Tíminn - 06.03.1996, Blaðsíða 9

Tíminn - 06.03.1996, Blaðsíða 9
Mi&vikudagur 6. mars 1996 ma#z.— WWIli 9 UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND ísrael: Tilbob um vopnahlé Hamas, samtök palestínskra mús- lima, bubust til þess at> binda endi á sjálfsmorðsárásir ef ísraels- menn leita ekki hefnda fyrir 57 manns sem létust í fjórum sprengjuárásum á rúmri viku. Þetta tilbob kom á sama tíma og ísraelskir hermenn innsigluðu heimili árásarmannanna og hertu tök sín á Palestínumönnum, en allt var það liður í stríði ísraelsmanna gegn öfgamönnum sem Peres for- sætisráðherra lýsti yfir á sunnudag- inn. Hamas hafbi komið með svip- að vopnahléstilboð á sunnudaginn eftir að sprengja hafði sprungið í strætisvagni í Jerúsalem, en strax daginn eftir varð enn ein sjálfs- morðssprengingin í Tel Aviv þar sem 13 manns létust. Qassam^ sem er hernaðararmur Hamashreyfingarinnar, gaf frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann seg- ist munu fara að tilmælum pólit- ískra leiðtoga sinna og engar árásir gera þar til í júlí. Árásirnar myndu hins vegar halda áfram ef ísraels- menn láta af því verða að leita hefnda fyrir sprengjuárásirnar. Svo virðist sem klofningur sé Sjómenn geta krafist kominn upp innan Hamashreyfing- arinnar á milli harölínumanna og þeirra sem mæla með viðræðum við Jasser Arafat, forseta sjálfstjórnar- svæðis Palestínumanna. Að sögn ísraelsku leyniþjónustunnar er ekki vitað hvort yfirmenn Hamas hafi fulla stjórn á öllum liðsmönnum sínum á Vesturbakkanum og Gaza- svæðinu. Peres getur hins vegar varla leyft sér að fallast á vopnahlé við skæru- liða Hamas, sem hann hefur kallað hryðjuverkamenn. Kosningar eru á næsta leiti í ísrael og á Peres nú fullt í fangi með að sannfæra ísraelsbúa um að honum sé treystandi til þess að halda áfram um stjórnartaum- inn og tryggja landsmönnum ör- yggi. Hann gaf hermönnum sínum frjálsar hendur á mánudag til að leita allra ráöa til að koma í veg fyr- ir frekari sprengjuárásir. -CB/Reuter Þúsundir Serba hafa yfirgefiö heimkynni sín í Sarajevóborg af ótta viö hefndaraö- geröir af hálfu múslima og Króata, en sambandsstjórn Króata og múslima hefur tekiö viö völdum íöllum hverfum borgarinnar samkvaemt friöarsamkomulaginu sem gert var í Dayton í Bandaríkjunum. Þúsundir aö auki eru aö búa sig undir flutning, og þessir voru aö hlaöa búslóö sinni á vörubíla ígær íeinu úthverfa borgarinnar. neuter Heimsókn Johns Majors til Hong Kong: Spilaði snjallt úr lélegum spilum skababóta fyrir ab fá ekki ab veiba í landhelgi: ESB opnar flóðgátt Evrópudómstóllinn hefur fengið ríkisborgurum í abildarríkjum Evrópusambandsins öflugt vopn í hendur meb því ab úrskurba ab ríkisstjórnir þeirra verbi ab bæta einstaklingum þann skaba sem þeir verba fyrir ef lögum ESB er ekki framfylgt í landinu. Þetta þýbir m.a. að breska ríkis- stjórnin þarf að greiða spænskum fyrirtækjum skaðabætur vegna þess ab þeim var meinab að stunda fisk- veiðar innan breskrar landhelgi, í trássi við reglur ESB. Viðbrögð Breta við þessum tíð- indum voru hörð. Breskur ráðherra sagði að það væri glórulaus dómsúr- skurður sem heimilaði spænskum sjómönnum að krefjast skaðabóta fyrir að vera útilokaðir frá breskri landhelgi. Bretar jnyndu örugglega taka þetta mál upp á ríkjaráðstefn- unni sem hefst síðar í mánuðinum þar sem ræba á framtíðarskipulag Evrópusambandsins. Franskir bjórframleiðendur hafa einnig krafist skaðabóta frá Þýska- landi vegna þess að þeim hefur ekki verið heimilað ab flytja bjór til Þýskalands vegna sérstakra laga þar í landi um hreinleika bjórs, sem tal- in eru brjóta í bága við lög ESB. Lögfræðingar segja að með þess- um úrskurði gæti farið af stað skriba skababótamála í abildarríkjum ESB, en reyndar er dómsstólum í hverju landi gert að meta það í hverju til- viki hvort brotin séu nógu alvarleg til þess að skaðabótakröfur eigi rétt á sér. „Þab veröur gífurlegur þrýstingur núna á aðildarríkin um að hrinda reglum í framkvæmd innan tilskil- inna tímamarka vegna þess að ef það er ekki gert er allt opib fyrir skaðabótakröfur," sagði Nicholas Forwood, lögfræbingur í Brussel -GB/Reuter Að loknum leiðtogafundi As- íu- og Evrópuríkja um helg- ina hélt John Major, forsætis- ráðherra Bretlands, í opin- bera heimsókn til Hong Kong. Móttökurnar sem hann fékk þar voru heldur kuldalegar, a.m.k. til ab byrja meb, enda eru íbúar Hong Kong flestir hverjir ekkert yf- ir sig hrifnir af því aö Bretar ætli að afhenda Kínverjum öil völd yfir Hong Kong þann 30. júní 1997. En John Major var með nokkur tromp á hendi, sem hann spilaði út í heimsókninni og virðist sem honum hafi tek- ist með því að afla sér heldur meiri velvildar mebal lands- manna en hann naut áður — sem mörgum þykir jaðra viö kraftaverk. Og þegar nánar er skoðað virðist mörgum sem trompin hafi e.t.v. ekki verið jafn sterkur leikur og Ieit út fyr- ir í byrjun. Dorothy Ribeiro er 83 ára gömul og segist hreint ekki vera með nein áform um að fara frá Hong Kong úr þessu. Hún er, eins og 28 stallsystur hennar, ekkja eftir hermann frá Hong Kong sem barðist fyr- ir Breta í seinni heimsstyrjöld- inni. Eitt helsta trompið sem Maj- or hafði upp á að bjóða í heim- sókn sinni, var að hann hét þessum 29 öldruðu konum að þær fengju leyfi til þess að fá breskt vegabréf og þar með ab ferðast tíl Bretlands hvenær sem þeim sýndist og búa þar ef þær kærbu sig um. Meb þessu tók hann litla sem enga pólit- íska áhættu, því jafnvel hörð- ustu andstæbingar þess að heimila útlendingum landvist í Bretlandi færu varla að fetta fingur út í það þó nokkrum há- öldruðum konum verði hleypt inn fyrir. En þetta útspil virbist hafa dugab til þess að heim- sóknin sem fyrirfram þótti dæmd til að misheppnast sner- ist alveg óvænt upp í sigurför. Þegar John Major hélt á brott frá Hong Kong á mánudag ríkti almenn ánægja með heim- sóknina. Dagblaðið South China Morning Post, sem er áhrifaríkt dagblað í Hong Kong, benti þó á það að lofor Majors breyttu ekki þeim veruleika sem við blasir. Og töluvert vantar upp á að útspilið fullnægi þeim kröf- um sem uppi eru meðal al- mennings í Hong Kong, þar sem óvissan um framtíðina verður stöðugt meiri eftir því sem líöur nær því að Kína taki þar við völdum. Sífellt fleiri hafa verið að krefjast þess að allir íbúar Hong Kong fái full réttindi sem breskir ríkisborgarar til þess að þeir geti flúið til Bretlands ef ástandið versnar eftir að um- skiptin um mitt næsta ár hafa farið fram. Þótt 29 konur muni fá í hendurnar þá pappíra sem gerir þeim kleift að búa í Bret- landi ef þær vilja, þá fékk af- gangurinn af íbúum Hong Kong ekki annað en loforð um að þeir myndu ekki þurfa að sækja um vegabréfsáritun ef svo skyldi fara að þá fýsti til Bretlands. En það myndi þá að- eins gilda í sex mánuði, ekki væri um varanlegt dvalarleyfi að ræða þótt væntanlega yrðu mál þeirra skoðuð þegar til Bretlands væri komið. Og hann mælti fyrir frekar daufum eyrum þegar hann lýsti því hátíðlega. yfir: „Þið verðið aldrei ein á báti." Og þótt hann hafi heitið því að ef Kínverjar brjóti samningsskil- mála sem eiga að tryggja það að íbúar Hong Kong njóti óskoraðs frelsis eftir yfirtökuna eins og fyrir, muni muni Bretar grípa til allra þeirra ráða sem til boða stæðu, jafnt lagalegra sem annarra, þá eiga ýmsir bágt með að sjá fyrir sér hvað þá myndi gerast. „Hvað ættu Bretar að gera? Senda herskip? Ég held varla," sagði Alan Au, verðbréfasali í Hong Kong. Margir líta svo á að það séu ekkert annað en svik að Bretar neiti íbúum Hong Kong um bresk vegabréf. „Bretar neyöast til að afhenda Kínverjum land- ið aftur, en þeir ættu ekki að af- henda þeim íbúana líka," sagöi þingmaðurinn Emily Lau, sem hefur lagt mikla áherslu á þetta baráttumál. En Major á undir högg að sækja heima fyrir þar sem mál- efni innflytjenda eru eldfim, og átti því erfitt með að koma til móts við þessar kröfur. En um stundarsakir a.m.k. tókst honum að létta svolítið á press- unni með loforöi sínu um að undantekning yrði gerð með ekkjurnar 29. „Ef bara kínverska stjórnin hefði nú svipaða tilfinningu fyrir viöhorfi almennings," sagði í leiðara dagblaðsins East- ern Express. „Þess í staða þrefa þeir og gagnrýna, tala um „undanlátsemi", koma hingað og fara grimmir á svip, neita aö hitta landstjórann og almenn- ing." -GB/Reuter Skemmtileg umfjöllun á fimmtudögum! 1> •X*A\ Dagskrá, kvikmyndir og myndbönd Litrík umfjöllun um allt sem er að gerast í heimi kvikmynda og myndbanda, ásamt dagskrá Ijósvakamiölanna í heila viku. Meðal efnis finnur þú myndbandalista vikunnar, stjörnugjafir og dóma um nýjustu myndirnar í kvikmyndahúsunum og á myndbandaleigunum o.fl. o.fl. -fjölbreytt útgáfa alla dagafyrir þig!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.