 ár liöin frá því ísland varö fullvalda ríki. Keppt veröur um frumlegar hugmyndir er varöa þróun byggðar, búsetu, atvinnuhátta, landbúnaðar, landnýtingar og annaö þaö er vísað getur ís- lendingum leiö til framtíðar og aukinna lífsgæða. Eins og for- maöur dómnefndar orðaöi það á kynningarfundi í gær, þá er framtíðin ekki eitthvað^sem gerist bara", heldur geta íbúar þessa lands haft áhrif á hvers konar framtíö bíði þeirra í ell- inni og hvers konar líf þeir geti boðiö æsku landsins upp á. Bent er á aö auðlindir til lands og sjávar setji framtíðarþróun íslands ákveðnar skoröur og aö lífshættir 20. aldar hafi að mörgu leyti skaöaö umhverfi okkar. í samkeppninni opnist vettvangur fyrir fólk úr ýmsum stéttum til að koma meö hug- myndir frá margvíslegum sjón- arhólum um þaö hvernig nýta megi auðlindirnar og hvernig við getum stemmt stigu viö eyöingu umhverfis af manna- völdum. Greinargerö þar sem gerö er grein fyrir tillögunni í máli og myndum skal skilaö til dóm- nefndar. Æskilegt er aö þar komi skýrt fram í hverju tillag- an sé fólgin, þýöing hennar fyrir ísland og hugsanleg áhrif hennar á daglegt líf íslendinga. Viö mat á innsendum tillög- um mun dómnefndin leggja megináherslu á að tillagan sé frumsamin, nýstárleg og vel rökstudd. Aö hún gefi sannfær- andi mynd af þróun byggðar og umhverfis á íslandi og aö tillagan sé sett í samhengi viö alþjóðlega þróun. Dómnefnd- in ákveður skiptingu verð- launafjár, en allt aö fimm til- lögur geta verið verðlaunaðar. Alls eru 2 milljónir króna til Aö sjá hver er aö hringja áb- ur en svarab er í símann og sömuleiöis úr hvaöa númer- um hefur veriö reynt aö hringja til vibkomandi yfir daginn, eöa t.d. meöan hann skrapp út meö ruslið eöa niður í þvottahús. Þetta er ný tegund þjónustu, svoköll- ub númerabirting, sem not- endum almenna símakerfis- ins stendur nú til boöa fyrir 190 kr. gjald á ársfjóröungi, samkvæmt tilkynningu frá skiptanna. Dómnefndina skipa Arin- björn Vilhjálmsson arkitekt, Gestur Ólafsson skipulagsfræö- ingur, Stefán Thors skipulags- stjóri ríkisins, Trausti Valsson Pósti og síma. Til aö nýta sér þessa þjón- ustu þarf sérstakan búnab, sem Símabær selur t.d. fyrir tæpar sex þúsund krónur. Númer þess sem hringir birtist þá í glugga, sem annaö hvort er á símanum sjálfum eöa í litlu tæki sem tengt er við hann. Þar sem símnotandi get- ur séð hver/hverjir hafa veriö aö reyna aö ná símasambandi við hann yfir daginn, getur þessi nýja þjónusta á vissan skipulagsfræöingur, og Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson for- maður Sambands ísl. sveitarfé- laga. Ritari dómnefndar er Ás- dís Hlökk Theodórsdóttir skipulagsfræðingur, en dóm- hátt komiö í staöinn fyrir sím- svara. Þeir sem hafa leyninúmer og aðrir sem vilja ekki aö númer þeirra sjáist þegar þeir eru að hringja, geta hindrað það með tvennum hætti: Annars vegar meö því aö slá inn „31" áður en þeir velja númeriö, sem kostar ekki neitt, og hins vegar með því að biðja um svokall- aöa „númeraleynd", sem er önnur sérþjónusta sem hægt er aö panta gegn 190 kr. árs- Cuömundur Bjarnason umhverfis- ráöherra kynnir hugmyndasam- keppnina í gær. F.v. Arinbjörn Vilhjálmsson, Guömundur Bjarna- son og Stefán Thors. nefndin mun ljúka störfum í september 1996 og er þá stefnt aö því að haldið verði skipu- lagsþing um framtíðarsýn byggðar og búsetu í landinu og fleiri viðfangsefni skipulags- mála. Þeir, sem áhuga hafa á þátt- töku, geta nálgast keppnislýs- ingu í umhverfisráðuneytinu eða hjá Skipulagi ríkisins. Auk þess hefur möppu með ísland- skortum verið kornið fyrir í Þjóðarbókhlöðunni, sem og bókum sem komið gætu þátt- takendum að gagni. Fyrir- spurnir er ' varða keppnina verða að berast trúnaðarmanni dómnefndar, Huga Ólafssyni, skriflega fyrir 1. apríl og verður þeim svarað tveimur vikum síðar. Tillögum þarf að skila fyrir 1. júlí 1996. fjórðungsgjaldi. Viðkomandi númer sést þá aldrei hjá þeim sem hringt er til, nema að sá/sú sem hefur „númera- leynd" vilji það. GSM-farsímanotendur geta flestir nýtt sér númerabirting- una og án þess að kaupa sér- stakan aukabúnað, því í glugg- um allra nýlegra síma er hægt að sjá hver er að hringja. GSM- símar geta einnig verið með númeraleynd, en þá án nokk- urra undantekninga. ■ Bakki Bolungarvík hf.: Rekstur í járnum, en gróöi aö ári Á aðalfundi Ósvarar hf. í Bolungarvík í sl. viku var samþykkt aö breyta nafni fyrirtækisins í Bakki Bolung- arvík hf. Samkvæmt rekstr- aráætlun veröur reksturinn í járnum á þessu ári, en búist er viö hagnabi á næsta ári, 1997. Hinsvegar varb tap á rekstrinum í fyrra, eöa á reikningsárinu frá 1. sept. 1994 til 31. ágúst 1995, sem nam 38,6 miljónum króna. Aðalbjörn Jóakimsson, aðal- eigandi Bakka hf. í Hnífsdal, er framkvæmdastjóri beggja fyr- irtækjanna. Frá því nýir eig- endur tóku við rekstri Ósvarar á sl. sumri hefur verið unnið að viðamiklum breytingum, fjárhagur endurskipulagður og hlutafé aukið. Samkvæmt ársreikningum eru eignir fyrirtækisins 1532 miljónir kr., en skuldir 1448,9 miljónir kr. Heildarveltan nam 441,3 miljónum króna, en heildarkvótinn samsvarar 5083 þorskígildistonnum. Hlutaféð er nú um 310 milj- ónir króna, en var um 80 milj- ónir þegar núverandi meiri- hlutaeigendur tóku viö í júní 1995. Samþykkt var að auka hlutafé í 450 miljónir króna og er viðbótin, 140 miljónir kr., að mestu seld. Helstu hluthafar í Bakki Bol- ungarvík hf. eru Bakki hf. með 160 miljónir kr., Sund ehf. 30 miljónir kr., Burðarás hf. 25 miljónir kr., Kristján Guð- mundsson hf. á Rifi 25 miljón- ir kr., Gná hf. í Bolungarvík 20 miljónir kr., Tryggingamið- stöðin hf. 20 miljónir, Kaldá hf. 10 miljónir kr. og aðrir eiga hlutafé fyrir 20 miljónir króna. Stjórn BB hf. skipa þeir Svanbjörn Thoroddsen, Aðal- björn Jóakimsson, Agnar Eb- enezerson, Jón Kristjánsson og Guðmundur Kristjánsson. -grh Blómamiö- stöö í 35 ár Blómamiðstöðin ehf. er 35 ára á þessu ári. Húsnæöi Blómamiöstöövarinnar ab Réttarhálsi 2, Reykjavík, var nýlega stækkaö og því breytt og er þaö nú yfir eitt þúsund fermetrar. Grunnur aö rekstri Blóma- miðstöðvarinnar var lagður í Hveragerði árið 1961 af fimm garðyrkjubændum, sem fengu Svein Indriðason til aö annast sölu fyrir sig. Árið 1971 var stofnað formlegt fyrirtæki um reksturinn, sem hlaut nafnið Blómamiöstöðin hf. Fleiri framleiðendur komu til liðs við fyrirtækið á.næstu árum, úr Biskupstungum, Hrunamannahreppi og Mos- fellssveit. í dag eru framleiö- endurnir, sem standa að Blómamiðstöðinni, 25 talsins og ræktunarflatarmál þeirra er samtals um 45 þúsund m2. Blóm eru sótt allt aö sex daga í viku og dreift í verslanir um land allt. Markaöshlutdeild fyrirtækisins hefur undanfariö verið á bilinu 70-75%. ■ Póstur og sími býöur nýja þjónustu: númerabirtingu áöur en ansaö er: Sýnir hver er aö hringja og hverjir hafa hringt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.